Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 29

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 29
% vísm Fimmtudagúr ll! desember 1980. 29 Reiknivélar með prentun eru mjög hentug- ar til heimilisnota og með þeim er auðvelt mál að sjá til þess að heimilisbókhaldið sé í lagi. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12 hefur þessar vélar í úrvali og verðið við allra hæf i, það er bara að drífa sig á staðinn því þetta er jólagjöfin sem reiknað er með. Royal Dux hvitu postulínsstytturnar frá Tékkóslóvakíu eru heimsþekktar. Verslun- in Tékk-Kristall á Laugavegi 15 hefur ný- lega fengið mikið úrval af nýjum styttum og á myndinni eru nokkrar þeirra. Krían á myndinni kostar 14,500 krónur, ísbjörninn 35,200 krónur, uglan 6,000 krónur og konan með kerið 31,500 krónur. Saba útvarps- og kasettutækin frá Georg Ámundasyni á Suðurlandsbraut 6 eru i geysilegri vinsældasókn enda vönduð og góð vara. Þetta eru stereotæki með 4 út- varpsbylgjum, innbyggðum hljóðnema og tengja má tækin beint við plötuspilara. Verðið er við allra hæf i og það á einnig við um útvarpsvekjaraklukkurnar sem fást í versluninni. Vönduð og góð vara,tilvalin til jólagjafa. í Teppadeild JL-hússins á Hringbraut 121 er mikið úrval á boðstólum af kínverskum og indverskum teppamottum í stærðum frá 61x91 cm. Motturnar eru sérstaklega skemmtilegar, þær kosta frá 76 þúsund krónum og teppadeildin hefur einnig á boð- stólum hollenskar og spænskar mottur og teppi í miklu úrvali. Það er eins og að koma inn í undraveröld að koma í verslunina AAanila á Suðurlands- brautó. Þar er á boðstólum glæsileg gjafa- vara s.s. kinversk skartgripaskrín í sér- flokki sem kosta frá 16,500 krónum, bast- vörur frá Filippseyjum, kínverskir hand- málaðir vasar og margt,margt fleira sem of langt yrði að telja upp hér. Þessir skemmtilegu lampar á myndinni sem eru úr stáli geta svo sannarlega kallast ,,ljósapera til eilífðar". Stærri lampinn kostar 264,880 krónur og sá minni 94,270 krónur. Þetta eru ákaflega vandaðir og skemmtilegir lampar sem fást í SS Hús- gagnalandi Síðumúla 2. /Imci. Þessi borðbúnaður sem fæst í Linunni Hamraborg 3 í Kópavogi er úr steinleir og málaður með rósamunstri. Hér er um að ræða diska sem kosta 3,700 krónur, súpuskálar á 3,680 krónur, tekrukk- ur á 3,980 krónur og könnur á 15,800 . Ákaf- lega skemmtilegir og smekklegir hlutir, til- valdir til jólagjafa. Hollensku hnífapörin sem eru úr 18/8 gæða- stáli með 24 karata gullhúð eða án hennar fást í Tékk-Kristal á Laugavegi 15 Hnífapörin eru með múrsteinsmynstri og kosta fyrir 6 í mat,með teskeiðum .aðeins 85,000 krónur. 6 teskeiðar í gjafakassa kosta aðeins 9,000 krónur og verðið á öðru er eftir því. Þessi hnífapör passa mjög vel með þeim postulíns matarstellum sem Tékk-Kristall býður upp á. Þú stingur matnum í ofninn og notar þær fáu mínútur sem það tekur Amana ör- bylgjuofninn að hita matinn til annars. Ge- org Ámundason og c/o á Suðurlandsbraut 6 hefur Amana ofninn á boðstólum. Hann er tölvudrif inn og hægt er að velja um 10 hita- stig. Þá er hægt að stilla ofninn 10 klukku- tíma f yrirf ram og koma þannig að matnum heitum og finum heim úr vinnunni. Amana örbylgjuofninn,sem er á verði frá 475 þús- und krónum,hitar upp, sýður, steikir og þíð- ir svo eitthvað sé nefnt I Gjafavöruversluninni Nönu Fellagörðum f Breiðholti eru þau á boðstólum boxin á myndinni, en þau eru máluð með gamal- dags mynstri og er óhætt að segja að þessi box séu mikið í tísku í dag. Boxin eru bæði hugsuð til skrauts og einnig má að sjálfsögðu geyma í þeim ýmsa hluti. AAikið úrval er til af þessum dósum og verð- ið er frá 780 krónum til 2,800 króna. Húsgagnaúrvalið í Húsgagnadeild JL-húss- ins er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. AAeðal hluta þar er Thoret svef nbekkurinn sem er með tveimur skúffum og þremur púðum og verðið er 191,500 krónur. ( JL- húsinu Hringbraut 121 er mjög fjölbreytt úrval svefnherbergishúsgagna meðal ann- ars, enda er húsgagnaúrvalið þar á tveimur hæðum. Á þessari mynd er General Electric grillofn og brauðrist sem kostar 71.115 krónur og 9 bolla kaffivél, General Electric, sem kostar 56.125 krónur. Þessir gerðarlegu hlutir fást hjá Heklu á Laugavegi 170-172, ásamt fjölda annarra raftækjavara sem eru bæði frá General Electric og fleiri þekktum gæða- fyrirtækjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.