Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 11.12.1980, Blaðsíða 30
30 Fimmtudagur 11. desember 1980. EL-5100 er undratölvan tra bharp sem fæst í Hljómdeild Karnabæjar á Laugavegi 66. Hún skrifar formúlur beint og einnig al- gebruformúlur + útreikninga. 24 stafir — 61 reikningsaðferð/ 7 minni. Þá er hún með minnisöryggi (minni hreinsast ekki þótt slökkt sé) og hún slekkur á sér sjálf. Sann- kallað undraverkfæri sem kostar 86.000 krónur. Og þá er það jólagjöfin i ár: Tölvuseðla- veskið. úr fyrsta f lokks leðri, með örþunnri sjálf slökkvandi tölvu. Stórkostlegir nýtingarmöguleikar. Á stærð við venjulegt seðlaveski, en með sérhólfum fyrir ávísunarhef tið/ ökuskírteinið / kreditkortið, minnisbókina/að ógleymdum seðlunum. Jólagjöf karla jafnt sem kvenna. Tölvuseðlaveskin fást í fjórum litum og kosta aðeins 29.950, í Drangey, Laugavegi Á myndinni hér að ofan er blómaskreyting, blómavasi, postulínsstytta, jólaskreyting, bókahnífur og pennastatíf. Þetta er aðeins smá sýnishorn af vöruúr- valinu hjá Blómaversluninni Garðshorni i Fossvogi. Þar er mjög mikið úrval af gjafavörum á boðstólum, verðið er við allra hæf i og hægt að kaupa alla mögulega eigu- lega hluti sem upplagðir eru til jólagjafa. Hinir síungu Pónik eru nú hressir sem aldrei fyrr, og nýlega sendu þeir á markað- inn nýja stóra hljómplötu með mörgum lög- um sem eiga án efa eftir að hljóta vinsæld- ir. Pónikplatan fæst að sjálfsögðu í Fálkan- um Suðurlandsbraut 8 og kostar 12,900 krónur, og Fálkinn hefur hljómplötur inn- lendar og erlendar .i mjög miklu úrvali. Handmáluðu postulínsskálarnar á mynd- inni eru sápuskálar og fást í Gjafavöru- versluninni Nönu í Fellagörðum i Breið- holti. Verðið á þeim er frá 1,440 krónum til 11,700 króna þá er á myndinni statif fyrir kló- settrúllur með postulínshúð sem kostar 9,400 krónur og hanki til að festa upp á bað- inu og hann kostar 1,975 krónur. Á þessari mynd er útvarpsklukka með segulbandi sem fæst í Sjónvarpsmiðstöð- inni Síðumúla 2. Hún kostar 106.200 krónur, og þar fæst einnig úrval af ferðaútvarps- tækjum með og án kasettna, vasatölvum, hljómflutningstækjum og hljómplötum,svo eitthvað sé nefnt. Jólaplattarnir frá Bing og Gröndal eru löngu heimsþekktir, en þeir fást í Ramma- gerðinni i Hafnarstræti 19. Þessir postulínsplattar sem hafa komið út síðan 1895 kosta nú 14,900 krónur en jóla- plattinn sem kemur út á f imm ára f resti og var settur á markaðinn núna fyrir jólin kostar 20,500 krónur. Þá má ekki gleyma mæðraplattanum 1980 sem kostar 8,500 krónur og mæðraplattinn sem kemur á 10 ára fresti kostar nú 20,500 krónur í Ramma- gerðinni. Kristal jólasveinarnir frá Kosta Boda Bankastræti 10 kosta frá 9.900 krónum. Þetta eru mjög fallegir og skemmtilegir hlutir sem koma öllum í jólaskap og gleðja er þeir gægjast upp úr jólapakkanum. Það getur hver verið fullsæmdur af því að sitja í rokokkostólum eins og þeim sem fást í Nýju Bólsturgerðinni,í Garðshorni i Foss- vogi. Þar fást rokokkostólar í miklu úrvali og kosta þeir f rá 98.800 krónum og ailt upp í 279 þúsund. Til vinstri á myndinni er glæsilegur Renesance stóll sem er sérlega eigulegur gripur, en hann kostar 186.445 krónur. I Nýju Bólsturgerðinni.Garðshorni i Foss- vogiær geysilegt úrval af innskotsborðum, kaffivögnum og öðrum stofuborðum ásamt blómasúlum á boðstólum. Innskotsborðin kosta frá 121.800 krónum og kaffivagnarnir sem eru sérlega glæsilegir vagnar eru á verði frá 69.800 krónum. Inn- skotsborðið á myndinni kostar 177.500 krón- ur og kaf f ivagninn á myndinni 164.000 krón- Fyrir alla flðiskyiduna Canon Palmtronic vasatölvan er sérlega skemmtilegur og vandaður hlutur sem kostar 26.900 krónur. Hún fæst í Skrifvélinni Suðurlandsbraut 12 en þar er á boðstólum geysilegt úrval af vasatölvum sem eru jóla- gjafir sem reiknað er með. ur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.