Vísir


Vísir - 12.12.1980, Qupperneq 1

Vísir - 12.12.1980, Qupperneq 1
Halda sjálfsmorö óDekkt á íslandi! Brynhildur Bjarnadóttir: kepp- ir i fimmta sinn á sunnudaginn. Vismynd: Ingvar Þórarinsson, Húsa vik „HEF MEIRfl A0 SEGJfl FENGIÐ SKEYTI” - segir Brynhildur Bjarnadóttir. keppandi I „veistu svariö?” í VíOtaii dagsins á bls. 2 „Ég er alveg undrandi hvaö þetta hefur gengið vel og þá ekki siður á þeirri athygii, sem þátt- urinn hefur vakið. Mér hafa meira að segja borist skeyti, hvað þá annað”. Þetta sagði Bryndis Bjarna- dóttir,ljósmóðir á Húsavik.m.a. þegar Visir sló á þráðinn til hennar norður. Bryndis er út- varpshlustendum að góðu kunn fyrir þátttöku sina i spurninga- leiknum „Veistu svarið?”. Þar hefur hún farið fjórum sinnum með sigur af hólmi og mætir væntanlega enn einu sinni n.k. sunnudag. — JSS VERKFALLI BANKAMANNA AFLÝST í MORGUN: í nótt náðist samkomulag i kjaradeilu bankamanna og bankanna og sparisjóða. Var samkomulagið undirritað undir morgun og hefur verkfalli bankamanna verið aflýst. Bankar og sparisjóðir verða þvi opnir á venjulegum tima i dag. Kjarasamningurinn sem gild- ir frá 1. ágúst sl. til 31. ágúst 1981 gerir ráð fyrir 3% hækkun grunnlauna frá 1. ágúst og leggst sú hækkun ofan á hækkun launa úr kjarasamningsdrögum frá 3. október, sem felld voru i atkvæðagreiðslu, og vissa þætti úr tillögu sáttanefndar sem einnig var felld á sinum tima. önnur ákvæði samkomulags- ins, er varða launalið, gera rSð fyrir að 10 yfirvinnutimar komi til greiðslu 1. janúar og 5 timar 1. febrúar vegna gjaldmiöils- breytingar. Loks eru nokkrar breytingar á félagslegum atriðum. Samn- ingstimi verður háður sam- komulagi, en var áður til 2ja ára. Þá eru breytingar á skipu- lagsatriðum, fæöingarorlof verður á hálfum launum til 6 mánaða i stað þriggja áður, breytingar verða á afleysingum, liftryggingu, fræðslumálum og lifeyrissjóðsmálum. Vegin meðaltalshækkun launa skv. samningi er um 6,20%, en prósentan skiptist misjafnlega niður á launastigann. Er hún minnst i efstu flokkunum, um 3%. Samkomulagið er háö sam- þykki félagsmanna SIB, banka- ráða og stjórna sparisjóðanna. Er þess að vænta, að það veröi kynnt bankamönnum nú um helgina. —JSS Bankamenn mættu til vinnu i morgun eftir fjögurra daga verkfall. Visismynd: GVA BANKAMENN FENGU KRÖFUR SÍNAR FRAM - Sjá trétt á bls. 5 Reikningsskekkja skaöar sjómenn um 500 milljónirl „Ég neita þvi ekki að mér finnst maöurinn hafa nokkuð til sins máls og það væri réttara að taka tillit til þeirra sjónarmiða, sem han setur fram,” sagði Kristján Ragnarsson hjá LIG , þegar Visir spurði hann um álit á kæru á hendur Verðlagsráðs sjávútvegsins, sem Kristinn Pétursson á Bakkafirði hefur lagt fram. Kæran bendir á ósamræmi i verðlagningu á ákveðnum stærðarflokkum þorsks og ýsu, þar sem fiskur lendir i efsta verðflokki, ef honum er landað óslægðum, en slægður fellur hann i verðflokki. Kristinn Pét- ursson telur, að um sé aö kenna gloppu i mótun útreikninga, sem fari i bága við yfirlýst markmið Verðlagsráðsins um verðlagningu og áætlar að fisk- kaupendur skuldi fiskseljend- um, útgerðarmönnum og sjó- mönnum, um hálfan milljarð króna af þessum sökum. „Kristinn dregur i efa að verðákvörðunin sé lögleg,” sagði Kristján Ragnarsson, „en það er alrangt. Við getum ákveðið hvað sem er, sem við verðum sammála um. Um þetta höfum við orðið sammála og þar með eru það lög, þvi ákvörðun Verðlagsráðs hefur lagagildi. Við erum nú að velta fyrir okkui; hvort við förum hærra með við- miðunina fyrir stóran fisk og hvort við breytum þvi, að óslægði fiskurinn sé svona beint hlutfall af slægðu. Málið er allt til endurmats, að fenginni reynslu. En eins og ég segi, persónu- lega finnst mér réttlátara að taka tillit til sjónarmiða Krist- ins og þess vegna mun ég vinna að þvi að fá þessu breytt,” sagði Kristján Ragnarsson. „Reikningslega hefur Krist- inn rétt fyrir sér,” sagði Óskar Vigfússon. formaður Sjómanna- sambandsins, um málið, „en hann hefur rangt fyrir sér i þvi að það sé ólöglegt. Fulltrúar seljenda I Verðlagsráði hafa þegar lagt til að þessu verði breytt til samræmis við út- reikning Kristins.” SV

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.