Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 12. desember 1980. ITT vísm litsjónvarpstæki litgæði framtíðarinnar gamlar krónur: nýkrónur: Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu) OPIÐ 730- 2330 ^BEINT í BÍLINN " Shellstöðinni v/Miklubraut Veljið ekki hljómplötur til gjafa af handahófi -g • Góð hljómplata er frábær jólakveðja, í verslunum okkar er X 7 Q I úrval hljómplatna af flestum tegundum. Við bjóðum alla V Clllv/ okkar aðstoð og bendum á þessa flokka tónlistar Vandið Það er alltaf af nógu að taka í íslenskri hljómplötuútgáfu. Jafnframt því að eiga allt það nýjasta reynum við einnig að bjóða allar eldri íslenskar hljómplötur. í verslunum okk- ar er að finna íslenskar popp- plötur, dægurtónlist, harmon- ikkuplötur, einsöng, kórsöng, kvarteta, þjóðlög, leikrit, upp- lestur og klassíska íslenska tón- list svo að dæmi séu nefnd. Á undanförnum árum hefur jazzinn orðið æ sterkara afl meðal tónlistarfólks. Samhliða því höfum við leitast við að fylgja eftir þessari endurvakn- ingu á jazztónlistinni með auknu og betra úrvali af hljóm- plötum. Vonumst við til að boðið sé upp á eitthvað af öllu. Eins og ávallt höfum við fjöl- breytt úrval af léttri og bland- aðri tónlist. Hvort sem þú ert að leita að „countrytónlist“, gítarplötum, suður-amerískri músík, vinsælum söngvurum, söngkonum eða kvartetum, kvikmyndatónlist eða öðru í svipuðum dúr ættir þú að finna það hjá okkur. Fyrir jólin er úrvalið af klass- ískri tónlist í búðum okkar jafn- an mest og fjölbreyttast. Um þessar mundir erum við að taka upp stórar sendingar frá mörg- um af helstu útgáfufyrirtækjum heims svo sem His Masters Voice, Deutsche Grammo- phon, Decca og R. C. A. Þar á að vera að finna nýjar plötur, endurútgáfur og viðurkenndar hljóðritanir af mörgum af helstu tónverkum sögunnar. í popptónlistinni eru sífelldar hræringar og alltaf eitthvað að gerast. Við höfum Ieitast við að fylgjast sem best með öllu því nýja sem skýtur upp kollinum auk þess sem gamlar og rót- grónar stefnur eru alltaf á boð- stólum. Það er sama hvort um er að ræða nýjar eða gamlar rokkstefnur, reggae eða diskó, við vonumst til þess að þú finnir eitthvað hjá okkur. Jazz GRKATKST HITS Létt tónlist Klassík Popptónlist ✓ Islenskar plötur FALKIN N LAUGAVEGI SUÐURLANDSBRAUT AUSTURVERI j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.