Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. desember 1980. VÍSIR 5 HALDA AD SJALFSMOHD SEU ÖÞEKKT A ÍSLAHDI Raagan oineln- ir 8 ritherra Ronald Reagan, sem tekur viö forsetaembætti Bandarikjanna i janúar, hefur nú tilnefnt átta af væntanlegum ráöherrum sinum og ráðgjöfum, en frestað ákvörð- uninni um val á utanrikisráö- herra, meðan styrr stendur um nafn Alexanders Haigs, sem Reagan var talinn hafa helst augastaö á. Meðal þeirra, sem Reagan hef- ur þegar valið, er Caspar Wein- berger fyrir varnarmálaráð- herra, en Weinberger var fyrrum fjármálastjóri Hvita hússins. Donald Regan verður fjármála- ráðherra, William French Smith dómsmálaráðherra og William Casey, fyrrum erindreki CIA, verður forstöðumaður leyniþjón- ustunnar. Eftir að George Shul, fyrrum fjármálaráðherra, gaf i siðasta mánuði ekki kost á sér til embætt- is utanrikisráðherra, hefur Alex- ander Haig, fyrrum hershöfðingi og starfsmannastjóri Nixons for- seta, þótt liklegastur til þess em- bættis. En ýmsir öldungadeildar- þingmenn urðu til þess núna i vik- unni að gagnrýna hugsanlegt val á Haig og vara við þvi, að þing- flokkurinn kynni að snúast gegn honum. Nánustu samstarfsmenn Reag- ans segja, að hann muni að lik- indum tilnefna utanrikisráðherra i næstu viku, og þá sennilega Haig, eða þá Shultz, þrátt fyrir yfirlýsingu þess siðarnefnda. Prófessor Niels Juel-Nielsen við háskólann i Oðinsvé stýrir rannsóknum á orsökum sjálfs- morða á Norðurlöndum. Telur hann margt koma til: „Efna- hagskreppa, mikið atvinnuleysi eins og stendur, flókinn lifsmáti i samfélaginu (einkanlega i borg- um) og vonleysiskennd”, segir hann. ,,í Noregi, þar sem meirihlut- inn býr enn i dreifbýli er sjálfs- morðstalan aðeins 12 af hverjum 100 þúsund ibúum. A íslandi og i Færeyjum, þar sem menn hafa viðhaldið sinu gamla samfélags- formi og samhyggju eru sjálfs- morð nær óþekkt”, segir prófess- orinn ennfremur. Þessi siðasta fullyrðing prófessorsins mun koma lesend- um hér einkennilega fyrir sjónir, en ekki kemur fram i frétt Reut- ers varðandi þessar upplýsingar, hvaðan prófessorinn hefur þessa vitneskju sina um Island. Chung Krang-hcraði,sært nokkra ibúa og eyöilagt uppskeruna. Hanoi-útvarpið segir að her Vietnama hafi hrakið innrásar- liðið á flötta aftur. Vietnam og Kina hafa skipst á ásökunum um ögranir við landa- mærin frá þvi að stríði þeirra lauk fvrir nær tveim árum. 10 mllilónir flóttamanna Það eru tiu milljónir flótta- manna i heiminum i dag og af þeim er helmingurinn i þróunar- löndum Afriku eftir þvi sem Poul Hariling hjá fióttamannahjáip Sameinuöu þjóöanna skýrir frá. Hann var á ferð i Bretlandi á dögunutn og átti þá fund með blaðamönnum, þar sem hann sagði að flóttamannavandinn hefði aukist hrikalega en vonaðist til þess að senn færi að draga úr þeirri aukningu. Hartling kvað þaö kraftaverki nær að framlög þjóöa til flótta- mannahjálparinnar — án þess aö þau væru nokkuð skyldug til — hefðu aukist úr 100 milljón dollur- um árið 1978 upp i 500 milljónir á þessu ári. Slik frjáls framlög eru nær eini tekjustofn flóttamanna- hjálparinnar. Norðmenn stöðva veiðar EBE-skipa Noregur fyrirskipaði i fyrradag að öll fiskveiðiskip EBE-land- anna skyldi hafa sig á burt úr norskri cfnaha gslögsögu og bannaði þeim frekari veiðar. Evrópuráð EBE hafði áður hundsað kröfu Norðmanna um að þorsk- og ýsuveiðum yrði hætt i efnahagslögsögu EBE 28 togarar, — 18 breskir, 6 danskir og 4 v-þýskir — voru að veiðum, þegar Norðmenn settu banniö á. Norðmenn hafa frá þvi i haust haft áhyggjur af þvi að fiskiskip EBE hafa ofveitt þorsk og ýsu i Norðursjónum og farið langt yfir veiðikvóta sina. Danmörk hefur hæstu sjálfs- morðstiðni i hinum vestræna heimi, og talið er, að nær tvisvar sinnum fleiri Danir fyrirfari sér, en farast árlega i bilslysum. Opinberar skýrslur frá 1979 sýna, að meðal þessarar 5 milljón manna frændþjóðar okkar hafi 1.318 tekið lif sitt eigin hendi, en 730 á meðan farist i umferðar- slysum. — Samkvæmt skýrslu al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) reyna nær 10.000 Danir árlega að fremja sjálfs- morð. Þó þykir Danmörk eitthvert mesta velferðarriki nútimans og lifskjör þar einhver þau bestu i heimi. Skýrslurnar gefa til kynna, að fleiri konur reyni sjálfsmorð en karlar, en karlarnir séu hins veg- ar „árangursrikari”. Sett upp i samanburðartöflu eru Danir hæstir með 26 sjálfs- morð á hverja 100 þúsund ibúa. Finnar hafa 25 og Sviar 19. Það eru Ungverjar sem eiga heimsmetið. Þar eru 43 sjálfs- morð á hverja 100 þúsund ibúa. I Bandarikjunum eru þau 13. Vió Hlemmtorg-simar 14390 & 26690 SALOMON 727 Frönsk tækni, byggð á áratuga reynsíu, nýtur sin til fulls í Salomon öryggisbindingunum, - „öruggustu öryggisbindingunum" Caber. Allir eru sammála um fegurð og gæði ítölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluð meistarahönnun og framleiðsla. Fullkominn fyrir alla fjölskylduna Þegar hönnun og framleiðsla skíða er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurrikismönnum á sporði. Nú býður Sportval ótrúiegt úrval hinna heimsfrægu skíða þeirra - og allir finna skíði við sitt hæfi. Fjölskyldur, byrjendur, áhugamenn, keppendur, - leiðin liggur í Sportval. HERSTJORI UGANDA HELDUR NDURSTðDU TALNINGAR LEYNDRI Úgandabúar biða úrslita úr fyrstu þingkosningum sinum i 18 ár, eftir áð Muwanga, herstjóri landsins, boðaði i gær, að þeim skyldi haldið leyndum. Þessi yfirlýsing var gefin, eftir að Lýðveldisflokkurinn, sem hafði fremur þótt eiga undir högg að sækja fyrir kosningarnar, taldi sig vera i þann veginn að vinna yfirburðasigur um allt land. Muwanga, sem þykir hliðholl- ari Obote, fyrrum forseta og Al- þýðuflokki hans, skipaði trúnað- armönnum á kjörstöðum að skila sér persónulega talninganiður- stöðum i trúnaðarskýrslu. Ef ein- hver ljóstrar upp úrslitum, getur það varðað allt að 60 þúsund doll- ara sekt eða fimm ára íangelsi. Óháðir aðilar, sem fylgst hafa með kosningunum, sögðust hafa fengið þær upplýsingar hjá starfsmönnum kjörstjórna, að Lýðveldisflokkurinn stefndi greinilega til sigurs af talning- unni að dæma. — En i gærkvöldi héldu Alþýðuflokksmenn þvi fram, að þeir væru öruggir um að sigra, og fá að minnsta kosti 66 af 126 þingsætum. Útlendingarnir 70 frá samveld- islöndunum, sem eftirlit höfðu með framgangi kosninganna, Jiöfðu, áður en talning hófst, lýst þvi yfir, að þeir teldu, að kosning- arnar hefðu i meginatriðum farið heiðarlega og vel fram, þótt skipulagsgallar og framkvæmd hefði leitt til tafa fyrri daginn, svo að framlengja varð kosningarnar um einn dag, hefði varla mátt við öðru búast, eins og ástatt væri i Úganda. Úr hópi eftirlitsmanna var lýst yfir furðu á tilkynningu herstjórans, um að halda kosn- inganiðurstöðunum leyndum. 1 kosningabaráttunni höfðu talsmenn Lýðveldisflokksins bor- ið sig undan þvi, að kjörstjórnin og herstjórnin fylgdu Alþýðu- flokknum að málum og hefði ein- att gert frambjóðendum Lýðveld- isflokksins erfitt fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.