Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 16
VlSIR Föstudagur 12. desember 1980. Föstudagur 12. desember 1980. 17 Dagbók Önnu Frank Eru fals- anirnar falsaöar? Bruð- kaup- ið eftir Harold Pinter — Leikrit i f jórum þáttum „Gef oft eingöngu bækur”, sagði Asta Sæmundsdóttir. „Ég er svona rétt aö byrja aö hugsa um jólagjafirnar, en hef ekkert keypt ennþá ’, sagöi Asta Sæmundsdóttir, en blaðamenn hittu hana þar sem hún var að skoða bækur i Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ,,Eg hef oft gefiö eingöngu bæk- ur i jólagjafir en mér finnst þær vera orðnar mjög dyrar, — sér- staklega góöar barnabækur. Úrvalið er gott, en verðið sem sagt of hátt”, sagði Ásta. „Þetta var jú svo merkilegt ailt saman”, sagði Guðný Jónsdóttir um forsetakosningarnar. Guðmundur Gestsson með sýnishorn af jólakræsingunum: rjúpur, svinslæri og aligæs. Fyrsti blaösölu* drengur Visis Einsog menn ættu að vita er Visir nú orðinn 70 ára gamall. i Helgarblaðinu er rætt við Matt- hias Stefánsson en hann er fyrsti blaðsölu- drengur Visis, seldi hann fyrstu dagana! Yngra fðlkiO hamdorgamrygg „Það færist stöðugt i vöxt að fólk kaupi hamborgarhrygg i jólamatinn og þá á kostnað hangi- kjötsins. Það er sérstaklega yngra fólkið sem frekar vill ham- borgarhrygginn”. Þetta sagði Guðmundur Gests- son i SS-versluninni i Glæsibæ, þegar blaðamaður spurði hann hvort einhverjar breytingar hafi orðið á smekk Islendinga i sam- bandi við jólamatinn. Guðmundur sagði að fólk væri að öðru leyti mjög vanafast i sambandi við hátiðamatinn og væri mjög viðkvæmt gagnvart þvi að fá ekki það sem það vill. „Þeir sem vilja eitthvað, sem ekki er mikið frmboð af, eins og til dæmis kalkúna, leggja oft inn pantanir strax i nóvemberbyrjun, en flestir kaupa ekki i jólamatinn fyrr en siðasta hálfa mánuðinn fyrir hátiðarnar”. Guðmundur kvartaði yfir þvi að litil sem engin framleiðsla væri nú á öðrum alifuglum en kjúkl- ingum, en það væri alltaf ákveð- inn hópur fólks sem bæði um gæs, önd o." kalkún. „Nú svo er rjúpan alltaf vin- sæl, — ekki sist núna þegar hún er á svona góðu verði, en stykkið af rjúpunni er um hundrað krón- um ódýrara núna en i fyrra.”. Sjálfur sagðist Guðmundur vera fastheldinn á gamlarhefðir i jólamatnum og ávallt borða is- lenskan lambahrygg á aðfanga- dagskvöld. Á jóladag sagðist hann aftur á móti ætla að borða svínahamborgara. í minningu mikils tónlistarmanns: og grein um hann John Lennon er horfinn af sjónvarsviðinu. Þessi áhrifamikli tónlistarmaður og pcrsónulciki á ekki eftir að láta i sér heyra framar. tlelgarblaðið minnist Lennons með tvennum hætti. Annars vegar ritar Gunnar Salvarsson grein um Lennon og liins vegar er birt langt, ýtarlegt og hreinskilnislegt við- tal við Lennon sem birtist i janúarhefti tima- ritsins Playboy. „Jólatréssalan á fulla ferð um næstu helgí” „Við byrjuðum söluna siðasta laugardag og það var töluverð sala þá, en um næstu helgi fer þetta i fullan gang ef að likum lætur", sagði Kristinn Skærings- son.skógarvörður, en hann hefur umsjón með jólatréssölu Land- græðslusjóðs. Kristinn sagöist búast við þvi, að Islendingar myndu kaupa 27-30 þúsund jólatré samanlagt fyrir þessi jól, og stærstur hluti þeirra væri innfluttur. Einungis sjö til átta þúsund eru höggvin á lslandi. „Fjöldi innlendra trjáa hefur verið svipaður siðustu 3-4 árin og kemur sjálfsagt ekki til meö að aukast neitt að ráði i bráð”, sagði Kristinn. Hann sagðist halda að um helmingur heildarsölunnar væri i llér eru starfsmenn boigarinnar að koma fyrir jólatré á Miklatorgi. höndum Landgræðslusjóös, en i hann rennur svo smásöluhagnað- urinn. „Annars færist það sifellt i vöxt, að alls konar klúbbar taka að sér smásöluna og þeir verða sjálfsagt orðnir stærstir innan tiðar”. — En hvað kosta svo jólatrén? „Venjulegt rauðgreni, sem er einn og hálfur metri á hæð, kostar 13.700 krónur og sama stærð af furu kostar 17.700. Innfluttur þin- ur er svo langsamlega dýrastur, — kostar næstum þvi þrisvar sinnum meira en venjuleg tré. Það hrynur ekkert af honum og þeir sem þekkja hann vilja ekki annað”. Fyrir utan trén ætlar Kristinn sér að selja 30 tonn af greinum og kosta búntin af þeim á bilinu 1500 til 3000 krónur. Við spurðum Kristinn hvernig væri best aðmeöhöndla trén fram að þeim tima þegar þau eru tekin inn i stofu. „Það er best að geyma þau úti, eða i köldum bilskúr og vefja ut- an um þau einhvaö sem andar, til dæmis striga. Það má alls ekki nota plast. Þegar jólatréð er tekiö inn i stofu er gott að hemja útgufun sem mest meðal annars meö þvi að loka sárinu ef klippt er af toppnum. Einnig er mikilvægt að fá hreint sár neðst á stofninn og jafnvel særa aðeins ysta barkar- lagið. Þá kemst vatniö i fleiri lif- andi sellur sem flytja þaö um tréð. Þaðverðurað gæta þess vel að hafa alltaf nægilegt vatn og ekki hafa tréö þar sem heitast er i stofunni, til dæmis nálægt ofn- um”. Það veröur enginn svikinn af jólatrénu sem Kristinn Skæringsson er aö skoöa á þessari mynd. Sögulegt viótal viö JohnLennon „KÁTT ER IIM JÖLIN KOMA ÞAU SENH...” Nú eru einungis tvær vikur til jóla og borgin er sem óðast að taka á sig þann svip, sem til þeirrar hátiðar heyrir. Byrjað er að reisa stóreflis jólatré viðsvegar um borgina og innan skamms verða þau ljósum prýdd. Nokkuð er farið að bera á skreytingum i gluggum ibúð- arhúsa, og kaupmenn byrjuðu strax um siðustu mán- aðamót að minna fólk á, að jólin eru ekki bara trúarhá- tið heldur lika uppskeruhátið búðareigenda. Kaupa þarf jólatré, jólagjafir, jólamat, jóla-hitt og jóla-þetta. Að mörgu þarf að hyggja og kannski ekki sist búddunni. Blaðamaður og ljósmyndari Visis litu við hjá nokkr- um þeim, sem daglega „taka púlsinn” á jólastemmn- ingunni, og forvitnuðust um gang mála. víll frekar en hangikjðt Texti: Páll Magnússon Myndir Gunnar V. Ándrésson „Goll úrval al bókum, en of dýrar” „Vll geia dótlur mlnnl bóklna bó að hðn só dýr” „Mér finnst bókin dýr, en mig þrjú ár. Ég er viss um að hana langar samt til þess að gefa dótt- langar til þess að sjá hvernig ur minni hana i jólagjöf”, sagði þessar kosningar hafa gengið til, Guöný Jónasdóttir, sem var að — þetta var jú svo merkilegt allt kaupa bókina um Vigdisi Finn- saman”, sagði Guðný og fékk góð bogadóttur. ráð hjá afgreiðslustúlkunni um „Dóttir mi'n býr i Sviþjóð og það hvernig ganga skuli frá bók- hún hefur ekki komið hingað i um, sem senda á milli landa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.