Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 12.12.1980, Blaðsíða 20
20 . -, , i , vísrn Föstudagur 12. desember 1980. Fyrsta hiálpin til skjáiftasvæðanna á ítallu: Einmitt frá Rauða krossinum Jón Ásgeirsson hringdi: Vegna lesendabréfs i Visi, þar sem spurt var hvers vegna Rauði krossinn á Islandi brygði ekki skjótt við vegna hörmungana á ftaliu, vil ég taka fram eítirfar- andi: Málið er þannig vaxið, að fyrsta hjálpin sem berst til ltaliu er ein- mitt frá Alþjóða Rauða kross- inum, nánar tiltekið frá skyndi' hjálparsjóði Rauða krossins, sem svo myndi nefnast i islenskri þýöingu. Rauði kross íslands á aðild að þessum sjóði og Ur honum voru sendar 500 þús. sviss- neskra franka eða 170 milljónir króna. Þar af leggja Islendingar vitaskuld sitt af mörkum. Nú er ég með telex-skeyti i höndunum, sem dagsett var i gær, (8. des.) og þá voru 30 Rauða kross félög viða um heim búin að senda peninga og ýmislegt annað fyrir 5,5 milljónir svissneskra franka. Astæðan fyrir þvi að ekki hafa verið send nein teppi héðan né sett i gang nein herferð, er ein- faldlega sú, að Rauði kross ís- lands hefur fylgst með þessu alveg frá upphafi. 1 umræddu telex-skeyti segir ennfremur, að ekki sé óskað eftir sendingum af neinu tagi, nema samkvæmt pöntunum, enda slikt tilgangs- litið. bað er af ofangreindum ástæðum, sem ekki heíur verið sett af stað herferð hér á íslandi. Hringiö í síma 86611 milli kl. 2-4 eða skrifið tii lesenda- síðunnar Visitölukerfið: ER AB TROLLRWA ÞJÓÐFÉLAGINU Helgi Jóhannesson hringdi: Vegna lesendabréfs i Visi 10. desember sl. varðandi hækkanir á landbúnaðarvörum vil ég segja þetta : Þarna er aðeins farið eftir löglegri sjálfvirkni, sem að minnsta kosti allir forystumenn launþega halda fast í og hafa i heiðri eins og heilaga kú. Það er þetta stórkostlega visitölukerfi sem hér er i heiðri haft. Ég held að ílestir ef ekki allir sem ein- hverja vitglóru hafa i kollinum hljóti að sjá að þetta kerfi er að tröllrfða þjóðfélaginu, þó þeir vilji á engan hátt láta hrófla að einu eða neinu leyti við þvi. Minnist Lennon Bitlaaðdáandi hringdi. Er ekki nokkur von til þess að það verði hægt að fá i útvarpinu og sjónvarpinu minningardag- skrá um John Lennon? Lennon var einn merkasti tón- listarmaður á þessari öld, og þeir eru fáir sem hafa haft meiri áhrif á samtið sina en hann ásamt hinum bitlunum. Ég ætla bara að vona að þessar stofnanir sjái sóma sinn i þvi að minnast hans á veglegan hátt. John Lennon sem féll fyrir morðingjahendi f þessari viku. Utvarpið er ekki í takt við tfmann Gunnar T. Guðbiörnsson skrifar: Enn einu sinni höfum við út- varpshlustendur rekið okkur á hversu mikill doði og deyfð rikir hjá forráðamönnum Rikisút- varpsins, og á ég þar bæði við þá sem ráða rfkjum hjá Útvarpi og Sjðnvarpi. Eins og flestir virðast vita nema e.t.v. forráðamenn þessara stofnana þá lét i vikunni lifið fyrir morðingjahendi, einn af mestu og merkustu tónlistarmönnum þess- arar aldar, bitillinn John Lennon sem myrtur var i New York. Flaug þessi fregn með leiftur- bragöa um heimsbyggðina og vakti geysilega athygli svo ekki sé meira sagt. Flestar útvarpsstöðvar i Evrópu breyttu dagskrá sinni og fluttú minningarþátt um hinn látna tónlistarmann og léku lög bæði eftir hann og með honum enda er af nögu af taka. Útvarpið okkar lét sér hinsvegar nægja að taka saman nokkur orð i frétta- tima, en að öðru leyti var ekki að merkja að neitt sérstakt hefði gerst. Sömu sögu er að segja af Sjónvarpinu, þar var fluttur ör- stuttur kafli um John Lennon i fréttatima og siðan ekki meir. Gera forráöamenn þessarar stofnunar sér ekki grein fyrir þvi hversu merkilegur maður hafði þarna verið myrtur? bað er hægt að benda þeim á að stórblöð gátu um lát hans i forustugreinum svo merkilegur þótti þeim hann vera, og þeir sem kunna aö reka út- varpsstöövar um alla Evrópu álitu réttilega að morð hans kall- aði á að dagskrá væri breytt og honum og Bi'tlunum helgað pláss i útsendingunni. Hvað eigum við lengi að búa við sofandahátt út- varpsins af þessu tagi? Ef þeir menn sem þar ráða rikjum eru ekki i takt við timann eiga þeir bara að segja af sér. MÚÐGUN VIÐ FRAMÁMENN ÞJÓÐARINNAR 7859-4495 skrifar. Þann fimmta des- ember s.l. skrifaði maður að nafni Gunn- laugur Valdimarsson dónalega grein i „Raddir lesenda” i Dagblaðinu, þar sem hann nefnir stuðnings- ÍSLENDINGAR ERU HVORKI BETRI NÉ VERRI EN AÐRIR H.G. skrifar. Á siöu Vi'sis þar sem lesendur hafa orðið i Visi hafa að vonum nokkrir mótmælt negrum sem taka þátt i islenskum iþóttum, og eiga þá væntanlega við körfubolt- ' ann og þá menn sem eru af kyn- þáttum óskildum íslendingum. Þá kom einn nö nýlega og sagði: „Svei, Islendingar eru ekkert betri en aörir, þeir eru kynþáttahatarar ekkert siður en aðrir”. Að vita til þess.að það gamall og greindur maður, að hann getur skrifað VIsi bréf, svo ein faldur og barnalegur að halda að Islendingar séu öðruvisi en aörir i þessu eða hafi nokkurn tima veriö það, eða muni taka á málunum með mildari meðulum eri aðrir I framtiöinni, vekur furðu. Kynþáttamál er eitt elsta og heiftugasta böl mannkynsins. Allt frá SUmerum fram á þennan dag hafa þjóöfélög gli'mt árangurs- laust viö þetta. Það bendir margt til þess að kynþáttavandamál séu svo nátengd þróuninni og eðli allra li'fvera aö það sé náttúru- legt, eðlilegt og óumflýjanlegt, og það sé ástæðan fyrir árangurs- lausum tilraunum háþróuðustu þjóða heims við að leysa það sem mönnum sýnist vera þjóðfélags- legt eða efnahagslegt vandamál. Einu lausnir kynþáttavandamála ef um er að ræða nokkrar lausnir er 1: Aö einn kynþáttur ráði yfir öörum. 2. Að blanda svo kynþátt um að enginn ákveðinn kynþáttur lifi, sem sé að tortima þeim öll- um. 3. Að kynþættir fái að þróast tiltölulega óáreittir samkvæmt eölisinu i aöskilnaði hver við ann- ann. 4. 1 einangruöum tilfellum þar sem þjóðir eru lánsamar á borð við Islendinga og eru af ein- um og sama kynþætti, þá eigi að varast þetta viti allra vita og bjóða ekki hættunni heim. Að skapa ekki óleysanlegt vandamál ogheimta svosiðan ákveðna geð- þóttalausn. Nú má deila um hvort þeir séu kynþáttahatarar sem vilja ekki blanda kynstofnum, eða þeir sem vilja blöndun kynstofnanna og þá endanlega útrýmingu þeirra. En ég held að það sé óumdeilanlegt að Islendingar eru eins og allir heilbrigðir menn i þessum efnum, þeir vilja tegund lika sinna. menn Patrick Gerva- soni ,,nokkra ábyrgðar- lausa atvinnulvesingja sem ekki nenna að vinna”. Þetta er gróf móðgun við ýmsa af framámönnum þjóðarinnar, sem lýst hafa stuðningi viö mál- stað Gervasoni, og beitt sér i þvi máli. Má þar nefna ritstjóra Morgunblaðsins, Dagblaðsins, Alþýðublaðsins, auk Ernu Ragnarsdóttur, Haraldar Ólafs- sonar, Ásmundar Stefánssonar, Björns Þórhallssonar og marga fleiri. Einnig er rétt aö benda á aö þing Alþýðusambands tslands-samtaka vinnandi fólks i landinu — samþykkti nær mótat- kvæðalaust stuðning við málstað Gervasoni. Sama dag i sama þætti — „Raddir lesenda” — leggur Sigurunn Konráðsdóttir þaö til að öllum stuðningsmönnum Gerva- soni verði visað úr landi. Þetta er glórulaust ofstæki, og harla fjarstæðukennt úrræði. Þetta er hins vegar dæmigert fyrir mál- efnalegt þrot stuðningsmanna Friðjóns Þórðarsonar. Næst heimtar þetta fólk að allir and- stæðingar þess verði lokaðir inni á geðveikrahælum, eins og tiðk- ast sums staðar. Eða skotnir á staðnum eins og tiðkast enn annars staðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.