Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 13. desember 1980. TO THE TnPDPmuncT Æ Ui i CimiwÆ\J^Æ Æ OF POPPERMOS T” Skömmu aður en John Lennon lést átti hann langt og itarlegt viðtal við blaða- mann bandariska timaritsins Playboy þar sem hann ræddi um lif silt og starf af ovenjulegri hreinskilni. Eftir fimm ára ,/útlegð" hafði Lennon metið a rólegan og hleypidomalausan hátt alla þætti lífs sins: Paul, George og Ringo, Yoko Ono, lög sin, lifsviðhorf og mistök. Þetta viðta I hefði talist til meiri háttar tiðinda þó Lennon hefði ekki látist svo sviplega sem raun ber vitni, fyrst svo fór er gildi þess enn meira. Menn athugi að þó það sé langt er það mikið stytt frá upphaflegri gerð og voru þær styttingar gerðar meö hangandi hendi. Þetta var síðasta lífsmark frá John Lennon. Starfsmönnum Flugleiða, sérstaklega Sigfúsi Erlingssyni og Sveini Sæmunds- syni, bera serstakar þakkir fyrir mikla hjálpfýsi viö að koma viðtalinu til islands. Playboy: Þaö reyndist rétt. John Lennon og Yoko Ono eru komin aftur i stúdióið, i fyrsta sinn siðan 1975. Byrjum á þér, John. Hvað hefurðu verið að gera öll þessi ár? John: Ég var að baka brauð og passa barnið. Playboy:Og hvaða leynistarf- semi var i gangi i kjallaranum? John : Svona spyrja allir: ,,En hvað annað hefurðu verið að gera?” Veit fólk ekki að það er heilsdags starf að baka brauð og passa barn? Þetta vita þó allar húsmæður. Þegar ég var búinn með’ fyrstu brauðhleifana fannst mér einsog ég hefði sigrast á ein- hverju. En svo þegar ég horfði á þá étna upp til agna, hugsaði ég, hva? — fæ ég ekki orðu eða aðals- tign eða neitt? Playboy: Hvers vegna gerðist þú húsfaðir? John:Þar kom ýmislegt til. Ég hafði verið samningsbundinn frá þvi ég var 22ja og þangað til ég varð rúmlega þritugur. Ég þekkti ekki annað. Ég var ekki frjáls. Ég var múraður inni. Samningurinn liktist fangelsi. Mér fannst mikil- vægara að horfast i augu við sjálfan mig en halda áfram i rokkinu og lúta þar með duttlung- um annaðhvort eigin frammi- stöðu eða þá almenningsálitsins. Það var ekkert gaman að rokkinu lengur. Ég tók þá ákvörðun að fylgja ekki þeim farvegi sem beinast lá við —fara til Las Vegas að syngja topplögin min, ef ég væri heppinn eða þá fara til hel- vitis einsog Elvis... — Ég var orðinn handverksmaður og hefði getað haldið þvi áfram. Ég ber mikla virðingu fyrir góðum hand- verksmönnum en hef ekki áhuga á þvi hlutskipti sjálfur. Ég hafði ekki áhuga á að gefa út plötur á sex mánaða fresti einsog svo margir gera af þvi það er ætlast til þess af þeim. Playboy: Attu hér við Paul McCartney? John: Ekki bara Paul. Ég hafði bara misst allt listamannsfrelsi með þvi að fara að haga mér eftir þvi sem ætlast var til. Margir listamenn drepa sig á þvi: með brennivini einsog Dylan Thomas, geðveiki einsog Van Gogh eða þá kynsjúkdómum einsog Gauguin. Playboy: Flestir hefðu nú haldiö áfram á þessari braut. Hvernig slappst þú? John: „Flestir” búa ekki með Yoko Ono. Playboy: Sem þýðir? John: „Flestir” hafa ekki lifs- félaga sem segir þeim sannleik- ann og harðneitar að búa með þykjustulistamanni, sem ég á mjögauðvelt með að vera. Ég get blekkt sjálfan mig og alla i kring- um mig. Ekki Yoko. Playboy: Hvaðgerði Yoko fyrir þig? John: Hún sýndi mér „hina leiðina”. „Þú þarftekki að gera þetta”. „Ekki það? En — en — en...” Auðvitað var þetta ekki svona einfalt og gerðist ekki á einni nóttu. Ég þurfti að aga sjálf- an mig mjög mikið. Það er miklu erfiðara að snúa burt frá öllu samanen að halda áfram. Ég hef reynt hvorttveggja. Samkvæmt áætlungaf ég út plötur frá 1962 til 1975 og að hætta var einsog að vera orðinn 65 ára: þá eiga menn að hætta að vera til. Lifið er búið og hægt að snúa sér að golfinu. Meðan ég var að hreinsa katta- skitinn og gefa Sean að borða sat Yoko i herbergjum sem voru full af reyk og mönnum sem gátu ekki hneppt jökkunum sinum saman. Hún sá um peningamálin. Playboy: Hvers vegna ertu að snúa aftur i sviðsljósið? John: Maður andar að sér og maður andar frá sér. Okkur langaði til þess og okkur fannst við hafa eitthvað að segja. Við Yoko höfum áður reynt að búa saman til músik en það var fyrir löngu og þá var það ennþá rikt i fólkiað Bitlarnir væru heilagir og yfirvissan ósýnilegan hring mátti maður ekki stiga. Þá var erfitt fyrir okkur að vinna saman. Nú ætti fólk að vera farið að gleyma svo viðgetum gert aðra tilraun til að vinna saman, ekkert annað vakir fyrir okkur. Það er ekki um það að ræða að ég sé dularfullur prinsaf rokköldinni sem hef verið i felum á skrýtnum stöðum með þessum mystiska austurlenska dreka, einsog blöðin gáfu i skyn... — Þetta var orðið dálitið sniðugt, þetta útlegðartal eða feluleikstal. Ég var farinn að kalla mig Grétu Hughes eða Howard Garbo á timabili. Playboy: Hvað finnst þér um sögurnar um að John Lennon sé undir algerum áhrifum Yoko, sé stjórnað af henni? John: Ég meina, þetta er bara bull. Það stjórnar mér enginn. Það er ekki hægt. í mesta lagi stjórna ég mér sjálfur og það ekki nema i meðallagi. Ef einhver, Maharishi eða Yoko Ono, reyndi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.