Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 21
//Ég vildi ekki fylgja þeim farvegi sem lá bein- ast við: fara til Las Vegas að syngja topp- lögin mín/ eða þá fara til helvítis einsog Elvis". aö stjórna mér þá myndi ég sjá i gegnum það. Þaö er móðgun við mig að halda þvi fram að Yoko sé að draga mig á asnaeyrunum. Þaðsem skiptir máli erhvað mér finnst um hana! Vegna þess — fariði til andskotans, bræður og systur! — að þið vitið ekkert um hvað er aö ræða. Ég er ekki til fyrir y kkur. Ég er til fy rir mig og hana og bamið. Yoko: Svo er þetta auðvitað móðgun við mig lika. — John: Já, það er alltaf verið að móðga þig, min kæra eiginkona. Það er eðlilegt. — Yoko: Hví skyldi ég hafa fyrir þvi að stjóma einhverjum? John: Hún þarf ekki á mér að halda. Yoko: Ég lifi minu eigin li'fi. John: Hún þarf ekkert á Bitli aö halda. Hver þarf sosum á Bitli að halda?! Yoko: Heldur fdlk að ég sé svona mikill svikahrappur? John entist i tvo mánuði hjá Maharishi. Tvo mánuði. Ég hlýt að vera snjallasti svikahrappur í heimi þvi hjá mér hefur hann verið i 13 ár. John: En þetta segir fólk. Playboy: Einmitt. Hvers vegna? John : Fólk vill halda i eitthvað sem hefur aldrei verið til. Hver sá sem þykist hafa áhuga á mér sem sjálfstæðum listamanni eða jafn- vel hluta Bitlanna en sér ekki hvers vegna ég er með Yoko, hann hefur fullkomlega misskilið mig. Ef menn sjá það ekki, skilja þeir ekki neitt. Þeir bara hanga aftan i — segjum Mick Jagger. Látum þá hanga aftan i Mick Jagger. Ókei? Ég þarf ekki á þvi að halda. Playboy: Hann verður hrifinn af þessu. John: Ég þarf alls ekki á þvi að halda. Látum þá eltast við Wings. Bara ef ég er látinn i friði. Farið og eltið Paul og Mick. Farið og leikið ykkur við hina strákana. Látið mig i friði. Farið og leikið ykkur með Rolling Wings. — Playboy: Ertu — John: Nei, biddu áugnablik. Við skulum halda áfram á þessari braut. (Hann ris á fætur og klifrar upp isskápinn). Aldrei sagði neinn að Paul hefði áhrif á mig eða ég á Paul! Aldrei fannst nein- um það óeðlilegt! Tveir strákar, saman, fjórir strákar saman! Hvað á þetta Paul- og Johnmál eiginlega aö þýða? Enginn spurði að þvi. Og þó eyddum við meiri tima saman en John og Yoko hafa nokkurn tima gert, við sváfum i sama herbergi.næstum þvi i sama rúminu, viö bjuggum saman nótt og dag, viö átum saman og við skitum og migum saman! Manstu um daginn var haldið uppá það að Stones væru orðnir 112 ára samanlagt. Húrra! Char- lieog Bill eiga þó aðminnsta kosti fjölskyldurnar sfnar ennþá. Bráð- um verður farið að spyrja: ,,Af hverju eru þessir náungar ennþá saman? Geta þeir ekkert á eigin spýtur? Af hverju þurfa þeir að láta lifverði umkringja sig? Er litli foringinn hræddur um að ein- hver stingi hann i bakið?” Þegar maður er 16, 17 eða 18 ára er flott og fint að vera hópur og félag en //Þegar Yoko henti mér út hrópaði ég: Húrra! Piparsveina lif! Við Harry Nilsson og Keith Moon reyndum i 18 mán- uði að drekkja okkur í brennivíni en svo vaknaði ég einn morguninn og vildi fara heim." ekki þegar maður er orðinn fer- tugur. Jafnvel ennþá er ég að sjá haft eftir Paul: ,,Ég skil aö hann vilji vera með henni en af hverju þarf hann að vera með henni all- an timann?” Playboy: Hvemig hittust þið Yoko? John: Það var 1966 í Englandi. Mér hafði verið sagt frá þessum framúrstefnulistamanni frá Japan og fdr á sýninguna. Meðan ég var að litast um í galleriinu sá ég stiga og klifraði upp hann. Þar var stækkunargler og ég fann ofurlitið JA. Mér leið einsog apa- ketti. Um þetta leyti voru allir framúrstefnulistamenn að rifa eitthvað niður, þeir voru and-, and-, and-, and-eitthvað. Þetta JA fékk mig til að veröa kyrr. Playboy: Þegar þú varðst ást- fanginnaf Yoko, var þig þá þegar farið að langa til að hætta i Bitlunum? John: Já, en min kynni af henni ýttu undir það. Allir urðu svo æstir. Alls konar skitkast. Yoko: Það sem gerðist var þetta: ég svaf hjá náunga sem mér likaöi við og næsta morgun vaknaði ég og sá ættingjana þrjá standa við rúmstokkinn. John: Paul var sifellt með ein- hverjar meiningar. Þegar við vorum að taka Get Back upp i stúdióinu sneri Paul sér alltaf að Yoko og starði á hana þegar hann söng „Get back to where you once belonged”. Lennon var þessu næst spurður um það hvort hann áliti að Bitlarnir eigi eftir að koma samanaftur. Hann harðneitaði og taldi engan tilgang i sliku. Hann var þá spuður um tilboð sem stjórnandi sjónvarpsþáttar gerði Bitiunum fyrir nokkrum árum, bauð þeim gifurlega fjárupphæð fyriraðkoma allir fram iþáttinn. John: Já, ég man eftir þessu. Paulog ég vorum saman að horfa á þennan þátt. Hann var i heim- sókn i Dakota. (Dakota er fbúða- samstæðan sem John og Yoko bjuggu i.) Það lá við að við færum i stúdióið bara upp á sport. Við vorum næstum búnir aðhringja á bilenvorumeiginlega of þreyttir. Playboy: Hvernig stóð á þvi að þið voruð saman? John: Æ, þetta var á timabili þegar hann var alltaf að koma i heimsókn með gitarinn i hend- inni. Ég hleypti honum inn en á endanum sagði ég við hann: „Sko, þú ættir að hringja áður en þú kemur. Þetta er ekki 1956, og þaö er ekki það sama og fyrrum að detta inn”. Hann varð móðgaöur en ég meinti þetta ekk- ert illa. Ég var bara allan tim- ann að passa krakkann og svo framvegis... Alla vega,hann og Linda komu i heimsókn og við sátum þarna og horfðum á sjón- varpið. Ég hef ekki hitt Paul siðan. Playboy: Eru Bitlarnir bestu vinir eða ægilegir óvinir? John: Hvorugt. Ég hef engan þeirra hitt i ég veit ekki hvað langan tima. Það spurði mig ein- hver hvað mér fyndist um siðustu plötu Pauls en ég gat ekkert sagt af viti. Ég fylgist ekki með hon- um. Ég fylgist ekki með Wings. Mér er skitsama um það sem Wings er að gera, það sem George er að gera, það sem Ringo erað gera. Ekki fremuren ég hafi áhuga á þvi sem Bob Dylan eða Elton John eru að gera. Þetta er ekki illgirni, ég er bara of önnum kafinn við mitt eigið lif og mina eigin tónlist. Playboy: En almennt, hvað finnst þér um tónlist Pauls eftir að Bitlarnir hættu? John: Ég dáist dálitiö að þvi hvernig hann byrjaði aftur frá grunni, stofnaði nýja hljómsveit ogspilaöiá litlum dansstöðum,af þvi það var þetta sem hann vildi aö við gerðum. Hann vildi að við færum aftur á litlu staðina og byrjuðum upp á nýtt. Ég var á móti þessu. Hann vildi lifa þetta alltupp á nýtt, ekki ég. Oghonum tókst það. hann má eiga það? Playboy: En tónlistin? John: The Long and Winding Road voru si'ðustu andvörpin. Annars veit ég það ekki, ég hef ekkert hlustað á hann. Ég hef ekki talað við Paul i alvöru i tiu ár. Ég hef annað að gera og hann lika. Ég meina, hann á 25 krakka og hefur gefið út 20.000.000 plötur — hvernig ætti hann aö hafa tima til að tala? Hann er alltaf að vinna. Playboy: Hvernig var sam- vinnu ykkar háttað f þeim lögum sem eignuð eru ykkur báðum? John: Svona i grófum dráttum, þá sá hann um léttleikann og bjartsýnina en ég um þunglyndið og svartsýnina. Smá blúes. Paul byrjaði venjulega. Svona tók ég við. Playboy: Dæmi? John: Tökum Michelle sem dæmi. Paul og ég vorum einhvers staðarsaman og hann birtist allt i einu og sönglaði fyrsta hlutann af laginu. „Hvað á ég að gera næst?” spurði hann. Ég haföi verið að hlusta á blúessöngkon- una Ninu Simone sem söng eitt- hvaö i likingu við „I love you!” svo ég bætti við (syngur) „I love you, I love you, I 1-o-ove you...” Playboy: En textarnir? John: Ég átti alltaf auöveldara með textana vegna þess að þó Paul sé ágætur textasmiður þá trúir hann þvi ekki sjálfur. Hann lagði sig ekkert fram um textana og sneiddi hjá þeim af hann gat. Hey, Jude er helvfti góður texti. Ég kom ekkert nálægt honum. Og hér og hvar má sjá aö hann hefði getaö oröið mjög góður textahöf- undur ef hann hefði þroskað þann hæfileika. Annars var okkur að mestu leyti sama um textana i byrjun. Það var nóg að það væri i þeim eitthvert óljóst þema: hún elskar hann, hann elskar hana, þau elskast öll sömul. Það var hljómurinn sem skipti okkur mestu máli. Ég er enn á þvi að það sé rétt en ég get ekki lengur látið textana alveg vera. Það verður að vera eitthvert vit i þeim. Playboy: Geturðu nefnt mér dæmi um texta sem þið gerðuð saman? John: 1 We Can Work It Out samdi Paul byrjunina en ég tók svo við. Þar sést gott dæmi um það sem ég var að tala um áðan: Paulbyrjaði „We can work it out, we can work it out”, voðalega bjartsýnt en svo tók ég við: „Life is very short and there’s no time, for fussing and fighting, my friend...” Playboy: Paul segir söguna og John filósóferar. John: Eitthvað i þá áttina. Ég hef alla tið verið gefinn fyrir að kafa undir yfirborðið. Playboy: Þú sagðir fyrir nokkrum árum að þið hefðuð allt- af samið lögin og textana sinn i hvoru lagi þó bæði nöfnin væru við þau. John: Ég var að ljúga þvi. (Hlær). Þá var ég svo bitur aö mér fannst viö ervdilega hafa gert allt sinn i hvoru horninu. En oft unnum við mjög vel saman. Playboy: Ekki alltaf? John: Nei. Paul átti til dæmis hugmyndina að Sgt. Pepper. Ég man að hann pældi mikið í þessari hugmynd og kallaði allt i einu á mig i stúdióið og sagði mér að semja nokkur lög. A ti'u dögum tókst mér að semja Lucy in the Sky og Day in the Life. Við höfð- um ekki nóg samband á milli okk- ar. Þess vegna varð ég bitur og fullur fyrirlitningar á okkar sam- bandi seinna meir. Nú skil ég að þetta var bara samkeppni okkar á milli. Playboy: Saknarðu samstarfs- ins við Paul? John: Nei, mér finnst ég eigin- lega aldrei hafa misst af neinu. Ég meina þá ekki að ég hafi ekki þurft á Paul að halda þvi einsog menn vita gekk allt vel meðan hann var til staðar. En mér finnst auðveldara að telja upp hvað ég gaf honum en hann mér. Þannig liður honum væntanlega lika. Playboy: 1 framhaldi af þessu, hvers vegna skrifaöirðu texta einsog How Do You Sleep? þar. sem m.a. segir: „Those freaks was right when they said you was dead” og „The only thing you done was yesterday/ and since you’ve gone, you’re just another day”. John: (Brosir). Ég var ekki al- veg svo reiður. En ég var aö nýta andúö mina á Paul til aö búa til lag, eigum við ekki að orða það þannig? Sko, hann haföi veriö með alls konar sneiðar til min á sinum plötum en það tóku fáir eft- irþeim vegna þess hann faldi þær betur. Ég tók eftir þeim og ég svaraöi á minn hátt. Ég er ekkert fyrir að fara i felur með hlutina. En fyrst þú spyrð, jú, mér fannst Paul vera dáinn, tónlistarlega séö. Playboy: Færum okkur að Ringo. Hvað finnst þér um hann sem tónlistarmann? John: Ringo var orðinn stjarna á sinn hátt I Liverpool áður en við svo mikiðsem hittumst. Hann var orðinn trommari i einni vinsæl- ustu hljómsveit Bretlands en sér- staklega Liverpool og nágrenni, áöur en við höfðum einu sinni út- vegað okkur trommara. Hæfileikar Ringos hefðu komiö i ljósá einneða annan hátt, þó við hinir heföum ekki komiö til. Ég veit ekki hvar hann hefði endað en það er einhver neisti I Ringo sem við vitum öll af en getum ekki skilgreint. Hann hefði spjarað sig án Bitlanna, hvort sem það heföi verið á leiklistar- sviðinu, tónlistarsviðinu eða ein- hverju öðru sviði. Ringo er helviti góöur trommari. Tæknilega séð er hann ekki góður en mér finnst aö trommuleikur Ringos hafi alla tið verið vanmetinn á sama hátt og bassaleikur Pauls er vanmet- inn. Paul er einhver frumlegasti bassaleikari sögunnar. Hann bara veit það ekki. Paul og Ringo standast samanburð við hvaöa rokkmúsikant sem vera skal. Þeir eru ekkert stórkostlegir tæknilega — enginn okkar er þaö. Þaðer hvað tónlistina varðar sem skyni gæddar verur að búa til hávaöa, sem þeir standast öllum snúning. Playboy: Hvað finnst þér um sólóferil George Harrison? John: Mér fannst allt i' lagi með All Things Must Pass. Hún var bara of löng. Playboy: Þú hefur ekki minnst mikið á George. John: Ja, sjáðu til. Bókin hans George I, me, mine, særði mig talsvert. Hér koma skilaboð til hans. Hann gaf út bók um lff sitt og segir í henni að áhrif min á þetta lif hans séu núll og nix. Hannminnist ekki á mig i þessari bók. Eiginlega er hún ekkert annað en upptalning á þeim sem hafa haft áhrif á hann og ég er ekki i þessari bók. Playboy: Hvers vegna? John: Vegna þess að okkar samband var samband ungs læri- sveins við sér eldri tónlistar- mann. Hann er þremur árum yngri en ég. Samband okkar var ástarhaturssamband og ég held að George hafi ennþá andúð á mér fyrir að vera pabbinn sem fór að heiman. Auðvitaö myndi hann ekki fallast á þetta en þetta er min skoöun. Ég varð særður. Hannminntistekki á mig, fremur en ég væri ekki til. Þetta er ekki mont i mér en hann var nokkurs konar lærisveinn minn þegar við vorum að byrja. Ég var kominn i listaskóla meðan Paul og George voru ennþá i' gagnfræðaskóla og þar er nú aldeilis munur á. Ég var byrjaður að sofa hjá, var farinn að drekka og þar fram eftir göt- unum. Þegar George var strákur elti hann mig um allt, mig og fyrstu kærustuna mina, Cynthia, sem ég giftist svo seinna. Við komum út úr iistaskólanum og þar hékk hann einsog krakkarnir fyrir utan Dakota núna. Ég man eftir deginum þegar hann baö mig aö hjálpa sér við Taxman, eitt af meiri háttar lög- unum hans. Ég bætti inn i nokkr- um línum af þvi hann bað mig um það. Hann kom til min af þvi Paul hefði ekki hjálpað honum á þess- um tima. Mig langaöi ekki vitund //Það er einhver neisti i Ringo sem við vitum öll af en getum ekki skil- greint.. Hann hefði spjarað sig án Bitlanna". til að aðstoða hann, hugsaöi með mér: Æ nei, þarf ég nú aö fara að hjálpa George lika, eins og ég eigi ekki nóg meö sjálfan mig og Paul! En af þvi mér þótti vænt um hann og vildi ekki særa hann hélt ég bara kjafti þegar hánn kom.og bað mig aö hjálpa sér viö þetta lag. Hann haföi verið skilinn útundansem lagasmiður fram að þvi vegna þess að hann hafði ekki verið neinn lagasmiður fram aö þvi. Viö leyfðum honum bara að syngja eitt lag á hverri plötu. Þaö sem hannog Ringo sungu i byrjun voru lögin sem ég notaöi á dans- stöðunum, ég valdi lög sérstak- lega handa þeim að syngja. Þau auöveldustu. Svo ég hef dálitla andúð á þessari bók hans George. En ekki misskilja mig. Mér þykir ennþá vænt um þessa stráka. Bitlarnir eru fyrir bi en John, Paul, George og Ringo halda áfram. Playboy: Unnu ekki allir Bitlarnir við lag sem þú samdir handa Ringó áriö 1973? John: I’m the Greatest. Þaö var náttúrlega á Múhameð AIi linunni. Það hentaöi Ringo frá- bærlega vel. Ef ég hefði sungið I’m the Greatest hefðu allir tekið þaö alvarlega. Það fór ekki i taugarnar á neinum þegar Ringo söng það. Playboy: Fannst þér gaman að spila meðRingo og George á nýj- an leik? John: Já, nema þegar George og Billy Preston fóru að gjamma um hljómsveit. „Stofnum hljóm- sveit, stofnum hljómsveit!” George spurði mig að þessu hvaö eftir annað og ég fór hjá mér. Honum fannst gaman að spila þetta og andinn var mjög góður en ég var með Yoko, skilurðu. Þetta var stolinn timi. Að þeir skyldu láta sér detta i hug að ég kynni að stofna hljómsveit án Yoko! Playboy: Viltu segja mér frá skilnaði ykkar? John: Já, hún henti mér út. Allt i einu var ég einn á fleka á úthaf- inu. Playboy: Hvað gerðist? John: Ja, i fyrstu hrópaöi ég bara húrra, húrra! Þú skilur, piparsveinalif — húrra! En svo vaknaðiég einn morguninn og hugsaöi með mér: Hvað á þetta að þýða? Ég vil fara heim! En hún vildi ekki leyfa mér að koma heim. Við töluðum mikið saman i sima og var alltaf aö nauða um að koma heim en hún sagöi mér að ég væri ekki tilbúinn til þess. Þá var bara um það að ræða að snúa sér aftur að flöskunni. Playboy: Hvaö átti hún við? John: Hún veit sinu viti... Playboy: Aftur að flöskunni? John: Ég var að reyna aö fela tilfinningar minar meö drykkju- skap. Mér fannst ég vera brjálaður. Við vorum aðskilin i 18 mánuði, þetta var 18 mánaöa fylleri. Ég reyndi að drekkja mér i flöskunni og var með mestu drykkjuberserkjum sem til eru. Playboy: Svosem? John: Svo sem Harry Nilsson, Bobby Keyes, Keith Moon. Viö gátum ekki hætt. Við vorum aö reyna að drepa okkur. Kannski er Harry ennþá aö reyna, veslings // Ég dáist að hetjum sem komust af/ Gloriu Swan- son, Grétu Garbó. — Hins vegar finnst mér hall- ærislegt að dýrka dauðar hetjur hvort sem það er James Dean, Sid Vicious, John Wayne eöa Jim Morrison". „Þegar við vorum að taka upp Get Back i stúdíóinu sneri Paul sér alltaf að Yoko og starði á hana meðan hann söng: „Get back to where you once belonged." „ Paul átti hugmyndina að Sgt. Pepper. Hann pældi mikið í þessu og kallaði allt i einu á mig inn í stúdióið og sagði mér að semja nokkur lög."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.