Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 31
Laugardagur 13. desember 1880. Arnar Astrábsson Unglr uaðamenn Á barnasiöu Visis, „Hæ krakkar”, á bls. 14 i blaði II er skýrt frá blaðinu „Rækjan”, sem ungir strákar standa að. Með frásögninni áttu að fylgja báðar þessar myndir, en vegna mistaka féll önnur þeirra niður, þegar blað II var prentað. Þeir eru Arnar Astráðsson, ritstjóri „Rækjunnar”, og Þorsteinn Vig- lundsson, blaðamaður. Sjá nánar á bls. 14 i blaði II. Þorsteinn Viglundsson Gjafavðru- verslanir opnar á morgun Félag gjafa- og listmunaversl- ana hefur ákveðið að hafa versl- anir sinar opnar á morgun, sunnudag, frá klukkan 13-18. Þetta er gert til þess að mótmæla sifellt umfangsmeiri starfsemi, sem fram fer i blóma- verslunum, sem hafa heimild til þess að hafa opið til klukkan 21 öll kvöld og allar helgar. Gjafavöru- kaupmenn benda á, að sú heimild hafi verið veitt vegna lélegs geymsluþols gróðurplantnanna, sem nú sé margbrotin. — AS. Otllundur Stuðningsmenn Gervasonis boða til útifundar á Lækjartorgi til að minna á, að fyrst og fremst beri að lita á mál hans frá mann- úðarsjonarmiði. A fundinum munu sex manns flytja ávörp, en fundarstjóri verður Bryndis Schram. VÍSÍSDÍÓ í Regnöoganum Visisbió veröur ekki i Hafnar- bióii dag, heldur i Regnboganum við Hverfisgötu. Þar verður sýnd myndin „Trylltir tónar” i dag klukkan þrjú, gamanmynd i litum með íslenskum texta. Athugið, að sýningin er i Regnboganum, þótt það standi Hafnarbió á miðunum. vtsm Glæsílegur árangur Vlkinga gegn Tatadanya: „Strákarnir voru stórkostlegir” - sagðl Rösmundur Jónsson I vlðiail vlð visl — Þetta var hreint stórkostlegt hjá strákunum — þeir börðust hetjulega og gáfust ekki upp, þó að útlitið hafi verið dökkt undir lokin — leikmenn Tatabanya yfir 22:18, þegar 8 min., voru til leiksloka, sagði Rósmundur Jónsson einn af fararstjórum Vikings i stuttu spjalli við Visi i gærkvöldi. — Strákarnir fóru á kostum undir lokin — minnkuðu muninn i 22:20, en Ungverjarnir skoruðu 23:20 — þegar 3 min., voru til leiksloka. Þá skoraði Páll Björgvinsson glæsilegt mark með langskoti og Þorbergur Aðalsteinsson skoraði siðasta markið 23:22 — beint úr auka- kasti, þegar leiktiminn var bú- inn. Hann sveiflaði þá hendinni og sendi knöttinn fram hjá „Berlinamúr” Ungverja — Bela Bartalos, markvörður, geröi ör- væntingafulla tilraun til að verja — en honum tókst ekki að bjarga — sló knöttinn upp undir þaknetið sagði Rósmundur. Rósmundur sagði að leikurinn hafi verið jafn framan af, en Ungverjarnir náð tveggja marka (11:9) forskoti fyrir leik- hlé og sfðan verið þetta 3-4 mörk yfir i seinni hálfleik fyrr en undir lokin, aö Vikingum tókst að minnka muninn. Samanlögð úrslit úr báðum leikjunum urðu 43:43 en Viking- ar komust áfram á fleiri mörk- um skoruðum á útivelli. Vonbrigði í Tatabanya 2 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var sjónvarpað beint um allt Ungverjaland og urðu þeir fyrir miklum vonbrigöum. Arangur Vikings sem er komið i 8-liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða er glæsilegur. Mörk Vikings i leiknum skor- uðu: Þorbergur 9, Páll 6, Guö- mundur 3, Arni 2 og Steinar 2. —SOS ÞORBERGUR AÐALSTEINS- SON... hetja Víkinga. Þingmalin afgreidd fyrír jól: „Breytum ekki sam- komulaglnu” - segir Sighvatur „Við vildum fá skýr svör frá forsætisráðherra um það hvort það væri virkilega verið aö undir- búa bráðabirgðalög. Hann svar- aðiþeirri spurningu raunar alltaf út úr. Undir lokin mátti þó ætla af hans máli, að það sem hann hefði átt við i fréttaviðtali hefði verið það, að þær aðgerðir sem rikis- stjórnin kynni hugsanlega að gri'pa til væru þess eðlis að laga- setningu þyrfti ekki fyrr en siðar," sagði Sighvatur Björg- vinsson alþingismaður i samtali við Visi. Stjórnarandstaðan gerði harða hrið að Gunnari Thoroddsen for- sætisráðherra við umræður utan dagskrár á Alþingi i gær. Krafist var svara um hvort gera ætti efnahagsráðstafanir með setn- ingu bráðabirgðalaga meðan Al- þingi væri i jólaleyfi. ,,Þó svo að orð forsætisráð- herra hafi ekki orðið afdráttar- lausari en þetta.höfum við ekki tekið ákvörðun um breytta af- stöðu gagnvart samkomulaginu um að afgreiða 21 þingmál fyrir jólaleyfi. Við hörmum frekar að rikisstjórnin skuli ekki afgreiða mál eins og lánsfjáráætlun fyrir jól eins og henni ber skylda til lögum samkvæmt,” sagöi Sig- hvatur ennfremur. — SG Forsetinn i Landnámsleik við Ingvar Sigurgeirsson, námsstjóra. Asgeir Guðmundsson, námsgagna- stjóri, Ólafur Jóhannsson og Bogi Indriðason, deildarstjóri.fylgjast með af mikilli aivöru. Nýtt kennslutækl lyrlr 10 ára nemendur: Landnámslelkur Nýlega afhenti Námsgagna- stofnun forseta tslands, Vigdisi Finnbogadóttur, fyrsta eintak af Landnámsleik sem gefinn er út I tengslum við námsefni i sam- féiagsfræði handa 10 ára nemend- um. í fréttatilkynningu frá Náms- gagnastofnun segir að Land- námsleikur sé hermileikur um landnáms- og vikingaöld, til þess gerðuraðaukaáhuga nemenda á námsefninu, til þess aö þeir öðlist viðtæka þekkingu á háttum manna á Vikingaöld. Námsgagnastofnun telur að þetta kannslutæki eigi fullt erindi inn á heimili landsmanna og hef- ur þvi hluti upplagsins verið sett- ur á almennan markað. Höfundar leiksins eru Ingvar Sigurgeirsson námsstjóri, og skólastjórarnir ólafur H. Jó- hannsson og Guömundur Ingi Leifsson. SV Hjörtur Jónsson bðksall, sem sviptur var leyfi sínu: „Eg hef ekkert brollð al mér” „Arkaðl um bælnn og seldi með aisiætll” segir Oliver Steinn ,,Leyfi mannsins var miðað við að hann væri á ferðinni i dreifbýli. Núhefur tvennt gerst. Annars vegar það.að hann er búinn að arka hér um bæinn og bjóða bækur með afslætti. Hins vegar var það sem fyllti mælinn hann hafði, i gegnum milli mann að visu, afgreitt bækur til Hagkaupa”. Þannig fórust Olíver Steini Jóhannessyni, formanni Félags bókaútgefenda orð, þegar Visir spurði hann hvers vegna Hjört- ur Jónasson hefði verið sviptur bóksalaleyfi á siðasta stjórnar- fundi félagsins. Sagði Oliver Steinn enn fremur, að samþykkt hefði verið að taka leyfið af hon- um fyrir fullt og allt. „Ég hef ekki brotið neitt það sem mér hefur verið forboðið”, sagði Hjörtur Jónasson bóksali er Visir ræddi við hann. „Þegar bóksali verslar við marga, get- ur einnig verið um fyrirtæki að ræða sem gera innkaup en mér vitanlega hefur það ekki gerst”. Sagði Hjörtur enn fremur, að honum hefðu enn ekki borist boð frá Félagi bókaútgefenda um, aðhann hefði verið sviptur bók- söluleyfi sinu, heldur aðeins orðið þess áskynja gegnum fjöl- miðla. „Bóksöluleyfi mitt var ekki aðeins bundið við lands- byggðina, heldur mátti ég versla að þvi er þeir sögðu mér við hvern sem var, hvar sem var” sagði Hjörtur. „Ég hef verslað mikið við sömu aðila, sem hafa keypt af mér ár eftir ár, þessi tuttugu ár sem ég hef fengist við bóksölu”. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.