Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 13. desember 1980 VÍSIR Mikill sagnameistari eldar hafragraut Sprengjuveislan, eða Dr. Fischer i Genf eftir Graham Greene Björn Jónsson islensk- aði Almenna bókafélagið gefur út. Mér finnst þetta billeg bók. Svo furðulegt sem það nú er, þá gripur þessi mikli sagnameistari (þvi það er hann, þó á seinni árum hafi hann verið hlaðinn rækilegu oflofi) til allra ódýrustu og sjálfsögðustu ráöa við umfjöllun sina á ágirnd hinna riku: viðfangsefninu. Agirnd hinna riku — hvernig fjallar maður um það? Jú, Greene tekur það augljósa ráð að búa til andstæður, veit sem er að slikt hefur löngum gefist vel i listinni. Annars vegar smiðar hann forrikan auökýf- ing, Dr. Fischer, og hins vegar heldur fátækan Alfred Jones sem hefur ofan fyrir sér með þvi að þýða sendibréf súkkulaði- verksmiðju. Dr. Fischer er rflk- ur og þvi vondur (þetta virðist fylgjast að), Jones er þessi klassiski enski utangarðsmaður Greenes (nú i Genf), fátækur og þvi hjartahreinn og góður. Allt i lagi ennþá en nú þarf að leiða þessa andstæðu póla saman. Hvað gerir maður þá? Greene deyr ekki ráðlaus en finnur upp dóttur Dr. Fischers, stúlkuna Mariu, sem er einsog Alfred Jones hjartahrein og góð. Jones er að visu helmingi eldri en stúlkan, með gervihönd og heldur ófélegur ektamaki en Greene virðist reyna að snúa sig út úr ólikindum þeirra sambúð- ar með þvi að gefa i skyn i fyrsta lagi að ást stúlkunnar á Jones sé undir niðri þörf hennar fyrir hjartahreinan og góðan föður og i öðru lagi sýnir hann lesara margoft að hann er ekki einn i undrun sinni, Alfred Jones er sem sé steini lostinn lika. Kannski skyldi maður ekki undrast: þau eru jú bæði undur hjartahrein og góð... Auðmýkingin i hafragrautsáti Ekki er nóg gert enn. Uppgjör vantar. Til þess að það megi verða leiðir Greene fram á vig- völlinn nokkra fleiri auðkýfinga ilikingu við Dr. Fischer. Þessir heita Eðlurnar og eru litil- mannleg snikjudýr. Dr. Fischer er foringinn og af þvi að hann er bitur maður (sennilega vegna þess að konan hans heitin hlust- aði á Mozart með öðrum manni en honum) vill hann sýna fram á lftilfjörleik svokallaðra vina sinna, hann leggur fyrir þá ýmsar þrautir og felast i þeim hinar svæsnustu auðmýkingar. Svo sem að éta kaldan hafra- grautög saltaðan i kvöldverðar- boði. Eftir þessa og viðlika ógurlegar auðmýkingar klapp- ar Dr. Fischer „vinum” sinum á kollinn og gefur þeim gjafir, stórar gjafir og dýrar. Það er nefnilega plottið i sögunni, til að fá þessar glæsilegu gjafir (sigarettukveikjara úr gulli og annaö i þeim dúr.) eru Eðlurnar til i aö leggja á sig hinar hrylli- legustu kvalir og niðurlægingar, einsog að éta hafragraut og sjóða lifandi humar. Maður seg- ir humm af þvi þetta er svo makalaust ósannfærandi hjá Greene að þvi verður vart trúað að svo þjálfaður penni sem hann hafi samið þessa dellu. Eðlurn- ar slefa af græðgi en má ég spyrja hvers vegna? Eins og Greene bendir sjálfur á gætu Eðlurnar sjálfar keypt allar þær gjafir sem Dr. Fischer býðst til að gefa þeim,en hann sýnir ekki fram á neina almennilega skýr- ingu á þvi hvers vegna þær leggja þess i stað á sig hafra- grautsátið sem manni skilst út- heimti mikla pinu. Hann hamr- ar á frasanum ágimd hinna riku aftur og aftur en ber ekkert á borð fyrir lesara nema hafra- graut. Andstæðurnar i asnalegum endi. Ekki væri nú mikið varið i Graham Greene — er honum fariö að förlast? þetta ef ekkert gerðist nema til- raunir Dr. Fischers með ágirnd kollega sinna. Gleymum ekki Alfred Jones. Hann býr i glað- legu hjónabandi með dóttur Dr. Fischers og þó tengdafaðirinn reyni að spilla honum tekst það ekki þvi hann er svo hjarta- hreinn og góður að honum finnst ekkert fyndið við að sjá Eðlurn- ar éta kaldan hafragraut. Ekki dugir aðgerðarleysið til lengdar svo Greene myrðir konu hans snaggaralega, bætir inn i klaus- um um tilvonandi barn þeirra hjóna og ankannalegar sjálfs- morðstilraunir Alfred Jones, en leiðir svo andstæðurnar saman. Jones fer i lokahóf hjá Dr. Fischer, að manni skilst vegna þess hann hafi misst alla lifs- löngun, og uppgjörið fer fram. Eðlurnar bregðast ekki fremur en fyrri daginn, eru tilbúnar til að hætta á bráðan dauða til að hreppa rausnarlegar ávisanir frá Dr. Fischer og á endanum tekst þessum útsendara Satans meira að segja að auðmýkja Alfred Jones dálitið. Þá hlær hann en svo kemur annað smd- menni fram i dagsljósið, til við- bótar við Alfred Jones, og eftir talsverðar vangaveltur um guð (nema hvað) og sitthvað fleira hlýtur Dr. Fischer að játa sig sigraöan. Vondi, riki maðurinn megnaði ekki að brjóta fátæku, hjartahreinu og góðu mennina á bak aftur: hann hlaut allan tim- ann að tapa. Fátæku mennirnir misstu að visu konur sinar en héldu stolti sinu nokkurn veginn óskertu, áfram eru þeir hjarta- hreinir, góðir og trúir i sinu smáa. Vissulega er Graham Greene lipur með penna og þessi saga er sosum nógu vel og skemmti- lega skrifuð. Hugmyndafræðina gæti smábarn hafa smiðað. Og af þvi þessi saga byggist á hug- myndafræðinni er hún mis- heppnuð i meira lagi. —IJ. Viðskipti hvítra manna og indíána Brown, Dee: Heygöu mitt hjarta við Undað Hné. Reykjavík, Mál og menn- ing, 1980. Undirtitill þessarar bókar er: „Saga ameriska vestursins frá sjónarhóli indiána”. Flestar frásagnir af sögu Bandarikj- anna byggja á heföbundnum viðhorfum gagnvart frum- byggjum Ameriku, indiánum. Þær grundvallast á þeirri hug- mynd aö indlánar hafi verið óal- andi skrælingjalýöur sem best væri að vera án. Saga banda- risku þjóðarinnar hefur oftast nær verið skráö af rikjandi þjóðfélagshóp, afkomendum hvitu landnemanna. Reynt hef- ur verið eftir bestu getu að láta kyrra liggja ýmsa neikvæöa þætti sögunnar, til þess að bæta málstað rikjandi valdhafa. Þar á meðal er saga indiána — hún hefur veriö lituð áróöri þeirra sem þurft hafa að hreinsa hend- ur sinar af ýmsum ódæðum og jafnvel réttlæta þau ef ekki er annars kostur. Bókin Heygöu mitt hjarta viö Undað Hné er tilraun til að koma á framfæri sjónarmiöum indiána i sambandi við viðskipti þeirra við hvita menn á árabil- inu 1860-1890. Þar er lýst á opin- skáan hátt viðskiptum hvitra manna og indiána og sú lýsing er færð i listrænan búning. Það leið ekki á löngu frá þvi aö menn komu til Ameriku úr austri aö þeir töldu sig hafa þörf fyrir landssvæöi þau sem frum- byggjarnir höfðu byggt um margra alda skeið. Landnem- arnir sóttu alltaf I sig veörið og réöust inn á landsvæði sem indi- ánar töldu sig hafa hefðbundinn eignarrétt yfir. Alltaf urðu indi- ánar aö gefa eftir. Samningar voru geröir um viðkomandi landsvæöi, en það var vart orðið þurrt blekið á undirskriftunum þegar byrjað var að brjóta þessa samninga. s Slfk samningsbrot töldu indi- áhar óverjandi. Þeir gerðu til- raunir til að ná fram réttÞ'sin- um, en viðbrögðin voru ofbeldi. Menn töldu dráp á indlána ekki ósvipað þvi að koma dýri fyrir kattarnef. Fjöldi mikils met- inna manna i Bndarikjunum áleit að þeim mun fleiri indián- ar sem væru drepnir þeim mun betra yrði ástandið i landinu. Siguröur Helgason skrifar um bækur Þjóöin sem reisti grundvöll sinn á frelsi og réttlæti braut þessi grundvallarsjónarmið sin eins og að drekka vatn. Ýmsar aðferðir voru notaðar til að sannfæra menn um aö ekki væri annaö fært en að útrýma indiánum — helst með sem allra minnstum tilkostnaði. Þeir héldu þvi fram að þeir væru villimenn og sem rökstuðning nefndu þeir t.d. aö indiánar beittu svo grimmdarlegum að- ferðum við þá sem þeir dræpu og nefndu i þvi sambandi sér- staklega að þeir flettu höfuðleð- ur af óvinum sinum. En þaö var ekki veriö aö segja frá þvi hvaö- an þeir lærðu slikar aöferöir. Svarið var nefnilega, að þær að- farir lærðu þeir af hvitum mönnum — sem vildu eðlilega gleyma þeim staðreyndum. Sagan Heygöu mitt hjarta viö Undaö Hné er harmsaga indl- ána. Hún er lýsing á svikum, of- beldi og græðgi. Hún er ósvikin lýsing á þvi hversu mjög menn geta stikaö út fyrir mörk al- menns siðgæðis ef auður i einni eöa annari mynd stendur til boða. Bókin á erindi við allar þær þjóöir sem unna réttlæti og sannleika. Hún dregur fram i dagsljósið heimildir sem legið hafa i þagnargildi þar til nú. Hún er tilraun til að breyta heföbundnum viðhorfum sem byggst hafa á röngum upplýs- ingum. Með henni er reynt að sýna fram á mannlega eigin- leika þessa vanmetna þjóð- flokks. Astæðan fyrir þvi hversu iila hefur gengið aö snúa blaöinu við er meðal annars sú, að indiánar hafa ekki haft til að bera þá samstöðu sem heföi verið nauð- synleg til að styrkja stöðu þeirra. Ættbálkar voru margir og ósamstæöir. Margir þeirra áttu i innbyrðis striöi sem gerði það að verkum aö erfitt reyndist að mynda þá samstöðu sem þeir þurftu á að halda. Magnús Rafnsson þýddi bók- ina. Þaöhefur áreiðanlega verið vandaverk. Mikið er af örnefn- um og mannanöfnum sem hafa valdið þýðanda erfiðleikum. Frá þeim vanda sleppur hann vel og er bókin á hljómmiklu Is- lensku máli og svo virðist sem stillinn njóti sín nokkuö vel. Siguröur Heigason Litli Risi var einn hinna herskáu Súa-striösmanna sem einna lengst bffröust gegn ofurvaidi hvita mannsins. Saga Litla Risa er gott dæmi um markvissa stefnu yfirdrottnaranna til aö brjóta niöur þjóöarvitund og stoit Indiáananna en hann geröist á endanum ieigu- þý hvita mannsins og átti hlut aö moröinu á Æra Fáki, einum merk- asta og snjallasta foringja þjóöar Indiána. Myndin er ein þeirra fjölmörgu sem prýöa bókina „Heygöu mitt hjarta viö Undað hné”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.