Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR PRISMA Fmlux Finlux Finlux Finlux VERÐ STADGR._ 20" 799.500 759.500 22" 869.000 825.000 26" 999.000 949.000 Laugardagur 13. desember 1980 -------------------------| Virkjamikií skáld |saga um gamalt þemá\ i i brotsjóum nýs tíma i Jón Dan: Stjörnuglópar Almenna bókafélagiö 1980 Jón.Dan gerðist ekki sagna- skáld fyrr en á miðjum aldri, en birtist þá sem mótaður og þroskaður höfundur með aga og gætni i máli og stil og engum gönuhlaupum. Nú er hann orð- inn nokkuö við aldur, en byrjar þá að skvetta sér ofurlitið upp i þessari nýju skáldsögu, er hann kallar Stjörnuglópa.sem virðist við hæfi og færa gamalt helgi- þema i hirðuleysislegan stakk samtimans — eins konar galla- buxur. A kápu bókarinnar gefur útgefandi lesendum þennan lestrarlykil: „Nú verður honum sagna- minniö um vitringana þrjá að viðfangsefni — fært i islenskt umhverfi bænda oe sjómanna á Suðurnesjum”. Þetta er vist ekki of ságt — samsvörunin rennur hvað eftir annað á söguV þráðinn og heldur sét' allt tií loka, þótt teknir séu bógar á báðar hendur á siglingunni og leikið ýmsum skjöldum i gamni og alvöru, jafnvel gáska máls og stfls. Bræðralag vitringanna — eða stjörnuglópanna þriggja — er tengt með Varða-nafninu, og Hallvarður sjómaður er i hlutverki Jóseps smiðs, þótt hann sé raunar einn glópanna lika. Staöarval sögunnar fer ekki milli mála — á ströndinni suður með sjó, þaðan sem fólkiö fer annað hvort „inn i Fjörð eða út i Kyljuvik” og gengur á mála Vallarins eöa Alsins, en snerti- spölur er upp á þjóðarveginn mikla, þar sem menn „snapa sér far með hinum og þessum”. Völlurinn og álverið sóma sér bærilega I hlutverki Rómverja. Maria mey sögunnar — Jódis — er skilgetið afkvæmi islenskrar upplausnar á eftirstriðsárum, barn sins tima, og leitar sér kunnuglegrar réttlætingar fyrir gamalgrónu siðalögmáli. Teitur er óneitanlega nokkuð harka- legt og æpandi timans tákn og ádeila á unga kynslóð, góö- málmur sem tærandi sýran leysir upp i eitur. Betlehem þessarar sögu er L Olfusinu, og þangað halda vitringarnir, Varöabræður, með gjafir sinar til barnsins, sem þeir halda að sé fætt, en hefur dáið i móður- kviði. Manni finnst hálfskritið, að þeir skuli ekki sjá stjörnu i rofi hriðarkófsins. Hvorki þjóöar- né mannkynsfrelsari fæddist i þessari tilraun, hann lifði ekki af mengun tækni og tiðar. En vitringarnir halda heim til gamla tslands, hvaðan þeim verður ekki þokað, hvað sem á gengur, og þannig skilgreinir sagan þá með orðum Þorvarð- ar: „Formaður minn, sagði Þor- varður, þú gafst i skyn, að börn- in þin virtu fáfræði okkar og menntunarskortá betri veg. Ég vildi, að þau færu ekki flatt á þvi. Ég skal segja þér, við bræð- ur erum ekki annað en sér- kennilegar leifar aftan úr forn- öld. Við dundum enn við lestur og lærdóm i stað þess að sækjast eftir peningum, við setjum enn- þá graslykt og sjávarseltu ofar skemmtunum og brennivini. Það mætti hafa okkur i búri og sýna okkur fyrir peninga, svo sjaldgæf tegund erum við”. Það er varla hægt að orða þetta skýrar. En sagan er ekki aðeins sögð i þessu gamla en sigilda tákni. Hún er full af þjóðlifsdæmum, daglegu mannlifi, og siðbylt- ingu, þar sem fornar dyggðir og nýtiska vegast á, og trúverðug- ar manneskjur ganga um svið. Og öðru hverju vikur höfundur táknum og söguþræði til hliðar og bregöur á leik meö orðum, málsháttum og háðskopi. Þó getur manni stundum fundist þetta nokkur annmarki, að þaö drepi söguna á dreif, aö maður missir þráðinn sem snöggvast i þessum lausaleik, og Jón Dan sé farinn að glata sjálfsaga. En margt er hnyttilega orðað i þessum leik. Orðafar sögunnar er stundum allfyrnt, nálgast jafnvel skopstælingu fornlegs tilhafnarmáls, og samtölin geta minnt á áratugina eftir alda- mótin, en þar er lika að finna nútimann, þótt mér finnist unga fólkið i bókinni allt aö þvi óeðli- lega vel mælt, til að mynda Teitur, sem ekki sker þó við • nögl gifuryrðin um fólk, nær sér | og fjær. Still bókarinnar er nokkurrar . athygli verður. Þótt hann verði I ekki talinn samfelldur, eða með I öllu samkvæmur, er hann fjöl- | skrúðugur og safarikur, gæddur _ merg og blóði. Hann er laus i sér I og á það til að fara á hriflingum I eins og raunar sagan sjálf. Málfar sögunnar er sterkt og I bragðmikið, stundum seilst eftir kjarnyrðum svo sem hæfir I Varðabræðrum og fólki þeirra, i engin tæpitunga höfð og hlutirn- ir nefndir fullum stöfum. Sam- | töl og aðrir partar sögunnar ■ renna vel saman en hafa þó * glögg skil. Þessum árangri nær | höfundur með töluvert nýstár- _ legum hætti og hugkvæmni i 3 samfléttun orðræðna og annars | texta. Eg man varla til þess að _ hafa lesið skáldsögu þar sem I þetta er betur gert og oft listi- a lega. í blaðaviðtali hefur Jón Dan 1 kynnt kveikjuna að þessari sögu | með orðunum: „Segja má, að ég hafi byrjað ' á þvi að spyrja sjálfan mig, | hvernig mannkynssagan hefði , orðið, ef farið hefði fyrir Jesú I eins og barninu i sögunni”. I Þetta er nokkuð góð leiðbeining, og i framhaldi af henni hlýtur I lesandi að spyrja, hvort höfund- I ur sé þá að láta Teit og sálufé- laga hans svara þeirri spurn- | ingu. Sé svo er þess þó að minn- ■ ast, að siðgæðislögmál þau, sem ' hann brýtur sér og öðrum til | ófarnaðar, eru engan veginn i hreinkristin heldur eiga sér 1 sameiginlegt gildi i margvisleg- | um trúarbrögðum og siðmenn- i ingu. En samt er þetta svar og ' sagan greinir skilmerkilega frá | forsendum þess, sem eru i senn , islenskar og alþjóðlegar. En hvað sem þessum bolla- I leggingum liður, hefur Jón Dan , skrifað hressilega og spennandi I sögu, sem hristir lesandann I ofurlitið eins og ökuferð á is- . lenskum vegi, en lætur hann I ekki ósnortinn og heldur honum viö efnið til söguloka. Þrátt fyrir hnjaskiö vill hann endilega I halda áfram á leiðaranda, þvi ■ að leiöin er svo forvitnileg. Andrés Kristjánsson. j L J Þær eru loksins komnar Verðið er hreint ótrúiegt. Aðeins gkr: 838.000.- nýkr. 8.380.- Góðir greiðsluskilmálar. Staðgreiðsluafsláttur. 22229. Húsgagnaverslun GUÐMUNDAR Smiðjuvegi 2 — Simi 45100 Trésmiðjan ÆJLaugavegi 1 Símar: 22222 —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.