Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 11
VtSIR Laugardagur 13. desember 1980 Laugardagur 13. desember 1980 VISIR ii eftir Harold Pinter I aöalhlutverkum eru hinn frægi leikritahöfundur (sem leikur sjálfan sig) og hin sívinsæla Laföi Antonia Fraser Loksins fengu þau abeigast: Harold Pinter og Laffti Antonia. Lafði Antonia — sem er dóttir vindmilluriddarans og baráttu- þjarksinsLongford hertoga, fyrr- verandi rdðherra Verkamanna- flokksins — er orðin ástfangin af leikritaskáldinu og krikket- aðdáandanum Harold Pinter. Rithöfundinum og hefðarkett- inum Lafði Antoniu hefur tekist að sannfæra eiginmann sinn — hin vammlausa og kaþólska þing- mann Ihaldsflokksins, Hugh Fraser — um að rétt sé að leysa upp hjónaband þeirra. Það má teljast talsvert afrek þar sem þau eiga saman fjölda barna. Harold, sem á eitt barn, er á hinn bóginn orðinn leiður á eiginkonu sinni, leikkonunni Vivien Merchant. Hún hefur lagt sig alla fram um að koma i veg fyrir giftingu Harolds og Lafði Antoniu með þvi aö neita að láta löggilda skilnað- inn. Brúðkaupið virðist fyrir bi. Engu að siður halda hjónaleysin áfram með undirbúning brúð- kaupsins og bjóða 200 manns til veislu á fimmtugasta afmælis- degi Harolds. TheTimes tilkynnir að gifting þeirra hafi farið fram. Daily Mail segir hins vegar að þetta hafi verið brúðkaupsleysa. Nú er allt orðið löglegt. Harold hefur sjálfur gengist fyrir lög- gildingu skilnaðarins við Vivien 'Merchant og greitt 24.50 pund fyr- ir leyfisbréfið. Fyrsti þáttur. Það er kaldur og skir nóvem- bermorgunn i glæsih verfinu Camden Hill Square i Kensington þar sem sósialistar búa i' 200 þús- und punda húsum sinum. Steinsn- ar i burtu leggur Anthony Wedgewood Benn á ráðin gegn hverjum sem er. Klukkan er ellefu. Ritari: (opnar útihurðina) Nei. Hún hefur ekkert að segja ykkur. Tja, hún er í kjól frá Jean Muir. Dyrunum er skellt aftur. Inni i húsinu stendur yfir veisla. Harold hellir kampavini i glösin. Sam- ræðukliður. Einkabflstjörar aka Daimler og Volvo uppað húsinu. Veislugestir koma út úr húsinu. Harold, sem virðist spenntur, heldur undir hönd Laffti Antoniu. Vegfarandi: til hamingju! Laffti Antonia: (stuttþögn) Ég er ekki gift ennþá. Allirsetjast upp i bilana sem aka burt á miklum hraða. Annar þáttur. Sviðið er virðulegt rautt múr- steinshús i gotneskum stil en byggt á Viktoriutimabilinu. A skilti við aðaldymar stendur: „Bæjarskrifstofur Kensingtons”. Klukkan er 11:50 sama dag. Liljuvendir, hvitar rósir og að- skiljanleg önnur blóm um allt i brúökaupsherberginu. Málflutningsmafturinn Griffith Williams: (64ja ára, gengur i svörtum jakka, röndóttum bux- um og hefur framkvæmt 35 þús- und hjónavigslur) Lafði Antonia sendi öll þessi blóm i morgun. Það eru meira aö segja blóm i biðstofunni. Allir ganga inn, að Griffith Williamsundanskildum, þar sem hann er þegar kominn. Harold greiðir hin uppsettu 24.50 pund. Harold: (löng þögn) Ég sver það hér og nú og legg við dreng- skap minn að mér, Harold Pinter, eru ekki kunnugar neinar laga- legar hindranir þess að ég, Harold Pinter, gangi að eiga Antoniu Fraser að eiginkonu. (Stutt þögn) Ég kalla viðstadda tilvitnis um að ég, Harold Pinter, hef hér með tekið mér til eigin- konu þig, Antoniu Fraser. Laffti Antonia: (lágt en ákveðið) Ég, Antonia Fraser, hef hér með tekið þig, Harold Pinter, mér til eiginmanns að lögum. Haroldtekur gullhring úr flauels- klæddri öskju og kemur honum fyrir á fingri lafði Antoniu. Þau kyssa st. Samræðukliður. Griffith Williamsheldur stuttan fyrirlest- ur um siöprýði. Allir bera hönd yfir höfuð sér þegar gengið er út úr herberginu. Ljósblossar úr öll- um áttum. Engin mælir orð frá vörum. Óvenjulega hávaxinn lög- regluvarftstjóri fylgist með. Bilarnir aka burt a miklum hraða. Þriðji þáttur. Sviöiö er gatan fyrir framan Monsieur Thompson, franskt veitingahús i óviröulegum hluta Kensington. Daimler og Volvo bilarnir koma akandi og nema staðar. Klukkan er 12:30 sama dag. Harold og Laffti Antonia Stlga út úr bilunum. Aðeins einn ljósmyndarier eft- ir. Ljösmyndari: (biðjandi röddu) Má ég taka bara eina mynd? Laffti Antonia: (skyndilega, meö snöggu brosi) Allt i lagi. Svona nú, standið öll hérna i kringum okkur. Ljósmyndari: (leiðandi röddu) Það var eins gott að ekkert kom upp á að þessu sinni. Harold: (löng þögn á undan fyrstu opinberu yfirlýsingu hans) Já. Ég er sammála þvi. Hann virðist ánægður þegar myndatökunni er lokið. Hann leiðir hópinn inn i veitingahúsið. Á dyrum þess eru skilti sem segja: ,,Le Beaujolais Primeur est arrive” og „Lokað”. Longford hertogi og laffti hans koma akandi frá bæjarskrifstof- unum i bil af Mini-gerð. Hann er druslulega klæddur og virðist ánægður. Longford: Ég get ekkert um þetta sagt. Þetta kemur mér ekkert við. Fjórði þáttur. Sviðiö er sami staöur. Klukkan er 16:10 sama dag. Flestir gest- anna eru farnir. Að siðustu birt- ast Harold, Laffti Antonia og börnin. Þau viröast mun ánægð- ari en áður, hlæja og gera að gamni sinu. Þau eru jafnvel vin- gjarnleg. Andartak, sitja fyrir. Daimler billinn kemur aðvi'fandi og þau setjast upp I hann. Bfllinn ekur burt á mikilli ferð. ,,Tilgangs- laust ad segja nokkuð...” Fyrir leikkonuna Vivien Merchant, fyrri konu Harolds Pinters, er brúðkaupsdagurinn ámóta vanalegur, angistarfullur ogerfiður og aðrir dagar. Leikur- inn hefst klukkan 9.30,þegar hún fer á fætur eins og venjulega. Hann skortir umtalsverðan há- punkt, likt og leiki Pinters yfir- leitt. I iburðarmiklu húsi sinu i suð- austurhluta Lundúna hugleiðir Vivien Merchant án efa raun- veruleikann að baki sins þægilega en vanabundna miðstéttarlifs. Hverjar eru þær félagslegu aðstæður sem hafa lagt sitt af mörkum til þessa leiöigjarna lifs? Er 80 þúsund punda húsið verð- skuldaður munaður eða sýnir það öfgakenndan óhófslifnað? Hafa garðyrkjumaðurinn, hreingern- ingarkonan, mjólkurpósturinn eða bréfberinn illt i hyggju? Eru einhverjir ávextir frá Suður Ameriku i garðinum? Skyndilega birtist blaðamaður til að biöja urri viðtal. Bak við bleikar útidyrnar er Vivien Merchant, úfin og þreytu- leg, á nálum, en þó fjarlæg. Hinn brúni náttsloppur hennar er brynja hennar, þykk skel sem verndar hana frá blaðamannin- um. Hún segir: ,,Ég held ekki.” Stutt þögn. ,,Ég er að fara i sturtu.” Stutt þögn. Blaðamaður: ,,En ef ég kem aftur seinna?” Stutt þögn. „Þegar þú ert búin að klæða þig ? ” - Vivien Merchant mælir nokkur orð sem sanna frábærlega fánýti samræðna i þjóðfélagi nútimans: „Ég held það sé tilgangslaust aö segja nokkuð”. — Ósvikinn Pinter. Blaðamaður: (ómerkilegur frasi sem hann notar til að binda um særða sál sina). „Afsakaðu ónæðið.” örstutt Pinterþögn áður en hávaði boðar komu dularfyllri og ógnvænlegri persóna en nokkru sinni hafa birst i leikriti Pinters. Fjórir pipulagningamenn eru komnir til að grafa upp garð hennar. Hér er komið hiö endanlega tákn verksins. Hið óhjákvæmi- lega og ósigranlega afl öreiga- lýösins, i samsæri við ósýnilegar skrifstofublækur sem vilja Vivi- en Merchant eitthvað illt, ræðst gegn vel hirtum blómagarði hennar. Hún er vingjarnleg og samvinnufús eins og hin hnign- andi miðstétt hlýtur að vera gagnvart fjórum pfpulagninga- mönnum f þungum öreigastigvél- um. Þeir leggja nýja pipu og fara hryllilega með garðinn. Vivien Merchant leggur á flótta inn i hús sitt. Einhvers staðar I hinni grimmu heimsborg er kafla i lifi hennar að ljúka en þaö eru ekki endalokin. Reyndar má ætlast til þess af Pinter aö þessi hluti sé einhvers staðar f miðjunni. Eöa jafnvel upphafinu. Og hann gæti verið á grisku. Tjaldið Loksins missti hún mann sinn: Vivien Merchant. Gráfeldur í jólaskapi Aðeins 50 þús króna útborgun í ^ mokkakápum @J| og jökkum CRAFELDURHE #{ BANKASTRÆTI SÍMI26540. Ein af mörgum frábærum myndum úr nýútkominni bók um listamanninn Halldór Pétursson. Helgi Hjörvar rithöfundur. PRENTHUSIÐ BARÓNSSTÍG 11B — REYKJAVÍK — SÍMI 26380

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.