Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. desember 1980 15 vlsm Er hægt aö gefa Hrafni Gunn- laugssyni „Teach yourself filming” i jólagjöf? Eöa feitu frænku gegnsæja blússu? Eöa þá Gunnari Thoroddsen sauöargæru? Varúó! Jólagjöf! Hugsið ykkur vel um áður en þið kaupið jólagjöf. Hún gæti valdið misskilningi „Ó , þetta er einmitt það sem mig vantaði”. Hvað þýða þessi orð, þegar þeim er stunið upp á aöfangadagskvöld eftir að pakkinn hefur verið tekinn upp? Haldiði að þau séu já- kvæð eða neikvæð viðbrögð? Eöa e.t.v. bara klisja sem í rauninni þýöir: „Æ, gastu nú ekki látið þérdetta neitt betra í hug ?” Hvaö hugsar fólk yfir- höfuð, þegar það fær jóla- gjafirnar sinar? Eitt er alveg vist, það veit loksins nákvæm- lega, hvaöa hugmyndir aðrir hafa um þaö. Þvi auðvitað fær hver og einn það, sem honum er taliö henta best. Vandinn er aö finna gjöf sem sameinar hug- myndir gefanda og þiggjanda um eiginleika þess siðarnefnda, annars er voöinn vis. Segjum sem svo að mér verði gefin ryksuga, pottaleppar og hárbursti. Hvaö get ég annaö haldið en aö ég sá álitin of upp- tekin af húsmóöurstörfunum til aö annaö komist aö og heföi aö auki gott af að komast i hár- greiöslu! Ef ég aftur á móti fengi Carmenrúllur, bókamerki og franska kryddblöndu i stein- leirskrukku, þá hlýt ég að vera álitin bókelsk kona, sem eldar spennandi franska rétti i tóm- stundum og leyfir sér ekki þann drusluhátt að ganga með venju- legar rúllur i hausnum daginn út og inn. Hugsið nánar út i þetta. Sumar gjafir geta nefni- lega jaðraö við algjöran dóna- skap. Gæruskinn handa ráð- herranum? Sumar konur myndu t.d. geta tekið það mjög illa upp að fá bók um snyrtingu,- eru þær ekki nóg fallegar eða hvað? Einstaka ung móðir kann að verða hvumsa við fái hún bók um meðferð ungbarna? haldiði að ég geti þetta ekki eða hvað? Og vissulega væri það ókurteist að kaupa bókina „Teach yourself filming” handa Hrafni Gunn- laugssyni, eöa þá að gefa Gunn- ari Thoroddsen sauðargæru. Eða forman'ni blaðamannafé- lagsins Stafsetningarorðabók. Allt eru þetta móðgandi gjafir. Og það er lika móðgandi að kaupa allar jólagjafir á einu bretti til að fá magnafslátt. (Þeir, sem láta sér detta slíkt i hug væru auk þess liklegir til að lýsa þessari hagsýni yfir á að- fangadagskvöld og þaö væri nú til að kóróna allt saman.) Liklega er lika móðgandi að gefa eitthvað, sem á að bæta smekk þiggjandans. Er minn smekkur ekki nógu góður eða hvað? En hvað á til bragðs að taka? Eitt ráðið er að velja frekar það dýrasta úr einum flokk heldur en það ódýrasta úr öðrum. Það er t.d. miklu sniðugra að gefa dýran kúlupenna heldur en ódýran blekpenna. Dýr plast- budda er betri en ódýr leður- budda. Munið umfram allt aö gjafirnar tala skýru máli og ef þær eiga að gleðja, þarf oft að hugsa sig vel um. Hér eru nokk- ur dæmi um það sem gjafirnar segja: ,,Þú ert...” Linustrikuð skrifblokk og bunki af umslögum: „Þú skrif- ar hvort eð er aldrei annað en innkaupalista, i mesta lagi pöntun i póstkröfu. — En: Kassi meö bréfsefnum, umslög fóðruö sama lit og blað- siöurnar, segja: „Þú verð góð- um ti'ma dagsins i aö skrifa orð- heppin og upplýsandi bréf, sem verða áreiðanlega gefin út ein- hvern timann.” Afskaplega huggulegt kodda- ver úr efni sem ekki þarf aö strauja: „Æ, þú gerir hvort eð er ekki annað en að sofa i svefn- herberginu þinu”. — En: Hvit satinkoddaver: „Svefnherbergið þitt er sælurik vin og mjúkir lokkar þinir liðast um naktar axlirnar...” Hnésiður frottésloppur handa honum: „Þaðsérþig hvorteðer enginn nema ég”. — En: Skósiður, vatteraður silkisloppur: „Maðureins og þú gætir þurft að taka á móti fjöl- miðlum um miðja nótt á örlaga- stund þjóðarinnar.” (SIC!) Sápa og talkpúður i algengu merki, sem fæst i matvörubúð- um: „Þetta er svona álika leiðinlegt og þú sjálf, en ég nennti ómögulega niður i bæ og þér er áreiöanlega alveg sama.” — En: Baöolia og smyrsl úr sjaldgæfum austurlenskum jurtum: „Þú ert svo sér- stæð(ur) og ég fór sérstaklega i Jurtina til að finna eitthvað al- veg spes handa þér — það tók mig heilan dag með strætó”. Þverslaufameðkrókum: „Ég veit þig vantar svona fyrir gamlaárskvöld og það sér hvort eð er enginn krókana undir flibbanum”. — En: Silkislaufa sem þarf að hnýta: „Það tók mig marga daga að fá eigandann til að leita i gamla lagernum, en ég veit þú vilt aðeins ekta hluti.” . Jólarós: „Ég bara stein- gleymdi þér, en til allrar ham- ingju var enn opið i Blómaval”. — En: Framandi pálmi: Þú hefur svo sérstakan smekk og ég leitaði lengi að einhverju, sem passar honum.” Snyrtiveski: „Mér sýnist ekki veita af að taka til á baðher- bergishillunni. Þú ert nú meiri subban.” — En, tannburstahylki úr postulini: „Manneskja eins og þú hlýtur alltaf að vera á ein- hverjum spennandi feröalög- um.” Eihföld ljósmyndavél: „Þú ræður ekki við neitt flóknara.” — En ljósmyndaalbúm úr leðri: „Myndirnar sem þú tekur eru svo frábærar að þær veröur að varðveita.” Konfektkassi: „Það er svo notalegt fyrir þig aö narta i þetta á kvöldin, þú sem ert svo oft ein(n) þá. — En: Heimatilbúið sælgæti i handgerðri körfu: „Fólk með eins sérstæðan smekk og þú gleypir nú ekki hvað sem er.” Grikklandsár Laxness: „Ann- ars kemurðu þvi aldrei I verk að lesa hana”. — En: Ljóð Einars Más Guð- niundssonar: „Þú ert svo vak- andi fyrir öllu nýju.” Teflon steikarapanna: „Þú ert alltaf i eldhúsinu”. — En eldfastur leirpottur: „Þú hefur vist nóg annað að gera en að standa yfir eldavél- inni. Þú gætir veriö að skrifa bréf af þinni alkunnu orðhyttni, nartandi i heimatilbúið sælgæti eða að pakka niður i enn eitt spennandi ferðalag á meðan ,Je bon daube^'kraumar ilmandi i ofninum.” ,,Málað eftir númer- um” Annars er auðvitað aldrei að vita nema gjöfinni sé beinli'nis ætlaöaö vera móðgandi, jafnvel þótt þaö séu jól. Þá væri alveg upplagt að gefa listamanni fjöl- skyldunnar „Málað eftir númerum” sett, frænkunni sem hefur verið i Linunni i mörg ár gegnsæja blússu. Ég gæti gefið manninum minum „Kvennakló- settið” og dóttir min gæti gefið mér matreiöslubók. Ragnar Arnalds gæti fengiö handbók i hagnýtri hagfræði. Illugi Jökulssonbókina „Hvernig unnt er að ritstýra Helgarblaði og sofa samt á nóttunni”. Mögu- leikarnir eru óendanlegir. En grinlaust, hafið þaö hugfast þegar þið farið i jólagjafakaup- in, hvað hægt er að segja með jólapakka. Hvernig liti formaður BlaOa- mannaféiagsins á það ef hann fengi Stafsetningarorðabók i jólagjöf?___________________ Hvernig væri þá að dóttir Magdalenu Schram gæfi henni matreiðslubók? Ragnar Arnalds gæti fengið handbók I hagnýtri hag- fræði... súkkulaði: Heimilissúkkulaði Hjúpsúkkulaði Víkings-toppurinn 5 tegundir Á tsúkkulaði 5 tegundir Sœlgætisgerðin Víkingur hf. Vatnsstíg 11 — Reykjavík — Sími 11414 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu V Altikabúðin Hverfisgötu 72 S 22677 I kjallaranum KJÖRGARÐ/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.