Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 13.12.1980, Blaðsíða 18
18 vlsm Laugardagur 13. desember Dire Straits er ein merkasta hljómsveit sem kom- iö hefur upp á yfirborðið undanfarin ár.Tónlist þeirra þótti að vissu leyti gamaldags og þreytt þeg- ar fyrsta plata þeirra kom út. Breskir gagnrýn- endur gáfu henni fremur slæmar umsagnir margir hverjir/ en Dire Straits héldu stefnunni og áunnu sér dágóðan aðdáendahóp aðallega í Evrópu og Kanada. Nafniö Dire Straits mætti út- leggja á islensku sem „þröngu strætin” eöa eitthvaö álika. baö má til sanns vegar færa að strætin sem Mark Knopfler og félagar hans fetuöu hafi veriö æöi þröng til aö byrja meö en öll leiddu þau aö breiðgötunum og brátt lágu þær opnar fyrir framan þá. Allt hófst þetta með þvi að David Knopfler og John Illsey sem bjuggu i sömu ibúð, hófu að gutla saman á gitar og bassa. Mark bróöir Johns stundaði enskukennslu við Loughton Technical School og hafði einnig blaðamannsstarf að baki. Hann kom oft i heimsókn til bróður sins og brátt hóf hann að djamma með strákunum. Eftir nokkurt djamm og dútl var ákveðiö að stofna hljómsveit og trommarinn Pick Withers bætt- ist i hópinn. Nú hófust æfingar fyrst af krafti en frekar litið fór fyrir opinberri spilamennsku. Smám saman var safnað fyrir stúdiótima og helgi eina voru 5 lög hljóðrituð til reynslu. Þetta var vorið 1978 og til þess að fá álit reyndra aðila á tónlistinni sendu þeir afritun á kassettu til útvarpsmannsins Charlie Guillett, sem uppgötvað hefur ýmsa góða krafta eins og t.d. Lene Lovich. Strákarnir bjugg- ust ekki við miklu en Charlie kunni vel að meta bað sem hann heyrði, lék tónlistina i þætti sin- um og kom sér i samband viö Dire Straits. Innan skamms var búið að bóka þá sem upphitunarnúmer hjá ört vaxandi bandariskri ný- Áður en vinsældir Sultans of Swing urðu slikar höfðu Dire Straits haldið inni stúdióið á nýjan leik og hljóðritað plötuna Communique. Þegar gefa átti plötuna út kom babb i bátinn. Ef Communique yrði sett á markaðinn strax, eyðileggði út- gáfa hennar fyrir uppgangi Sultans of Swing og fyrstu breiðskifunnar. Þess vegna var platan söltuö i nokkra mánuði. A meðan aðdáendurnir biðu spenntir og nýir bættust T hópinn, þeyttust Dire Straits út og suður og léku á hljómleikum. Þegar þeir léku á vesturströnd Bandarikjanna eitt sinn voru ýmsir spámenn i salnum s.s. Bob Dylan. Hann hreifst svo mjög af hljóðfæraleik trommarans Pick Withers og höfuðpaursins Mark Knopfler að hann réð þá i vinnu. Dylan var að vinna að gerð plötunnar Slow Train Coming og léku Withers og Knopfler á þeirri plötu. Skömmu siðar hélt Knopfler til liðs við Donald Fagen og Walter Becker i Steely Dan. Hann eyddi nokkrum dög- um i stúdióinu með þeim og má heyra árangurinn af þvi starfi á nýjustu plötu Steely Dan sem kom út fyrir skömmu siðan. Mark Knopfler þótti heldur litið til vinnubragða Fagen og Becker koma og viðhafði ýmis heldur ljót orð um samstarf sitt við þá og sagöi m .a. að sér likaði illa við menn sem eyddu mörg- um árum inni stúdióinu við gerð einnar einustu plötu. Þegar Communique kom loksins á markaðinn var hún 7,0 6,5 Abba — Souper Trouper POLYDOR 2344 162 Björn og Benny tekst ætið vel upp við að semja grípandi laglinur og hinir einföldu og allt að þvi barnalegu textar þeirra eru öllum auðlærðir. Þessi hæfileiki þeirra félaga ásamt góðum útsetningum, vönduðum hljóðfæraleik og góðum söng' hafa gert Abba kleift að verða það veidi sem kvartettinn er i dag. Souper Trouper (pottþétt nafn) virðist i fyrstu nokkuö þyngri en fyrri plötur Abba ög eru það áhrif aukins hljóm- borðsleiks sem hvað mest gætir á plötunni. Hvort Mike Oldfield hefur haft þessi áhrif á Benny Anderson er erfitt að segja til um, en það grunar mig engu að siður. Oldfield lék Abbalagið Arrival inn á sið- ustu piötu sina og áhrif hans eöa annarra hljómborðstöff- ara sem njóta hvað mestra vinsælda núna, svifa yfir vötn- unum i flestum laganna. Abba hafa hingað til fylgt straum- um poppsins dyggilega og það gera þau Ifka nú. Randy Meisner — One More Song EPIC 84531 Randy Meisner er brenndur Eagles markinu á þessari plötu enda átti hann lengi vel sæti i þessari merku vestur- strandarhljómsveit. Hann fær m.a. gömlu félagana Don Henley og Glenn Frey til liðs við sig i titillaginu og rlkir gamli Eagles andinn i þvi lagi. Það eru bæði góðir og slæm- ir kaflar á þessari plötu, þó þeir góðu séu i meirihluta. Fyrri hliðin er mjög jöfn og eru lögin Hearts on Fire, Deep Inside My Heart og Come Back To Me mjög góð. Seinni hliðin er hinsvegar ekki eins pottþétt og þar skort- ir helst kraftinn. Lögin eru flest eftir Randy sjálfan , en einnig eiga Jack Tempchin og Richie Furay lög á plötunni. t heildina er One More Song þokkalegasta plata sem vinn- ur á frekar en hitt. — jg Jónatan Garðarsson skrifar: orðin nokkuð gomui og aö mati ýmissa gagnrýnenda stóöu Dire Straits fastir i sömu sporum og á fyrstu plötunni. Móttökur fólks voru á sömu leið og platan seldist ekki eins vel og fyrsta platan. Mark Knopfler sem samið hefur allt efni Dire Straits til þessa settist niður og hóf að vinna nýtt efni. öllum hljómleikaferðum var frestað og i 9 mánuði var samið/æft og hljóðritað efni á nýja plötu. David Knopfler bróður Marks leiddist þófiö. Hann hafði samið slatta af lögum sjálfur og ákvað að yfirgefa hljómsveitina skömmu eftir að hljóðritanir á nýju plötunni hófust. Um þetta segir Mark: „Hann (David) ákvað i upphafi hljóðritananna að hætta. Hann hefur verið að semja mikið og hefur einnig áhuga á upptökustjórn. Hann vinnur nú með Dave Park, sem var I Cafe Racer, hljómsveitinni sem við vorum saman i einu sinni. Þeir eru búnir að taka upp litla plötu með laginu „Rebel Girls”. Dave hefur áhuga á að gera hlutina sjálfur. Ég hefði gert það sama i hans sporum”. Brottför Davids úr Dire Straits hefur gert hljómsveit- inni mjög gott að minu mati. Pianistinn Roy Bittan sem þekktur er fyrir starf sitt með Bruce Springsteen i E. Street Band, var fenginn til að fylla skarð Davids. Hinn smekklegi og góði hljómborðsleikur Bittan gefur lögum Knopflers meiri dýpt og vidd, þvi hann „skreytir” ávallt á réttum stöðum. Mér er til efs að nokkur annar hljómborðsleikari hafi eins mikla tilfinningu fyrir góðri „fyllingu” i rokklögum eins og Boy Bittan. Eins og áður er það Mark Knopfler sem semur öll lögin og textana. Knopfler er með betri textahöfundum rokksins og létt gitarpikkið hans skapar þá sveiflu sem m.a. hefur gert Dire Straits aö eins skemmtilegri hljómsveit sem raun ber vitni. Vissulega er Mark Knopfler undir sterkum áhrifum i söng, gitarleik og tónsmiöum sinum frá ýmsum aðilum. Sterkust eru áhrifin frá J.J. Cale og Ry Cood- er, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Mark Knopfler er góður tónlistarmaður sem nýtur stuðnings pottþéttrar ryþma- sveitar þar sem Illsey og Withers eru annars vegar og ennþá eru þeir að þróa sinn stil. —jg SOLDANAR SVEIFLUNNAR bylgjuhljómsveit.Talking Heads, sem komin var til Bretlands I hljómleikaför. Þessi ferð lukkaðist það vel að nú sóttust útgefendur eftir aö fá þessa hljómsveit á samning. Phono- gram útgáfan hreppti hnossið og fyrsta plata Dire Straits sam- nefnd hljómsveitinni kom á markaðinn i júni 1978. Mót- tökurnar voru ákaflega mis- munandi. Á timum pönks og ný- bylgju þótti tónlist þeirra engan vegin passa inni tiðarandann og þess vegna létu margir gagn- rýnendur stóryrðin fjúka og fundu Dire Straits allt til for- áttu. Þrátt fyrir þetta létu hljómplötukaupendur smekk sinn ráöa og eftir nokkra mánuði öðlaöist lagið Sultans of Swing nægjanlegar vinsældir i Bandarikjunum til þess að breiðskifan var gefin þar út á vegum Warner Brothers útgáf- unnar. Vinsældirnar uröu sifellt meiri og meiri þar til Mark Knopfler og Dire Straits voru komnir í hóp stórnafna popps- ins. Dire Straits eins og hún var skipuð i upphafi, en nú er Dave Knonfler hættur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.