Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 7
i hn * . c, f t ** » •'** *'<■»,* ' Mánudagur 15. desember 1980. VÍSZR innanlandsflug Flugleiða fyrir lólin: Nú eru aukaferöir tii aiira staöa Byrjað var að fljúga auka- ferðir fyrir helgi og i dag verða aukaferðir til Egilsstaða, fsa- fjarðar, Sauðárkróks og Akureyr- ar. A morgun verða aukaferðir til Egilsstaða, Norðfjarðar, fsa- fjarðar, Húsavíkur og Akureyrar. Miðvikudaginn 17. desember verða aukaflug til fsafjarðar, Egilsstaða, Hornafjarðar og Akureyrar og daginn eftir, 18. desember til Egilsstaða, Norð- fjarðar, Patreksfjarðar, fsa- fjarðar, Hornafjarðar, Húsavikur og Akureyrar. Föstudaginn 19. desember verður aukaflug til Akureyrar en laugardaginn 20. desember verða sex aukaflug: til Norðfjarðar, fsafjarðar, P.atreks- fjarðar, Egilsstaða, Sauðárkróks og Húsavikur. Daginn eftir 21. desember verða aukaflug til Pat- reksfjarðar og Egilsstaða og mánudaginn 22. desember verða aukaflug til Akureyrar Sauðár- króks lsafjarðar og Egilsstaða. A Þorláksmessu, 23. desember verða aukaflug til Egilsstaða, Norðfjarðar, fsafjarðar, Húsa- vikur og Akureyrar. Aðfangadag jóla 24. desember verður auka- flug til Egilsstaða. A aðfangadag verður flogið frá Reykjavik fram til kl. 14:00 og áætlað. að flugi þann dag ljúki kl. 16:25. Jóladag 25. desember verður ekkert flogið innanlands. Annan i jólum þann 26. desember hefst innanlandsflug kl. 11:00. Þann dag verður flogið til Patreks- fjarðar, Akureyrar, Sauðárkróks, Egilsstaða Hornafjarðar, Vest- mannaeyja og Húsavikur. Milli jóla og nýárs verður flogið sam- kvæmt áætlun þar til á gamlárs- dag. Þá verður siðasta ferð frá Reykjavik kl. 14:00 og flugi á að vera lokið kl. 16:25. A nýársdag er ekkert flug inn- anlands en 2. janúar hefst áætlunarflug samkvæmt vetrar- áætlun að nýju. 1 framangreindri áætlun er rétt að benda á.að flug til Norðfjarðar á þessu timabili er án viðkomu á Egilsstöðum og sömuleiðis fljúga flugvélar Flug- leiða ekki milli Húsavikur og Akureyrar meðan þessi jólaáætlun er i gildi. Eklö á mann 1 fyrrinótt var ekið á ungan mann á Hallærisplaninu svo- nefnda. Slasaðist hann eitthvað á fæti og var fluttur á Slysadeild. Aðdragandi þessa var sá, að allnokkuð af ölvuðu fólki var á ferli á Hallærisplaninu, eins og oft vill verða um helgar. Farþegi i einni bifreiðinni sem stödd var á Hallærisplaninu steig á bensin- gjöf hennar. Bifreiðin sem var sjálfskipt rauk áfram og á ungan mann sem staddur var þarna rétt hjá. Fór hjóliðyfir fótinn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. —JSS Hin árlega gjöf Oslóarbúa lýsir upp skammdegismyrkrið á Austurvelli. (Visism. BG) Norski sendiherrann, Annemarie Lorentzen flytur ávarp og afhendir tréð. Kveikt a Oslöartrénu Mikið var um dýrðir hjá börn- um i Reykjavik i gærdag þegar kveikt var á jólatrénu á Austur- velli og jólasveinar komu siðan i heimsókn. Sendiherra Norðmanna á fs- landi,Annemarie Lorentzen ,af- henti tréð og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjómar veitti þvi viðtöku fyrir hönd Reykvikinga. Lúðrasveit Reykjavikur lék og Dómkórinn söng. Jólasveinarbrugðu siðan á leik á þaki Kökuhússins. —SG Bandalag kvenna í Reykjavík: Safnar tugum milljóna til kaupa á taugagreínl Bandalag kvenna i Reykjavik hefur ákveðið að safna fé til kaupa á taugagreini og gefa endurhæfingardeild Borgar- spitalans. Tækið mun kosta 30-40 milljónir króna auk tolla og að- flutningsgjalda. Þetta verður framlag Bandalagsins til Árs fatlaðra 1981 t Bandalagi kvenná i Reykjavik eru 31 félag með um 14 þúsund meðlimum og standa þau öll að þessu átaki. Taugagreinir sá sem ætlunin er að kaupa og gefa endurhæfingardeildinni hjálpar til að meta möguleika til endur- hæfingar þeirra sjúklinga sem hlotið hafa örkuml til dæmis vegna slysa. Skipuð hefur verið fram- kvæmdanefnd vegna söfnunar- innar og er Björg Einarsdóttir formaðurhennar. Auk hennar eru i nefndinni þær Sólveig Alda Pétursdóttir, Ingibjörg Magnús- dóttir, Guðlaug Wium, Þórunn Valdimarsdóttir og Ragna Berg- mann. Giróreikningur nefndar- innar er 50600-1. Þegar hafa borist gjafir i söfnunina. Kvenfélagið Fjall- konurnar i Breiðholti gáfu 100 þúsund og Sigurlaug Stefania Kristjánsdóttir afhenti 800 þús- und krónur frá sér og bróður hennar heitnum, Vigfúsi Kristjánssyni húsasmiðameist- ara. Unnur S. Agústsdóttir formaður. Formaður Bandalags kvenna i Reykjavik er Unnur S. Agústs- dóttir. 7 Hefur lifið ti/gang? Er dauðinn endir aiis? Lesið IIMIMRI Jólaljós í Hafnar- fjarðarkirkjugarði Verða afgreidd frá og með þriðju- deginum 16. des. kl. 10-19 til og með 23. desember Lokað sunnudag Guðrún Runó/fsson ÓSKADRAUMUR FÖNDRARANS Dremel „Moto-Tool" verkfæri meö 1001 möguleika: Fræsar# borar, slípar, fægir, sker út, grefur, brýnir. Fjölmargir fylgihlutir fáanlegir, svo sem fræsaraland, borstatíf, haldari, ótal oddar, sagir og sliparar. Fjölvirkstingsög (jigsaw) með aflúrtaki fyrir margskonar fylgihluti, svo sem slípi- og fægi- hjól og fræsarabarka með ýmsum fylgihlut- ramsTuimusio hf taigcuegi ÍM-Raitauit s-21901 —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.