Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 15. desember 1980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvjemdastjóri: Davló Guómundsson. Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Sncland Jónsson. Fróttastjóri er- lendra frétta: Guómundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdðttlr, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Por- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guð|ónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Slgmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Arl Elnarsson. útUtsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús ðlafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurðor R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúll 14, slmiðóéll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstafur: Sfðumula 8- slmar 8óóU og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-t ið. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf 7Siðumula 14. Lengi lifi ríkisstjórnin ■ OB K reyndar n rn ?ar/ C* ^ W tVíS, VfSfe\’ 1979 § Í00*l *»tí J «erðu1 diánudj U“*vi« „ toi «*tl S/id; ,UpP / eða tonn. p:ar. r ’en i>á i w> veið,- á SfWr, ________________/ '*»»n- eftir D I ■( »4 .Æ**f». Nú er loksins fundið lausnarorð og sameiningartákn fyrir alla þá sem hafa verið að deila um ágæti ríkisstjúrnarinnar. Eftir grein Ragnars Borg I Mbl. i gær, geta menn sameinast i nafni söfnunar og hins sögulega gildis. Jafnvel rikisstjórnin sjálf hefur söfnunargildi. Það varð heldur betur uppákoman um helgina. Þegar sannkristnir og íhaldssamir góðborgarar fengu sunnudags- moggann sinn í þeirri vissu og trú að þar væri allt á sínum stað, hæfilegur skammtur af skömm- um um ríkisstjórnina og þráðbein flokkslína stjórnarandstöðunnar, ráku menn augun í þessa fátíðu fyrirsögn: „Lifi ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen". Það fór ekki á milli mála að ritstjórninni hafði yfirsést þessi leikbrella í valdataflinu, enda eiga menn ekki von á stórpóli- tískum yfirlýsingum í frímerkja- dálkum! En þegar betur er gáð og menn komnir yfir mesta áfallið eftir lestur greinarinnar má ráða í til- ganginn. Höfundurinn Ragnar Borg, alkunnur sómamaður, er einn af þeim fjölmörgu sjálf- stæðismönnum sem rennur til rifja það ósætti sem uppi er í hans gamla góða flokki. Ragnar er hugmyndaríkur og tillögu- góður, og nú hefur hann séð leið út úr ógöngunum. Því geta menn ekki sameinast í nafni söfnunar og hins sögulega gildis? Jafnvel ríkisstjórnin sjálf hefur söfn- unargildi segir Ragnar og hrópar húrra af kæti. Þetta er ekki vitlausari ábend- ing en hver önnur. í grein sinni minnir Ragnar Borg á, hvernig ríkisstjórnin sá til þess að allar seðlageymslur Seðlabankans tæmdust og i umferð komust gamlir og verðmætir seðlar. Þetta hafi verið dýrðardagar fyrir safnara. Um áramótin kemursiðan myntbreytingin sem aftur boðar gulltíð fyrir mynt- safnara. Ríkisst jórnin mun áreiðanlega sjá til þess að verð- gildi krónunnar taki breytingum bæði fljótt og vel strax á næsta ári þannig að gefa verði út nýja mynt og f leiri seðla áður en langt um líður. Þannig eykst hróður ríkisstjórnarinnar í takt við verð- minni krónu og fleiri seðla. Og það er á fleiri sviðum sem rikisstjórnin gefur mönnum til- efni til söfnunar. Hún hefur sjálf sýnt gott fordæmi með söfnun skatta. Hún hefur sýnt ræktarsemi við gamla skatta, framlengt aðra og bryddað upp á nýjum af ein- stæðri útsjónarsemi. Nýjustutíð- indin eru þau að af illri nauðsyn og af hreinu ti11itsleysi Efta, verður ríkisstjórnin að leggja niður aðlögunargjald, sem hvílt hefur á innfluttum vörum svo sem sælgæti og kexi. En ríkis- stjórnin lætur ekki Efta eða ein- hverja útlendinga stöðva sig í skattasöf nuninni. Mótleikur hennar er nýtt vörugjald á gos- og sælgætisframleiðslu í landinu. Þessi nýi skattur hef ur þann kost að gefa ríkisstjórninni auknar tekjur upp á 3,7 milljarða króna. Skatturinn hefur einnig þann eiginleika að koma innlendum verksmiðjum fyrir kattarnef, hækka vöruverð til neytenda og svipta nokkur hundruð manns at- vinnu sinni. Þá er þar með komin leið til að leggja á nýjan skatt til að ríkissjóður geti hleypt af stokkunum einhverri atvinnu- bótavinnu, og það gerir ekki svo mikið til, þótt þar verði tap- rekstur. Þá verður bara að finna nýjan skatt og svo koll af kolli. Einhver góður maður þyrfti fljótlega að fara að taka saman þá skatta sem ríkisstjórnin hef ur lagt á, framlengt eða fundið upp á sínum stutta en litríka ferli. Það eykur gildi söf nunarinnar að skrásetja skattana á einum stað og til mikils hagræðis fyrir safn- ara. Já, það má mörgu safna. Ef illa fer, má safna atvinnu- leysingjum og axarsköftum, bráðabirgðaráðstöf unum og verðbólgustigum. Fyrir þá sem safna ríkisstjórnum hefur núver- andi stjórn einnig verulegt gildi. Með myndun hennar voru brotn- ar allar hefðbundnar leikreglur og flokksbönd rofin. Þetta eykur allt á f jölbreytnina og gefur góð fordæmi í framtíðinni fyrir hin- um margvíslegustu ríkisstjórn- um. Og auðvitað verða skiptin tíðari, þegar samviska og sann- færing hvers og eins ræður ferð- inni. Þá geta menn f arið að saf na samviskum. Allt hefur þetta söfnunargildi. Lengi lifi ríkis- stjórnin! r i i i i i i i i i i i I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ísienskar auglýsíngar Ólafur Hauksson er mikill áhugamaöur um útvarp og sjón- varp. Hann ritar grein i Visi þann tiundu desember, þar sem hann gagnrýnir harkalega rikisfjölmiölana, útvarp og sjónvarp. Ólafur mun raunar vera i hópi þeirra manna, sem vilja koma á þvi sem þeir nefna „frjálst út- varp” — i oröi kveönu til þess aö veita rikisútvarpinu aöhald, en i raun yröi þetta auövitað frelsi þeirra, sem fé eiga eöa hafa undir höndum. Þessi afstaöa Ólafs breytir þó engu um þaö, aö margt af þvl sem hann bendir á i Visisgrein- inni er hárrétt. Hann fjallar þar einkum um fjáröflun rikisút- varpsins og segir réttilega — einsog reyndar hefur veriö bent á oftlega áöur — að innheimtu afnotagjalda þurfi aö breyta, aúk þess sem þau eru auðvitað of lág. Þá er — eins og hann nefnir lika — um margt undar- lega aö verki staöið i sambandi við auglýsingar i útvarpi og ekki siöur i sjónvarpi. Fer raunar vel á þvi, aö sérstaklega sé vakiö máls á auglýsingunum um þessar mundir, þegar þau hvolf- ast yfir landslýö fremur en nokkurn árstima annan. Auk þess sem Ólafur Hauks- son talar um þar aö lútandi mætti nefna, aö ástæöa er til aö athuga, hvort ekki er fýsilegt aö leyfa unnar (pródúseraðar) auglýsingar i útvarpi líkt og I sjónvarpi. Setja mætti á stofn sérstakt dótturfyrirtæki út- varpsins i þvi skyni. Jafnframt þvi aö færa útvarpinu auknar tekjur, sem þvi veitir ekki af, sæi það svo um, aö oröfæri og innihald auglýsinganna væri innan þeirra marka, sem lands- lög og almennt siöferöi gagn- vart neytendum bjóöa, en það veröur þvi miöur varla sagt um allar þær auglýsingar, sem dynja á áhorfendum i sjónvarpi. Og úr þvi aö ég nefni sjón- varpsauglýsingar, langar mig til þess að vikja nokkrum oröum aö þeim. Mér hefur þótt þaö sæta nokkurri furðu aö ekki skuli svo um hnútana búiö i is- lensku sjónvarpi aö þar séu þær auglýsingár eina leyfÖar, sem unnar væru hér á landi af is- lenskum kvikmynda- og auglýs- ingamönrtum. Mér vir^ist sem ýmis r.ök gætu hnigiö aö þvi, aö réttmætt væri aö koma á slikri skipan mála og skal nefna nokkur þeirra hér. Eins og þessum málum er nú háttaö, er ausið inn i landið út- lendum auglýsingamyndum, sem gerðar eru af stórfyrirtækj- um fyrir alþjóðlegan markaö. Þær eru þar af leiöandi hlut- fallslega miklu ódýrari en þær auglýsingar sem islensk fyrir- tæki eru aö berjast viö aö láta gera fyrir innlendan markaö einan. Þetta er sannarlega óviö- unandi samkeppnisaöstaöa, svo aö ég taki mér tiskuorö i munn. Raunar væri þaö fróölegt at- hugunarefni fyrir islenskan iönaö og önnur fyrirtæki, sem eiga i haröri samkeppni viþ inn- fluttar vörur, aö forvitnasí' um þaö, hvernig aö verki er staðiö i þessu efni af hálfu erlendra fyrirtækja. Þótt bannað væri að nota hér aðrar auglýsingar en þær, sem búnar væru til hér, myndu erlendir framleiðendur auð- •vitaö ekki hætta aö reyna aö koma vöru sinni á markaö hér á landi. En þeir myndu þá neyö- ast til þess að fela Islenskum fyrirtækjum að gera slikar aug- lýsingar. Þar með kæmi inn i landiö talsvert fé i erlendum gjaldeyri sem nú glatast okkur meö öllu, aö ógleymdri þeirri vinnu, sem þetta myndi skapa. Þá má nefna i sambandi viö sjónvarpsauglýsingar, aö þær eru margar á erlendri tungu, þótt slett sé á þær nokkrum is- lenskum oröum i lokin til mála- mynda. Helgi H. Jónsson frétta- maður skrifar hér i tilefni greinar Ólafs Haukssonar í Visi fyrir helgina um fjármál útvarps og sjónvarps. Hann . segir meðal annars: Mér hefur þótt þaö sæta nokkurri furðu, að ekki skuli svo um hnút- ana búið í íslensku sjón- varpi, að þar séu þær aug lýsingar einar leyfðar, sem unnar væru hér á landi af íslenskum kvikmynda- og auglýs- ingamönnum". Ég fæ þvi ekki betur séö en aö það ætti aö vera sameiginlegt áhugamál ærið margra að koma á þeirri skipan i sambandi viö sjónvarpsauglýsingarnar, sem ég hef hér drepiö á, og ætti auö- vitaö jafnframt að gilda um auglýsingar kvikmyndahús- anna. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.