Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 15. desember 1980. VtSIR IMICROMAI IMlOOMA’ Gull-og silfurfestar Úrval af gull- og silfurfestum Verð frá kr. 3.500 ti/ 200.000.- Guðmundur Þorsteinsson sf. úra- og skartgripaverslun Bankastræti 12 — Simi 14007. | Fallegt g Lika sterkt, nákvæmt og I g meö 14 mismunandi upplýs- 1 g ingum, þ.á m. skeiöklukka § 1 meö millitima og vekjara og 1 1 Verð meö stálfesti kr. 1 I 118.800,- I | Guðmundur | Þorsteinsson sf. g úra- og skartgripaverslun | I Bankastræti 12 — Simi 14007 i ee Ólafur G. Jósefsson 1 gullsmiöameistari : Axel Eiriksson 1 úrsmiöameistari ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐAR RÁÐ HúsgagnalramleiDenflur tara fram á aö tollar hækki sem swarar niðurgrelðslum á innfluttri vöru: INNFLUTT HÚSGAGNflFRAM- LEIDSLA BLÖMSTRAR í SKJOLI ERLENDRA NIÐURGREIÐSLNA Fjörutiu stærstu húsgagna- framleiðendur landsins hafa skrifaö undir áskorun til Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytis þess efnis að innflutt húsgagna- framleiðsla verði tolluð sem svarar þeim niðurgreiðslum er viðkomandi framleiðsla fær er- lendis. Þannig verði sam- keppnisaöstaðan jöfnuð. Asamt húsgagnagramleiðendum hefur Sveinafélag húsgagnasmiða einnig skrifaö undir áskorunina, en húsgagnasmiðir horfa fram á hrun stéttarinnar verði ekki skapaöur viðunandi samkeppn- isgrundvöllur sem fyrst. A siðustu 5 árum hefur starfs- mönnum i þessum greinum fækkað um 150—200. „Það er hálfur mánuöur siðan við lögðum þetta fram fyrir Iðnaöarráðuneytið, en höfum aðeins fengið mjög neikvæð svör”, sagði Ingvar Þorsteins- son húsgagnaframleiöandi er Visir innti hann eftir viðbrögð- um ráðuneytis vegna málsins. I samtali við Guðmund Eggertsson, formann próf- nefndar i húsgagnasmiði, kom fram að á siðustu 5 árum hafa 125 nýsveinar verið útskrifaðir en á sama tima er fækkun i Sveinafélaginu. „Það er orðið ábyrgðarhluti fyrir okkur að gera fólki ekki grein fyrir hvert stefnir I þessari grein i dag hyggist menn leggja hana fyrir sig”, sagði Guðmundur. Þá benti Guðmundur á að um 70- 80% af vörum i húsgagnaversl- unum væri .eingöngu innflutt”. „Það má segja að um 700 manns starfi erlendis við þá húsgagnaframleiðslu sem hingað er flutt inn, miðað við fyrstu 6 mánuöi þessa árs, reiknað i mannárum”, sagði Guðmundur. Togari eöa ekki togari, þau höföu nú ekki miklar áhyggjur af þvl þessir nressilegu krakkar, sem ljós myndari Visis hitti á Þórshöfn á dögunum. ~sjm • ijl ■ rjrif&Bm vftK ^ ’.f KKjf m mf Æf V,-' W&Æ - hm ' ÆKttgL - /jÆj Allt stendur fast í leikaradeilunni Engar vlðræður f tæpan mánuð „Þaö hefur ekkert gerst i okkar málum og engir fundir veriö haldnir meö viösemjendum okkar”, sagöi Gisli Alfreösson formaöur Félags islenskra leikára þegar Visir spuröi um stööuna I kjaradeilu FtL og Rikis- útvarpsins. Sagöi Gisli leikaralita svoá, að Rikisútvarpiö ætti næsta leik i stöðunni og væri beðið eftir hon- um. Hafa samningaviðræðurnar nú legið niðri siðan verkfall hófst um miðjan siðasta mánuð. Þá höföu samninganefndir leik- ara og kvikmyndagerðarmanna, komist að samkomulagi varðandi samning milli þessara tveggja aðila. Þvi samkomulagi var hafnað á félagsfundi kvikmynda- geröarmanna, sem haldinn var á dögunum. Eitt þeirra atriða sam- komulagsins sem kvikmynda- gerðarmenn gátu ekki sætt sig við var krafa leikara um, að 4 af hverjum 5, sem ráðnir væru til að leika i kvikmyndum, yrðu að vera i Félagi islenskra leikara. Verða viðræður FIL og kvik- myndagerðarmanna um þetta atriði og fleiri, sem ekki voru samþykkt á félagsfundinum, væntanlega teknar upp i næstu viku. —JSS „Akaflega ðgeðfelir „Mér finnst þetta ákaflega ógeöfellt framhald af óskynsam- legri stefnu Félags islenskra bókaútgefenda", sagöi Arnbjörn Kristinsson forstjóri bókaútgáf- unnar Setbergs, um þá ákvöröun stjórnar félagsins aö svipta Hjört Jónasson bókssöluleyfinu aö fullu og öllu. Sagði Arnb'jörn þetta vera I framhaldi af Hagkaupamálinu og kvaðst hann vera i andstööu við núverándi stjórn i þvi máli. „Þetta á sér þann aödraganda að fyrir hálfú öðru ári sagði ég af mér formennsku i félaginu, eins og menn ef til vill muna, vegna þessarar stefnu”, sagöi Arnbjörn. - segir forstjöri Setbergs um leyfíssviptlngu Hjartar Jónssonar „Ég tel að þessi 90 ára gamla stefna i bóksölumálum hafi runnið sitt skeið a.m.k. aðnokkru leyti. Ég vil að við færum bóksöl- una að hluta út i stóru verslan- irnar. Ég tel að bókaverslanirnar eigi jafn mikinn rétt á sér eftir sem áður. Ég er ákaflega óánægður með stefnu núverandi stjórnar og það sem af henni hefur leitt”, sagöi Arnbjörn. — JSS Strætis- vagnar Akureyrar tðku Benz tram ytir tkarus - Fulltrúar Alpýðu- bandalagsins vlidu ikarus „Meirihluti nefndarinnar taldi betri fjárfestingu I Benz vögnun- um, þess vegna voru þeir teknir fram yfir Ikarus vagnana, þótt Ikarus vagnarnir væru ódýrari” sagði Ingi Þór Jóhannsson, einn nefndarmanna I Strætisvagna- nefnd Akureyrar I samtali viö VIsi. Meirihluti strætisvagnanefndar og bæjarráðs hefur ákveðið að kaupa tvo strætisvagna af Benz gerð samkvæmt tilboði frá Ræsi hf. Kostar hvor vagn 91 m. kr., en tilboðið frá Samafli hf. um Ikarus vagna var um 70 m. kr. Þar við bættist skilyröi um að kaupa varahluti með vögnunum, sem næmi 10% af fob verði þeirra. Hólmfriður Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins i strætisvagnanefnd, var á móti Benzkaupunum, taldi verð og greiðslugjör á Ikarusvögnunum hagstæðara. Sömu afstöðu tók Soffia Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýöubandalagsins i bæjarráði. „Forsendurnar fyrir þvi að við töldum Benzinn betri fjárfestingu eru þær, aö Strætisvagnarnir eiga einn Benz fyrir, þannig að vara- hlutir passa saman og varahluta- þjónusta traustari, vélin i Benzin- um er að aftan, sem gerir hann öruggari i vetrarakstri, reynslan af þeim Benz vagni sem fyrir er hefur verið góð, og siðast en ekki sist þá er styttri afgreiðslufrestur á Benzvögnunum, eða 6 mánuöir á móti 9 mánuðum hjá Ikarus. Það gerir gæfumuninn fyrir okkur”, sagði Ingi Þór i lok sam- talsins. G.S./Ah. umlerðar- menning Detri en ílyrra Nóvembermánuður 1980 var fremur góður umferöarmánuöur, miðað við sama tima i fyrra sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Urðu 236 árekstrar en i nóvembermánuöi i fyrra voru þeir 287. Ekkert barn slasaðist, enginn reiðhjólamaður og slys urðu 13 en i þeim slösuðust 18 manns. — AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.