Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 17
Mánudagur 15. desember 1980. vtsm 21 ídotg íkvöld llllillpMll Ílpl STEHM, MBUR OG GUBLJUKUR - á bðkmenntakynningu í Listasafni aipýðu Bókmenntakynningar eru margar þessa dagana og skyldi engan undra, þegar jólabókaflóð- ið er i algleymi. Kannski hefur aldrei veri6 gefinn út eins mikill fjöldi bóka fyrir jól og nú, og þess vegna kannski aldrei eins mikið þörf á, aö höfundar kynni verk sin. Fyrir einn lesanda er nánast vonlaust að ætla sér að komast yfir allt, sem hugurinn girnist i þessum efnum og þvi þarf hann að velja og hafna á bóka- markaðnum. Bókmenntakynn- ingar, þar sem höfundar sjálfir lesa upp Ur verkum sinum og gefa þar með innsýn i verkið, hljóta þvi að vera kærkomið tækifæri til að gera upp hug sinn. Visismenn brugðu sér á eina slika bókmenntakynningu fyrir skömmu, sem haldin var i húsa- kynnum Listasafns Alþýðu. „Burgeisar eða ódann- aðir bolsar?” Fyrstur til að kynna verk sitt á þessari bókmenntakynningu var Stefán JUliusson. Hann hefur ver- ið geysilega afkastamikill höf- undur i gegnum tlðina og i ár er hann með skáldsöguna Striðandi öfl. Þetta er saga um átök og striðandi öfl i stjórnmálum, ást- um og mannlegum samskiptum. Kaflinn, sem Stefán las, sagði frá ungum pilti, sem er að reyna að skilja gang lifsins og tilverunnar með misjöfnum árangri, meðal annars reynir piltur aö gera upp við sig, hvort sé betra að vera burgeis eða ódannaður bolsi. Ekki var að sjá annað en áheyr- endur kynnu vel að meta sögu Stefá ns. M ikill stigandi var I kaf 1- anum, sem komst vel til skila hjá Stefáni, og mátt heföi heyra saumnál detta meðaná lestrinum stóð og ekki var laust við, að áheyrendur dæstu yfir þvi að fá ekki meira að heyra þegar lestri lauk. „Þú ert með flotta reflexa.” Næst las Auður Haralds upp úr bók sinni Læknamafiunni. Þetta er önnur bök hennar, en eins og menn muna gaf hún út Hvunn- dagshetjur i' fyrra. Þessi saga fjallar um samskipti söguhetj- unnar við „læknamafiuna” og veru hennar á sjúkrahúsum i framhaldi af þvi. Auður las tvo kafla úr bók sinni, annar sagði frá heimsókn söguhetjunnar til heim- ilislæknisins og hinn frá veru hennar á sjúkrahúsi. Lýsingarnar voru mjög myndrænar og upp- fullar af likingum, eins og Auöar er von og vi'sa. Auður er góður upplesari og komst hún vel frá þessu. Aheyrendur kimdu óspart og fannst þetta greinilega hin skemmtilegasta lesning. „Hamhleypa er maður, sem verður tritilóður.” Sibastur til að kynna verk sitt þetta kvöld var Guðlaugur Ara- son, siðastur og bestur. Skáld- saga hans, sem nú er komin út. heitirPelastikk og gerist I sjávar- plássi úti á landi, kringum árið 1960. Aðalsöguhetjaner Logi, átta ára gamall og setur markiö hátt. Guðlaugur fór á kostum i lestri sinum, en hann las þrjá kafla úr bókinni. Sá fyrsti sagöi frá sam- skiptum Loga og Asgeirs, eldri manns úr plássinu, þegar hinn fyrrnefndi vildi kaupa bát af gamla manninum. Annar kaflinn sagði frá samtali Loga og Isleifs, drengs á gelgjuskeiði úr Reykjavik, sem var I heimsókn i plássinu og sá þriöji sagði frá fyrstu sjóferð Loga. Hver kaflinn var öðrum betri og sérkennilegur blær samtalanna komst vel til skila i stórgóðum flutningi höf- undar. Aheyrendur kútveltust oft á tiðum af hlátri og má segja, að lestur Guðlaugs hafi verið skin- andi góður punktur yfir i-ið á vel- heppnuðu bókmenntakvöldi. Enginn svikinn þar. —KÞ Stefán Júliusson les upp úr bók sinni Striðandi öfl. Hluti gestanna á bókmenntakynningunni. Fremst má sjá þau Auöi Haralds og Guðlaug Arason. (VIsism.BG). Kóngulóarmaðurinn birtist á ný Islenskur texti Afarspennandi og bráð- skemmtileg ný amerisk kvikmynd i litum um hinn ævintýralega Kóngulóar- mann. Leikstjóri. Ron Satlof. Aðalhlutverk: Nicholas Hammond, JoAnna '■ , Gameron. Sýnd kl. 5-7 og 9 Dæmdur saklaus islenzkur texti Hörkuspennandi sakamála- mynd i litum með úrvals- leikurunum Marlon Brando, Jane Fonda, Robert Red- ford. Endursýnd kl. 11 Bönnuð börnum 0ÍMLEIQA Skeifunni 17, Simer 81390 Viöfræg ný ensk-bahdarisk músik og gamanmynd, gerð af Allan Carr, sem gerði „Grease”. — Litrik, fjörug og skemmtileg meö frábær- um skemmtikröftum. Islenskur texti. Leikstjóri: Nancy Walker Sýnd kl. 3 6, 9 og 11.15 Hækkað verð. furnar What the Devilhath joirted togethei let no man . _ cut asunder! Sérlega spennandi og sér- stæð og vel gerð bandarisk litmynd, gerð af Brian de Palma.meö Margot Kidder — Jennifer Salt íslenskur texti — Bönnuö innan 16 ára Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05 Hjónaband Maríu Braun Spennandi — hispurslaus, ný þýsk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Hanna Schygulla — Klaus Lowitsch Bönnuð innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11,15 Leyndardómur kjallarans Spennandi og dularfull ensk litmynd með Beryl Reed —- Flora Robson Leikstjóri: James Kelly Islenskur texti Bönnuð innan 16 ára Endurs. kl. 3,15 — 5,15 — 7,15 — 9,15 — 11,15 LAUGARA8 B I O Sími 32075 Jólomyndin rÖO XANADU ICHARD CHR18HAN 0ANU5 „ MARC RBD RUBÍL VICTOR áKtMPffl. A.S.C. IpgI mmiiu bmb MtBtni' AINVRSAIMUK Xanadu er víðfræg og f jörug mynd fyrir fólk á öllum aldri. Myndin er sýnd með nýrri hljómtækni: dolby stereo/ sem er það fullkomnasta í hljómtækni kvikmyndahúsa í dag. Aðalhlutverk: Olivia Newton-John# Gene Kelly og Michael Beck. Leikstjóri: Robert Greenwald. Hljómlist: Electric Light Orchestra. (ELO). Sýnd kl. 5-7-9 og 11. Hækkað verð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.