Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. desember 1980 vtsm 3 Sýnir i svefni og vöku Út er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, bókin Sýn- ir i svefni og vöku eftir Halldór Pjetursson. Skuggsjá hefur áöur gefið út eftir Halldór Pjetursson bækurnar Sól af lofti iiður og Draumar, sýnir og dulræna. Sýnir í svefni og vöku hefur að geyma drauma eftir marga menn, bæði karla og konur, drauma, sem sagt hafa fyrir um óorðna atburði, bæði gleði og sorgar. Einnig eru f bókinni frá- sagnir manna af dulrænum fyrir- bærum eða vökusýnum. Bókinni er skipt i tvo hluta, annar fjallar um draumana, en hinn um dulræn fyrirbæri. Sýnir i svefni og vöku var sett ogbrotin i Acta hf., filmuvinnu og prentun annaðist Prenttækni, og Bókfell hf. sá um bókband. Kápu gerði Augiýsingastofa Lárusar Blöndal. Ég vil lika fara i skóla Hjá MALI OG MENNINGU er komin út bók handa yngstu les- endunum eftir hinn kunna barna- bókahöfund Astrid Lindgren. Þessi bók heitir Ég vil lika fara i skóla og segir frá Lenu, sem er fimm ára og fær að fara með bróður sinum i skólann einn dag. Fallegar litmyndir eru á hverri siðu i bókinni og þær hefur Ilon llIílrlonH rfari Hjá MALI OG MENNINGU er komin út ný ljóðabók eftir Sigurð Pálsson og nefnist hún Ljóð vega menn. Þetta er önnur ljóðabók Sigurð- ar, en fyrsta bók hans Ljóð vega salt kom út fyrir fimm árum, og vakti þá mikia eftirtekt. AIIs eru um fimmtiu Ijóð i bók- inni, en hún er 100 bls. að stærð, prentuð i Prentsmiðjunni Hólum, en bundin i Bókfelli hf, og er hún gefin út bæði i kilju og innbundin. Kápuna hannaði Hilmar Þ. Helgason. iiifetoriá' Kaupið jólafatnaðinn og jóiagjafirnar W i VIKTORÍU. Munið gjafakortin HERERBOKIN! HVERJU MÁ ÉG TRÚA? eftir Harold Sherman Þetta er einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskil- vitlegum fyrirbærum, höfund bókanna DULARMÖGN HUGANS, LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN og AÐ SIGRA ÓTTANN, — Þeir sem glata trúnni lifa í ótta og óvissu um framtíðina, þá skortir öryggi. En er mögulegt að endurheimta það, sem glatazt hefur? Og hvernig vita menn hverju þeir mega trúa? Þessi bók er hreinskilið, presónulegt svar Harold Sherman við þessum brennandi spurningum. SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU eftir Halldór Pjetursson Frá örófi alda hafa draumar og vökusýnir fylgt mannkyninu. Draumurinn er margslungið ævintýri, sem menn ráða á ýmsa vegu, jafnvel hefur hver ráðandi sína eigin lausn, sinn eigin lykil að leyndardóminum. Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá á sinn sérstæða hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega og forvitnilega bók, sem stór hópur lesenda mun fagna. SKUGGSJA FtriKARÚn m l\/FRS Q7F/A/Q fZF I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.