Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 9
9 Þriðjudagur 16. desember 1980 r-------------------------- vism SKIPULAGSLEYSI A NIARK- AÐINUM ER VERST FYRIR SVlNA- 0G ALIFUGLABÆNDUR Alifugla og svinabændur hafa nú byrjað mikla sókn gegn kjarnfóðurskattinum. Þeir ganga ekki einir til þessa leiks þvi hið virðulega Verslunarráð íslands með hagfræðing sinn i broddi fylkingar hefur fylkt liði gegn óvættinni. Margt er ein- kennilegt við allan þann mála- tilbúnað og farið fremur frjáls- lega með staðreyndir. Ég mun þvi hér á eftir rekja helstu atriði þessa máls. Skatturinn Allir framleiðendur búvara fá kjarnfóður með 33,3% skatti. Það er aðeins i þeim tilvikum að farið sé fram úr tilteknu magni kjarnfóðurs að menn verðá að greiða 200% skattinn. Nautgripa- og sauðfjárfram- leiðendur fengu engan afslátt af skattinum i júli og ágúst en frá 1. september hafa þeir fengið kjarnfóður með lægri skattinum i samræmi við framleiðslukvóta sinn. Ef þeir nota meira verða þeir að greiða 200% skattinn. Hins vegar hafa framleiðend- ur alifugla- og svinaafurða frá byrjun fengið allt það fóður sem þeir þurfa handa bústofni sinum meðlægri skattinum (nú 33,3%) ef þeir hafa getað sannað að þeir eigi þennan bústofn til. Mjög hæpið er að tala um að fóðurkostnaður sé 60-70% i þess- um framleiðslugreinum. Nær sanni mun að hann sé um og yfir 50% nema þá að um sé að ræða mjög slæma nýtingu á fóðrinu. Hvað hækka afurðirn- ar? Mikið hefur verið gert úr áhrifum gjaldsins til hækkunar á verði alifugla og svinaafurða en forðast er að nefna nokkrar tölur i þvi sambandi. Hið rétta er að áhrif kjarnfóðursskattsins nemaum 200kr. (11,8%) i verði hvers kilós af eggjum, 360 kr. (9,9%) i verði kjúklinganna og um 300 kr. (11,3%) i verði hvers kg af svinakjöti. Þetta er vissu- lega nokkur hækkun en þó er tæplega hægt að halda þvi fram að hún skipti sköpum varðandi framtið þessara framleiðslu- greina. Framleiðendur nautgripa- og sauðfjárafurða verða að taka skattinn á sig þvi hann hefur ekki áhrif á söluverð þeirra af- urðasem verðlagðar eru af sex- mannanefnd. Hins vegar hefur skattinum jafn-harðan verið velt út i verð svinakjöts, eggja og kjúklinga. Þvi er það, að ef hægt er að tala um að skatturinn komi misjafn- lega niður á búgreinum þá kem- ur hann mun verr við hinar hefðbundnu greinar. Samkeppnisaðstaðan Ein helsta röksemd alifugla- og svinabænda gegn kjarn- fóðurskattinum er sú að hann raski samkeppnisaðstöðu kjúkl- inga- og svinakjöts gagnvart niðurgreiddu dilkakjöti. Hvað skyldi nú vera til i þessu? Ef borið er saman verð á svinakjöti til framleiðenda og niðurgreitt verð á dislkakjöti frá árinu 1975.kemur i ljós að á þessu hafa verið miklar sveiflur og þvi er fremur erfitt um samanburð frá einu verðlags- timabili til annars. Þessu valda breytingará niðurgreiðslum. Ef stiklað er á stóru i þessum verð- samanburði þá var svinakjötið 88,6% dýrara 1/2 1975, 14,50% dýrara 1/10 1978, 15/9 1979 var svinakjötið aftur á móti 7,18% ódýrara en dilkakjötið og i dag er það 2,9% dýrara. Aldrei hagstæðara fyr- ir kjúklingana Auðveldara er að bera saman verð á kjúklingum og dilkakjöti. Þar er um að ræða heildsölu- verð i báðum tilvikum. Eftirfarandi tafla sýnir að kjúklingarnir hafa aldrei s.l. 10 ár staðið betur gagnvart niður- greiddu dilkakjöti en nú. um og ekki náðist það verð sem auglýst hafði verið. Þess sér nú stað að þetta hefur farið illa með fjárhag margra framleið- enda. Það er alltaf að koma betur og Ár. dags. Kjúklingar Heildsöluverð Dilkakjöt 1 fl niðurgr. heildsöluv. Kjúklingar/ 'Djlkakjöt 1 fl Mismunur % 1971 8/8 kr. 180,00 kr. 81,60 120,6 1972 2/2 kr. 220,00 kr. 98,70 122,9 1973 1/8 kr. 280,00 kr. 128,10 118,6 1974 19/1 kr. 313,00 kr. 177,70 76,1 1975 1/3 kr. 520,00 kr. 226,00 130,0 1976 6/1 kr. 610,00 kr. 325,00 87,6 1977 4/5 kr. 803,00 kr. 551,00 45,7 1978 28/1 kr. 1.050,00 kr. 749,00 40,2 1979 19/3 kr. 1.610,00 kr. 784,00 105,3 1980 5/4 kr. 2.580,00 kr. 1.743,00 48,0 1980 5/7 kr/3.608,00 tkr. 1.973,00 82,0 1980 1/9 kr. 3.608,00 kr. 2.172,00 66,1 1980 10/12 kr. 3.608,00 kr. 2.578,00 40,0 Sölutregðan Rétt mun vera að kjúklingar seljast nú treglega og nokkrar birgðir hafa safnast upp. Eins og sést af töflunni hér að framan verður samkeppninni við dilka- kjötið alls ekki kennt um það. Það er alkunna að verð á betur i Ijós að skipulagsleysi i markaðsmálum þessara bú- greina er þeirra versti óvinur og fátt brýnna fyrir framtið þeirra en að samstaða náist um þau máí. Kenningin um að áhrif kjarn- fóðurskattsins séu i andstöðu við stefnu Stéttarsambandsins litið fyrir vinnu sina um tima. Starfslið stórbúsins sættir sig hins vegar tæplega við lækkuð laun og bankastjórinn sem lán- aði milljónirnar til að byggja búið versnar af magasárinu ef vixlarnir eru ekki greiddir. Það er þvi trú min að það sé bóndakonan sem verðurlanglif i landinu. „Aðili úti i bæ.” Hagfræðingur Verzlunarráðs hélt þvi fram i sjónvarpsviðtal- inu hér um daginn að með bráðabirgðalögunum hafi verið gerð breyting á framkvæmd kjarnfóðurskattsins frá þvi sem lögin frá 1979 ákváðu og fram- kvæmdin falin aðila úti i gær. Þetta er algjör misskilningur. Þarna breyttu bráðabirgða- lögin engu um. Þessi „aðili úti i bæ” hefur séð um framkvæmd Framleiðsluráðslaga I 33 ár þannig að hann er ekki með öllu ókunnur þessum málum. Ýmsir byrjunarörðugleikar hafa verið á framkvæmd kjarn- fóðurskattsins sem ekki er óeðlilegt. Aldrei fyrr hefur verið ráðist i jafn umangsmikla stjórnunaraðgerð i neinni fram- leiðslugrein hér á landi. Þessir byrjunarörðugleikar hafa þó mest bitnað á nautgripa kjúklingum er mun hærra hér borið saman við verð á öðru kjöti en gerist i nálægum lönd- um. Neysla kjúklinga varð fyrsta algeng hér i byrjun ára- tugsins og þrátt fyrir hátt verð hafa þeir selst vel fram að þessu, enda nýnæmi að þeim á matborði þjóðarinnar. Liklegt er að ein skýringin á sölutregðunni nú sé sú.að mesta nýjabrumið sé farið af þessari vöru og neytendur kjósi fremur annað kjöt sem fæst á hliðstæðu verði. Svipuð þróun hefur orðið i Noregi og Sviþjóð. Hafa einhverjir hætt? 1 öðru orðinu tala fulltrúar alifugla og svinabænda um skort á eggjum og svinakjöti vegna þess að ýmsir framleið- endur hafi gefist upp vegna áhrifa kjarnfóðurgjaldsins, en i hinu orðinu er sagt að heldur meiri svinakjöt sé á markaðn- um nú en i fyrra og salan meira en þá. Þetta er ekki sannfærandi málflutningur enda erfitt að finna honum stað.Millil20og 130 bændur i landinu framleiða svinakjöt. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þeir séu að draga saman seglin enda tæplega rök til þess þegar salan gengur jafn vel og raun ber vitni. Timabundinn eggjaskortur er engin nýlunda. Hver man ekki eftir eggjaskorti öðru hvoru fyr- ir jól og páska á umliðnum ár- um? Hitt er rétt að hafa i huga að siðustu mánuði ársins 1979 og fram á mitt þetta ár var offram- boð af öllum þessum afurðum. Mikið verðstrið var á markaðn- Hákon Sigurgrims- son, framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda, fjallar hér um gagnrýni framleiðenda alifugla- og svinakjöts á kjarnfóðurskattinn og almennt um stöðu þessara búgreina um þessar mundir. og að skatturinn bitni verst á smærri framleiðendunum fær ekki staðist. Það er staðreynd að framleið- andi með tiltölulega litla ein- ingu á betra með að mæta áföll- um i rekstrinum, sérstaklega ef hann hefur aðra framleiðslu með, en stórframleiðandinn sem hefur mikinn fjármagns og launakostnað. Bóndakonan sem hirðir um 1-200 hænur með öðr- um störfum getur þolað að fá og sauðfjárframleiðendum, sem hafa tekið þeim af skilningi. Samskiptin við alifugla- og svinaframl. hafa gengið mjög árekstra litið þegar frá er talinn ágreiningur við nokkra stór- framleiðendur um skil á lög- boðnum gjöldum af framleiðsl- unni. Hafa þessir aðilar al- mennt ekki haft kvartanir i frammi. Þáttur Verzlunarráðs tslands Ég minnist þess ekki að Verzlunarráðs íslands hafi áður beint augliti sinu að land- búnaðinum og er þáttur þess i málinu allur hinn sérkennileg- asti. Ekki er mér kunnugt um að starfsmenn ráðsins hafi nokk- urn tima á undanförnum mánuðum leitað eftir upp- lýsingum hjá Framleiðsluráði eða Stéttarsambandi um fram- kvæmd kjarnfóðurgjaldtökunn- ar, áhrif hennar á framleiðslu- þróun, samskiptin við bændur eða yfirleitt nokkuð er þetta varðar. Eina undantekningin er að hagfræðingurinn fékk hjá undirrituðum afrit af fundar- gjörð aðalfundar Stéttarsam- bandsins i haust og var það auð- sótt. Starfsmenn ráðsins virðast þvi fremur hafa kosið að afla sér upplýsinga úti i bæ en að fá þær frá fyrstu hendi. Samstarf Verslunarráðs og bændasamtakanna gæti án efa leitt margt gott af sér á ýmsum sviðum en þá þyrfti framganga ráðsins að vera með öðrum og jákvæðari hætti en nú hefur orð- ið. Rekur slyöruorðið af ættinni „Ættarfylgjan” heitir nýjasta bókin eftir Victor Canning. Hún fjallar um ungan og efnaðan mann, sem kemur til dvalar i húsi nokkru, sem er á mörkum eyði- legrar Exmoorheiðarinnar i Eng- landi. Ungi maðurinn, Carlo, ætl- ar sér með heimsókn þessari að kynnast föður sinum, sem ekkert veit um þennan son sinn. Carlo verður ástfanginn af stúlku, sem dvelur þarna i nágrenninu, en fær fyrirlitningu á föður sinum vegna ragmennsku hans. Hann ákveður að reka slyðruorðið af ættinni. en sú ákvörðun dregur dilk á eftir sér, sem engan óraði fyrir. Höfundurinn, Victor Canning, fæddistárið 1911.Fyrsta bók hans hét „Mr. Finchley discovers his England” og kom hún út árið 1934. „Ættarfylgjan” er tiunda bókin, sem komið hefur út eftir Canning á islensku. Útgefandi er Stafafell. Nýr bókaflokkur „Briggskipið Bláliljan” er eftir Sviann Olle Mattson, og fékk bók- in verðlaun árið 1955 sem besta barnabókin það ár. Bókin segir frá Mikael litla Péturssyni. Faðir hans sigldi brott á briggskipinu Bláliljunni fyrir átta árum og kom ekki aft- ur. Allir vita að hann er dáinn nema Mikael, sem trúir þvi stað- fastlega aðhann komi aftur. Með- an Mikael biður föður sins lendir hann i ýmsum ævintýrum ásamt vinum sinum, hundi.og siðast en ekki sist, vinkonu sinni, Teu. „Briggskipið Bláliljan” er fyrsta bókin i nýjum bókaflokki, „Sagnavali Bjöllunnar”. 1 honum verða úrvalssögur frá ýmsum löndum, aðallega þó barna- og unglingasögur. Útgefandi er Bjallan. Hamarsheimt Út er komin hjá IÐUNNI önnur bókin i flokki teiknimyndasagna sem nefnist Goðheimar. Heitir þessi bók Hamarsheimt. Gaman- söm útfærsla á norrænni goða- fræði eins og frá goðunum er sagt i Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Teikningar gerði Peter Madsen en sagan er eftir Per Vadmand, Hans Rancke-Madsen, Peter Madsen, Henning Kure” og höf- und Þrymskviðu”, eins og segir á titilblaði. Bókin er gefin út i sam vinnu við A/S Interpresse i Kaupmanna- höfn. Guðni Kolbeinsson þýddi textann. Bókin er prentuð i Belgiu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.