Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 18
Spunahljómsveitin Steini biundur, frá vinstri: Graham Smith, Magnús Þór Jóhannes Björnsson, Richard Korn og Gestur Guönason. Rokkad á tniíli fanta- síu og raunveruleika ÞriðjUdagur 16. desember 1980 __ á nýrri plötu Magnúsar Þórs og spunahljómsveitarinnar Steini blundur „Þaö má segja aö þessi plata sé i seriu með plöt- unum //Börn og dagar", sem kom út 1978 og „Álf- ar" sem kom út í fyrra", — sagði Magnús Þór Sig- mundsson er við ræddum við hann um nýja hljómplötu ,/Gatan og sólin", sem kom út nú um helgina. „Platan skiptist i tvær and- stæður, götuna annars vegar og sólina hins vegar. A fyrri hlið- inni sem fjallar um götuna er skipt á milli fantasiu og raun- veruleika og má segja að sú hlið sé samfelld rokkópera með ádeiluivafi”, — sagði Magnús ennfremur. „Hin hliðin sen fjallar um sólina- er huglægari og jákvæðari enda bera nöfn laganna þvi vitni”. Flytjendur efnis á þessari plötu eru auk Magnúsar, spuna- hljómsveitin „Steini blundur”, en hana skipa Graham Smith, einleiksfiðla og strengjasveit, Richard Korn, bandalaus raf- magnsbassi, Jónas Björnsson trommur, klukkuspil og áslátta- hljóðfæri, Gestur Guðmundsson sem leikur á rafmagnsgitar og svo Magnús Þór sem syngur, raddar og leikur á kassagitar. Að sögn Magnúsar er nafnið spunahljómsveit til komið af þvi að liðsmenn hljómsveitarinnar spinna endanlega gerð lagsins i kringum laglinu sem höfundur gerir, en þannig eru lög Magnúsar á þessari plötu unnin. Auk liðsmanna spunahljóm- sveitarinnar koma fram á plöt- unni Jóhann Helgason, raddir og kassagitar, Helgi Skúlason upplestur, Gunnar Reynir Sveinsson rafeinda- og náttúru- tónlist og svo dætur Magnúsar, Anna Thelma og Linda sem syngja og leika á blokkflautur. Textar eru eftir Magnús Þór og Kristján frá Djúpalæk. Hljóðritun fór fram hjá Tón- tækni og var tæknimaður Sigurður Arnason. Lokavinnsla fór fram í Hljóðrita þar sem tæknimaður var Gunnar Smári. Útgefandi plötunnar „Gatan og sólin” er SG-hljómplötur. Pílu Pínu platan Bókaútgáfan örn og' örlygur hcfur gefið út sina fyrstu hljómplötu, Pilu Pinu plötuna en hún cr gefin út samtimis barnabókinni eftir Kristján frá Djúpalæk. Söguþráöurinn er sagður af Heiðdisi Norðfjörð en hún syngur jafnframt nokkur lag- anna. Auk hennar syngur Mar- grét Helga Jóhannsdóttir hlut- verk litlu músarinnar, Pilu Pinu og Ragnhildur syngur þuluna og hlutverk Ginu mömmu. Auk fra ma n grcindr a listamanna leggur hönd á plóginn snilldar- liðið: Magnús, Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Valva Gisladóttir og ölöf Sesselja ólafsdóttir. Hljóð- stjórn annaðist Gunnar Smári Helgason en upptakan fór fram i Hljóðrita i Hafnarfirði. ' Jakob Magnússon veröur gestur kvöldsins I Klúbbnum annaö kvöld Jakob t Múbbnum Nú er skólafólk sem óðast að fara i jólafri og af þvi tilefni efna SATT, Jassvakning og Visnavinir til skemmtikvölds i Klúbbnum,. annað kvöld, miðvikudaginn 17. desember. Gestur kvöldsins verður Jakob Magnússon. sem eins og kunnugt er, er búsettur i Los Angeles en hann er nú hér heima i jólaleyfi. Auk Jakobs munu koma fram félagar úr Visnavinum, Jazz- kvartett Guðmundar Ingólfsson- ar^-en hann skipa auk Guðmund- ar, Gunnar Hrafnsson bassi, Björn Thoroddsen gitar, Guö- mundur Steingrimsson trommur. Þá mun koma fram hljómsveitin Steini blundur, en hana skipa Magnús Þór Sigmundsson, Gra- ham Smith, Richard Korn, Jónas Björnsson og Gestur Guömunds- son. Munu þeir flytja efni af nýút- kominni plötu Magnúsar. Gatan og sólin. Hljómsveitin Mezzo- forte, sem óþarfi er að kynna mun leika nokkur lög og kynnt verður ný hljómsveit sem kennd er við Bobby Harrison. Með Bobby i þessari hljómsveit eru Jóhann G. Jóhannsson og gitarleikarinn Gus Isadore sem vakiö hefur athygli fyrirgóða túlkun á efni Jimi Hen- drix og mun hljómsveitin leika lög á þeirri linu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.