Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 16. desember 1980 19 VÍSIR mannlíí y Liza Minelli dregur sig i hlé: Ottast að enda eins og móðirin Af ótta við að hljóta sömu dapurlegu örlög og móðir sin, Judy Garland, hefur Liza Minnelli gefið frama sinn upp á bátinn og hætt pilluáti, áfengis- neyslu og þátttöku i villtum sam- kvæmum, sem hún hefur stundað af kappi undanfarin ár. Hún hefur ákveðið að helga sig væntanlegu móöurhlutverki en hún á von á barni nú með vorinu. Saga móður hennar, Judy Gar- land, var harmsaga eins og marga rekur minni til. Hún var ein dáöasta leikkona og söngkona sem uppi hefur verið en eyðilagði sigmeöóreglu og endaði lif sitt af völdum áfengis- og eiturlyfja- neyslu fyrir aldur fram. Fyrir nokkrum mánuðum þótti margt benda til, aö Liza færi sömu leið og móöir hennar og reyndar hefur hún tekið virkan þátt i samkvæmislifinu, eins og það gerist villtast, frá þvi hún var unglingur. Hún er fædd sam- kvæmisstúlka, segja kunnugir og liferni hennar leiddi óbeint til skilnaðar i tveimur fyrstu hjóna- böndum hennar og á sama tima hefur hún tvisvar misst fóstur. Seinna fósturlátið átti sér stað i samkvæmi.þar sem Liza dansaöi um öll gólf dauðadrukkin. Nú býr hun sig undir móðurhlut- verkið i rólegheitunum heima hjá manni sinum Mark Gero. Nú eru liðnir timar hinna villtu diskó-nátta, en Liza sést hér dansa viö balletdansarann Mikhalil Baryshikov á Studio 54 i New York. meiri krafti og afsakaði með sorginni vegna fósturlátsins. Nú- verandi eiginmaður hennar, Mark Gero, tók þá i taumana og er hann sagður hafa verið henni mikil hjálparhella i erfiöleikum hennar. Þegar Liza varð svo barnshafandi i þriðja sinn fyrir nokkrum mánuðum.ákvað hún að taka sig á og eyðir nú öllum stundum i rólegheitum á heimili þeirra hjóna. Vinir hennar eru þó efins um að henni takist að halda það lengi út i rólegheitum heima hjá sér. — ,,Að ætlast til, að Liza hætti að lifa lifinu er það sama og að ætlast til aðfiðrildi haldi sig i lirfuhýðinu”, — segja þeir. Eftir það hellti hún sér út i áfengisneyslu og pilluát af enn Liza með móður sinni Judy árið 1963. Með eldhúslð í skottinu Eigandi bilsins sem við sjáum á meöfylgjandi mynd ætti ekki aö þurfa að kviða hungri. Hann hefur nefnilega útbúiö fullkomið eldhús i skotti bilsins sem er af gerðinni Mercedes Benz, árgerð 1956. Eigandi bilsins, Wilhelm Bac- hus frá Dusséldorf er mikill sæl- keri og i skotteldhúsinu er allt af bestu og finustu gerö. Þar eru pottar og pönnur af öllum stæröum, gaseldavél, Isskápur, grillofn og allir smáhlutir- sem nauðsynlegir eru I eldhúsið, meira að segja eldhúsklukka. Wilhelm stoppar iðulega úti á viöavangi og fær sér snarl og þá býðurhanngjarnan vegfarendum i mat. — ,,Ég elska góðan mat, en ég get ekki borðað einn”, — segir hann. Hræðsla Hin gamalreynda leikkona Bette Davis hefur ráóið lifverði sem gæta hennar nótt og dag vegna konu einnar sem hún óttast að kunni að vinna sér mein. Konan sem klædd er i tötra og illa útlitandi hefur ónáðað Bette við heimili hennar og segir öllum sem þar eiga leið um, að hún sé dóttir hinnar frægu leik- konu... Meðfylgjandi mynd var tekin, er sendiherra tslands i Belgfu, hr. Henrik Sv. Björnsson, Þórður Einarsson sendiráöunautur og Hjálmar Hannesson sendiráðsritari heimsóttu bás Ferðamálaráös á sýning- unni. Á ferðamark aði í Belglu Dagana 21.-23. nóv. s.l. tók Ferðamálaráð Islands þátt i al- þjóðlegum ferðamarkaði i Brussel. Var þetta fimmti BRUSSELS TRAVEL FAIR og annað árið sem Ferðasmálaráð tslands var þátttakandi. Ferða- markaður þessi var eingöngu opinn atvinnumönnum i feröamál um og mættu þar, fyrir utan full- trúa Ferðamálaráðs sölustjórar og fulltrúa nokkurra Islenskra ferðaskrifstofa. Má geta þess að áriö 1979, þeg- ar tsland fyrst tók þátt i BTF, hafði orðiö aukning á fjölda ferðamanna til Islands frá öllum löndum i Evröpu utan Benelux landa. En 1980 snerist dæmiö al- veg viöog eina aukningin varð frá Benelux, einkum þó Hollandi.auk Bretlands. I janúar n.k. veröur ferða- markaður af svipuðu tagi i Utrecht, Hollandi og verður Ferðamálaráö tslands einnig þátttakandi þar. Frumsýnin & í Meðfylgjandi myndir voru teknar er kvikmyndin ,, Heaven's Gate" var frumsýnd a Manhattan nýverið og a annarri má greina Kris Kristofferson og frönsku leik- konuna Isabelle Huppert en þau tvö fara með aðalhlut verk i myndinni. A hínni myndinni er leikkonan Juliet Mills, 39 ára gömul döttir leikarans John Mills, ásamt til- vonandi eiginmanni sinum, hinum 21 árs gamla Maxwell Caulf ield...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.