Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 16.12.1980, Blaðsíða 28
wflsm Þriðjudagur 16. desember 1980 síminn er86611 Sex slðsuðust I árekstrl á MíðneshelOI: Tveir voru tluttir til Oorgarinnar Geysilega har6ur árekstur varð á Miönesheiði um helg- ina, en þá skullu þar saman tveir fólksbilar. Að sögn lögreglunnar i Keflavík varð slysið með þeim hætti að annar ökumaðurinn missti vald á bifreið sinni er bilarnir voru að mætast, og varð ekki komist hjá árekstri. Alls slösuðust 6 manns i þessum harða árekstri, þar af tveir það mikið, að þeir voru fluttir á sjúkrahús i Reykja- vik. gk—. „Fer eínhvem næstu flaga” seglr Friðjon um Gervasom „Þaðstendur, semögsagðii upphafi, að 16. desember væri ekkert aðalatriði, heldur skyldi Gervasoni fara úr landi einhvern næstu daga. Ef það þykirbetra, þá er það i lagi af minni hálfu”, sagöi Friðjon Þórðarson, dómsmálaráð- herra, þegar Visir spurði hann um frest þann, sem Patrick Gervasoni var veittur til að hverfa af landi brott. Samkvæmt upphaflegri ákvörðun dómsmálaráöu- neytisins átti Gervasoni að fara héðan i dag, og átti hann að gefa sig fram við út- lendingaeftirlitið i siðasta lagi i morgun. Þá bað lög- maður hans, Ragnar Aðal- steinsson, um frest i hálfan mánuð til viðbótar en dóms- málaráðuneytið vildi ekki binda frestinn við neinn ákveðinn tima. Er þvi enn fyrirhugað að senda Gerva- soni úr landi einhvern allra næstu daga. Vi'sirspurði Friðjón Þórðar- son, dóm sm dla ráðherra, hvort allt væri tilbúið til að Gervasoni gæti haldið til Dan- merkur, hvenær sem væri. „Það hygg ég vera”, svaraði ráðherra. —JSS Skemmdarverk á Friðarhafnar- skýll Skemmdarverk var framið á Friðarhafnarskylinu i Vest- mannaeyjum á aðfaranótt laugardags. Rúður voru brotnar i húsinu og nemur tjón 2 til 3 milljónum króna. Að sögn lögreglu virtist ekki hafa verið farið inn i húsið. —ÁS veðurspá dagsins Veðriðhér og har Kl. 6 i morgun var um 970 mb lægð á vestanverðu Græn- landshafi á hreyfingu aust- norðaustur. Veður hlýnar i bili. Veðurhorfur næsta sólar- hring: Vestfirðir: Suðaustan 7-8 i fyrstuen austan eða norðaust- an 8-9 þegar liöur á daginn. Strandir og Norðurland vestra: Suðaustan 6-8 og úr- koma i fyrstuen suðvestan 7-9 og slydduél upp úr hádeginu. Norðurland eystra til Aust- fjarða: Gengur i suðaustan 7-9 með snjókomu undir hádegið en léttir viða til með suðvestan 6-8 i kvöld. Suðurland til Breiðafjaröar: Suðaustan 8-9 og rigning eða slydda i fyrstu en gengur fljót- lega i sunnan eða suðvestan með skúrum og siðan snjóélj- um. Suðausturland: Suðaustan 5-7 og fer að rigna. Gengur i suð- vestan 7-9 með skúrum undir hádegið. Veður kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað H-ll, Bergen léttskýjað -r- 4, Helsinki þrum- ur 2, Osló él +3, Reykjavik snjókoma 0, Stokkhólmur snjókoma 4-5. Veður kl. 18 i gær: Aþenaheiðskirt 10, Berlinlétt- skýjað 6, Chicago skýjað 1, Frankfurt skýjað 7, Nuuk skýjað 4-6, London skýjað 5, Luxemborg Urkoma 4, Las Palmas skýjað 19, Mallorka léttskyjaö 13, Montrea! snjó- koma 4- 18, N-York alskýjað -i-1, Parts léttskýjað 6, Róm þokumóða 11, Malaga létt- skýjað 13, Vin alskýjað 3, Winnipeg snjókoma 4-9. Miklar annir eru I þinginu þessa dagana, einkum viö afgreiðslu fjárlaga. Hér er Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, aösegja eitthvaösem vekur athygli þingmanna — ætlihann sé aösegja þeim, aö kassinn sé tómur? Vlsismynd: Ella seglr Sumir settu upp furðusvip, þegar þeim var sagt, að jóla- sveinarnir hefðu komið i bæ- inn um helgina. Þeir héldu.að jólasveinarnar hefðu verið i bænum siðan i október. Norðlensk trygging hafði ekki nægilegt gjaldhol: HLUTAFEB aukib um ATTATlU MILLJðNIR „Það er rétt, að þaö var ákveöið á aöalfundi i' siðasta mánuði að heimila stjórninni aö auka hlutafé úr 20 I 100 milljónir króna, og við munum auglýsa þessa hlutafjáraukningu innan skamms”, sagöi Valdimar Baldvinsson, stjórnarformaöur Norðlenskrar tryggingar, á Akureyri, i samtali við blaða- mann Visis. Norðlensk trygging var eitt þeirra smærri tryggingar- félaga sem ekki uppfylltu ákvæði laga um gjaldþol, og greint var frá I Visi fyrir skömmu. Til þess að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru i lögunum, þarf þó ekki aö auka hlutaféðnema upp165 milljónir, enþað er gott fyrir stjórnina að hafa heimild til enn frekari aukningar”, sagði Valdimar. Hann sagðist vonast til þess, að vel gengi að fá þetta við- bótarfjármagn, en frestur til þess að afla þess væri nokkrir mánuöir. Þess má geta, að hluthafar i Norðlenskri tryggingu eru 205 talsins. —P.M. Þingmál sljórnarlnnar afgreidd fyrlr jól: Slondum vlö samkomulaglð" en grelðum atkvæði gegn plngfrestun, fáist ekkl skýr svðr, segir ólafur G. Einarsson „Við munum standa við það samkomulag, sem gert var um afgreiðslu mála, en eíenginsvör fást við þvi hvort gripið verði til efnahagsaðgerða með bráöa- birgðalögum, munum viö greiða atkvæði á móti þingsályktunartil- lögu um frestun þings”. Þetta sagði Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, i samtali við blaðamann Visis. ólafur sagði, að ef forsetar þingsins ákvæðu að fresta þing- fundum um einhvern ákveðinn tima, þá væri litið svo á, að setn- ing bráðabirgðalaga væri óheimil á meðan. Ef hins vegar þinginu yrði frestað með þingsályktun, bá mætti rikisstjórnin gripa til bráðabirgðalaga. „Ef lögð verður fram þings- ályktunartillaga um frestun litum við á hana sem visbendingu þess að stjórnin hyggist beita bráða- birgðalögum meðan á jólaleyfi stendur og greiðum þvi atkvæði á móti henni”, sagði Ólafur. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.