Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. desember 1980, 295. tbl. 70. árg. Hefur súrál til ísal hækkað „í hafi" um 30 milljarða? Kommúnistar villa hindra samstarf við útlendinga - segir Ragnar Halldðrsson um yfirlýslngar iönaöarráðherra „Það er ljóst, að fyrir kommún- istuni hefur alltaf vakað að hindra samstarf okkar við er- lenda aðila i sambandi við at- vinnuuppbyggingu", sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri tSAL, þegar Visir bað hann að gefa nánari skýringu á þeim orðum sinum, að yfirlýsing iðnaðarráðherra væri ekki annað en pólitisk ofsókn. Iðnaðarráðherra efndi til blaðamannafundar i gærdag, þar sem hann upplýsti að verð á súr- áli hafi hækkað ,,i hafi" um 54,1%, en sii hækkun nemur 47 milljón bandarikjadölum, eða um 30 milljörðum isl. króna. Til samanburðar var þess getið að heildargreiðsla ISAL fyrir raf- orku á sama tlmabili var 31 millj. bandarikjadollarar. Iðnaðarráð- herra fullyrðir aðhér sé um meiri verðbreytingar að ræða en eðli- legt geti talist, og hefur falið al- þjóðlegri endurskoðunarskrif- stofu i London frekari rannsókn málsins. Jafnframt hefur rlkis- stjórninákveðiðað taka til endur- skoðunar alla samninga við Alusuisse af þessum sökum. Upp- lýsingar ráðherra eru hinar alvarlegustu ásakanir á hendur hinu erlenda stóriðjufyrirtæki. „Tortryggni". „Mér finnst þetta bera keim af, að verið sé að sá tortryggni i' garð þessa fyrirtækis", sagði ólafur G. Bflstjóri jeppabifreiðar sem ók um Reykjaveg um klukkan 14 I gær, missti stjórn á blluum vegna liálku og enda&i á Ijdsastaur. Tvennt var Hutt á slysadeild en samkvæmt upplýsingum lögreglu reyndust þeir farþegar vera litið slasaðir. Eins og sjá má er jeppinn hins vegar illa farinn. ¦ -'- - - -¦____________________________ (VisismyndB.G.) Einarsson, formaöur þingflokks Sjálfstæðismanna,um málið, ,,og ekki bara í garð þessa fyrirtækis, heldursynist mér þetta líka vera gert til þess aö gera utlendinga tortryggna á, að við okkur sé semjandi. En ég vil segja, aö ég tel sjálfsagt að endurskoða samn- inginn um orkusölu til álversins, og jafn sjalfsagt að kanna þetta ,mál niður i kjölinn. En að birta þetta á þennan hátt á þessu stigi málsins, tel ég vera fyrir neðan allt velsæmi". Ólafur var spurður, hverjar af- leiðingarnar yrðu, ef ásakanirnar reynast réttar. „Það liggur i augum uppi, að það getur haft býsna alvarlegar afleiðingar fyrir samskiptin við Alusuisse, býsna alvarlegar". „Ekki ástæða til tor- tryggni". „Ég hef ekki ástæðu til að tor- tryggja fréttatilkynningu ráö- herrans, að svo komnu máli, og af og frá, að þarna sé um einhverja pólitiska ofsdkn að ræða", sagði Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokks. „Mér komu þessar fréttir ráðherrans ekki á óvart, ég hef áður gagnrýnt þennan samning i þinginu, og ég held að hann sé skólabókardæmi um, hvernig við eigum ekki að byggja upp atvinnulif okkar. Hringar af þessari gerð hafa tækifæri til að haga bókfærslu sinni á ýmsan hátt og þarna er um stórkostlega fjármuni að tefla og myndin á eftir að skýrast", sagði Páll. SV Spennandi kosning um mann ársins Slá bls. 14 Nýnasistaforingi í París spyrst fyrir um landvist á Islandi: Stððugur iðgregluvðrður um íslenska sendiráðið „Lögreglan hefur haft sam- band við okkur vegna þessa og hefur áhyggjur af þessu máli. Það er vörður við sendiráðið núna og hefur verið siðan við fengum þessa heimsókn. Það er einn lögreglumaður með tal- stöð, sem stendur vörð við inn- gang sendiráðsins", sagði Helgi Gíslason, sendiráðunautur I is- lenska sendiráðinu i Parls i morgun. Hafa ofangreindar varúðar- ráðstafanir við sendiráðið verið gerðar vegna komu franska nasistaforing jans Marc Frederiksen i sendiráðið þar semhannkvaðstvilja kynna sér möguleika á að sækja um hæli & tslandi sem pólitiskur flótta- maður. Atvik þetta,sem átti sér stað i gærmorgun, hefur valdið nokkrum áhyggjum. Maður þessi kvaðst ekki hafa frönsk skilrfki og lfklega ekki geta aflað sér þeirra. Þvi þyrfti hann ef til vill að sækja um hæli hér. Frederiksen þessi er þekktur i Frakklandi fyrir ofstækisfullar skoðanir sinar og hefur m.a. hlotið dóm fyrir pólitiskt athæfi sitt. Helgi Gislason, sendiráðu- nautur. sagði enn fremur i viðtalinu við Visi að morgun- blöðin i Paris hefðu greiht frá þvi.að Frederiksen hefði farið i fleiri sendiráð til að kanna möguleikana á að sækja um hæli sem pólitiskur flóttamaður i viðkomandi löndum. Ekki var þess getið i Parisarblöðunum i morgun, um hvaða sendiráð hefði verið að ræða. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.