Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 4
4 VÍSLR Miðvikudagur 17. desember 1980 J ARDSK J ALFT ARNIR HRISTA UPP í PÓLI- TÍKINNI A ÍTALÍU Jarðskjálftinn á Suður-ltaliu fyrir þrem vikum rúmum, hefur að likindum kostað um 5000 mannslif og svipt önnur 300 þús- und heimilum sinum. Þetta voru alvarlegustu nátt- úruhamfarir, sem yfir Evrópu hafa gengið frá þvi 1915, þegar 30 þúsundir fórust i jarðskjálftum á Mið-ltaliu. Eingulreiðin, sem einkenndi hjálparstarfið á fyrstu dögum, vakti mikið hneyksli, og ekki að- eins meðal Itala, heldur einnig erlendis. Gróf það enn undan trausti almennings á rikisstjórn- inni, sem barðist þó i bökkum fyrir þessi ósköpin, eftir fjölda hneykslismála og erfiðleika i glimu við efnahagsvandamálin. Á ytra boröinu er þó allt sem áður. Stjórnin situr át'ram, en þó verður ekki loku fyrir það skotið, að jarðskjálftinn eigi eftir að hrista upp i stjórnmálalifi lands- ins. Á Italiu ætla þó margir, að rikisstjórnin muni standa af sér þennan storminn lika. Tvennt hefur samt vakið at- hygli á stjórnmálasviðinu, sem ekki verður einsog áður. Komm- únistaflokkur ltaliu hefur gefist upp við draumsýn sina um „sögulegar sættir” við erki- fjendur sina, hina kristilegu demókrata, stóra bróðurins i rikisstjórninni. 1 staðinn horfa Guömundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. kommúnistar, sem eru næst- stærsti stjórnmálaflokkur lands- -ins á eftir kristilegum demókröt- um (með um 30% kjósenda á bak við sig), til stofnunar vinstri- bandalags. Þetta var annað, en hitt er sú hreyfing, sem komin er af stað innan raða kristilegra demókrata með kröfur um umíangsmikil mannaskipti i forystu flokksins og nýjar siðgæðisbætur. Að baki þeim kröfum standa um 120 þing- menn fulltrúadeildar og um 40 öldungadeildarþingmenn flokks- ins, sem er vissulega athyglis- verður hópur. Þessar raddir innan flokksins eru orðnar þreyttar á þeim fjölda hneykslismála, sem ýmsir stjórnmálamenn og embættis- menn hafa dregist inn i, og þá áberandi margir kristilegir demókratar. Nú er krafist skýr- ari stefnu i efnahagsmálum og opins bókhalds um tekjur stjórn- málamanna og fjármál flokk- anna. Einnig hefur borist i tal — i þvi augnamiði að hreinsa til inn- an raða stjórnmálamanna — að þeir afsali sér þinghelgi þeirri, sem ver þá gegn saksókn. Það var hinn ástsæli forseti Italiu, hinn 84 ára gamli Sandro Pertini, sem opnaði gagnrýnis- flóðgáttirnar. Skömmu eftir jarð- skjálftana fór hann i skoðunar- ferð um skjálftasvæðin, og mun honum hafa runnið mjög til rifja að sjá hörmungar fólksins og sviðið sárt, hversu hjálparstarf- Tízkuþáttur iðandi af litadýrð. • Parísartízkan • Hárgrciðslutízkan og snyrting Jólaefni — matur kaffidrykkir — jólaskraut — jóla- bakstur— jólaföndur. • Greinar og viðtöl Lif og list Handavinna Líf er 124 síður — Jólablaðið komið: Glœsilegasta blað á íslandi Glæsilegt, fróðlegt og skemmtilegt Fæst á næsta blaðsölustað. É .Kaupum Líf, lesum Líf, geymum Líf. Áskriftarsímar 82300 og 82302 Um 5000 eru talin af eftir jarðskjálftana á Suður-ttaliu, og um 300 þús- und munu hafa misst heimili sin. inu var ábótavant. Þegar hann siðan heyrði afsakanir innan- rikismálaráðherrans, Rognoni, á þvi, hvers vegna hjálparstarfið gengi svo seint (skjálftasvæðið fjalllent og erfitt yfirferðar, vegir rofnir, fjarskipti rofin, þoka hamlaði umferð o.s.frv.) fékk hann ekki orða bundist. Flutti hann ræðu i sjónvarpi, þar sem hann gagnrýndi harðlega lélega skipulagningu hjálparstarfsins og lýsti þvi yfir, að þeir, sem ábyrgðina bæru, ættu að svara til saka. Slik afskipti forsetans af mál- um liðandi stundar eru óvanaleg á Italiu, og tóku leiðtogar kristi- legra demókrata þetta illa upp. Arnaldo Forlani forsætisráð- herra, neitaði að taka afsögn innanrikisráðherrans til greina, þegar hún fylgdi i kjölfar ásakana forsetans. Vildi Forlani túlka orð forsetans á sinn máta, og var einn fárra manna, sem ekki vildi líta á þau sem gagnrýni á rikisstjórn- ina. — Það bætti ekki friðinn á stjórnarheimilinu, að Pertini er sósialdemókrati, en sá flokkur er aðili að stjórnarsamsteypunni og þykir ekki of fylgispakur stóra bróður. Fertini nýtur hins vegar mikillar alþýðuhylli og virðingar, sem ærlegur stjórnmálamaður, sem Itölum er farin að finnast fá- gæt undantekning. Vegna per- sónufylgis hans mundi það nánast jafngilda pólitisku sjálfenorði að reyna að hrófla við hdiium i for- sæti. Mikll aðsókn að leikritl páfans Leikrit, sem Jóhannes Páil páfi II samdi i Póllandi fyrir þrjátiu árum, var frumsýnt i Krakow um helgina siðustu. Leikritið, sem hann skrifaði, þegar hann var biskup og kardi- náii, kom raunar I fyrsta sinn út fyrir ári. lleitir það „Bróðir vors Guðs”, og er uppselt á allar sýn- ingar leikhússins i Krakow margar vikur fram i timann. Ilafa leikliúsinu raunar borist miðapantanir frá útlöndum og þar á meðal frá mörgum kaþólikkum i Bandarikiunum. Vilja dannlæra pyndlngardöðla Þrir biskupar i Chile segja, aö pyndingar viögangist enn i Chile, og hafa þei,r hótað að bannfæra hvern þann, sern sek- ur er fundinn um að beita pynd- ingum. Skrifuðu þeir páfanum bréf, þarsem þeir lögðu áherslu á að nauðsyn bæri til þess að hafna og fordæma pyndingar. Atvmnulausum fjfilgar i Frakk- landi Atvinnulausum i Krakklandi fjöigaði upp i 1.476.300 i siöasta mánuði, og eru þeir þá orðnir um 35 þúsund fieiri en í október, og um 130 þúsund fleiri en i nóvember 1979. Kvennasknrtur i smáþorpi einu um 160 ktn frá Ankara, höfuðborg Tyrklands, varð hörmulegt siys fyrir ntán- uði, þegar hús brann ofan af trú- lofunarveislu. 97 konur og börn, sem að venju nutu veisiunnar i sérherbergi, aöskiiin frá karl- mönnunum, fórust þar. Það var ægilegur blóðtollur i 60 fjölskyldna þorpi, og hvarf þar I einu höggi obbinn af kvennablómanum. 31 karlmaður i þorpinu hafa nú sent yfirvöldum hjálpar- beiðni, svo aö þeim verði útveg- aðar ciginkonur og húsmæður. Á leifi milii pðlanna Breskur leiðangur er kontinn á Suöurpólinn i tilraun sinni til þess að fara umhverfis jörðina yfir báða pólana. Leiðangurinn iagði af stað frá London i september 1979 og von- ast til þess aö komast á Norður- pólinn í april 1982 eftir 80 þúsund kílómelra feröalag yfir láð og iög. Þessi þriggja ntanna leiðang- ur, sent er undir forystu Sir Ranulp Twistleton-Wyks- ham-Fiennes (36 ára), land- könnuöar, gaf sig frant í talstöö i fyrradag, og haföi þá komist á Suðurpólinn i snjóbil. Sanntærður um að Rússar rðð- ist ekki inn I Pöllanð Olíu milijóna m æringu rinn Ar- ntand llammcr frá Bandarikj- unum, segir, að Stanislaw Kania, leiötogi pólska kommún- istaflokksins, hafi i einkasam- raíðum við hann sagst sann- færður unt, að Sovétrikin ntundu ekki ráðast inn i Pól- land. Arntand Hantmer hafði viö- komu i Varsjá vegna 50 milljón dollara verslunar á tilbúnum á- burði fyrir pólskan brennistein. „Kania sagði mér, aö Rússar skildu ástandiö i Póllandi, og þá sérstaklega Brezhnev”, sagði Hantmer, sein í áratugi hefur notið sérstakrar áheyrnarað- stööu hjá Krenilverjum og oft veriö gestur æðstu valdhafa i viðskiptaferðum sínum. Hammer hafði einnig á dög- unum viðkomu i Búdapest og átti samtal við Janos Kadar, leiötoga ungverska kommún- istaflokksins, sem er eins og Kania sannfæröur um, að Rúss- ar muni ekki ráðast inn i Pól- land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.