Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 17. desember 1980 vtsm Úrbóksölu Hagkaups þar sem ekki veröur lengur um 10% afslátt að ræða. Tekið niður um ..dóksðlumafíuna’ 2647-0870 skrifar. Þá höfum við séð sam- komulag i deilunni á milli Hagkaups og bók- salaklikunnar. Helstu atriði samkomulagsins voru þau að Hagkaup fær nú afgreiddar bækur en i staðinn varð fyrir- tækið að lofa bóksala- félaginu þvi að selja þær ekki með 10% aifslætti eins og verslunin hafði gert. Það má þvl segja aö það sé búið að taka niður um bóksalana en það á þvi miður eftir aö flengja þá. Þaö verður gert með þeim hætti að Hagkaup eöa reyndar hvaða fyrirtæki sem er fái aö selja bæk- ur með afslætti ef það óskar þess, en verðið veröi ekki sprengt upp af þröngum hópi manna sem hafa notað og vilja áfram nota einokunaraðstöðu sina til aö sprengja veröiö upp og hagnast sem mest. Annars er þetta deilumál allt hiö merkasta, og hefur leitt i ljós berlega hversu mikill eiginhags- munahópur bóksalafélagiö er, mér liggur við að segja að þar ráði fornaldarvinnubrögð að þvi leytinu til aö einokun hringsins er algjör og örfáir menn segja til um það hverjir megi versla og hverj- ir ekki. Þaö var ekki fyrr en Sam- keppnisnefnd tók máliö fyrir að Hringlð i síma 86611 milli kl. 2-4 eða skrifið til lesenda- síðunnar bóksalarnir voru teknir á hnéö og leyst niður um þá, en það gekk ekki hávaðalaust. Fyrst formæltu þeir öllu og öllum en siðan sam- þykktu þeir að selja Hagkaup bækur, en með því skilyröi að ekki mætti bjóða fólkinu þær á hagstæðu verði. Um afskipti bók- salanna af farandsalanum sem þeirsviptu leyfi til bóksölu á dög- unum er best að hafa sem fæst orð, svo mikil svívirðing og skömm var sú gjörð, en sem bet- ur fer er það ekki svo að ekki sé hægt að taka fram fyrir hendur þessarar „mafiu”. G. Tómasson skrifar Þegar Bitlarnir komu fram i dagsljósið og öðluðust heims- frægð gekk það ekki hávaðalaust fyrir sig eins og allir vita. Full- orðna fólkið var alveg eindregið á móti þessum „öskuröpum” og fann þeim allt til foráttu s.s. klæðaburð og hárgreiðslu. En Bitlarnirsigruðust á þessu öllu og i dag eru þeir viðurkenndir sem stórkostleg hljómsveit og laga- Hvaö meinar ÞjÓÖVÍIjÍ H.G. skrifar. Hvaö meina Þjóðviljamenn með þvi að berjast fyrir áfram- haldandi veru Gervasoni hér á landi eftir að dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hann skuli fara héðan og Danir tilkynnt að þeir muni taka við honum og leyfa honum landvist? Þjóðviljamenn eru einangrað fyrirbæri í þessu þjóðfélagi og það hafa þeir undirstrikað með frammistöðu sinni i þessu máli. Þeir lemja höfði sinu við steininn og neita að viðurkenna staðreyndir þótt þær blasi við þeim og allir skilji. Hægt að sýna blak en ekki körfuknattlelk Gunnarsson Gunnar skrifar. Körfuknattleikur er orðinn ein vinsælasta iþróttagreinin hér- lendis og sýnir fjöldi áhorfenda á leikjum það gleggst. Þegar sú þróun varð aö körfu- knattleikurinn fór úr þvi að vera iþrótt sem leikin var fyrir hálf- tómum áhorfendapöllum og upp i það sem hann er i dag fylgdust fjölmiðlar vel með og hafa flestir gert þaö áfram. En ekki Sjón- varpiö. Ein af ástæðunum sem sjón- varpsmenn tilgreindu fyrir þvi að ekki voru sýndar myndir úr iþróttahúsi Hagaskóla i fyrravet- ur og i' vetur er sú aö þar sé ekki nægileg birta fyrir kvikmynda- tökuvélar og þvi verði ekki sýnt frá leikjum þar. Við þessu var að sjálfsögðu ekkert að segja en mörgum fannst þetta skritið allt i einu. Og nú er komið i ljós að þaö var ekki þessi ástæða sem varð þess raunverulega valdandi að Sjónvarpið hætti að sýna frá leikjum i Hagaskóla og það voru þeir sjónvarpsmenn sem sýndu fram á það sjálfir. Þeir hafa nefnilega sýnt i iþróttaþætti myndir frá tslands- mótinu i blaki og þær myndir hafa verið teknar upp i Hagaskólahús- inu. Fyrrifullyrðingar um aö ekki sé hægt að mynda þar eru þvi fallnar um sjálfar sig og hljóta allir körfuknattleiksunnendur aö gleðjast mjög yfir þvi. Fyrst ég er að ræða um iþrótta- þáttinn þá er gott að geta þess aö það er ákaflega hvimleitt að verða vitni að þvi hvað eftir annað að myndatökum á iþrótta- viðburðum er hætt þegar þeir eru aö ná hámarki og kom það gleggst i ljós i leik UMFN og KR i körfuknáttleik s.l. laugardag, ekkert var sýnt frá framlengingu leiksins. smiðirnir Paul McCartney og John heitinn Lennon sem feikna- góðir á sinu sviði. En timamir breytast og menn- irnir með. Þegar þetta gerðist vildu allir strákar sem léku i hljómsveit leika eins og Bitlarnir, en gekk misjafnlega. Þannig var það en nú er annað sem islenskar hljómsveitir vilja reyna að gera. Það er að láta sem fiflalegast á sviðinu og reyndar hvar sem er, vera meö misheppnaöa brandara og tilsvör og svo maður tali nú ekki um klæðaburðinn. Besta dæmið um þetta er hljómsveitin Utangarðsmenn og söngvari þeirra. Þessir labbakút- ar halda greinilega að sé eitthvað fint að geifla sig og gretta en þeim er hægt að benda á það að það hefur enginn orðið frægur eða þekktur af neinu góðu sem leggur á það aðaláherslu aö geifla sig og gretta við öll möguleg og ómögu- leg tækifæri. Þetta eru fiflalæti af verstu tegund og mennirnir hreinlega aumkunarverðir. Þakkir tii Sjónvarps K.L. hringdi Mig langar til þess að þakka Sjónvarpinu kærlega fyrir sýn- ingu myndarinnar „Innrásin i Tékkóslóvakiu” sem sýnd var á mánudagskvöldið. I þessari mynd sem var mjög vel gerð i alla staði sást greini- lega hvemig sovétkommúnistar kúguðu forustu Tékka til uppgjaf- ar i nafni frelsis og bræðralags, þeir svinbeygðu þá með hótunum og aftur hótunum. Þarna var kommúnisminn í allri sinni dýrð, þeim er á horfðu til viðvörunar. Það er sitthvað að taka upp myndir og sýna þær framkomu Sjönvarpsins. ef blak á I hluteða körfuknattleikur,ef marka má A0 GEIFLA SI6 0G GRETTA SIO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.