Vísir


Vísir - 18.12.1980, Qupperneq 1

Vísir - 18.12.1980, Qupperneq 1
rúTÍÍufningup á 1 sTenskum innpétIíTigum”frá"JP-innréItlngunf:] ! SEXFALDAÐIST A ARINUI i „Útriutningur á innréttingum frá okkur hefur aukist um sex hundruö prósent á þessu ári frá þvi f fyrra, en þá hafði útflutn- ingurinn aukist um hundrað prósent”, sagði Jón Pétursson, forstjóri JP-innréttinga, i sam- tali við Visi i morgun. „Útflutningurinn i ár nemur fjórtán milljónum króna, en nam einni milljón fyrir tveimur árum. Við erum með 35 manna verk- stæði hér og afgreiðslufrestur er fram i april. Það stendur þvi ekki á sölunni hér eöa erlendis, við beinlinis afköstum ekki meiru i bili”. Útflutningurinn hefur helst verið á eldhúsinnréttingum, innihurðum, íataskápum og baðskápum. Allt hefur þetta verið flutt til Luxemburgar. Verið er að kanna markaðs- möguleika i Sviþjóð, en allt er á huldu um útflutning þangað ennþá. „Við erum fyllilega sam- keppnishæfir, viö erum alltaf að breyta og reyna aö laga fram- leiðsluna og fólki virðist lika varan vel. Þá notum við nýjar og hagkvæmar vélar og heldur það framleiðslukostnaðinum niðri. Við erum þó enn að leita fyrirokkur um frekari vélakaup til að geta aukið framleiðsl- una”, sagði Jón Pétursson. — ATA Samnlngavlðræður í sirandi: Útvegsmenn neita aö ræða við sjómenn - vegna beinnar íblutunar ríkísstjórnarínnar „Það er rétt, að umræðan um þetta efni er tilkomin vegna þess aö það er um að ræða beina ihlut- un i okkar samninga um leið og vcrið er að semja við yfirmenn á farskipum”, sagði Kristján Kagnarsson formaður Lands- sambands islenskra útvegs- manna er Visir ræddi við hann i morgun, að afloknum fundi samninganefndar útvegsmanna með nokkrum ráðherrum, þ.á m. sjávarútvegsráðherra. Viðræður þessar eru til komnar að beiðni samninganefndar út- vegsmanna, sem hefur lýst sig mjög óánægða með þátt rikis- stjórnarinnar i samningum við yfirmenn á farskipum. Þótti út- vegsmönnum, sem þar væri gengið inn á yfirstandandi báta- kjarasamninga þvi fóru þeir fram á að þeim samningaviðræðum yrði frestað, og hafa engar slikar farið fram um riflega viku skeið. Samninganefnd útvegsmanna fór siðan fram á fund með ráð- herrum og var hann haldinn i morgun eins og áður sagði. Er fyrirhugað að reyna að koma samningaviðræðum i bátakjara- samningum aftur af stað og hugðist rikissáttasemjari ræða við deiluaðila árdegis i þvi skyni. Kristján Ragnarsson sagði i viðtalinu við Visi- að málið yröi lagt fyrir stjórn LÍÚ i dag og að honum loknum hefði væntanlega verið ákveðið hvort útvegsmenn væru reiðubúnir til samninga- viðræðna eins og málin stæðu nú. —JSS ,,Við ætlum að hafa þessa brennu svo stóra, að þeir á Akranesi geti séð hana og sleppi þannig við að hlaða eigin bálköst”, sögðu þessir hressu krakkar í Efra-Breiðholti, sem voru aö safna i bálköstinn sinn i gær. Vísismynd: BG Hráefniskaup álbræðslna: var 30% flýr- ara hjá ísal en í Noregi á árinu 1976 „Hráefni i álverksmiðju er ekki bara súrál, heldur lika skautin,” sagði Ragnar Halldórsson, for- stjóri ÍSAL, þegar Visir spurði hann, hverju sætti, að hráefni islenska álversins hefði verið um 30% hærra en norskra álvera á árinu 1978. Upplýsingar um það er að finna i grein, sem Ragnar skrifaði i „ÍSAL tiðindi” i október s.l. Ragnar sagði, að Norðmenn notuðu svokallaöa Södreberg-að- ferð og lægi munurinn i þvi. „Sú aðferð er að þvi leyti frá- brugðin okkar aðferð, að þar eru skautin bökuð um leið og fram- leiðslan á sér stað. Þaö þýðir, að efni i þeirra skaut eru miklu ódýrari en forbökuð skaut,” sagði Ragnar Halldórsson. -SV Brottlðr lyrir 28. desember Dómsmálaráðuneytið hefur til- kynm lögfræðingi Gervasonis, Ragnari Aðalsteinssyni, að Gervasoni verði að fara af land- inu fyrir 28. desember næstkom- andi, og jafnframt óskað eftir þvi, að Ragnar tilnefni daginn sem Gervasöni vilji fara. „Samkvæmt umtali ætlaði Ragnar að hafa samband við mig klukkan 19 i gær, sem hann stóð ekki við”, sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, i morgun. Ragnar sagði i viðtali við Visi i morgun að hann væri ekki enn bú- inn að tilkynna brottfarardag Gervasonis. VANTAR 700 MILLJONIR til að innheimtuhlutfall opinberra gjalda sé svipað og í fyrra gengur þó betur en i fyrra. Um siðustu mánaöamót höfðu 92,02% innheimst, (með vöxt- um), en voru á sama tima i fyrra 91,70%. —AS Innheimta opinberra gjalda i Reykjavik er i neðri mörkum, miðað við undaníarin ár. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Vignis Jósepsson- ar, gjaldheimtustjóra, höföu 62,07% opinberra gjalda inn- heimst um siðustu mánaöamót, að meðtöldum vöxtum. Á sama tima i fyrra var innheimtupró- sentan 63,13%, 1978 64,02% og 1977 63,14%. Af þessum tölum er ljóst, að innheimta opinberra gjalda gengur verr en undanfarin ár, og hvert prósent, sem ekki næst til innheimtu, nemur um 700 milljónum, aö sögn gjald- heimtustjóra. Innheimta fasteignagjalda

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.