Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 7
Þo er hún komin Bókin um knattspyrnusnilling aldarinnar Jólagjöf knattspyrnuunnandans 248 bls. prýdd fjölda mynda Formprent Hverfisgötu 78 Simar: 25960 • 25566 Fiínmtúdagur 18. deséhíber 1980 vtsm stórsigur Tottenham Einn stórleikur var leikinn i 1. deildinni i ensku knattspyrnunni i gærkvöldi. Tottenham fékk Ips- wich i heimsókn og sigraði Tottenham i leiknum 5:3... valencia vann í „Super Cup” Valencia frá Spáni varð sigur- vegari i „Super Cup” keppninni i knattspyrnu i gærkvöldi með 1:0 sigri yfir Nottingham Forest i fjörugum leik i Valencia. Notting- ham sigraði i fyrri leiknum 2:1 en Valencia sigrar i keppninni með marki skoruðu á útivelli, en markatalan var samtals 2:1. Portúgaiir i efsta sætiö Portúgal sigraði Israel 3:0 i undankeppni heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu i Lissa- bon i gærkvöldi, og með þvi' tóku Portúgalir forystuna i 6. riðli undankeppninnar. Þeir Jordao og Coelho (2) sáu um að*ekora mörk Portúgalanna. Tveir leikir verða á dagskrá i körfuboltanum i kvöld og taka stúdentar og stúdinur þátt i þeim báðum. Leikirnir eru á milli ÍS og KR i úrvalsdeildinni og á milli IS og 1R i 1. deild kvenna. Hefst fyrri leikurinn kl. 20.00 og sá siðari kl. 21.30. Þeir verða báðir i íþrótta- húsi Kennaraháskólans... Þorbjörn og Elnar inn I landsliðlö I handknaltleik karla sem mællr Belgíu í tvelm landsleikjum Einar Þorvaröarson, markvörður úr HK/ og stórskyttan úr Val/ Þor- björn Guðmundsson hafa verið valdir í landsliðshóp- inn í handknattleik karla. sem mætir Belgíu í tveim landsleikjum í Laugar- dalshöllinni um næstu helgi. Hilmar Björnsson, landsliðs- þjálfari, sagði um siðustu helgi, þegar hann tilkynnti hópinn að hann myndi siðar i vikunni bæta við tveim til þrem leikmönnum. Hafði hann ýmsa menn i sigtinu en beið eftir „pressuleiknum” á Selfossi til að sjá ýmsa menn, sem þar léku. Þar komu ýmsir til greina og var val hans á Einari Þorvarðar- syni m.a. byggt á frammistöðu um helglna hans þar, en Einar stóð sig með miklum sóma i „pressuleiknum”. Þorbjörn hefur verið i mikilli framför að undanförnu og kemur val hans i liðið fáum á óvart, enda hefur hann oftast staðið fyrir sinu,bæðimeðlandsliðinu og Val. Landsliðið sem mætir Belgum um helgina, verður þvi þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val Einar Þorvarðarson, HK Kristján Sigmundsson, Val Aðrirleikmenn: Steinar Birgisson Vikingi Páll Björgvinsson, Vikingi Guðmundur Guðmundss., Vikingi Ólafur Jónsson Vikingi, Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Þorbjörn Guðmundsson, Val Steindór Gunnarsson. Val Stefán Halldórsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Atli Hilmarsson, Fram Páll Ólafsson, Þrótti Sigurður Sveinss. Þrótti Islendingar og Belgir hafa að- eins einu sinni áður leikið lands- leik i handknattleik karla. Var það i undankeppni Ólympiuleik- anna á Spáni 1972 og sigraði ís- land þá 31:10. Siðan hefur Belgum farið mikið fram i iþróttinni — eru m.a. með júgóslavneskan þjálfara.sem gert hefur byltingu i handknattleiksiþróttinni i land- inu... JOHN HUDSON NÆR KR I HUDSON? Þór frá Akureyri fær b-lið KR i heimsókn þann 3. janúar n.k. en, þá mætast liðin i undankeppni bikarkeppninnar i körfuknattleik karla. Til leiksins ætlar KR að mæta með sitt sterkasta lið, og eru nú forráðamenn félagsins á höttum eftir fyrrum leikmanni KR, Bandarikjamanninum John Hud- son. Ætla þeir að fá hann i leikinn, en ef það tekst ekki, þá einhvern annan Bandarikjamann. B-lið KR ætlaði að fá Hudson til liðs við sig i fyrra, en þá náðist ekki i hann i tæka tið. Þá komst liðið i 8-liða úrslitin, en nú ætlar þetta „varalið” sér enn lengra með aðstoð Hudsons eða einhvers annars landa hans... — klp — Nu bendir allt til að hinn frægi leikvangur i Glasgow — Hampden Park verði lokaður. Þessi frægi völlur, sem Skotar leika alla landsleiki sin á, er f niðurniðslu og kostar tvær milljónir punda að gera bygg- ingar hans upp. Litla félagið Queens Park á völlinn og hefur fe'lagið ekki efni á að kosta svo miklum peningum til að endurbæta völlinn. Ef ekki verður hlaupið undir bagga með félaginu mun Ibrox Park — heimavöllur Glasgow Rangers, sem tekur 88 þús. áhorfendur verða heimavöllur skoska landsliðsins framvegis. —SOS Hampden Park I nlðurníðslu PUNKTAR... LOKMI Bæðl fs-llðln lelka í kvöld Liöln leggja upp laupana - í atvinnumannaknattspyrnunni í Bandaríkjunum Allt útlit er fyrir að þrjú af knattspy rnuliðunum, sem léku i NASL-deildinni i Bandarfkjunum — atvinnumannakeppninni þar — verði ekki með þegar ballið hjá þeim byrjar aftur i vor. Eru það félögin Rochester Lan- cers, Huston Hurricanes og Washington Diplomats. Frægast af þessum liðum er Washington Diplomats, sem m.a. hefur enn á samningi hjá sér fræga leikmenn eíns og t.d. Hollendingana Wim Jansen og Johan Cruyff. Washingtonliðiðer eina af þess- um liðum, sem sýndu aukna að- sókn hjá sér á siðasta keppnis- timabili eða vel yfir 20.000 áhorf- endur að meðaltali á leik en að- sókn hjá hinum stóð i stað eða minnkaði. Mikil útgjöld og kostnaður er að sjálfsögðu ástæðan fyrir þvi að félögin vilja hætta i deildinni. Eru eigendur Washington Diplomats, sem eru þeir sömu og eiga hið heimsfræga iþróttamannavirki „Madison Square Garden” sagðir hafa sett i liðið og um- búnaðinn vel á annan milljarð isl. króna á siðasta ári og hafi þeim þótt litið koma til baka af þvi. Stjórnendur NASL-deildarinn- ar er með mál félaganna þriggja til athugunar hjá sér og þangað geta allir snúið sér sem vilja kaupa eitt eða fleiri atvinnu- mannalið með öllu tilheyrandi i bandarisku knattspyrnunni... —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.