Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. descmber 1980 VtSÍR ? GIWSMAÐURIHN UG VERALURARVAFSTRIfi Minningar I og II. eftir sr. Magnús Blön- dal Jónsson. Útgefandi Ljóðhús 1980. Sigfús Daðason, skáld, hefur haldið áfram að gefa út bækur eftir að hann hætti forsjá Máls og menningar. Fyrirtæki sitt nefnir hann Ljóðhús, og er ástæðatilaðfagna honum i hópi þeirra kapitalista sem leggja nokkuð að veði fyrir menningarleg efni. Útgáfubæk- ur Sigfúsar eru velflestar í sér- flokki, enda fáar og hafa á sér blæ fágætis. Svo er um bækur konu ofan úr Borgarfirði, sem hefur skemmt okkur um sinn með aldeilis frábærri frá- sagnargáfu, og nú hefur Sigfús grafið upp annað ritverk, sem plaststroknir gjafabissnesmenn hafa annað tveggja ekki vitað ,um, eða ekki hirt um að láta koma fyrir almennings sjónir. Þetta verk hefur legið i handriti á fjdrðá tug ára, og er ekki full- útgefið að manni skilst vegna þess að einhverjum þáttum er sleppt aftan af, kannski vegna þess að þeir kunna að særa ein- hvern, sem enn er á lifi, eða þá vegna þess að þrotið hefur ör- indi útgáfunnar, sem þegar er komin út i dýrt og vandað verk upp á tvö þykk bindi. Hér er um að ræða minningar ritaðar af séraMagnúsi Blöndal Jónssyni, sem lengi var prestur að Valla- nesi eystra. Hafa þar setið merkir kennimenn, og má i þvi efni nefna Stefán ólafsson, skáld, sem kvað af jafnmikill ást um konur og hesta og var það prýði hans. ígripaverk Ekki hugði séra Magnús á rit- un æviminninga og var orðin sjötiu og niu ára þegar hann hóf verkið,i byrjun siðari heims- styrjaldar. Urðu til þess þær or- sakir að konu hans, þeirri seinni, hafði mjög hnignað. Hún hafði sem sagt alveg tapað minni. Séra Magnús segir i for- mála: „Þótt ég segði henni til er ég þurfti eitthvað út, þá gleymdi hún þvi þegar og hóf leit að mér, er hún sá mig ekki i Ibúðinni, komst stundum út, en þekkti svo ekki húsið til þess að komast inn aftur. Slikar ferðir voru henni ekki hættulausar. Þar sem við vorum tvöein i' ibúð okkar, varð ég þvi annaðhvort að vera heima, eða loka hana inni er ég þurfti út. Var mér þá mjög óþægilegt að vita hana inni lok- aða og flýtti mér sem mest ég gat. Þannig skapaðist það fyrir- brigði að ég sat lengstum heima. En þá kom á hæla mér hin gamla fylgja min: að una þvi aldrei að hafa ekkert fyrir stafni. Að leggja fyrir mig lesturfræðibóka fannst mér ,,að gripa i enda á göðum degi”, þegar ég væri kominn á grafar- bakkann. Ég gat sökkt mér niður i rómanalestur og gjörði það, með bók og bók. En þá fannst mér, að ef ég færi að iðka slikt timadráp, mundi ég innan skamms verða að hreinum ræfli. Ég varð þvi' að finna mér eitthvert fgripaverk fyrir þess- ar innisetustundir”. Og igripaverkið urðu þessar um margt frábæru minningar, sem hafa m.a. á sér blæ réttsýni manns, sem nennir ekki fyrir aldurs sakir að tala um and- stæðinga öðruvisi en segja þeirra ljósu hliðar i leiðinni. Fara þvi allir með heilu skinni út úr frásögn séra Magnúsar, en sumir stófvel. Þó er mestar upplýsingar að hafa um séra Magnús sjálfan án þess að þar kenni drýginda. Segir höfundur i niðurlagi formála, að honum sé ómögulegt að falsa frásögn, ogmá það til sanns vegar færa, að svo miklu leyti sem slikt verður séð af skrifum hans. En það verður að segja um seinni konu hans Guðriði ólafsdóttur, þótt hún altént fyndi ekki húsið. að án tilvistar hennar og ástands hefði séra Magnús ef- laust stautað við eitthvað annað en minningarnar. Séra Jón Þrir menn eru minnis- stæðastir i þessu riti kenni- mannsins i Vallanesi. Þar skal fyrstan telja föður hans, séra Jón Bjarnason fyrst prest i Meðallandsþingum, en frá Finnstungu i Blöndudal. Móðir séra Magnúsar og kona séra Jóns var Helga Arnadóttir frá Hofi I öræfum. Ljóst er að séra JónBjarnason hefurverið mjög sérkennilegur maður, en hann þjónaði vi'ða, siðast var hann prestur vestur á Fellsströnd og bjó I Vogi, sem Bjarni sonur hans, latinuskólakennari og siðar þingmaður Dalamanna, kenndi sig við. Vogur hefur haft nokkra reisn af Bjarna og Dala- menn sýnt bæði Bjarna og staðnum virðingu með minnis- merki i hvammi sem visar að þjóðvegi. Mætti þóbetur búa um minnismerkið og umhverfi þess. Hins ber að geta að ekki bjó séra Jón Bjarnason stórt, og ekki heldur I Vogi, samkvæmt frásö^n séra Magnúsar, og má þvi vera að umhverfi minnis- merkisins hæfi staðhát.tum. Séra Jón virðist hafa átt eitt- hvað af börnum framhjá, og farið f þvi efni sömu leið og Indriði G. Þorsteinsson skrifar margir aðrir prestar, en feður voru sóttir hingað og þangað og segir Magnús að jafnvel móðir hans hafi gengiðfram i þvi að fá feður. Þessi ágætiskona hvarf svo frá séra Jóni er hann þjónaði á Prestbakka i Hrúta- firði — þvi þar var kaupakona ogkostaði það eina barneignina enn. Heldur andar köldu frá Magnúsi til föður sins og gerir hann þó eins og hann getur til að tiunda kosti þessa fjarhuga manns, sem virðist að sögn Magnúsar og af ýmsum staðreyndum hafa haft eigin- leika til annars andrikis og ann- arra afskipta en þeirra sem honum voru ásköpuð með prestsskap. En aldrei hvarf móðir Magnúsar úr huga sonarins og strax og hann gat kvaddi hann hana til sin i Valla- nes og hjá honum var hún síðan allt til ársins 1920 þegar hún andaðist háöldruð. Þrátt fyrir hina umstangsmiklu frásögn af föður sinum, skin sonarleg virðing i gegn, enda vann hann aldrei á móti honum utan einu sinni með afleiðingum sem réðu eiginlega örlögum Magnúsar. Og glaðlegur er textinn þegar Magnús skýrir frá þvi að einn dag, eftir að faðir hans hætti prestsskap, hafi þessi brota- gjarni faðir hans riöið i hlað á Vallanesi á tveimur folum fimm ogsex vetra, kominn alla leiðaf vesturlandi til nokkurrar vistar hjá syni sinum. Séra Friðrik Annar maður kemur einnig nokkuðviðsögu I minningunum, en það er sá ágæti klerkur, séra Friðrik Eggerz, sem bjó I Akur- eyjum um það bil sem séra Jdn Bjarnason kom i Skarðssókn með syni sina unga og hóf að hokra á Nip. Urðu fljótlega deil- ur með séra Jóni og séra Friðrik út af smjörgjöldum, en aldrei merkti Magnús það á séra Frið- rik, sem tók Magnúsi vel strax unglingi og virðist hafa haft dá- læti á honum. Sem kunnugt er hefur komið út tveggja binda verk eftir séra Friðrik sem nefnist ,,Or fylgsnum fyrri aldar”,og fer þvi Skarðsströnd- in að verða nokkurn veginn full- skrifuð nú, þegar rit séra Magnúsar er komið. Siðan fóru leikar þannig að séra Magnús varð tengdasonur Péturs Eggerz, giftist Ingibjörgu af fyrra hjónabandi Péturs. t brúðkaupinu, sem haldið var á Akureyjum, hittust þeiri fyrsta sinn séra Jon og séra Friðrik og fór svó að lokum þráit fyrir nokkra tregðu' af hendi séra Jóns, að vel fór á með körlun- um. Mjög góð lýsing er á séra Friðrik i minningum Magnúsar og er hún stórbrotin viðbót við þær hugmyndir, sem maður hafði gert sér um þetta þrek- menni af lestri minninga séra Friðriks. En sukksöm hafa verið grannamál frændanna á Skarði og Ballará, og skýrir séra Magnús frá mörgu i þvi efni frá eigin brjósti, sem styður það sem áður var vitað. En væntanlega fær nú séra Friðrik Eggerz að standa þar sem hann er kominn, teinréttur i hinu sögulega ljósi. Bjarni frá Vogi Þriðji maðurinn, sem lesanda reynist forvitnilegur við lestur minninganna, er Bjarni Jónsson frá Vogi, bróðir höfundar. Að visu er ekki um sömu úttekt á honum að ræða og á föður .höf- undar t.d. eða séra Friðrik Eggerz. En Bjarni frá Vogi hlýtur að vera okkur nútima- mönnum forvitniefni. Að visu hefurfyrnzt fyrir þennanmann, helzt að nafn hans sjáist á ákveðinni tegund hollenskra eða danskra vindla og svo höfum við minnismerkið i hvamminum. Magnús og Bjarni bösluðu saman við búskapinn á Nip, en faðir þeirra lá oft i ferðalögum og þjónustugerðum vegna em- bættis sins. Kemur glöggt i ljós af frásögninni að þeir bræður hafa verið fremur ólikir, Magnúsi sýnt um fjármál þá þegar, en Bjami lét sig engu skipta slika hluti. Þegar Magnús hafði eignast hross og kindur og nokkrar krónur að auki, er ekki vitað til að Bjarni hafi átt neitt, enda var hann yngri. En seinna á lifsleiðinni hélt Bjarni vana sinum um fjár- málin, hirti litt um þau og kann séra Magnús skýringar á þvi. Hins vegar farnaðist þeim bræðrum báðum vel i skóla og Helga grasafræðingi yngsta bróður þeirra. Á námsgáfurnar skorti ekki neitt, enda komu þeir beint úr f járraginu, róðrun- um og slættinum upp i þriðja bekk skóla. Má i þeirri staðreynd lika lesa nokkuð um eiginleika föður þeirra sem kennara. Bjarni varð siðar kennari við skólann en hætti og er Magnús fáorður um ástæður fyrir þvi, en ber hins vegar harðlega á móti þvi að Bjarni hafi verið óreglumaður. Eigin- lega lýkur hann frásögn af Bjarna um það bil sem hann Séra Magniis Blöndal Jónsson. skilur við konu sina Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Hann minnist ekki á þingmennsku bróður sins, nema þá með þeirri setn- ingu, að hvað sem kunni að verða sagt um fjármálastjórn Bjarna i eigin garði hafi hann gætt hagsmuna þjóðarinnar i hvivetna. Viðokkur, sem nú eru á dögum, horfir Bjarni frá Vogi við sem sá stjórnmálamaður samtiðar sinnar, sem lét sér mest annt um veg og viðgang skáldanna I landinu og sé hon- um þökk. Veraldarmanninum séra Magnúsi hefur eflaust ekki fundist taka þvi að minnast á það. Fundvis á leiðir Þótt hér hafi aðeins verið get- ið þriggja manna, sem manni finnst að beri einna gleggstar persónulýsingar i minningum séra Magnúsar, er auðvitað fjöldi annarra, bæði karla og kvenna sem merkilegar sögur eru af. Upphaf búskapar á Völlum verður honum tilefni itarlegrar frásagnar. Þar missti hannfyrri konu si'na, Ingibjörgu Eggerz. Auðséð er á orðavali hans, að hann hefur saknað hennar mjög, bæði sem ævi- félaga og móður barna þeirra. En börnin voru ung og þvi varð aðvinda bráðan bug að þvi aðfá konu, sem gat veitt forstöðu stóru heimili og gengið börnun- um i' móðurstað. Það gekk von- um framar, en allt að þessu lút- andi i skrifum séra Magnúsar bendir til að þar hafi hiö hag- nýta verið látið ráða, a.m.k. lekur hannhvergi að ástarhjali. En vel viröir hann konur sinar ogmegi segja sem svo.að ástar verði vart kemur það fram i lofi um stjórnsýslu og heimilisbrag sem hann þakkar þeim og kannski einnig fram i svolitlum dulrænum vangaveltum. Raun- ar sýnir séra Magnús mikinn vaskleik i kvonbænarmálum hinum siðari en við lá’ að hann rændi brúði sinni af Seyðisfirði, a.m.k. urðu ekki nema tveir verkamenn eða svo varir við þegarhann reið með hana burtu af staðnum. Gaman er að lesa minningar séra Magnúsar. Þær upplýsa okkur i ljósu máli og oft af ná- kvæmni um lifnaðarhætti og húsbúnað fyrri tlðar. Má t.d. . varla á milli sjá, svona i textan- um, hvort séra Magnúsi verður meira um að sjá kakkelovn á Seyðisfirði sem hentaði honum i kalt skrifstofuherbergi á Völl- um eða konuefni sitt. Og vel skilur maður við lestur minninganna hvernig hver og einn varð að gripa einskonar dauðahaldi i hverja vinnings- von. Um margt bera minningarnar þvi vitni, að séra Magnús hefur verið óvenju glöggurog vel gerður maður og fundvis á hagkvæmustu leiðir allt frá æskudögum. I þau fáu skipti, sem hann segir beint frá hugkvæmni sjálf sin biður hann lesandann kurteislega að lita ekki á það sem grobb af hálfu höfundar. Þannig menn skrifa um eftirtektarveröa hluti af þeirri nákvæmni að alveg er eins og fortiðin risi upp i fang manns með kostum sínum og göllum. Minningar séra Magnúsar Blöndals Jónssonar eruaf stórum viðum samhengis og sögu sem Ljóöhús Sigfúsar Daðasonar hefur gróðursett á gólfinu heima hjá manni. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.