Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 31
Fimmtúdagur 18. désember 1980 e » • » l « f VISIR 31 JðLAGETRAUN VÍSIS 9. HLUTI Jólasveinninn er staddur í: A) Q Oganda B) Q israel C) Q Egyptalandi Nafn.......................................................... Heimilisfang.................................................. Jóiagetraun Vfsls í góðum félagsskap Nú er lokið kjaradeilu hreindýranna og Jóla- sveinsins, því samning- arnir voru samþykktir á félagsfundi hreindýr- anna í morgun með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða. Fréttaskýrendur segjast ekki vera undr- andi á því, þar sem hrein- dýrin hafi náð fram mun betri samningum en aðrir hagsmunahópar. Jóla- sveinninn mun því að öll- um líkindum ferðast með hefðbundnum hætti fyrir næstu jól. Næstsiðasti hluti Jóla- getraunar Vísis birtist í dag og er Jólasveinninn í góðum félagsskap á suð- lægum slóðum. Þarna virðist vera siður að skreyta píramídana og dansa í kringum þá í stað þess að nota jólatré. Á morgun birtum við upplýsingar um það hvert og hvenær lausnir í Jóla- getraun Vísis eiga að ber- ast. Við minnum ennþá á vinningana, sem eru JVC stereó-, útvarps- og kass- ettutæki frá FACO, fata- úttekt í FACO fyrir 75 þdsund krónur, og tíu ís- lenskar hljómplötur frá hljómdeild FACO. JVC stereótækiö, sem er i fyrstu verölaun i Jólagetraun Visis. Sveitarfélag „Þú ert alltof mikiö klæddur i þessum hita. Komdu meö mér inn i Keops-piramídann og kældu þig niöur.” svo mœlix Svarthöföi Sendiboði leitar grunnverðs víll um heim Þá er loksins búið að finna „fidusinn” f isal. Ingi R. Helga- son, sérlegur sendimaður Al- þýðubandalagsins, er sagður nýkominn frá Astraliu, þar sem hann reiknaði út með aðstoð Hagstofu landsins hvernig verð á súráli hækkaði á leið þaðan til islands. Er það ekkert smáræði, cn samkvæmt þeim útreikningi vantar eina fimm milljarða á réttarskattgreiðslur af Alverinu i Straumsvík. Er þetta ekki i fyrsta sinn sem Atlantshafið hefur orðið okkur islendingum dýrt, enda ekki nema rúmur mannsaldur siðan allur varn- ingur, sem hingað kom, hækk- aði ótæpilega í hafi, ekki þó til taps fyrir tiundina i landinu. Hækkunin var étin á íslandi. Ekki fylgir skýrslu Inga R. Helgasonar, sendiboða, hvað súrálið hækkaði á leiðinni yfir Kyrrahaf sérstaklega, en það væri óneitanlega gaman að vita það, og mætti reikna út eftirsjó- milum. Mundi það þá verða í fyrsta sinn sem sannaöist, að Kyrrahafið er notað til að hafa fé af islendingum. Þess er þó varla að vænta, þótt Ingi R. Helgason, sendiboði, sé allra manna færastur i fjármálum, eins og réttmætt traust á honum sýnir allar götur síðan hann var fjárhaldsmaður Sameiningar- fíokks alþýðu , sósialistaflokks- ins. Forstjóri isals hefur brugð- ist hart við þessum látum og lýst þeim sem pólitiskum of- sóknum. Er vonum seinna að eitthvað fari að bera á þeim að nýju fyrst komið er i ljós að Flugleiðir eiga fyrir skuldum. Fyrirtækjaspan Alþýðubanda- lagsins ætlar að þessu sinni aö lenda i öngstrætum. En æfingin skapar meistarann, og næst þegar borgaraöflin i landinu kjósa að láta Alþýðubandalagið ráða fyrir sér i rikisstjórn er von tii þess að eitthvert stór- fyrirtæki falli. En meöal annarra orða. Þeg- ar talaö er um að vara hækki f hafi, og flogið er alla leið til Astraliu til að finna grunnverð, hefði verið álitamál hvort ekki hefði mátt fljúga styttra eftir þýðingarmeiri grunnverðum. Innflutningur okkar hefur ekki svo vitað sé lotiö neinum grunn- verðsreglum, og ættu þeir sem hafa með viðskipti við Balkan- rikin og Rússland að gera að gefa okkur skýrslur þar um. Fyrst Alþýðubandalagið er far- ið að vasast i svonefndum grunnverðum ætti það að nota sendiboðann til aö afla upp- lýsinga um grunnverö innflutn- ingsvöru helstu rúbluheildsal- anna á tslandi, og þyrfti þó ekki að fara svo djúpt i saumana á þeim viðskiptum að ákveönar blóðgjafir til flokksstarfsemi og blaðautgáfu yrðu gerðar opin- skáar. Grunnverð samkvæmt skilningi súrálsþefara á að vera það verð sem varan kostar viö verksmiöjuhlið og er þá gert ráð fy rir þvi að verksmiðjuverö, ljós og hiti og fjármagns- kostnaður vegna hráefniskaupa sé ekki innifalinn. Slikt grunn- verð hlýtur að vera hagstæðara en þegar búið er aö reikna allan fjandann inn i verðið, jafnvei óþarfa eins og fjármagnskostn- að við nýbyggingar. Þar sem ljóst er að þeir Alþýðubanda- lagsmenn telja atvinnurekstur einstaklinga og stofnana ekkert annað en svindl og brask mætti segja manni að óbrenglaö grunnverð væri helst að finna i Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Nú vill svo til að við kaupum oliu af Sovétrikjunum. Frá ár- inu 1974 hefur hún áreiðanlega hækkaö um hundruöir milljóna dollara i hafi miðað við grunn- ver ðskenninguna. Svo skemmtilega vill til að þessa oliu kaupum við af Rússum um þessar mundir á veröi sem gild- ir i Rotterdam, mestu oliuviö- skipta- og braskstöð heimsins. Skyldu þeir ræða grunnverð i Rotterdam? Þar i borg eru þeir stundum langt yfir svonefndu OPEC-verði, sem er næst þvi að vera heimsmarkaðsverð. Þá hækkar nú olian okkar heldur betur i liafi. Súrálið fáum viö á heimsmarkaösveröi eins og þaö er skráð hverju sinni. Aströlsk reikningsdæmi koma þvi máli litið við. Þar er um óskylt mál að ræða. Við kaupum oliuna á Rotterdam-verði, en ekki OPEC-verði. Samt mundi annaö verð fyrirfinnast i Baku ef Ingi R. Helgason færi þangaö og fengi aö tala viö Hagstofuna, af þvi hann er trúnaöarvinur henn- ar og flokks rangfærslanna. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.