Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 18.12.1980, Blaðsíða 32
vtsm Fimmtudagur 18. desember 1980 síminner 86611 Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir stormi á Austurdjúpi og Færeyjar- djúpi. Um 400 km aust-suð- austur af Jan Mayen er 962 mb lægð á hreyfingu norðaustur en 1025 mb hæð yfir Norður- Grænlandi. Um 900 km suð- vestur af Hvarfi er 983 mb vaxandi lægð á norðaustur- leið. Frost verður viða yfir 10 stig. Veðurhorfur næsta sólar- hring. Suðurland til Breiðafjarðar: Norðaustan kaldi i dag en hægviðri með kvöldinu, bjart- viðri. Austan kaldi og þykknar upp þegar liður á nóttina. Vestfirðir: Norðaustan kaldi og siðar gola og él norð- an til i dag, austan gola og bjart veður i nótt,. Strandir, Norðurland vestra og Norðnrland eystra: Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra: Norðaustan stinningskaldi og siðar kaldi eða gola og él i dag en léttir til i nótt. Austurland að Glettingi: Noröan stinningskaldi til landsins en hvasst á miðum og snjókoma i fyrstu en heldur hægari og él siðdegis. Norðan gola eða kaldi og smáél i nótt. Austfirðir: Allhvöss eða hvöss norðanátt i fyrstu en stinningskaldi með kvöldinu og gola eða kaldi i nótt, él norðan til. Suðausturland: Allhvöss norðanátt og siðan kaldi en gola eða hægviðri i nótt, létt- skýjað. • •• veðrið hér og par Veður kl. 6 i morgun. Akureyri snjókoma -=-10, Bergen léttskýjað 2, Helsinki skýjað 1, Kaupmannahöfn, slydda 1, Osló þokumóða 5, Reykjavik léttskýjað -f8, Stokkhólmur rigning 2. Veður kl. 18 i gær: Aþenaalskýjað 13, Berlinlétt- skýjað 2, Chicago alskýjað 1, Feneyjar skýjað 4, Frankfurt þoka h-2, Nuuk alskýjað -f7, l.ondon rigning 9, I.uxemborg þoka -f 3, i.as Palmas skýjað 18, Maollorka hálfskyjað 10, Montreálléttskýjað 4-21, New Yorkheiðrikt 4-3, Paris rign- ing4, Itóm heiðskirt 7, Malaga heiðskirt 16, Vin heiðskirt 1, Winnipeg snjókoma 4-7,. Loki segir „Maðurinn á bak viö nafnið” er þáttur i einu blað- anna. Sagt er aö fyrirsögn á næsta þætti verði: ,,Ingi R. IJelgason — maðurinn á bak viö nafniö Hjörleifur Gutt- ormsson”. Sjálfsmorð tfö í Reykjavík: Rúmlega 40 léiust vovelflega í lyrra Samkvæmt ársskýrslu heil- brigðisráðs Reykjavikur 1979, létust alls 41 með vofeiflegum hætti árið 1979, i Reykjavik. Þa munu 16 manns hafa látist af slysförum, en alls urðu mann- skaðarannsóknir ásamt réttar- krufningum 111 i Reykjavik á siðasta ári. Þrisvar mun ofnotk- un áfengis hafa átt hlut að máli um dauðarorsök, þótt slikt sé flokkað undir eðlilegan dauð- daga. Eins og skýrt var frá i Visi 12. desember hefur prófessor við háskólann i Óðinsvéum nýlega sagt að á tslandi séu sjálfsmorð nær óþekkt, en hann hefur „stýrt” rannsóknum á orsökum sjálfsmorða á Norðurlöndum. Þakkar prófessorinn þetta varðveittu samfélagsformi á ts- landi i gegnum aldirnar. Kalli prófessorinn 41 sjálfs- morð „nærri óþekkt” fyrir- brigði, má nærri geta hvernig ástandið er i nágrannaborgum okkar. — AS. Jólaljósin lýsa nú upp götur miðbæjarins i skammdeginu. Myndin var tekin i Austurstræti. Visismynd Gunnlaugur. Orsök slrands Fagraness enn öljös: „Mannleg misfök” „Það var' nú ekki mikið, sem kom i Ijós við sjóprófin um orsak- ir strandsins. Hásetinn, sem var við stýrið gat engar skvringar gefið á þvi bvers vegna skipið bar af leið og fór svona grunnt. Itér virðast liafa orðið mannleg mis- tök. sem viðkomandi getur ekki sjálfur gert sér grein fyrir,” sagði Þorvarður K. Þorsteinsson bæjarfógeti á isafirði. i samtali við Visi. Sjópróf vegna strands djúp- bátsins Fagraness fóru fram á lsafirði i gær, en báturinn strand- aði skammt frá tsafjarðakaup- stað i ágætu veðri i fyrrakvöld. Þorvarður sagði.að hásetinn sem var við stýrið væri reyndur sjó- maður og væri honum óskiljan- legthvernig þetta gatátt sér stað. Fagranesið var dregið á flot eftir að farþegum og áhöfn hafði verið bjargað. Skipið liggur i tsa- fjarðarhöfn og mun botn þess hafa dældast eitthvað, en erfitt hefur reynst að kanna skemmdir til hlitar,þar sem veður var mjög slæmt á tsafirði i gærdag. — SG Frumvarp um ný barnalög enn að velkjast í allsherjarnefnd: .Enflemis slóðaskapur’ „Það er endemis slóðaskapur af nefndinni að vera ekki búin aö afgreiða þetta mál. Það cr margbúið að senda það til um- sagnar og margbúið aö vinna það, þannig að þess vegna væri liægt að taka það til fyrstu um- ræðu i dag”, sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður i viðtaii við Visi. Nú er liðinn rúmur mánuöur siöan Karl Steinar lagöi til á þingi að afgreiöslu frumvarps um ný barnalög yrði flýtt. Til- efni þess var, að kona nokkur ákvað að gefa barn sitt án sam- ráðs við barnsföður sinn og for- eldra hans. Vildi barnsfaðirinn og fyrrverandi sambýlismaður taka barnið að sér, en þvi hafnaði konan og kvaðst myndu gefa það þriðja aöila. Sagði Karl Steinar, aö alls- herjarnefnd hefði tekiö sér rúm- an tima til að leita umsagna, eftir að hafa dregiö i nokkrar vikur að koma saman. Frestur nefndarinnar til áð leita um- sagna hefði runnið út 15. þ.m. ,,Ef nefndin vinnur hratt og af alvöru er hægt aö koma þessu i gegn á fyrstu dögum þings eftir áramót. Ef svo verður ekki er málið tapaö og þessi harmleikur orðinn staðreynd”, sagði Karl Steinar. Þess skal getið að ráðstöfun móður má breyta á þriggja mánaða ti'ma eftir að hún hefur gefið barn en skv. nú- gildandi lögum hefur hún allan rétt i málum sem þessu. Visir hafði tal af Ólafi Þ. Þórðarsyni formanni alls- herjarnefndar neðri deildar og spurði hann hvað aígreiðslu frumvarpsins liði af hálfu nefndarinnar. „Það verður ekki hægt að af- greiða þetta mál fyrir jól. En ég á von á þvi að nefndarmenn séu hlynntir þvi að afgreiða það sem fyrsta mál eftir hátiðar”. —JSS Lögreglumaðurlnn á Sauðárkrnkl: Ekki í staríi á meðan rann- sðkn fer fram Samkvæmt upplýsingum Hjalta Zophaníassonar deildarstjóra i dómsmála- ráðuneytinu er maðurinn sem starfað hefur við af- leysingar í lögreglunni á Sauðárkróki og grunaður er um brot á fíkniefnalög- gjöf/ ekki lærður lögreglu- maður. Hann hefur ekki starfað við af- leysingar hjá lögreglunni nema hjá föður sinum á Sauðárkróki, og samkvæmt upplýsingum Baldurs Möller ráðuneytisstjóra i dóms- málaráðuneytinu, rann starfs- samningur afleysingamannsins út 30. nóvember siðast liðinn. Að beiðni dómsmálaráðuneytisins hefur verið farið fram á.að hann stundi ekki frekari afleysinga- störf vegna umræddra aðstæðna en mál hans er nú til frekari ákvörðunar hjá rikissaksóknara. „Þegar talað hefur verið um að manninum hafi verið vikið frá, þá á það alls ekki við i þessu tilviki, þar sem um igripamann var að ræða, en hins vegar verður ekki gripið til hans á meðan máli hans er ekki lokið”, sagði Baldur Möll- er. -AS Dauðaslys Dauðaslys varð við Efri-Tungu i Orlygshöfn á þriðjudagskvöldið er Marinó Kristjánsson bóndi lenti undir dráttarvél framan við gripahúsin á bænum. Halli mun vera nokkur á þessu svæði og er talið að dráttarvélin hafi oltið á Marinó með fyrrgreindum af- leiðingum. Marinó var ókvæntur,fimmtug- ur að aldri og bjó með aldraðri móður sinni og yngri bróður að Efri-Tungu. —AS Rikisðtvarnið 50 ára: Opiö hús í dag Rikisútvarpið á 50 ára starfsaf- mæli á laugardaginn. 1 tilefni af þvi gefst almenningi kostur á að kynnast starfsemi og starfsað- stæðum stofnunarinnar i dag. Opið hús verður hjá útvarpinu að Skúlagötu 4 frá kl. 10-17 i dag. Farið verður með hópa af stað úr anddyri hússins á 1. hæð með reglulegu millibili og gengið um allar deildir útvarpsins undir leiðsögn starfsfólks stofnunarinn- ar. öllum er heimilt að taka þátt i þessum heimsóknum, en börn þurfa að vera i fylgd með full- orðnum. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.