Vísir - 19.12.1980, Síða 12

Vísir - 19.12.1980, Síða 12
Föstudagur 19. desember 1980 wriGm Rætt við Elfnu Guöjónsflóltur sem lagt hetur gjörva hönd á: Veislutertur pinnamat og postulínsmálun „Ég held nú að þetta sé skemmtilegasta hobbý, sem ég hef tekið mér fyrir hendur — á meðan að setið er yfir postulins- málun gleymist alveg stund og staður”, sagði Elin Guðjóns- dóttir i viðtali við Visi á dögun- um. Heimili Elinar Guðjónsdóttur við Laugarásveginn, þar sem við vorum komin i stofu er prýtt mörgum fögrum postulinsmun- um eftir hana sjálfa. Erindið á hennar fund var að kynnast listakonunni á bak við verkin. „Ég byrjaði á þessu árið 1963, fór þá á námskeið hjá Sæmundi Sigurðssyni og konu hans Sig- riði. Þau höfðu bæði lært postulinsmálun hjá Svövu Þór- hallsdóttur, sem margir kann- ast við. Hjá Sigriði og Sæmundi var ég svo af og til i nokkur ár. Hjá þeim hjónum lærðist lika ýmislegt fleira mér er meðal annars minnisstætt hvað Sæm- undur hafði einstaklega ljúfa og skemmtilega framkomu við okkur nemendur sina. Til við- bótar við það sem lærðist hjá þeim hjónum, var ég einn vetur I skóla i Kaupmannahöfn”. Listhæfileika hafa allir „Hafði ég málað eitthvað áður? Já, ég hafði föndrað ýmislegt, málaði stundum mál- verk mér til skemmtunar. Já, já með oliulitum”, segir hún hlæj- andi að innskoti blaðamannsins. „Eitt get ég sagt þér,að mála á postulin geta flestir, við postulinsmálun þarf aðeins mikla nákvæmni og vandvirkni. Listhæfileikar leynast i okkur öllum”. Elin gat þess að mikil breyting hefði átt sér stað frá þvi að hún byrjaði á postulins- málun. A þeim tima var oft erfitt að fá efni sem þurfti, en nú fæst flest allt sem til þarf, teikningar, postulin og annað. Verslunin „Liturinn” hefur mikið úrval á boðstólum, sem gleður þá fjölmörgu sem hafa postulinsmálun sem tómstunda- gaman. En er þetta ekki dýrt áhugamál? „Jú, nokkuð er það”, segir Elin, ,,en ánægjan er yfirsterk- ari. Ég gef oft handmálaða postulinsmuni i alls konar tæki- færisgjafir, handa vinum og vandamönnum. Ég veit að fólki þykir vænt um svona persónu- legar gjafir svo að það'er marg- föld ánægja sem fylgir þessu áhugamáli minu”. Pillsbury-best bökunarkeppnin En Elinu Guðjónsdóttur er fleira til lista lagt en að teikna og mála. Fyrir sextán árum fór fram i Reykjavik, Pills- bury-Best bökunarkeppni og sigurvegari i þeirri keppni er einmitt umrædd Elin Guðjóns- dóttir. „Allt i sambandi við bökunar- keppnina er alveg ógleyman- legt. Verðlaunin voru ævintýra- ferð til Florida, þar sem ég var áhorfandi og gestur á bökunar- keppni sem fyrirtækið Pills- bury-Best stóð fyrir. I þeirri keppni tóku þátt um 100 manns, konur og karlar á öllum aldri og var 17 ára gömul stúlka sem hlaut 1. verðlaunin 25 þúsund dollarar. Man ég hvað allir samglöddust þessari ungu stúlku hún var af fátæku fólki komin og ætlaði að nota pening- ana til að kaupa hús fyrir for- eldra sina og systkin. Florida- ferðin var ævintýri sem aldrei gleymist. Á þessum árum bakaði ég margar tertur fyrir fólk út i bæ. Ég á fimm börn og þegar ég bakaði var viðkvæðið hjá börnunum heima: „Mamma hver á þessa tertu?” Það var aldrei reiknað með að ég væri að baka fyrir heimilis- fólkið. Ýmislegt hefur maður gert um dagana. - Ég tók lika að mér að útbúa alls konar pinnamat i veislur en nú er ég löngu hætt þessu öllu. Postulinsmálunin á allan hug minn núna”. sagði Elin Guð- jónsdóttir. Það sanna listaverk- in i stofunni við Laugarásveg- inn. —ÞG Elín Guðjónsdóttir i vinnustofu sinni við Laugarásveginn. Vlsism. GVA Stór skrautdiskur nieð gylltri rönd. Vísismynd/ GVA Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum af Elinu og dóttur hennar Kolfinnu Guðmundsdóttur. Þarna gefur að llta sýnishorn af pinna- mat sem Elin útbjó fyrir veislur á þeim tima. Nú er dóttir hennar Kolfinna tekin við. Forkunnarfagur lampafótur handmálaður af Ellnu. Heimsend lólatré á Þorláksmessu „Nálarnar á þessum kýprus- greinum þrauka fram á þorr- ann” sagði sölustúlka hjá Siysa- varnadeildinni Ingólfi vestur á Grandavegi. Jólatréssala er viöa um bæinn og þarna var ein, þar sem á boðstólum eru lika skreytingar, útiljós og greni- greinar. Slysavarnadeildin Ingólfur er lika meö jólatréssölu hér i næsta húsi viö okkur i Siðu- múlanum, en við fórum yfir lækinn þvi á eyrinni fara kaupin fram, sagði einhver. Eftir að fallegt tré hafði verið valið var okkur boðin ókeypis geymsla á þvi og heimsending á Þorláks- messu. Þótti okkur það góð úr- lausn, þvi að það hafði nefnilega vafist fyrir okkur, hvernig við ættum að komast heim að húsi með tveggja metra jólatré i Volkswagen. —ÞG Sölustúlkur hjá Slysvarnadeildinni Ingólfi vestur á Granda, selja jólatré, geyma þau á góðum stað og sjá svo um að senda þau heim á Þorláksmessu. VIsism/GVA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.