Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 C 47 Eldri borgarar GRANDAVEGUR LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur ofl. 21034 Einbýlishús JÓRUSEL Vorum að fá í sölu áhugavert einbýlis- hús. Möguleiki á tveimur íbúðum í hús- inu. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Mjög vel við haldið hús. Verð 28,0 m. 7888 Raðhús BIRKIGRUND AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mikið endurnújað raðhús með auka íbúð í kjallara. Húsið stendur á afar skjólsælum stað í jaðri Fossvogsdals. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 22,4 m. 6585 RÉTTARSEL Erum með í einkasölu fallegt raðhús á tveimur hæðum ásamt frístandandi bíl- skúr. Arinn í stofu og verönd. Parket á gólfum. Ný uppgerð eldhúsinnrétting með nýjum eldunartækjum. Rúmgóð herbergi. Gott skápapláss. Íbúðin er laus. Ásett verð 23,0 m. 6584 Opið mán.-fim. kl. 9-12 og 13-18 fös. kl. 9-12 og 13-17 Sýnishorn úr söluskrá. Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is Sölumenn FM aðstoða. EIRHÖFÐI HEIL HÚSEIGN Til sölu þetta glæsilega hús við Eirhöfða í Reykjavík. Um er að ræða allt húsið sem er þrjár hæðir. Húsið hefur m.a. að hluta verið nýtt fyrir mat- vælaframleiðslu, auk skrif- stofu aðstöðu o.fl. Hér er um að ræða vandað glæsilega staðsett hús með frábæru útsýni og frágenginni lóð. Hús sem gefur marga möguleika varðandi notk- unn. Góð aðkoma m.a. góðar innkeyrsludyr á jarðhæð.Góð að- staða fyrir gáma. Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu F.M. Sjá einnig fmeignir og mbl.is 9445 SÆTÚN 4 Til sölu Sætún 4. Um er að ræða rúmlega 600 fm at- vinnuhúsnæði. Húsnæðið gæti allt verið í leigu ef það hentaði. Fyrir liggur að á þessari lóð verði byggt um- talsvert stærra hús og gerir það þessa eign mjög áhugaverðan fjárfestingakost fyrir rétta aðila. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 9418 2ja herb. íbúðir VEGHÚS Vorum að fá í sölu mjög fallega 74 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli. Þvotta- hús innaf eldhúsi. Hellulögð verönd. Íbúð sem vert er að skoða. Ásett verð 10,9 m. 1813 Atvinnuhúsnæði KAPLAHRAUN HAFNARFJ. Erum með í sölu nýlegt 497 fm atvinnu- húsnæði á tveimur hæðum. Malbikað bílastæði. Góðar innkeyrsludyr og góð skrifstofuaðstaða. Stórir gluggar á framhlið hússins. Nánari uppl. á skrif- stofu FM. 9467 BAKKABRAUT Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sam- tals 2,918 fm Var áður vélsmiðja Gils. Stórir vinnslusalir. Skrifstofur ásamt að- stöðu fyrir starfsfólk. Fimmtán tonna hlaupaköttur er í húsinu. Stórar inn- keyrsludyr. Góð aðkoma að húsinu. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 9481 Hesthús HAFNARFJÖRÐUR HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum m.a. kaffistofu, snyrtingu og sturtu. Góðar innréttingar og gott útigerði. Frá- bærar reiðleiðir í næsta nágrenni. Áhugaverð eign með góða staðsetn- ingu. Verðhugmynd 7.8 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu F.M. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is 12183 HESTHÚS HEIMSENDI 5 KÓPA- VOGI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða allt hesthús- ið. Húsinu er skipt í fimm sjálfstæðar einingar. Nánar tiltekið þrjár átta hesta einingar, eina fjórtán hesta einingu og eina þrettán hesta einingu. Húsið er allt með vönduðum innréttingum, (stíur) loft upptekin og klædd litaðri járnklæðn- ingu. Kjallari er undir öllu húsinu, loft- hæð þar um 2,20 cm. Gott gerði við húsið einnig rampur eða innkeyrsla í kjallarann. Sjá nánari uppl. og myndir á fmeignir.is og mbl. is. 12194 VANTAR - VANTAR Vegna mikillar sölu að undanförnu bráðvantar allar stærðir af eignum á söluskrá. SAUÐÁRKRÓKUR ÍBÚÐ Til sölu góð fjögurra herb. íbúð á annari hæði í sex íbúða fjölbýli á Sauðárkróki. Íbúðin er 115 fm að stærð. Stórar svalir. Áhugaverð íbúð á góðu verði. Hagstætt lán áhvílandi. Nánari uppl. á skrifstofu FM. Sjá einnig á fmeigni.is og mbl.is. 14364 MIÐ GARÐAR Til sölu jörðin Mið-Garðar í Kolbeinsstaðarhreppi á Snæfellsnesi. Um er að ræða vel uppbyggða jörð m.a. með íbúðarhúsi frá 1980 og myndarlegu fjósi byggðu 1984 með mjaltargryfju. Við fjósið er um 300 fm hlaða frá sama tíma. Á jörðinni er í dag aðallega búið með geldneyti. Jörð sem býður uppá marga möguleika. Nánari uppl. á skirfstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 101044 Hæðir SAFAMÝRI SÉRHÆÐ Vorum að fá í einkasölu fallega sérhæð ásamt bílskúr á þessum vinsæla stað. Ný eldhúsinnrétting. Gólfefni: parket og dúkur. Eignin er laus til afhendingar. Nánari uppl. á skrifstofu. Ásett verð 21,5 m. 5494 4ra herb. og stærri UNUFELL Vorum að fá í einkasölu snyrtilega fjög- urra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúðinni. Nýlegur linoleum dúkur á gólfum. Verð 10,9 m. 3825 BÚSTAÐAVEGUR Vorum að fá í einkasölu fjögurra herb. íbúð á efri hæð með sér inngangi. Háa- loft er yfir íbúðinni, með möguleika á stækkun. Flísar og parket á gólfum. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 3833 ÁLFTAHÓLAR Vorum að fá í einkasölu 132 fm íbúð ásamt 19 fm bílskúr. Tengt fyrir þvotta- vél í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Laus til afhendingar. Búið að taka allt húsið í gegn að utan. Yfirbyggðar 20 fm svalir. Nánari uppl. á skrifstofu. 3836 3ja herb. íbúðir EFSTASUND SÉRINNGANGUR Vorum að fá í sölu rúmgóða þriggja herb. íbúð í góðu þríbýlishúsi. Parket og teppi á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 11,5 m. 21126 HÁTÚN Vorum að fá í sölu íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi. Rúmgóðar vistaverur. Eldri eldhús innrétting. Snyrtileg sameign. Ásett verð 11,9. 21127 BÁRUGRANDI Vorum að fá í sölu mjög góða ca 90 fm þriggja herb. íbúð ásamt stæði í bíla- geymslu. Íbúðin er á þriðju hæð og er vel skipulögð og rúmast mjög vel. Vandaðar innréttingar og parket á gólf- um. Baðherbergi flísalagt og tengi fyrir þvottavél. Gott leiksvæði fyrir framan húsið. Ásett verð 14,7 m. 21128 Þ eir eru ótrúlega víða. Sama hvort þú kemur inn í Bón- us eða Nóatún, bíla- geymsluna undir blokk- inni, á bílaverkstæðið til að láta lappa upp á bílinn, alls staðar eru þeir. Þarna hanga þeir upp undir lofti blásandi og hvæsandi, sumstaðar krímugir af ryki og þaðan af verri óhreinindum, stundum háværir og skrækjandi, í besta falli veitandi yl til þurfandi starfmanna og kúnna. Það má halda langan fyrirlestur um hvort hitablásarar eru heppilegir, þægilegir, fallegir eða ljótir hitagjaf- ar, það væri hægt að koma af stað mikilli rökræðu um þessa hlunka, en sleppum því með öllu. Þetta eru svo algeng hitatæki að þau hljóta að vera með eindæmum vinsæl. Ræðum málið út frá því að hita- blásarar eru staðreynd á fjölmörgum vinnustöðum af næstum því öllum gerðum. En stundum er hörmung að sjá þá, þeir skila hitanum slaklega um leið og þeir eyða og sóa heita vatninu, oft skítugir upp fyrir haus. En þetta er ekki þeim sjálfum að kenna. Þeir komu tandurhreinir frá skapara sínum í fallegum kassa, fag- urlega lakkaðir, það stirndi á þá. Þeir voru festir upp, tengdir við heitt vatn og rafmagn, settir í gang. Síðan ekki söguna meir og árin líða, fimm ár, sex ár eða miklu fleiri. Þá er þeim formælt af öllum sem undir þeim vinna, þeir gefa engan hita, eru skítasafnarar og skítadreif- arar, það verður þeirra orðspor. Allt er þetta satt, en það er ekki þeim að kenna. Enginn hefur hugsað um þá, eng- inn hefur litið eftir þeim, enginn hef- ur tekið eftir þeim. Ekki fyrr en þeir geta ekki meira og gefast upp. Og enginn skilur neitt. Til varnar öskubusku En hvað þarf til að hitablásari skili sínu hlutverki sómasamlega og end- ist eins og af honum má krefjast? Fyrir það fyrsta þarf að setja hann á réttan stað, tengja hann rétt og um- fram allt; setja á tenginguna rétt stýri- og stillitæki. Á heitu leiðsluna að blásaranum á að setja segulloka, þann loka og mót- orinn sem knýr viftuna á að tengja við hitastilli, sem stýrir því hvenær á að blása og hvenær heitt vatn á að renna inn í blásarann. Í öðru lagi þarf að setja hitastýrð- an loka á bakrennsli vatnsins frá blásaranum sem tryggir að ekki renni of heitt vatn út af honum, í þeim ventli eða öðrum þarf að vera hægt að stilla hámarksrennslið. Ef þetta er gert tryggir það að hitablásarinn vinnur þegar þörf er á og eyðir ekki meira af heitu vatni en nauðsynlegt er. Ef í umhverfi hitblásarans eru mikil óhreinindi vegna þeirrar starf- semi sem þar er þarf að taka blás- arann niður ekki sjaldnar en þriðja hvert ár og hreinsa hann. Umframt allt verður að forðast að „spúla“ hann, taka fram slönguna og láta vaða, því síður að nota þrýstiloft. Með því hafa margir blásarar verið eyðilagðir, þeir þola ekki slíka með- ferð. Það þarf að taka elementið úr kassanum, hella yfir það leysiefni fyrir olíu og önnur óhreinindi, skola það síðan burt með heitu vatni, skola rólega. Alla hitablásara þarf að hreinsa, það safnast óhreinindi í þá hvar sem þeir eru. Og þá er komið að þeirri reg- inskyssu sem gerð er þegar hitablás- arar eru tengdir. Hún er sú að einangra ekki rörið sem flytur heita vatnið að þeim. Margir halda að það sé algjör óþarfi, hitatapið fari út í það rými sem hita á. En sá hiti, sem tapast úr rörinu, kemur að litlu gagni. Varmaafköst blásarans skerðast ótrúlega miðið við hverjar 5°C sem vatnið kólnar áður en það kemur inn í hann. Það er geysimikill munur á hitagjöf blásara sem fær í sitt element 70°C heitt vatn eða 50°C. Niðurstaðan er þessi; setja hita- blásarann rétt upp, tengja hann rétt með rétt völdum stýritækjum, hreinsa hann reglulega eftir því um- hverfi sem hann er í og umfram allt að einangra vandlega rörið sem flyt- ur til hans heita vatnið. Hitablásarinn, lítilsvirt öskubuska Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.