Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. desember 1980 VÍSIR PÖNKARAR A SKÁNl Pönkið kom fyrst fram i Bret- landi 1976. Frumherjar þess þar voru án efa meðlimir hljóm- sveitarinnar Sex Pistols. Þetta var ekki eingöngu ný tónlistar- stefna heldur fylgdi eitt og annað með. Meðlimir Sex Pistols aðhylltust eitthvert litarbrigði anarkismans, réð- ust i textum sínum og i viðtölum gegn samfélaginu, stofnunum þess og borgaralegu siðgæði og gildismati. Vissri árásarhvöt stafaði og af tónlist þeirra og framkomu. Þegar skribentar breskra tón- listarblaða eins og Melody Maker og New Musical Ex- presss skrifuðu um pönkið tengdu þeir uppkomu þess þeim erfiðleikum sem hrjáðu efnahag breska heimsveldisins (og raunar efnahag flestra auðvalds rikja heimsins) upp úr 1974. Efnahagskreppan kom harðast niöur á verkalýönum, innflytj- endum, konum og unglingum. Það var tekið sem sjálfgefið að pönkararnir tilheyrðu verka- lýðsstéttinni, byggju i „slömm- inu” og að pönkiö væri félagsleg og menningarleg endurspeglun á hinum stöðugt versnandi aö- stæðum sem breskur verka- lýður bjd við. Okkur er ekki kunnugt um hvernig tónlistarskribentarnir fóru að þvi aö fá þessa niður- stöðu. Hvort þeir hafi grann- skoðað textana og leitt af inni- haldi þeirra stéttarstöðu pönkaranna, eða farið dýpra og dæmt eftir þvi sem „tónalitet" tónlistarinnar ber með sér (vandræðalegt og vafasamt hugtak er Thodor Adorno hefur leitt inn i umræðu tónlistar- félagsfræðinnar). Þá gerast menn spakir og þykjast túlka eitthvað sérstakt út úr þvi hvernig tónlistin er leikin, hvernig hún hljómar o.s.frv. Vissulega er til nokkurn veginn örugg leið til þess að komast að stéttarstöðu pönkaranna, og þaö er að gera félagsfræðilega könnun á bakgrunni þeirra. Mér vitanlega hefur slik úttekt ekki verið framkvæmd i Bretlandi, og þvi er i rauninni ekkertsem staðfestir fullyrðingar um pönkarana i áðurnefndum dúr. Pönkið breiddist fljótt vitt og breitt út um hinn siði vædda heim og var á flestum vigstöðv- um tekið sem frelsun og tima- bærri tilbreytingu frá þeim praksis að hljómsveitirnar léku á háum hljómleikapöllum nokkra kilómetra i burtu frá áhorfendum, og sköpuðu þannig sambandsleysi milli ílytjenda og hlustenda. Pönkið dró tón- listina niður á mannlegt plan og minnkaði firringu áheyrenda frá tónlistarmönnunum. Pönkinu var einnig tekið sem frelsun af sænskum unglingum. Pönkarar fóru að skjóta upp (mislitum) kollunum hér og þar i Sviþjóð 1977 — og voru ekki mikið frábrugðnir breskum kollegum sinum. Viðbrögð fjöl- miðla hér voru álika hysterisk og í Bretlandi. Þeir lýstu þess- um samfélagshópi sem hættu- lega niðurrifsafli, það þyrfti að efla styrk lögreglunnar og reyna á allan hátt aö búast til varnar. Sú mynd sem sænskur almenningur fékk af pönkurun- um var þvi nokkuð villandi og leiddi þar af fremur óvinsamleg afstaða „Svenssons” til þess- arra unglinga. Nýlega framkvæmdu tveir félagsfræðinemar við háskólann i Lundi rannsókn á pönkinu i Malmö.sem m.a. miðaði að þvi að fá nokkurn veginn hlutlæga mynd af þessu fyrirbæri, og e.t.v. leiðrétta rangar hug- myndir fólks um pönk. Rannsóknin fór þannig fram að þeyst var á hljómleika i Malmö (pönkarar hittast aðal- lega á hljómleikum) og lagður spurningalisti fyrir ungt fólk er bar þess öll merki að vera pönk- arar. Spurt var um atvinnu for- eldra, hvernig þau byggju, og fleira i þeim dúr. Ennfremur var leitast við að fá fram upp- lýsingar um gildismat þessa unga fólks. Þótt rannsókninni sé ekki lokið þegar þetta er ritað má draga ýmsar ályktanir af þvi efni sem aflað hefur verið. Flest bendir til að pönkararnir i Malmö skiptist jafnt upp i verkalýðsstétt og smáborgara- stétt. Þrátt fyrir það að hluti pönkaranna sé úr verkalýðs- stétt er ekki hægt að segja að sænska pönkiö sé endurspeglun á kreppunni ’74—’75, fyrst og fremst vegna þess að hennar varð litt vart i Sviþjóð. Þaö væri hægt að benda á erfiðleika sænska auðvaldskerfisins er skerptust 1979 og leiddu af sér árásir á kjör verkafólks á þessu ári. En sænska verkaiýðsstéttin lifir samt við betri kjör en breskur verkalýður og hefur á 40ára stjórnartima sósialdemó- krata orðið æ móttækilegri fyrir borgaralegri hugmyndafræði. Það væri vafasamt aö fullyrða að unglingar er alast upp i verkalvðsstéttarfjölskyldu hefðu skyndilega tekið upp á þvi að verða stéttarlega meðvitaðri en foreldrarnir, þeyst út á götur og torg tritilóðir yfir árásum borgarastéttarinnar á lifs- kjörin. (Hér er fyrst og fremst átt við ungt fólk, sem enn gengur i skóla). Það skai strax tekið fram, að undirritaður er þeirrar skoðun- ar að vitund mannanna mótist af félagslegum aðstæðum þeirra og stéttarstööu. Hins vegar er ekki rétt að setja jafnaðarmerki milli kreppunn- ar og uppkomu menningarfyrir- bæris eins og pönksins, vegna þess að skyndileg breyting á að- stæðum verkalýðsfjölskyldna til hins verra er um of einhliða skýring. Pönkið á Skáni ber öll merki þess að vera róttækur unglinga- kúltur. „Róttækur” að svo miklu leyti sem unglingar á aldrinum 16—18 ára hafa öölast skilning á þvi samfélagi sem þeir lifa i og gert sér grein fyrir þvi hvernig það starfar hvaöa öfl eru hreyfiásar söguþróunar- innar o.s.frv. Róttæknin birtist i þvi að pönkararnir hafna lifs- háttum „hins venjulega borg- ara” (Svenssons) án þess að hafa fastar hugmyndir um aðra lifshætti. Þeir eru yfirleitt á móti yfirvaldi (auktoriteti). Þeir hafa frumstæða hugmynd um að klær auðmagnsins þrengja sér inn alls staðar og reyna að kaupa upp, og þeir eru á varðbergi gagnvart þessari þróun. Anti-kommersialismi, altzo. Pönkarar eru á móti kyn- þáttamisrétti, kvennakúgun og eru sér meðvitaðir um aðstæður þeirra unglinga sem hætta i skóla eftir skyldunámið og eiga erfitt með að fá góða vinnu. Pönkið er unglingakúltúr vegna þess að flestir pönkarar eru unglingar og hafa leitað til pönksins (að eigin sögn) „til þess að vera maöur sjálfur”, „hverfa ekki i gráan fjöldann”, „gera það sem maður vill, klæða sig eins og manni sýnist sjálfum”. Unglingar finna i pönkinu það „identitetsobjekt” sem þeir eru i leit að þegar þeir eru farnir að fjarlægjast l'or- eldra sina, eru að verða sjálf- stæðir einstakingar með sterka og heilsteypta sjálfsmynd. Á þessu skeiði leitast þeir oftast við að vera andstæður foreldra sinna i flestu, hvort heldur er i klæðaburði, framkomu eða skoðunum. Unglingakúltúrar af þessu tagi eru afar athyglisverö fyrirbæri, en erfiðir i athugun sökum þess að þeir gera „helsti stuttan stans” eins og þar segir. Það væri t.d. gaman að bera saman disco-stilinn og pönkið og spyrja: Hverjir velja hvað og hvers vegna? Slik athugun yrði að taka til greina þá staðreynd, að öll auðæfi samfélags vors „birtast sem gifuriegt safn vara” — og að allt gengur kaup- um og sölum. Það er hægt að ganga inn i íataverslun og kaupa sér sjálfsmynd. Þetta þekkja öll „disco-frik” — einn- fremur þeir pönkarar sem misstu af vagninum og komu inn i stilinn þegar búið var aö kaupa hann upp og gera hann að féþúfu auðmagnseigenda. Svo kann að virðast sem tónn minn i garð pönksins sé fremur föðurlegur, niðrandi eða aö ég sé að gera litið úr þvi. Að ég hljómi eins og gamalmenni sem segi að þetta sé ungt og leiki sér. Mis- skiljið ekki, gott fólk! Það er i sjálfu sér jákvætt þegar ungl- ingar skapa tónlistar- og klæða- stil sjálfir og hafna forsjá þeirra er smekkinn hafa, sem sitja inni i upptökustúdióum og malla saman þá tónlist sem stóru hljómplötufyrirtækin gefa siðan út, eða á teiknistofum og hanna fatnaðinn sem fólk skal klæðast. Það er jákvætt að pönkiö skuli tjá reiði þess fólks, sem gerir uppreisn gegn samfélagi er traðkar á þörf þess til að þroska sjálft sig og „verða einhver” samfélagi, sem gerir þess meira af þvi að ala á fölskum þörfum með þvi og gera sér þessar þarfir að féþúfu. Lundi, 7. desember 1980 Ólafur Grétar Kristjánsson. Ævinlega blessuð, ég vona að séuð ekki stressuð, þótt Sandkassinn hafi ekki verið á sínum stað undanf arnar tvær helgar. En þið sleppið ekki þrjár helgar i röð, ónei, ónei... Nú nálgast jólin óð- fluga, það fer ekki fram hjá okkur sem heyrum útvarp, sjáum sjónvarp og lesum dagblöðin. Allir vilja græða á jólunum, svo auglýsingaflóðið ætl- ar öllum að drekkja. Til að halda sönsum reynir maður að líta á björtu hliðarnar á þessum aug- lýsingum, enda sumar þeirra bráðskemmtileg- ar. Hugsið ykkur bókina, sem er svo stórkostleg, að það neistar af henni. Ég hafði hugsað mér að kaupa þessa bók, en nú þori ég það ekki f yrir mitt litla líf. Ég vil nefnilega ekki eiga það á hættu, að kofinn brenni ofan af mér yfir jólin og þar að auki skulda ég enn ið- gjaldið af brunatrygging- unni. Svo er það önnur bók, sem sagt er að ekki sé hægt að loka, þegar einu sinni er búið að opna hana. Það hlýtur að vera heldur óskemmtileg bók það, hugsið ykkur hvað hún fer illa i hillu. Svo var það Braga- kaff ið, sem allt í einu var komið í jólaumbúðir. Fin- ar og f allegar jólaumbúð- ir — jólaumbúðir, — og nýjar að auki. Það var búið að leggja svo mikla áherslu á umbúðirnar í öllum auglýsingunum, að þetta var farið að hafa á- hrif á mig. Einn daginn, þgar ég var að taka upp nýjan kaffipakka, þá henti ég kaffinu, en tróð umbúðunum í kaffikönn- una og hellti svo upp á. Það varð vont kaffi. Það er oft erfitt að fljúga til ísafjarðar. Eitt sinn sem oftar var Flug- leiðavél að sveima þar Gisli Sigur- geirsson, blaðamaður Visis á Akur- eyri, skrifar yfir, en gat ekki lent vegna snjókomu. Jakob Hjálmarsson, sóknar- prestur þeirra ísfirðinga, vék sér þá að afgreiðslu- mönnunum og spurði, hvort hann gæti nokkuð hjálpað, þvi mikið annriki var á afgreiðslunni. — Néi, nei, sögðu þeir, og glottu við. Rétt í því glaðnaði ögn til og vélin skellti sér niður á völlinn. Þegar vélin var að renna upp að flugstöðinni sagði Jakob grafalvarlegur við afgreiðslumennina: — Þið látið mig bara vita ef ég get hjálpað eitthvað meira!! Ég sagði ykkur í sumar f rá manninum, sm féll ofan af háhýsinu. Þegar hann fór fram hjá níundu hæðinni heyrðist hann tauta: — Níu eftir, enn gengur allt vel. Taldi ég þetta mikinn bjartsýn- ismann og ekki að á- stæðulausu. Hann lifði nefnilega af fallið þótt ó- trúlegtsé, Hann lést ekki fyrr en hann kom niður. Og svo var það aug- lýsing sem ég heyrði í út- varpinu áðan: ,,Halldórá Skólavörðustíg spyr: Ertu með úr?" Bjartsýnn maður hann Halldór. Það væri fróðlegt að vita hvort hann hefur fengið einhverjar undirtektir. Fyrirsagnir á íþróttasíðum dagblað- anna eru of t á tíðum held- ur stórslysalegar, sam- anber eftirfarandi fyrir- sagnir í íþróttablaðauka Vísis í fyrri viku: „Ragnar meiddist á hné... Einar meiddist illa.. Gísli meiddur.... Ármanns-strákarnir rassskelltir.... Framarar fórnarlömb Víkinga.... Þrír markverðir á sölu- lista". Daginn eftir mátti svo lesa, að Karl Þórðar- son væri á leiðinni „undir hnífinn", og er hann ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem fer þá leiðina, Já, góð íþrótt er gulli betri og gefur svo hraustlegt og gott útlit. Þetta var aldrei burðugt né bætandi, enda byggt á sandi, sagði skáldið. Vegna fjölda áskorana læt ég öðrum sandinn eftir með nýju ári. Óska öllum gleðilegra jóla, árs og f riðar. Bless.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.