Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 6
6 ífiéttaljósinu VlSIR Laugardagur 20: dtesember'1980 Státurhúsið Hraðar hendur, eða alþingi rétt fyrir jólaleyfi „Það er svo langur vegur frá því að hér séu ástunduð vitræn vinnubrögð", sagði einn þingmaðurinn viö blaðamann i gær, þegar talið barst að þeim hraða sem nú er á afgreiðslu mála á alþingi. Framan af vetri virðist þingið vera hin mesta ró- legheitastofnun, en þegar nær dregur jólaleyfi þing- manna verður fjandinn laus, og lagafrumvörp af- greidd með þvílíkum hraða, að þingmenn hafa varla undan að rétta upp hendur. Þegar maður ber augum þessi vinnubrögð, fer ekki hjá því að sá grunur læðist aö manni, að ekki séu öll atkvæði greidd að vel í- grunduðu máli, — að þing- menn hafi jafnvel í sumum tilfellum ekki hugmynd um hverju þeir eru að játa eða neita. Blaðamaður Vísis tók formenn þingf lokkanna tali í gær og spurði þá álits á þessum vinnubrögðum. Þó að miklar annir séu á alþingi þessa dagana, veröa þingmenn þó að annast sinn skerf af jólaundirbún ingnum. Hér má sjá Halldór Blöndal skrifa jólakort i grið og erg. Sighvatur Björgvinsson: „Lang- samlega mesta vinnan fer fram i þingnefndum”. Ólafur Ragnar Grimsson: „Menn hafa staðið sig vel þótt vinnu- álagiö hafi verið mikið”. Sighvatur Björgvinsson: 99Þetta er eðlilegt” „Það er eðlilegt að mörg mál komi nú til afgreiðslu á skömm- um tima og i rauninni ekkert við þvi aö gera”, sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins. „Þetta gengur allt fyrir sig á hefðbundinn hátt, — málin hafa verið i nefndum siðan i haust og verið send út til umsagnar. Þau koma siðan á svipuðum tima til afgreiöslu. Sumum hættir til aö halda, að málin séu sýnd á haustin og siðan sofi þingmenn þangaö til jólafriið nálgast, og þá sé rokiö upp til handa og fóta og málin afgreidd á færibandi. Þetta er ákaflega skökk mynd af þingstörfunum þvi langsamlega mesta vinnan fer fram i þingnefndunum og þar hafa málin fengiö mikla umræðu. Annars er þetta rólegra núna en á mörgum fyrri þingum og það eru ekki mörg mál sem verið er að sýna i fyrsta skipti. Það sem er fyrst og fremst ámælisvert við þessa hröðu afgreiðslu fyrir jóla- leyfi, er þegar rikisstjórnir leggja fram mál rétt fyrir jól og heimta afgreiðslu. Þá er það ekki fyrst og fremst ámælisvert að málin séu ekki rædd nægilega á þingfund- um, heldur hitt, að þau fá ekki nægilega umfjöllun i nefndum. Hin einstöku mál eru rædd meira á þingfunduitihér hjá okkur heldur en á þjóðþingum annarra landa, og ég held að þar skorti ekkert á”. Páll Pétursson: „Verk tekur þann tíma, sem til þess er ætlaður” Ólafur Ragnar Grímsson: ,Skorpan staðlð lengur en venja er til’ „Þetta eru venjuleg vinnubrögð og i sjálfu sér ekkert athugavert við þau”, sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsókn- arflokksins. „Málin hafa verið lengi i bigerð i nefndum og flest þeirra hafa verið þaulrædd i þingflokkunum, þannig að ég vona, að ekki verði fljótfærnisbragur á afgreiðslu þeirra”. — En eru ekki dæmi þess, að mál hafi klúðrast vegna þess að þau hafa verið keyrð á of miklum hraða i gegnum þingið? „Það kann vel að vera, en ég þekki lika dæmi þess að mál hafi klúðrast þó þau séu afgreidd hægt. Hitt er svo annað mál, að það mætti vel jafna afgreiðslunni meira niður á þingtimann. Ann- ars gildir hér það lögmál Parkin- sons, að verk tekur þann tima sem til þess er ætlaður. Mérfinnst hlutirnir hafa gengið betur fyrir sig núna en oft áður, — að minnsta kosti man ég eftir þvi, að oft hefur meira verið ógert 19. desember en nú er”. „Það má auðvitáð skoða það hvort nauðsyn sé á breyttum vinnubrögðum, en ég held að það sé bæði óhjákvæmilegt og eðli- legt, að mörg mál komi til af- greiðslu á sama tima”, sagði Ólafur Ragnar Grimsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins. „Ég held ekki, að það sé mikil hætta á þvi, að mál séu afgreidd af einhverri fljótfærni, enda hafa þau hlotið itarlega umfjöllun i nefndum. Meginhluti þeirra mála, sem nú eru til afgreiðslu þurfa heldur ekki mikinn tima i þinginu, þvi um er að ræða framlengingu laga sem þegar eru i gildi og staðfest- ingu bráðabirgðalaga. Það er minna um ný frumvörp. Annars hefur þetta gengið fyrir sig með hefðbundnum hætti og menn staðið sig vel. jiótt vinnuá- lagið hafi verið mikið. Skorpan hefur lika staðið i tvær til þrjár vikur og er þvi mun lengri en venja er til”. Páll Pétursson: „Mál geta kiúðr- ast þó þau séu afgreidd hægt”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.