Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 16
VlSIR wmmimmsm Sr. Jakob Jónsson fagnar mér einsog góðum gesti, sem ég þó efast um, að ég sé. Það hafði kostað fortölur að fá að koma og taka viðtal. „Þeir, sem þekkja til min, hafa heyrt allt áður og hinir, þeir hafa engan áhuga", sagði hann. Var þó ekki þurr á manninn heldur gamansamur. Ekki eins og prestur, heldur eins og sá kankvfsi maður, sem hann reyndist vera. Fyrir f lest viðtöl er hollt að setjast niður, athuga sinn gang, viða að sér upplýs- ingum um manninn, lesa eitthvað, sem hann hefur skrifað, spyrjast fyrir. Hafa tilbúnar spurningar. í þetta sinntók ég þó kann kostinn að ganga beinttil verksins. Vissi auðvitað hitt og þetta um sr. Jakob. Prestssonur austan úr Álftafirði, (föður hans er getið í Grikklandsári Laxness og fær þar betri dóm en f lestir), — vigður prestur 1928, hélt áfram námi erlendis og skrifaði ritgerð um háö og kímni i Nýja Testamentinu, prestur við sókn þeirrar miklu Hallgrimskirkju, vinsæll. Bróðir Eysteins, faðir Svövu og Jökuls, skrifar sjálfur bæði leikrit og Ijóð, auk fræðilegra rita. Sestur í helgan stein enda kominn hátt á áttræðisaldurinn. Þessar upplýsingar lét ég nægja. Best að koma honum og sjálf um sér að óvörum. Næstbyggja þeir á Búlandstindi Hann kom mér á óvart. Einhverra hluta vegna haföi ég gert mér i hugarlund, að hann væri stærri, imynd hans var slik. Hann reyndist vera meðalmaður á hæð. Kvikur og grunnt i hlátur- inn. Hann býr i blokk i Gerðunum og út um gluggana blasa við aðr- ar blokkir, þó sýnt sé til sjávar með lagni. Ég dáist að húsakynn- unum, þau eru óvenjuleg fyrir þær sakir að vera á tveimur hæðum. Sr. Jakob býðst til að sýna mér um, segir kosti og galla, en unir þó ljóslega glaður við sitt. Bendir út um gluggann á aðra blokk og segir: — „Þetta hús var byggt sérstaklega fyrir gamalt fólk. Ég yrði ekki hissa, þótt þeir byggðu næst á Búlands- tindi fyrir gamla fólkið. Það er enginn leikur fyrir gamla og gigt veika að komast fótgangandi heim til sin, að þurfa að ganga upp þessar brekkur. Það var þó haft vit á þvi, þegar Grund var byggð, að hafa hana á sléttlendi.” Eldri en hvað? Hann heldur áfram: Mér finnst það asnaskapur að tala um eldra folk — eldraen hvað? 1 árs? Þess vegna segi ég bara gamalt fólk. Þaö er eðlilegt að aldri fylgi lasleiki, einangrun og ýmsir eriðleikar. En mér hefur fundist það eftirtektarvert, að þá erf- iðleika á alltaf að lækna með skemmtunum. Nú til dags á að laga allt með skemmtunum. Það á að laga æskulýðinn með skemmtunum, tómstundir fólks eiga að vera skemmtanir, erf- iðleika ellinnar á að lækna með skemmtunum,. Ekki þannig, að ég hafi neitt á mðti skemmtunum, bætir hann viö afsakandi og hlær svo: Ég var sjálfur mesta dans- fifl, en fullur hef ég aldrei orðiö, drekk ekki áfengi. A ég að segja þér hvers vegna? Vegna þess, að ég er hræddur við það. Ég er jafnhræddur við það og ég væri, ef ég ætti að kasta mér fram af Hallgrimskirkjuturni. Ég hef vitað marga minnka við að neyta áfengis, en ég veit ekki um neinn sem hefur vaxið við þaö. Áður fyrr voru aumingjar og sjúkling- ar hirðfiflin i sveitunum, einfeldningarnir. Nú er þaö til allrar hamingju liðin tið, aö svo sé, en nú eru það áfengissjúkl- ingar, sem hlegiö er að. Nú eru þeir hirðfiflin, en ég stend við þaö, að þetta er voðalegur sjúkdómur. — En við vorum að tala um gamla fólkiö, heldur sr. Jakob áfram. „Það er svo margt annaö, sem mætti gera en aö skemmta þvi. Hjálpa þvi að ná i bækur, aðstoða við heimilisstörf- in. Nú er alltaf verið að rægja heimilisstörfin, alvcg eins og ver- ið er að rægja hjúskap, rægja jólin.Blöðin birta myndir af fólki við störf i frystihúsum, það er lika virðingarvert starf, en þvi ekki að hampa heimilisstörfum?” „ Ég er bara verkamaður" Sr. Jakob er mikiö niðri fyrir, en hann nöldrar ekki. Hann talar af sannfæringu hins réttláta. „A ég aö segja þér eina sögu?” spyr hann. Einu sinni kom til min maður og bað mig um að gifta sig og unnustu sina. Ég vildi auðvitað gera þaö og fór að spyrja um stöðu hans og fleira. Hann sagði, ég er nú bara verkamaður. Ég man ekki eftir þessu sjálfur, en þessi maður, hann segir mig hafa sagt, ef þú getur ekki borið meiri virðingu fyrir starfi þinu en svo, að þú þurfir að bæta við það ein- hverju smækkunarorði, geturðu ekki ætlast til, að aðrir beri virð- ingu fyrir þvi heldur. Upp frá þessu hætti þessi maður að kalla sig bara verkamann.” Við erum á neðri hæðinni, raunar á leiðinni upp i vinnu- herbergið hans. Presturinn situr á pianóbekk, sem er örlitið of hár, þannig að tærnar gera ekki meira en rétt nema við gólfið, svo hann sveiflar fótunum eins og smá- strákur og gantast við frú Þóru sina, sem eins og finnst óþarfi, að hann skuli vera að þessu. Presturinn heldur áfram að segja mér sögur: „Þegar ég var smástrákur kom ég einu sinni hlaupandi inn á forugum skónum og sporaði nýþvegiö gólfið. Móðir min sá til min, en hún skammaði mig ekki, hún skammaði okkur aldrei. Hún benti mér á sporin á góifinu og spurði hvort ég vissi hvað ég hefði gert? Já, ég vissi það, ég hafði óhreinkað gólfið. Og þú hefur gert meira. Þú hefur sýnt stúlkunni, sem skúraði það, mikla óvirðingu með þvi að eyði- leggja verk hennar. Hún gegnir sinu starfi hér og á jafnmikla virðingu skilið og ég og pabbi. þinn. Þetta sagði hún og ég skammaðist min og ég gerði þetta ekki aftur. Ef hún hefði bara skammað mig, hefði ég eflaust hlaupið inn aftur á skitugum skónum einhvern timann aftur. Þessa sögu sagöi ég nýlega i barnatima útvarpsins.” Bækurnar úr balanum Við færum okkur upp á loftið, þar sem sr. Jakob hefur vinnu- herbergið sitt. Þar eru myndir á veggjum, ein úr kirkjunni á Hofi i Alftafirði, þar sem hann fæddist, önnur frá Hornafiröi og önnur af likani Hallgrimskirkju, þar sem hann þjónaði áratugum saman. Þarna er þurrkuð jurt frá Getsemane, Kristur á krossinum, skirnarmynd eftir Rikharð Jónsson. Einn veggur er þakinn bókum, hluti mikils bókasafns. Nýjar bækur og gamlar. „Littu á, þetta allt gaf tengda- faðir minn okkur”, segir sr. Jakob og bendir á raðir gamalla rita i fallegu skinnbandi. „Hann var verkamaður og múrari, en hann keypti aðeins góðar bækur og lét binda inn og timarit, sjáðu, hér er Skirnir og Andvari, allt fagurlega bundið. Hann kom einu sinni með bala, og haföi breitt yf- ir hann teppi og bað mig að hjálpa sér aö bera þetta upp stigann. Og þegar viö komum upp, tók hann teppiö af og þá var balinn fullur af þessum bókum. Hann var orðinn aldraður, tengdafaöir minn, og vildi gefa okkur þetta.” — „Við Þóra og börnin lika höfum haft ómælda ánægju af þessu. Timaritin eru svo fróðleg, i þá daga var gert ráö fyrir að fólk hefði áhuga og tima til að lesa langar greinar um efni, sem oft var mjög þungt og fræðilegt. Það var ekki verið aö fleyta ofan af. Liklega hafa þeir gert meiri kröf- ur til lesendanna, ekki vanmetið þá.” Nú hefst viðtalið! Sr. Jakob sest bak við skrif- borðið sitt og veit að ég ætla að taka við hann viðtal. Veit ekki, að ég er búin að svindla á honum með þvi að leggja á minnið það, sem hann hefur þegar sagt. Nú tek ég upp blað og blýant og set mig i réttar stellingar. En hann fer ekki i neina viðtalsstellingu. Það væri mikill misskilningur að halda það. Ég kemst reyndar að þeirri niðurstöðu áður en yfir lýkur, að þessi maður setji sig aldrei i neinar stellingar, komi einatt til dyranna eins og hann er klæddur. Sumir prestar, einkum þó af yngri kynslóö, gera sér far um að vera svo ofur prestlegir, segi ég og voga mér að segja, að mér finnist hann ekki prestsleg- ur, bætti þó við, að það séu reyndar gullhamrar. Þá hlær sr. Jakob og segir, að þetta hafi nú verið sagt við hann áður. „En veistu það, aö mér finnst Guð ekkert hátiðlegur, það er kannski þess vegna. Faðir minn, sem var lika prestur, talaði með sama tón, hvort sem hann var staddur úti á túni við heyskap eða fyrir alt- arinu”. Að vera frjálslyndur Og þú hafðir orö á þér fyrir að vera frjálslyndur prestur. Hvað er það? „t sambandi við guðfræði, hef- ur þetta orð tvenns konar merk- ingar. t fyrsta lagi er átt við þýska liberalismann, sem var andsnúinn rétttrúarstefnu. Frammámenn þessa liberalisma hneigöust nokkuð til efnishyggju. En okkar frjálslyndi var frábrugðið þvi, sem var i Þýska- landi og á Norðurlöndunum og tók annan svip hér. Að vera frjálslyndur þýðir einfaldlega að lita svo á, aö lúterska kirkjan þoli fleiri sjónarmið en eitt. Þetta er bara að viöurkenna annarra sjónarmið, likt og i stjórnmálum. Ef ég sæti á Alþingi og væri þar i flokki, kynni ég eflaust að álita, að hinir flokkarnir væru verri, að það kynni að vera jafnvel stór- skaði að sjónarmiðum þeirra, en ég viðurkenni þau samt sem áður. Oft hafa sértrúarsöfnuðir skorið sig sjálfir frá kirkjunni. Tökum sem dæmi ágreining aðventista og lútersku kirkjunnar um það, hvort hvildardagurinn eigi að vera á laugardegi eöa sunnudegi. Mér er persónulega alveg sama um það, en ég sé enga ástæöu til að rjúfa hefðina. Stemmning fyrir hákirkju — „Annars held ég mig vita, hvaö þú átt viö, þegar þú talar um prestlega presta yngri kynslóðar- innar. Þú ert að tala um hákirkju og þaö er rétt, að það virðist vera hér vaxandi stemmning fyrir hákirkjuhreyfingu. Hún hefur sina kosti. Hjá hákirkju er áhersla lögð á form, athafnir og það er svo sem gott og blessað. En litt’á, hættan er þessi: Viö hugsum um Krist bæöi sem mann og sem upprisinn drottin. Hákirkjan hefur tilhneigingu til að aðskilja þetta tvennt, hún miðar að visu viö upprisinn drott- inn og það gerum við auðvitað allir, en sýnir hinum lifandi Laugardagur 20. desember 1980 Laugardagur 20. desember 1980 VÍSIR manni, Jesú, þvi miður minni áhuga. Um form er það aö segja, aö ef það veröur of rigneglt, fær einstaklingurinn minna svigrúm. Ég hugsa um messuna sem helgi- leik, samtal drottins og safnaðar. En einn af göllum hákirkjunnar er að hún hneigist til gamalla forma, hafa messuna nákvæm- lega eins og hún var einhverntima i fyrri tið. Mér er svo sem alveg sama, en segi þó eins og einn kollega minn: Mér er sama, ef messan ætti þá aö fara fram á forngripasafninu, svona sem sögulegt rannsóknarefni, til að kanna hvernig hún var i eina tið. Það skiptir ekki máli hvort jatan er úr grjóti, grasi eða gulli, aöalatriðið er að hjal barnsins, sem liggur i henni, heyrist. Það einkennilega er að innan ka- þólsku kirkjunnar eru menn að sveigja til alþýðlegri forma en verið hefur.” Jólaha Idið Við förum að tala um jólin. Sr. Jakob spyr mig, hvort ég hafi les- ið formála Guðmundar Finn- bogasonar að ljóðum Einars Benediktssonar. „Hann segir þar, að ljóð þurfi að lesa innan frá til að kynnast þeim”, segir Jakob, þegarég svara neitandi og heldur áfram: „Þetta á lika við um jólin, um trúna. Og það er gagnslaust að meta jólin eftir þeirra ytra borði. En nú er alltaf verið að bölsótást út i jólagjafir, en littu á, — hvenær sérðu eins margt fólk á ferli hér i Reykjavik, sem er aö leita að einhverju til að gleðja aðra með? Allir sýna viöleitni til þess, að enginn verði útundan. Það er leitað að einhverju heppi- legu til að auka gleði annarra. Og það er fárast yfir þvi að fólk vilji prýða i kring um sig á jólun- um, blöðin kalla jólaskraut gling- ur. En hvað er glingur og hvað ekki? Minning um jólatré, jóla- ljós.er oft það, sem hæst ber i bernskuminningunni. Og hvers vegna megum við ekki láta það eftir okkur aö vera börn, hvers vegna eigum við að þykjast vera þroskaðri en við erum? Ég hef verið prestur lengi og skirt og gift á jólum, bæði i kirkju og i heimahúsum. Og sungið margar jólamessur og ég fullyrði að jólahaldið snerti djúpar rætur, að kjarni jólanna lifi, þrátt fyrir breytt ytra borö þeirra. Maður er aldrei hlutlaus Þú flýrð ekki umhverfið. Það er t.d. ekki hægt að setjast niður og ákveða hvaða trú maður vilji aðhyllast. Það er álika fáránleg dægrastytting og að velta vöng- um yfir þvi, hvort maður eigi nú að setja út spaðaáttu eöa tigulniu, eins og verið sé að leggja kapal. Maður er aldrei hlutlaus, þvi við ölumst upp við visst trúboð. En munur er samt á trúarbrögðum. Sjáðu, einu sinni spurði ég mann frá íran, hvort hann vildi láta kalla sig Múhameðstrúar- mann eöa Muslim. Hann sagðist vera Muslim. Munurinn er þessi, á okkur og þeim. Múhameð er ekki aðalatriðið. Kóraninn er aðalatriðið, hann er þeirra opin- berun og Múhameö er aðeins flytjandi hennar. En hjá kristnum mönnum er þessu öfugt farið. Biblian er ekki Guðs orð, eins og oft er reyndar sagt, heldur ér i henni að finna guðs orð. Hjá kristnum mönnum er Jesús Kristur opinberunin og Biblian segir frá honum, uppruna hans, komu hans og áhrifavaldi. Jólin eru hátið Krists. Þess vegna skipta þau svo miklu máli. Það koma fram aðfinnslur á þau, en þaö erum við, sem eigum að taka þau til okkar, okkur er ábótavant, ekki opinberuninni. Sköpunarsagan er ekki náttúrufræöi „Þegar rætt er um trúmál og kenningar, er það oft gert af undarlegri fávisku. Hugsaðu þér, ef við ættum að búa að þeirri landafræðiþekkingu alla ævina, sem við fáum i barnaskóla? Það dettur engum i huga að sé hægt. En þetta virðist eiga við um trúmál. Það vantar fræðslu. Tök- um sem dæmi þessa umræðu, sem verið hefur í blöðum um þró- unarkenningu Darwins og um sköpunarsöguna. Þetta eru eins og raddir úr dauðsmanns gröf svona 100 árum á eftir timanum. Littu á, við getum sagt þrennt um þróunarkenninguna: i fyrsta lagi: það er ekkert að marka hana. 1 öðru lagi: þetta eru réttar niðurstöður á raunvísindalegum rannsóknum og i þriðja lagi: þetta er gagnleg vinnukenning, en ekki pott-þétt. En þaö er alveg sama, hvaða afstöðu þú tekur til þróunarkenningarinnar, það er aldrei hægt að nota hana sem sönnun, með eða móti tilveru Guðs. Og hún kemur sköpunar- sögunni ekkert við.” Hér gerir sr. Jakob hlé á máli sinu til að hlæja og rifja upp gamla sögu, „þetta er vist farandsaga, en hana hef ég heyrt heimfærða til dr. Olafs Danielssonar og Kjarvals. Þeir áttu að hafa hist niður við höfn og Kjarval sagðist vera með reikningsdæmi handa Ólafi. Þrautin var svona: Það er skip á hafi úti, statt á svo og svo miklu dýpi, á þessari breiddar- og lengdargráðu og Kjarval þuldi einhverjar tölur upp meö þessum alvörusvip, sem hann sétti stund- um upp. Loks spurði dr. Ólafur: Já, og um hvaö er spurt? Kjarval segir: Hvað hét kokkurinn? Tölur og mælingar leystu ekki þá gátu. — „Littu á, sá sem skráir sköpunarsöguna eftir gömlum helgisögnum og ritum, hann skrifar innan þess ramma, sem samtið hans gefur honum. Og auk þess á þungu skáld- skaparmáli. Sköpunarsagan er trúarljóð, en engin náttúrufræði, fremur en t.d. ljóðið Norðurljós eftir Einar Benediktsson eða Fjallið Skjaldbreiöur eftir Jónas Hallgrimsson. Þar stangast t.d. ýmislegt á. Það eru tvær sögur i Mósebók, i annarri skapar Guð dýrin á undan manninum, i þeirri seinni skapar hann manninn á undan þeim. Þannig eru margar mótsagnir i Bibliunni. Pétur og Páll eru t.d. alls ekki alltaf sam- mála. En sannleikurinn þurfti beggja viö. Og bókstafstrú er hættuleg, hún olli m.a. einum svartasta bletti islenskrar kirkju- ' sögu og þar á ég við deilurnar i Islendinganýlendum vestan hafs. Nei, það þarf miklu meiri menntun á þessu sviði, ekki aðeins i kristnum fræðum, heldur til að auka skilning á þvi, að trúin verður ekki aðskilin frá lifinu sjálfu. Lofaðu mér aö lesa fyrir þig úr bréfi, sem ég fékk frá Jökli syni minum, rétt áöur en hann dó: Hann var að óska mér til hamingju meö leikrit. um trúar- legt efni og hann skrifar: „Það er allt önnur afstaöa til religiösra hluta nú og reli- giöss efnis, eða öllu heldur, fólki er orðið ljóst, að i þessu efni er ýmislegt annað en religion”. Þetta skrifar hann mánuði áður en hann deyr. Hann notar orðið bæði i þröngri merkingu og þeirri viðu. En það má ekki gerast, að trúin einangrist frá lifinu i heild. Það er deild viö háskóla i Kanada, sem fjallar um saman- burðartrúfræði. Þaöan verður enginn doktor, t.d. i Muslim, án dvalar i landi, þar sem sú trú viðgengst. Til að læra hvernig hún er i reynd. Og þvi má bæta við, aö þvi meiri kynni sem maður hefur af trú, þvi meiri virðingu hefur maður gagnvart henni. Ég veit þaðekki' Sr. Jakob hefur farið viöa og kynnst mörgu fólki af ýmsum trúarbrögðum. Hann talar um það allt af virðingu, að þvi er virðist af ótakmörkuðu umburöarlyndi gagnvart öðrum guðum. Það umburðarlyndi virðist hafa styrkt hans eigin trú á guö, „sem elskar lika þá, sem ekki trúa á hann.” „Sumir spyrja, þegar þeir heyra um vonda atburði og illvirki, hvernig getur guð verið til? En ég,” segir sr. Jakob, „spyr öfugt. Getur þetta verið til fyrst Guð er til? Þaö eina sem ég veit að er til, er Guð. Ég get hugsaö sem svo, að það sé mis- skynjun, að þú sitir hér á móti mér, aö það sé draumur eða óráð — tilvera guðs er mér raunveru- legri.” Hvernig stendur þá á þvi illa? „Það illa? Er það djöflinum eða höggorminum að kenna? Ég veit ekki hvernig stendur á þvi. Mót* læti þroskar, en við vitum ekki hvers vegna það er fyrir hendi. Mér dettur i hug setning, sem Haraldur Nielsson sagði einu sinni, ég veit ekki hvort ég hef hana rétt eftir, en hann sagði eitthvað á þá leiö, að hvað sem öðru liöi, þá hefur hið illa aldrei holdgast eins og það góða gerði i Kristi. Þessa setningu þykir mér afskaplega vænt um. Og þegar ég er spurður, hvers vegna það vonda sé til, þá segi ég bara, ég veit það ekki. Það er engin vansæmd i þvi. Þegar raunvisindamaöur segir: ég veit það ekki, gerir það honum ekkert til. En ef guðfræðingur segir: ég veit það ekki, þá er hann ásak- aður. Veistu hvers vegna ég held þaö sé? Ég held það sé siðan kirkjan var einræðisvald. Hún mátti ekki hafa rangt fyrir sér, mátti ekki viðurkenna fávisku neins staðar, um leið og hún sagði: ég veit þaö ekki, gaf hún einstaklingnum svigrúm.” Viögetum verið hreinskilin Allar götur liggja til Rómar. Hjá sr. Jakob leiða öll orð aö frelsi, svigrúmi handa einstak- lingnum. Virðingu fyrir sjálfstæðri hugsun. Mér verður hugsað til barna hans og Þóru, sem hafa haslað sér völl hvert á sinu sviði, Jökull heitinn, Svava og hin þrjú, Guörún Sigriður i Kaupmannahöfn, þar sem hún vinnur að útgáfu sýnibókar i irönskum bókmenntum, Þór, sem er doktor i veðurfræði við veöur- stofuna hér, og Jón Einar, heildsali og lögfræðingur i Garðabæ. Það er kominn ljósmyndari, sem tekur margar myndir af sr. Jakobi, einum, nokkrar af þeim báðum hjónum með þvi skilyrði Þóru aö þær birtist ekki. Þau taka yfir axlirnar hvort á öðru, þegar myndin er tekin. Samtalinu er lokið, ég spyr hann hvort hann vilji fara að losna við mig. „Já”, svarar hann að bragði, en kankvis og bætir viö til ljós- myndarans: „Við getum verið hreinskilin hvort viö annað”. En það tekur langan tima aö kveðja. Við tölum um jólin, sem sr Jakob segir skipta máli, ekki sist vegna þess, að þá megi nálgast Krist, sem lifandi mann meira en á öðrum árstimum. Um Guð, „Hann hefur meiri trú á mönnunum, en mennirnir á hon- um”. Um fjölskylduna þeirra og útsýniö út um gluggana og svo kannski aftur um Guö. Flest segja þau bæði brosandi og hann án prestlegheita. Kristindómur- inn og lif i blokk verða ekki að- skilin hér. Meö þaö kveöjum við ljósmyndarinn. — Ms. TEXTI: MAGDALENA SCHRAM MYNDIR: ELIN ELLERTSDOTTIR m-A „MER FINNST GUÐ EKKERT HATIÐLEGUR — segir séra Jakob Jónsson „Sumir spyrja, þegar þeir heyra um vonda atburði og illvirki, hvernig getur Guð verið til? En ég spyr öfugt. Getur þetta verið til fyrst Guö er til?” „Nú er alltaf veriö aö bölsótast út f jólagjafir en littu á —hvenær séröu eins margt fólk sem er aö ieita aö einhverju til aö gleðja aöra meö?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.