Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 20
2Ö LnUgardagur' 2«. desember 1980 VtSIIt Úro- og skartgripaverslunín TÍMADJÁSH Grímsbæ Fossvogi Sími: 39260 Tökum i umboðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Skíéi? Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MED SKI'ÐA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI m GRENSÁSVEGI50 108 REYKJA VÍK SÍMI: 31290 Morðingi Lennons: „Hef bæði góða og slæma hlið*’ „Samband hins pólitiska laun- morðingja við fórnarlamb sitt er mjög náið þó það sé einhliða. Morðinginn tilvonandi fylgist gaumgæfilega með fórnarlamb- inu og binst þvi traustum bönd- um.” Þannig ritaði sagnfræð- ingurinn Christopher Lasch um pólitiska ofbeldismenn en hann hefði sem hægast getað verið að lýsa Mark David Chapman, manninum sem myrti John Lenn- on. Chapman hafði frá blautu barnsbeini fylgst með ferli Lenn- ons og sálfræðingar telja liklegt að á endanum hafi hann verið far- inn að lita á sjálfan sig sem Lenn- on. Chapman, sem nú er 25 ára, ólst að mestu upp i borginni At- lanta og þar gekk hann i skóla- hljómsveit sem stældi Bitlana eins og aðrar skólahljómsveitir á þeim tima. Hann fiktaði við fikni- efni og tók LSD þegar hann var aðeins 15 ára gamall. Foreldrar hans snerust mjög ákveðið gegn fikniefnanotkun hans svo og að- dáun hans á Bitlunum, bönnuðu honum að hlusta á plötur þeirra og leituðu reglulega i herbergi hans að hinum forboðnu gripum. Einhverju sinni er móðir hans hafði bannað honum að læsa að sér skrúfaði Chapman hurð her- bergis sins af hjörunum og lagði hana svo frá sér niðri i eldhúsi heimilisins. Hann var mjög and- snúinn valdsboði foreldranna og allra yfirvalda, slóst við yngri systur sina og strauk nokkrum sinnum að heiman. Allan timann var hann hrifnastur af John Lennon af öllum mönnum, hinum uppreisnargjarnasta meðal Bitl- anna. Þrátt fyrir þetta var hann viðast hvar vel liðinn og Tonv Ad- ams, framkvæmdastjóri KFUM- heimilis þar sem Chapman starf- aði, sagði nýlega: ,,Ef ég hef nokkurn tima hitt mann sem hef- ur viljað öllum vel, þá var það Chapman”. Eftir að hann skaut Lennon sagði Chapman: „Ég hef bæði góða hlið og slæma hlið. Slæma hliðin er ekki stór en stundum tekur hún yfirhöndina og þá geri ég slæma hluti.” Til að byrja með virtist góða hliðin hinni slæmu yfirsterkari. 1973 lauk hann prófi frá menntaskóla, „High school”, og fór þá að starfa af fullum krafti fyrir KFUM, gekk jafnvel svo langt að láta árið 1975 skrá sig sem trúboða til Libanon. Hann batt miklar vonir við ferðina þangað en stuttu eftir að hann komst til Beirut braust borgara- styrjöldin út og hann varð að snúa heim aftur. Eftir þessi miklu von- brigði var honum fengið það starf að skipuleggja aðstoð við viet- namiska flóttamenn og ber sam- starfsmönnum hans saman um að hann hafi látið sér mjög annt um örlög fólksins. Slæma hliðin lætur að sér kveða. Slæma hliðin fór að láta að sér kveða ári seinna en þá fór gamalt ástarævintýri út um þúfur. Hann hætti i Presbýteraskóla i Tennessee eftir eina önn og hóf þá störf sem öryggisvörður i Atlanta en fluttist fljótlega til Hawaii. Þunglyndi sótti að honum, bæði vegna ástamálanna og yfir- vofandi skilnaðar foreldranna, og hann reyndi að fyrirfara sér en án árangurs. Eftir það vann hann ýmis störf i stuttan tima i senn. Um tima virtist brá af honum, hann fékk þá fé hjá föður sinum til að ferðast kringum hnöttinn og i júni 1979 gekk hann að eiga Gloriu Abe, fallega stúlku af jap- önskum ættum. Þó Chapman hefði varla nema miðlungskaup sem öryggisvörður virðast hjónin hafa átt næga peninga og Chap- man fór að dunda sér við nýtt áhugamál, listaverkasöfnun. Hann keypti ýmis dýr verk og i fyrra m.a. mynd eftir Norman Rockwell sem kostaði 7500 doll- ara. Likt og tónlistin áður frr varð myndlistin nú allt lif hans, hann hékk klukkustundum saman i söfnum á Hawaii og skoðaði myndir. Einhvern tima i október tók slæma hliðin stjórnina i sinar hendur. 23. þess mánaðar hætti Chapman i vinnunni og skrifaði nafnið JOHN LENNON i skýrslu- bók fyrirtækis sins við skilnaðinn. Fjórum dögum siðar keypti hann sér Charter Arms 38. caliber skammbyssu en þá tegund nota rannsóknarlögreglumenn og einkaspæjarar mikið vegna þess að auðvelt er að leyna henni. Þessa sömu tegund notaði Arthur Bremer árið 1972 til að skjóta George Wallace og dálkahöfund- ur Sun-Times Mike Royko, stakk kaldhæðnislega upp á þvi við framleiðendur byssunnar að þeir auglýstu eftirleiðis vöruna sem „Byssan sem náði Wallace og Lennon”. Miklar umræður fara nú fram i Bandarikjunum um byssueign landsmanna en nefna má að Ronald Reagan, forseta- efni, hefur snúist harkalega gegn skammbyssubanni,, „Það eru ekki byssurnar sem drepa, heldur HÖFUM FENGIÐ JÚGÓSLAVNESK TRÉHÚSGÖGN í MIKLU ÚRVALI: BORÐ OG STÓLAR Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Sími 10600 /a aaáá J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.