Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 22
 VÍSIR Laugardagur 20. desember 1980 Leikurinn er búinn, Farnsworth — ætlarðu að koma hljóð- lega með okkur? ÍCg sé að Shabatakhta náði loksins i grafhýsasamninginn. Sko til, þarna kemur Eduard með sjússana... Húmor bykir nokkurs verður, það er kátur kall eða kelling sem hlær að öllum fjandanum. Auð- vitað er kimnigáfan mismunandi og þegar sumir hlæja sig i hel er öðrum ekki skemmt. Sjálfsagt má leiða að þvi rök að húmor fólks sé jafneinkennandi fyrir viðkomandi persónu og hvaða annar þáttur persónuleikans sem er: sá sem þykir gaman að grófri fyndni sé grófur og svo framvegis. Þetta hefur alla vega H.J. Eysenck gert en hann er sál- fræðingur frá Englandi og hefur mjög beitt sér fyrir alls konar persónuleika- og jafnvel gáfna- prófum, fyrir vikið orðiö um- deildur nokkuö. Hann lætur það ekki á sig fá, heldur sendir frá sér hverja bókina á fætur annarri um persónuleikann, fólk kaupir grimmt. 1 bók sem hann gaf út árið 1975 ásamt Glenn nokkrum Wiíson og ber nafnið á ensku: „Know your own personality” leggur hann að fólki að hugleiða klmnigáfu sina, hvers eðlis hún sé og þykist í framhaldi af þvl geta Þessar tilheyra hinu varkára og leitandi timabili listamannsins.. Finnst þér veitt mönnum mikilsveröar upp- lýsingar um eigið sjálf. 1 þá bók eru eftirfarandi skemmtimyndir sóttar. Leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hug á að kanna undirmeðvit- aða kimni stna: Búið ykkur til töflu þar sem myndirnar eru merktar frá einum upp 116. Siðan skal skoöa myndirnar, athuga hversumjögmanni er skemmtog loks gefa myndunum einkunn. Mikilvægt er, segir Eysenck, að gefa þá einkunn undir eins og manniyfirleitt skilst meininghöf- undarins. Einkunnir eru frá 1-5. Alls ekki fyndið 1 Dálltið fyndiö 2 Fremur fyndið 3 Mjög fyndið 4 Stórkostlega fyndið 5 Skilji maður ekki „brandar- ann” skal gefa einkunnina einn. Þá er að skoða myndirnar. Jæja, þá er þaö búið og væntan- lega ýmsir sælli en ella. Rétt er, og raunar nauðsynlegt, að taka fram aö þeir Eysenck og Wilson hafa skipt þessum „bröndurum” niður í fjóra flokka eftir þeim húmor sem þeim þykir felast I hverri mynd fyrir sig. NU þarf að fara að reikna. Fyrsti flokkurinn er kallaður „bull”. Þeir „brandarar” sem flokkast þar undir eru ger- sneyddir ofbeldi eða kynferðis- legum tilvlsunum, þeir byggjast eingöngu á fáránlegum aðstæöum eða teikningum. Fjórar teikning- ar teljast vera „bull”? þaö er aö segja 1, 5, 9, og 13. Annar flokkur er kallaður „ádeila”. Þar er „brandarinn” fólginn I satlru á vissar persónur, hópa eða stofnanir-, oftast á óbein- an og fremur mildan hátt. Þær myndir sem flokkast undir þessa deild eru 2, 6, 10, og 14. Þriðji flokkurinn er kallaður „áreitni”. Undir hann flokkast myndir sem fela í sér ofbeldi eða beina áreitni, möðganir, grimmd, kvalir og hreinan sadisma. Undir þetta flokkast sem fyrr fjórar myndir: 3, 7, 11 og 15. Fjórði flokkurinn er á ensku kallaður „sex” og þarf líklega ekki að þýöa það. Undir hann flokkast „brandarar” með beinni kynferðislegri sklrskotun. Suma þeirra munu þeir Eysenck og Wil- sonhafa valið með sérstöku tílliti til siöfágaðs fólks, þeir eru hafðir I grófara lagi (segja þeir) tíl að unnt sé að greina rækilega milli deilda. Myndir númer 4, 8, 12 og 16, teljast hafa kynferðislegar sklrskotanir. Samlagning Þá er aö leggja saman þær einkunnir sem myndunum I hverjum flokki fyrir sig voru gefnar. Þær tölur sem þá fást eru siðan bornar saman við tölurnar hér að neðan. Einnig má leggja saman tölurnar fjórar og fá þá út eina heildartölu. Það mun ein- ungis gefa til kynna hvort viðkomandi hefur gaman af „bröndurum” eður ei, þó heildar- talan sé há segir það næsta Htið um það hvort maður hefur mikla kimnigáfu ellegar litla. Prófið er, segir Eysenck, aðeins til þess ætlað að lýsa fólki, ekki draga það I dilka. Minnast má á það i lokin að Eysenck og Wilson álita að þeir sem flokka má undir „úthverfar” persónur hafi vanalega mest gaman af kynferðislegum „bröndurum” og einnig áreitnis- legum. Þeim ku þykja minna til um „bullið” eða „ádeiluna”, en fá oftast hærri heildartölu en aðr- ir. „Innhverfar” persónur eru auðvitað gerólikar, hafa andúð á augljósum kynferöis- og ofbeldis- „bröndurum” en kjósa heldur mildari tegundirnar „bullið” og ádeiluna”. Þeir sem eru kaldir kallar og kellingar fá oftast háa „áreitnis”-einkunn, bliðlynt fólk þveröfugt. Þeir sem þykja til- finningalega óstöðuglyndir munu ekki falla greinilega undir þessa flokkun. Að fenginni reynslu lætur Eysenck það flakka að karlmenn fái. venjulega töluvert hærri „áreitnis”—einkunn en konur, sömuleiðis ögn hærri „sex”— einkunn. Þar sem englnn grein- anlegur mismunur er á hinum tveimur deildunum fá karlmenn oftastnær hærri heildartölu en konur. 1 lokin tekur Eysenck fram að ekki megi búast við því aö sllk próf standist hvað alla einstak- linga varðar, hins vegar hafi þau gefist svo vel i heild að sálfræð- ingar noti þau stundum til að afla Ég held þetta hljóti aö vera sú kiámfengna... Tja, ég veit ekki en þaö gæti veriö gaman aö prófa...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.