Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 C 49 Nýjar íbúðir fyrir 50 ára og eldri Vorum að fá í sölu 4ra hæða lyftu- hús með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja íbúð af svalagangi með glerskerm- un. Innangengt er í bílageymslu með 16 bílastæðum. Húsið er einangrað að utan og klætt með bárumálmklæðningu og harðviði. 2ja herbergja íbúðir eru 90 fm, verð frá 13,3 m. 3ja herbergja íbúðirnar eru 107-120 fm, verð frá 15,4 m. Íbúðirnar verða afhentar í september 2004. Hulduhlíð - 2ja herb. Rúmgóð 66 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli með sérinngangi. Stórt svefnherbergi, baðherbergi m. kari, sérþvottahús, geymsla sem nú er notuð sem svefnherbergi, ágæt stofa og eldhús með borð- krók og fallegri innréttingu. Góð staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Íbúðin er í leigu og afhendist í maí 2004. Verð kr. 10,5 m. Dalatangi - einbýli m. aukaíb. 361 fm einbýlishús á 2 hæðum ásamt 52,5 fm bíl- skúr, með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæðin er 155 fm auk bílskúrs og skiptist í eldhús, stofu, sjónvarphol, 4-5 svefnherb., baðherb., gestasal- erni og þvottahús. Kjallarinn er 207 fm með sér- inngangi og 4 herbergjum, baðherbergi m. sturtu, stofu og stórri geymslu. Steypt bílaplan og ver- önd með heitum potti. Verð kr. 33,5 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Áhv. 16,0 m. Jörfagrund - endaraðhús 145 fm endaraðhús ásamt 31 fm innbyggðum bílskúr á stórri hornlóð með miklu útsýni á Kjalarnes. Í íbúðinni eru 3 mjög stór svefnherbergi, baðher- bergi m. kari, sérþvottahús, stór og björt stofa og gott eldhús með borðkrók. Stór og mikil lóð er af- girt með góðri girðingu, timburverönd er við stofu og eldhús. Verð kr. 16,9 m. Áhv. 8,5 m. í húsbr. Þverholt - 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 118 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli við Þverholt í miðbæ Mosfellsbæjar. 3 góð svefnherbergi, mjög stórt eldhús, stórt þvottahús, baðher- bergi með kari og stór stofa og borðstofa. Parket á stofu/borðstofu, en dúkur á öðrum gólfum. Hagstætt verð á rúmgóðri eign. Verð kr. 12,6 m. Til afhendingar strax. Súluhöfði - efri hæð í 2býli Er- um með 181,7 fm íbúð á 2 hæðum í tvíbýlishúsi ásamt 41 fm bílskúr innst í botnlanga við golfvöll- inn í Mosfellsbæ. Á aðalhæð er gert ráð fyrir stofu, eldhúsi, borðstofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu og á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og sjónvarpshol. Hús- ið er í byggingu í dag, tæplega tilbúið til innrétt- inga og selst í því ástandi. Verð kr. 21,9 m. Blesabakki Erum með gott 8 hesta hús í 4 eininga hesthúsi í Mosfellsbæ. Rýmið er 60 fm miðjubil, með fjórum 1 hesta stíum (1,6x2,5) og 2 tveggja hesta stíum (2,3x2,5) ásamt kaffistofu, hlöðu og spónageymslu. Mögulegt er að breyta húsinu í 10 hesta hús. Verð 4,7 m.  Brekkuhjalli - sérh. með bílsk. Sérlega glæsileg 130,2 fm efri sér- hæð ásamt 30,6 fm bílskúr með glæsilegu út- sýni við Brekkuhjalla í Kópavogi. 3 góð svefn- herbergi, stór stofa, borðstofa og glæsilegt eldhús, baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf m. sturtu og baðkari. Gegnheilt merbau-park- et er á íbúðinni og innfelld halogen-ljós í loft- um. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til suðvest- urs yfir Kópavoginn. Verð kr. 24,4 m.  VANTAR EIGNIR Í MOSFELLSBÆ • Erum með ákveðinn kaupanda að einbýlis- eða tví- býlishúsi í Tanga- eða Holtahverfinu, með 5-6 svefn- herbergjum og 35-50 fm bílskúr. • Erum með ákveðinn kaupanda að 3ja herbergja íbúð á 12-13 m. Óskum eftir 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með bílskúr á Fálkahöfða, Blikahöfða eða Björtuhlíð fyrir hjón á besta aldri. • Höfum ákveðinn kaupanda að litlu raðhúsi í Mos- fellsbæ, helst í Víðiteig, Dalatanga, Bugðutanga eða Grundartanga. Arnartangi - raðhús m. bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* 94 fm raðhús á einni hæð ásamt 28 fm bílskúr í gróinni götu. 2-3 svefn- herbergi, baðherbergi m. sturtu, saunabað, sérþvottahús, eldhús með innréttingu úr hlyni og stór stofa/borðstofa. Fallegur og gróinn suðurgarður með timbuverönd. Góður 28 fm bílskúr með 3ja fasa rafmagni. Verð kr. 14,8 m. Áhv. 3,9 m. í Byggsj. rík. 4,9%. Hjallahlíð - 2ja herb. Rúmgóð 64 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð í 2ja hæða fjölbýli með sérinngangi og sérgarði. Íbúðin skiptist í forstofu, stórt svefnherbergi með góðum skáp, baðherbergi m. sturtu, sérþvottahús og góða geymslu, nú notuð sem barnah., stofu og eldhús með fallegri innrétt. og borðkrók. Góð afgirt og hellulögð verönd í suður. Verð kr. 10,4 m. Áhv. 4,2 m. Fálkahöfði - parhús m. bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Sérlega glæsilegt 160 fm parhús á einni hæð með bílskúr á fallegum stað. 3 góð svefnh., baðh., flísalagt í hólf gólf, eldhús með glæsilegri kirsuberjainnrétt., stór stofa með arni, sólstofa og gestasalerni m. sturtu og þvottahús og 30 fm innbyggður bílskúr. Rauð eik og flísar á gólfum og innfelld halogen-ljós í loftum. Falleg eign á vinsælum stað. Verð kr. 24,5 m. Grenibyggð - parhús m. bílskúr Erum með 112,4 fm parhús á einni hæð ásamt 28 fm bílskúr innst í botnlanga í gróinni götu í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, flísalagt bað- herbergi m. baðkari og sturtu, eldhús m. góð- um borðkrók og stóra og bjarta stofu/sól- stofu. Rúmgóður bílskúr og hellulagt bílaplan m. snjóbræðslu. Verð kr. 18,5 m. N ý fasteignasala, Nethús, hefur verið opnuð í Bæjarlind 6 í Kópa- vogi. Eigendur hennar eru Elín D. W. Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, Linda Björk Stefánsdóttir viðskipta- fræðingur og Ragnar Thoraren- sen, löggiltur fasteignasali. Auk þeirra starfar á stofunni Halldór Jensson sölustjóri. „Það sem er nýtt við þessa fasteignasölu er það, að þarna er seljendum gefinn kostur á að gera meira sjálfir varðandi sölu eigin fasteignar gegn umtalsvert lægri söluþóknun,“ segja þau Ragnar, Elín og Linda. „Við erum með mjög fullkomna gagnvirka heimasíðu þar sem fólk getur sjálft skráð sig inn með eign til sölu og ræður hvort það skráir inn upplýsingar um eign- ina ásamt myndum eða lætur sölumann alveg um þessa þætti. Þessar upplýsingar frá seljanda berast síðan í lokaðan gagna- grunn. Þegar starfsfólki Nethúsa berst tilkynning um nýja eign er haft samband við seljanda innan sólarhrings. Við komum alltaf á staðinn og skoðum eignirnar eins og lög gera ráð fyrir. Síðan er lýsing eignarinnar yfirfarin og bætt inn frekari upplýsingum. Eignin fer ekki inn á netið til sölumeðferðar fyrr en hún hefur verið yfirfarin af fasteignasöl- unni. Upplýsingar um eignina birtist á heimasíðu Nethúsa ásamt því að vera á vefnum hjá Morgunblaðinu og Habil.is. Síminn gegnir líka alltaf sínu hlutverki og það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk hringi einfald- lega til okkar og óski eftir að fá sölumann til að skoða og taka myndir. Fólk greiðir með greiðslukorti 15 þúsund króna skoðunar- og skráningargjald þegar það setur eign sína í sölu. Fasteignasalan mun fella niður umrætt skoðunar- og skráning- argjald í desember. Heimasíðan er læst og vottuð og öruggt að greiða í gegnum hana. Lág söluþóknun Söluþóknunin er svo aðeins 1% af söluverði eignarinnar. Áhugasamur kaupandi getur prentað út ítarlegt söluyfirlit af netinu og hringt beint til seljand- ans ef hann vill skoða eignina. Þar með er einn þáttur í hefð- bundnu ferli fasteignasalans út af borðinu hjá okkur, það er að svara fyrirspurnum um eignina. Við erum með þessu að gefa fólki tækifæri til að gera meira sjálft og spara sér þannig pen- inga. Með þessu fyrirkomulagi höf- um við meiri tíma og erum með fleiri hæfa aðila til að sjá um gerð og frágang kauptilboða, kaup- samninga og annan skjalafrágang sem tengist sölunni. En innan fasteignasölunnar starfa tveir löggiltir fasteignasalar og einn viðskiptafræðingur. Þessi tegund fasteignasölu vel þekkt erlendis Þessi tegund fasteignasölu er vel þekkt annars staðar í heim- inum. Við teljum að þetta sé ágæt viðbót við þá þjónustu sem hér þekkist í fasteignasölu. Það verða margar nýjungar á heimasíðu okkar eins og t.d. sú að seljendur geta sjálfir valið hvort og hvenær þeir vilja auglýsa í dagblöðunum. Þeir greiða auglýsinguna fyrir- fram með kreditkorti sínu í gegn- um heimasíðuna okkar og velja hvort þeir vilja auglýsa í Morg- unblaðinu eða Fréttablaðinu. Á eigin heimasvæði inni á heima- síðu Nethúsa getur svo seljandi fylgst með því hversu margir hafa skoðað eignina á netinu og hversu mikið og oft hann hefur auglýst í blöðunum. Fasteignasalan er opin frá klukkan 9 til 17 mánudag til fimmtudags en frá 9 til 16 á föstudögum, síminn er 575-8800.“ Ný fasteignasala – Nethús F.v. Linda Björk Stefánsdóttir, Ragnar Thorarensen, Elín D.W. Guðmunds- dóttir og Halldór Jensson hjá hinni nýju fasteignasölu Nethúsum. Fasteignasalan Nethús er ný af nálinni og boðar líka ýmsar nýjungar í starfi sínu samkvæmt því sem eigendur henn- ar, þau Elín D. W. Guð- mundsdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir og Ragnar Thorarensen sögðu í samtali við Fasteigna- blaðið Nú líður að þeim tíma þegar jóla- sveinar fara að gera sig heima- komna í tilveru Íslendinga. Jóla- sveinar eru vættir sem tengjast jólunum í íslenskri þjóðtrú. Þeirra er fyrst getið í rituðum heimildum á 17. öld og þá höfðu þeir ekki vin- gjarnlega ímynd, voru taldir barna- fælur og synir Grýlu og Leppalúða. Á 19. öld voru þeir ýmist taldir 9 eða 13 og höfðu á sér mjög illt orð. Fyrir hundrað árum ímyndaði fólk sér jólasveina í bændafötum þess tíma en á síðustu öld fengu þeir á sér æ útlendara yfirbragð, þ.e. svip- mót Nikulásar sem færði börnum gjafir. En þrátt fyrir breytt útlit hafa íslenskir jólasveinar haldið tölu og nöfnum. Þessi jólasveinn er heimagerður og er varðveittur í Ár- bæjarsafni. Morgunblaðið/Sverrir Heimatilbúinn jólasveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.