Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 C 51 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA IÐNAÐARHÚSNÆÐI Vesturvör - Kópavogi 143 fm iðnarhúsnæði með innkeyrsluhurð, rúm- góð bílastæði. V. 10,5 m. SÉRBÝLI Birkihvammur 160 fm einbýli á tveimur hæðum, mikið endurnýjað, 4 svefnherb., 56 fm tvöfaldur bílskúr og einnig er 56 fm rými undir bílskúrnum með gluggum. Hvannhólmi 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð, 25 fm bíl- skúr. Digranesvegur 121 fm á jarðhæð með sérinngangi, baðherb. nýlega endur- nýjað, 4 svefnherb., parket á gólfum, suð- urgarður með sólpalli, laus fljótl. 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Nýbýlavegur 100 fm á 2. hæð í ný- legu húsi, glæsilegar innréttingar, laus í feb. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Reynihvammur 60 fm sérhæð í ný- byggðu húsi, íbúðin er tilbúin til innréttinga og afhendingar strax. Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. V. 6,8 m. Lyngbrekka 73 fm á jarðhæð í fjór- býli, rúmgott eldhús með góðri innréttingu, nýlegar flísar á gólfi, baðherbergi með sturtuklefa og nýlegum flísum á gólfi, rúm- Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR bumenn@bumenn.is Blásalir í Kópavogi Til endurúthlutunar er nýleg 3ja herb. íbúð, um 92 fm í 10 hæða fjölbýlishúsi. Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Til endurúthlutunar er nýleg 4ra-5 herb. íbúð, um 123 fm í 10 hæða fjölbýlishúsi. Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Skipastígur í Grindavík Til sölu er búseturéttur í nýlegri 3ja herbergja íbúð í parhúsi við Skipastíg í Grindavík. Íbúðin er um 90 fm ásamt 25 fm bílskúr. Íbúðin gæti verið til endurút- hlutunar fljótlega. Akureyri Til sölu er búseturéttur í nýlegri 3ja herb. íbúð í raðhúsi við Melateig á Akureyri. Íbúðin er um 102 fm. Gert ráð fyrir að íbúðin verði til afhendingar fljótlega eða eftir nánara samkomulagi. Til sölu er búseturéttur í nýlegri 3ja herb. íbúð í raðhúsi við Lindasíðu á Akureyri. Íbúðin er um 94 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar strax. Prestastígur Grafarholti Eigum til endurúthlutunar búseturétt í nýlegri 116 fm, 5 herbergja íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin gæti verið til afhendingar fljótlega. Til sölu er búseturéttur í nýlegri rúmlega 108 fm, 5 herbergja íbúð í fjögurra hæða lyftuhúsi. Íbúðin getur verið til endurúthlutunar fljótlega og fylgir stæði í bílakjall- ara. Umsóknarfrestur er til 8. des. nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins á Suðurlands- braut 54 eða í síma 552 5644 frá kl. 9-15. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 EINBÝLISHÚS SKIPASUND Mjög vel staðsett og gott timburhús á steyptum kjallara 150 fm. Á hæðinni eru 3 samliggjandi stofur og eldhús með fallegri innréttingu. Í kjallara eru 3 svefnherbergi, flísalagt baðherbergi og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Fallegt gróðurhús fylgir á lóðinni og góður bílskúr 40,4 fm með sjálfvirkum opnara. Verð 20.5 millj. HÆÐIR BARMAHLÍÐ Fjögurra herb. íbúð 103,2 fm á 2. hæð í fjórbýli. Skiptist í 2 samliggjandi stofur, 2 svefnherb. eldhús og bað. Parket á stof- um, holi og hjónaherb. Áhvílandi 6.1 millj. HEIÐARGERÐI Fallegt einbýlis- hús, sem hefur verið mikið endurnýjað, hæð og ris ásamt bílskúr. Skiptist í rúmgóðar stofur, eldhús með nýrri inn- réttingu, fallegt flísalagt baðherbergi, garðskáli og fallegur garður með ver- önd og heitum potti. Vinsæl staðsetn- ing í mjög góðu skólahverfi. Stutt í alla þjónustu. Áhv. húsbr. 8 millj. Verð 27.5 millj. 3JA HERB. VÍÐIMELUR Góð 3ja herb. íbúð 60 fm í kjallara öll ný- uppgerð. Endurnýjuð elldhúsinnrétting. Nýtt á baði. Nýtt gler og gluggapóstar, Nýtt parket og flísar á gólfum. Laus við kaupsamning. Verð kr. 10.9 millj. EINSTAKLINGSÍBÚÐIR TRYGGVAGATA - HAMARS- HÚSIÐ Einstaklingsíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Skiptist í alrými með eldhúsaðstöðu, bað- herbergi með sturtu og tengi fyrir þvotta- vél. Suðursvalir. Sérgeymsla á jarðhæð. Áhv. 500 þús. Verð 8,5 millj. Njálsgata Einstaklingsíbúð í kjallara. Skiptist í stofu, rúmgott eldhús með ný- legri innréttingu og bað. Nýlegir gluggr og gler. Samþykkt íbúð. Verð 5.9 millj. Vegna mikillar sölu vantar allar tegundir eigna á skrá U m þessar mundir eru liðin 20 ár frá stofnun húsnæð- issamvinnufélagsins Bú- seta í Reykjavík. Fleiri slík félög fylgdu í kjölfarið á nokkr- um stöðum á landinu og eiga þau nú og reka um 600 íbúðir. Þeim sem þetta ritar eru minnis- stæðir þessir skammdegisdagar fyr- ir réttum tveimur áratugum, einkum þó þær óvæntu góðu undirtektir sem stofnun félagsins hlaut meðal al- mennings. Þegar söfnun stofnfélaga lauk snemma í desember var fjöldi þeirra orðinn um 2.600; björtustu vonir okkar sem sátum í fyrstu stjórn félagsins höfðu snúist um að félagsmenn næðu tölunni 1.000. Árið 1983 var það ár sem verð- bólga eftirstríðstímans náði hámarki hér á landi og ótryggu efnahags- ástandi fylgdu talsverðir erfiðleikar á húsnæðismarkaði. Nokkru áður hafði verið komið á fullri verðtrygg- ingu húsnæðislána, sem ásamt fryst- ingu launa í maí 1983 olli húsbyggj- endum afar þungum búsifjum, enda kom hinn þekkti Sigtúnshópur ein- mitt fram á sjónarsviðið haustið 1983. Nýjar húsnæðishreyfingar Ég hef orðið þess var að sumir telja að Búseti hafi orðið til sem eitt- hvert tilbrigði við Sigtúnshópinn og hafi sprottið úr því umróti sem hann kom af stað í húsnæðismálum Ís- lendinga. Svo var þó ekki, því und- irbúningur að stofnum Búseta hafði hafist talsvert fyrr en Ögmundur Jónasson, þá fréttamaður hjá Sjón- varpinu, og nokkrir aðrir áhyggju- fullir húsbyggjendur fóru að tala sig saman síðsumars árið 1983 um nauð- syn þess að vekja sofandi ráðamenn með öflugu sparki á réttan stað. Fyrsta aðdraganda að stofnun Bú- seta má rekja til umræðna innan stjórnar Leigjendasamtakanna und- ir árslok 1982, sem m.a. leiddu til gagnkvæmra heimsókna og kynnis- ferða sænsku og íslensku samtak- anna. Einnig hélt sá er þetta ritar er- indi um málið á frekar fámennum húsnæðismálafundi Æskulýðshreyf- ingar Alþýðubandalagsins fyrir þingkosningarnar vorið 1983. Erind- ið var hins vegar prentað í Þjóðvilj- anum og m.a. lesið af Reyni Ingi- bjartssyni, sem átti eftir að verða sá sem lagði stofnun Búseta meira og betra lið en aðrir. Góðar undirtektir við stofnun fé- lagsins fyllti okkur sem að málinu unnum bjartsýni, sem við þá ekki vissum að var barnaleg, því öflug andstaða átti eftir að koma í ljós við þær hugmyndir sem við færðum fram um þetta nýja fyrirkomulag í húsnæðismálum. Ég lenti t.d. fljót- lega í minni fyrstu – en ekki síðustu – ritdeilu um málið. Andstæðingur minn var Pétur H. Blöndal, núver- andi alþingismaður, og áttu raunar fleiri er bera ættarnafnið Blöndal eftir að þvælast nokkuð fyrir okkur Búsetafólki næstu árin. Einnig kom það okkur algerlega í opna skjöldu að frá ýmsum, en alls ekki öllum, úr röðum verkalýðs- hreyfingarinnar andaði fremur köldu, þar sem sumir töldu sig þegar hafa sagt síðasta orðið er hér á landi þyrfti að segja um félagslegar íbúð- arbyggingar og að í þeim efnum þyrfti ekki að finna hjólið upp að nýju. Snögg umskipti í stjórn- málum Vorið 1984 urðu átök um lánsrétt Búseta á Alþingi milli þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem lauk þannig að lánsréttur sá, er Búseti hefði öðl- ast að samþykktu frumvarpi Alex- anders Stefánssonar, félagsmálaráð- herra, var verulega skertur. Þrátt fyrir þennan andbyr var Bú- seti árið 1986 kominn með 46 íbúða hús í byggingu, en það leit hins vegar út fyrir að aðeins mætti hleypa fé- lagsmönnum úr röðum námsmanna, aldraðra og öryrkja inn í íbúðirnar. Veturinn 1987 urðu hins vegar snögg veðrabrigði í íslenskum stjórnmálum er Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, hraktist úr embætti og yfirgaf upp úr því Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði Borgaraflokkinn. Í fram- haldi af þessu beið Sjálfstæðisflokk- urinn afhroð í alþingiskosningunum í apríl 1987 og grundvöllur áframhald- andi stjórnarsamstarfs Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks þar með brostinn. Alþýðuflokkurinn kom eft- ir erfiða stjórnarmyndum inn í rík- isstjórn með áðurnefndum flokkum, en rúmu ári seinna hvarf Sjálfstæð- isflokkurinn úr ríkisstjórn og inn kom Alþýðubandalagið og síðar einnig Borgaraflokkurinn. Þessi breytta skipan stjórnmál- anna í landinu olli straumhvörfum fyrir Búseta. Á þessum árum voru húsnæðismál miklu pólitískari en nú og sterk öfl í Sjálfstæðisflokknum töldu Búseta á einhvern hátt ógna sjálfseignarstefnunni. Með brottför flokksins úr ríkisstjórn náðist svo fljótlega góð samstaða um að búsetu- rétti og húsnæðissamvinnufélögum bæri eðlilegur sess í húsnæðismálum á Íslandi og var mikið litið til hinna Norðurlandanna þegar íslensk lög- gjöf um þetta nýja félagsform varð til á árunum kringum 1990. Farsæl uppbygging nýs húsnæðisforms Fyrstu 5 ár Búseta fóru í baráttu fyrir viðurkenningu á tilverurétti fé- lagins og var fyrsta húsið ekki tekið í notkun fyrr en á 5 ára afmæli þess, hinn 26. nóvember 1988. Mikil upp- sveifla varð eftir þetta í byggingum á vegum félagsins, sem í raun var hluti af mikilli aukningu félagslegra íbúð- arbygginga í félagsmálaráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Eftir 1995 hægðist hins vegar um í byggingar- starfsemi Búsetafélaganna. Búseti hefur frá upphafi starfað innan norrænna heildarsamtaka á sviði félagslegra íbúðabygginga og átti árið 1987 þátt í stofnun íslenskra félagsíbúðasamtaka, „Þak yfir höf- uðið“, þar sem saman koma nær öll þau frjálsu félagasamtök sem hafa mjög verið að eflast sem byggingar- og rekstraraðilar félagslegra leigu- íbúða. Búseti hefur einnig átt frumkvæði í því að innleiða faglegar aðferðir við umsýslu og rekstur félagslegs hús- næðis, enda varð Búseti í Reykjavík fljótlega það stór rekstrareining að slíkar aðferðir reyndust nauðsynleg- ar. Um þetta sótti Búseti nokkuð í reynslubúr norrænna systursam- taka og hafa svipaðar grundvallar- reglur góðs félagslegs rekstrar einn- ig verið notaðar í starfsemi Félagsbústaða hf. í Reykjavík. Á síðustu misserum er Búseta- hreyfingin einnig að hasla sér völl í rekstri leiguíbúða og fer á vel á því hjá samtökum sem upprunalega spruttu út úr hreyfingu leigjenda. Á svið félagslegra íbúðarbygginga hér á landi er núorðið fyrst og fremst horft til byggingar leiguíbúða, sem er mikil framför frá þeim árum er Búseti var stofnaður og leiðandi að- ilar í húsnæðismálum máttu tæplega heyra minnst á byggingu leiguhús- næðis. Til hamingju Búseti og Búsetafólk á 20 ára afmælinu! Baráttan fyrir Búseta eftir Jón Rúnar Sveinsson Morgunblaðið/Kristján Búsetafélög eiga og reka nú um 600 íbúðir á nokkrum stöðum á landinu. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.