Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 52
52 C MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GVENDARGEISLI - 113 REYKJAVIK Glæsileg 4ra herb, 117,5 fm íbúð í þessu stórglæsilega fjölbýli. Bílskýli, sérinng., gott útsýni og stutt í náttúruna. Afh. tilb. án gólfefna í jan/feb. 2004. Aðeins örfáar íbúðir eftir. Verð 17,5 mill. Uppl. veita Guðrún og Olga í s: 820-9502 og 820-9516 HALLVEIGARSTÍGUR - 101 R.VÍK Skemmtileg 4 herbergja 119 fm íbúð í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er á tveimur hæðum, með sér inngangi. Verð 18,5 millj. Uppl. veita Skúli Sig. 590- 9511 og Skúli Þór 590 9507 Frakkastígur 8 Glæsileg, björt og opin 115 fm íbúð í hjarta miðbæjarins. Þvottaaðstaða innan íbúðar. Gott útsýni. Eign sem vert er að skoða. Laus við kaupsamning. Guðrún Stefáns. sýnir og veitir allar nánari uppl. í s:. 820-9502, 590-9502 LAUGAVEGUR - 101 REYKJAVÍK Vel skipulögð og rúmgóð íbúð við Laugaveginn. Íbúðin er 3ja herb. 85,5 fm, nýleg eldhúsinnrétting, náttúrusteinn og parket á gólfum. Ásett verð 11,9 mill. Laus 10. des. Guðrún Stefáns sýnir og veitir allar nánari uppl í s: 820-9502 OG 590-9502 KÓRSALIR - 201 KÓPAVOGI Glæsileg 110 fm íbúð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Þrjú góð svefnherb. og mjög stór stofa með góðum svölum. Parket og flísar á gólfum. Verð 18,3 millj. Þórarinn Kópsson sýnir eignina og veitir nánari uppl. í síma: 820-9504 HLÍÐARHJALLI - 200 KÓPAVOGI Glæsileg 85,9 fm 3ja herb. íbúð ásamt 24,6 fm bílskúr. 2 góð svefnherb. Falleg stofa með stórum svölum og miklu útsýni. Baðherb. er glæsilegt, nýl. endurn. í hólf og gólf. Falleg íbúð í hjarta Kópavogs. Verð 15,9 millj. Uppl. gefur Þóra í síma 822-2225 GVENDARGEISLI - 113 REYKJAVÍK Glæsileg og rúmgóð 90 fm íbúð á jarðhæð í stórglæsilegu fjölbýli. Bílskýli, sérinng., sérgarður Afh. tilb. án gólfefna í jan/feb. 2004. Verð 13,7 mill. Ath einungis ein íbúð eftir. Olga og Guðrún veita allar nánari uppl í s: 820-9516 og 820-9502. GRÆNIGARÐUR - 230 KEFLAVÍK Gott einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. Húsið er 144.6 fm 5 herb. Stór og glæsileg suðurverönd og falleg lóð. Góð eign sem vert er að skoða. Ásett verð 18,7 mill. Guðrún Stefánsd. veitir allar nánari uppl. í s: 820-9502 OG 590-9502 Sjafnarvellir 19 Glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt innb. bílskúr. Húsið er alls 180 fm 4ra herb. glæsilega innréttað með kirsuberjainnr., skápum og hurðum. Laust til afh. Topp eign. Verð. 17,5 millj. Guðrún Stefánsd. veitir uppl.Í S: 820-9502 og 590-9502 SALON RITZ FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR JÓLIN. Snyrti-, fótaaðgerða- og naglafræðingar, nú er tækifærið til Snyrtistofa Salon Ritz sem hefur verið í rekstri í yfir tuttugu ár. Verð er 5.5 m ALLAR UPPL GEFUR OLGA Í SÍMUM 590 9516 OG 820 9516 4 HERBERGJA 3 HERBERGJA 3 HERBERGJA 2 HERBERGJA SUÐURNES FYRIRTÆKI ÞINGHOLT Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA 9.00 - 18.00 OG NÚ Á LAUGARDÖGUM 11.00 - 14.00 Geir Þorsteinsson Guðrún Elíasdóttir Guðrún GuðlaugsdóttirGuðrún Stefánsdóttir Olga HermannsdóttirPáll KolkaSigurbjörn Skarphéðinsson Skúli A. Sigurðsson Skúli Þór Sveinsson Þóra Þrastardóttir Þórarinn Kópsson Geirsgötu 9 101 Reykjavík www.thingholt.is Sími 590 9500 V ATNSTJÓN kosta þjóðfé- lagið háar fjárhæðir ár- lega og á Íslandi lætur nærri að upphæðin sé 1,5 milljarðar, þótt eingöngu sé tekið tillit til skráðra tjóna. Mörg þessara tjóna hefði mátt koma í veg fyrir með því að hanna lagnir í byggingar þann- ig að vatnsleki uppgötvist fljótt og unnt sé að takmarka tjón. Einnig þarf að vera einfalt að skipta út slitnum rörum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að vatns- lögn hússins endist jafnlengi og húsið sjálft. Norræn ráðstefna um vatnstjón Norðurlöndin skipa sér framar- lega í forvörnum gegn vatnstjónum. Í september síðastliðnum var haldin norræn vatnstjónaráðstefna í Finn- landi með nærri 100 þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum. Meðal þátttakenda voru lagnamenn, aðilar frá tryggingafélögum, rannsókna- stofnunum, verkfræðistofum, fram- leiðendum lagnaefna, byggingarað- ilum og umhverfisráðuneytinu í Finnlandi. Íslenskir þátttakendur voru frá Sjóvá-Almennum, Trygg- ingamiðstöðinni, VÍS og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Fleiri þúsund krónur á hvern íbúa á ári Á ráðstefnunni var farið yfir töl- fræði vatnstjóna og kynntar nið- urstöður samanburðar á milli land- anna. Þótt nokkur óvissa sé fólgin í samanburðinum vegna mismunandi reglna sem gilda í löndunum og mismunandi aðferða við samantekt- ir þykja niðurstöðurnar þó gefa nokkuð skýra mynd. Kostnaður vegna vatnstjóna hefur aukist jafnt og þétt í öllum löndunum undanfar- in áratug. Fjöldi tjóna á hvern íbúa er lægstur í Finnlandi, en hæstur í Noregi og á Íslandi. Íslendingar skipa sér hins vegar í meðalflokk ef tekið er mið af meðaltalskostnaði tjóna og kostnað á hvern íbúa sem þó er nálægt 5.000 krónum á mann á ári. Aðgengilegar lagnir og vatnsþétt votrými Orsakir tjóna eru í 60-75% tilfella vegna leka frá rörum og 25-40% vegna annarra leka t.d. frá tækjum. Í Danmörku voru gerðar nokkar breytingar á reglum árið 1989 og gerð sú krafa að lagnir og sérlega tengingar skyldu vera aðgengilegar. Einnig hafa verið gerðar þær kröf- ur til votrýma í nágrannalöndum okkar, að þau séu vatnsþétt þannig að leki frá lögnum eða blöndunartækjum skili sér í niðurfall á gólfi en ekki inn í veggi eða gólf. Ný byggingar- reglugerð í Finnlandi gerir þá kröfu til hönnunar að vatnsleki í byggingum uppgötv- ist fljótt án þess að valda skaða. Lagnir eru því lagðar í fóð- urrör eða aðgengileg- ar í lagnastokka og ut- an á veggi og ávallt þannig að einfalt er að skipta þeim út. Gæðaeftirlit ekki nægjanlegt Vatnstjónum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir þekkingu á orsökum og eðli tjóna og hvernig unnt sé að komast hjá þeim. Á ráð- stefnunni kom fram að Danir væru duglegri við að ganga á eftir því að reglum og leiðbeiningum væri fylgt og það hefði skilað þeim árangri í betri hönnun, bættum vinnubrögð- um og færri tjónum. Hérlendis má eflaust bæta eftirlit með fram- kvæmdum og breyta hugsunarhætti byggingaraðila þannig að ekki sé eingöngu hugað að stofnkostnaði, heldur einnig litið til endingartíma kerfis. Ný efni hafa litið dagsins ljós á undanförnum áratugum, mörg þeirra afar góð. Má þar nefna rör-í- rör kerfið þar sem vatnsrör úr plasti er dregið inn í fóðurrör. Þannig á að vera auðvelt að skipta vatnsrörinu út og verði vatnsleki á fóðurrörið að sjá til þess að koma vatninu út á stöðum þar sem lekans verður vart og þar sem niðurfall er til staðar svo ekkert tjón verði. Raunin er hins vegar oft sú að þessi hugsun skilar sér ekki í verki. Fleiri slík dæmi eru til um nýjar lausnir sem ekki eru framkvæmdar á rétt- an hátt. Samnorrænt átak Mikil þekking er á Norðurlönd- unum um vatnstjón og orsakir þeirra. Hér á landi var gerð viða- mikil könnun árið 1993 og aftur nú 10 árum síðar hefur Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins í sam- starfi við tryggingafélögin og Íbúðalánasjóð kannað orsakir vatnstjóna. Niðurstöður sýna að enn er ytri tæring vegna raka í um- hverfi innsteyptra stállagna ein meginorsök tjóna. Sambærilegar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á hinum Norðurlöndunum og til er fjöldinn allur af skýrslum og leiðbeiningum um hvað betur megi fara. Í tilraun til að auka nýt- ingu þekkingarinnar hefur Nor- dtest (www.nordtest.org) styrkt samnorrænt átak sem felst í því að útbúa gátlista sem á einfaldan hátt metur lagnakerfi bygginga. Gátlist- ann má síðan nota við verðmat hús- eigna, mat á tryggingaiðgjaldi og val á lausnum við lagnir í hús hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurlagnir í eldri hús. Takmarka tjón þegar kerfi leka Unnt er að minnka kostnað vegna vatnstjóna umtalsvert með betri hönnun og bættum frágangi lagna. Hanna þarf endingargóð lagnakerfi, en gera þó jafnframt ráð fyrir því að þau geti lekið og að hönnunin taki þá einnig mið af því og sé þannig úr garði gerð að tjónið verði sem minnst. Lekur heima hjá þér? Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, Eftir Ragnheiði I. Þór- arinsdóttur deild- arstjóra lagnadeildar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins                   !" # $          %      &   !" ' ( ' ( '  '  ' ) ' (      !" * &$  +  , !- .   * &$  +  , !- .   * &$  +  , !- .  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.