Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. desember 1980 VÍSIR „A hverjum degi læröi ég eillhvaö nýtt'* - segir Fríöa Gylfadóttir. sem ieikur Steinu litiu i Paradísarheimt 13 ■ Steina litla heitir dóttir Steinars bónda undir Steina- hliðum.hún er ung og saklaus og skilur ekki hvað er að gerast þegar Björn á Leirum er aðgangsharður. Seinna fer hún til Ameriku og verður mormón. Friöa heitir stúlkan sem leikur Steinu litlu i myndinni um Paradisarheimt Steinars bónda, hún er Gylfadóttir og ósköp al- úðleg þegar hún tekur á móti okkur á Freyjugötunni. Við biðjum hana að rifja upp hvernig á þvi stóð að hún gerðist Steina Steinarsdóttir einsog eitt sumar. „Rolf langaði að iíta á mig" „Það var i febrúar i fyrra, þá var ég að lesa Morgunblaðiö og rakst á grein um að það ætti að fara að kvikmynda Paradisar- heimt. Ég las greinina og i henni stóð meðal annars aö fram- leiðendurna vantaði ennþá fólk i ýmis hlutverk. Þeim sem höfðu áhuga var bent á aö fara uppi sjónvarp og þangað fór ég. 1 sjónvarpinu voru teknar af mér ljósmyndir og svo var hringt til min um kvöldið, það var Jón Laxdal. Hann bað mig að koma uppá Hótel Sögu, sagði aö Rolf langaði til að lita betur á mig. Auðvitað gerði ég það og þeir ræddu málin sin á milli og við mig, Jón og Rolf, en það var ekkert ákveðið. Þeir sögðust koma aftur i vor og þegar þeir komu voru teknar nokkrar prufuupptökur. Eftir það var þetta klappað og klárt.” — Þegar þú fórst uppi sjón- varp, varstu þá nokkuð frekar að sækja um hlutverk Steinu en eitthvað annað? „Nei . Þetta var bara forvitni i mér. Eiginlega vissi ég ekkert hvað ég var að fara úti, ég hafði ekki einu sinni lesið söguna! Jújú, auðvitað er ég búin að þvi núna.” — Haföirðu leikið nokkuð áður? „Nei, nánast ekkert. Bara i skólaleikritum.” ,/Lærði að strokka..." — Hvað gerðist næst? „Það var byrjað á þvi að kvikmynda inniatriði i Hliðar- bænum, það var gert inni Ar- múla. Að visu skilst mér þá þegar hafi verið búið að taka úti Þýskalandi atriðin sem gerðust i dönsku konungshöllinni en ég kom ekki nálægt þvi. Fríða Gylfadóttir. Þetta var bæði erfitt og skemmtilegt. A hverjum einasta degi læröi ég eitthvaö nýtt eða uppliföi eitthvað sem ég haföi ekki kynnst áður. Einu sinni varð ég til dæmis að læra að strokka, þvi hafði ég náttúr- lega aldrei komiö nálægt áður. Hvað var erfiðast? Ja, til að byrja með gekk mér mjög illa að samræma textann sem ég átti að segja við hreyfingarnar, þetta tvennt vildi rekast á. Ég vona það hafi lagast. Já, svo fórum við á Hvolsvöll. Þar vorum við i þrjár vikur og tókum upp atriöin sem gerðust inni hjá Birni og svo Þjóðreki biskupi. Loks var fariö austur á Hornaf jörð en þar stendur bær- inn undir Steinahliðum.” — Og til Ameriku...? „Já, siðast var haldið til Utah þar sem haföi veriö reist heilt þorp upp úr eyöimörkinni. Sjálf var ég reyndar ekki nema viku fyrir vestan af þvi ég kem litiö við sögu i þeim atriðum sem gerast i Ameriku en ég var alveg heilluð. Þessi staður var allt öðruvisi en þeir sem ég hafði átt aö venjast, andrúms- loftiö var sömuleiðis einhvern veginn ólikt. Þetta var mjög gaman, indæll staöur. Að visu skröltormar og allt tilheyr- andi.” Hún hlær. „Nei, það beit mig enginn þeirra.” — Manstu eftir nokkru sér- stöku atriði sem þér fannst sér- staklega erfitt? — eða þá skemmtilegt? „Svonalagað man maður best eftir á,” segir hún brosandi. „En ég man að atriðið þar sem ég er að draga Björn á Leirum úr stigvélunum, taka i hann, var dálitið erfitt. Það þurfti að taka mörgum sinnum. í heild? Jú, ég var stundum þreytt.” — Nauðgunarsenan, eða hvað á að kalla hana, hún hefur ekkert vafist fyrir þér? „Nei, hún snerti mig nánast ekkert. Þetta var allt gert með myndavélunum.” //örlítiö sjálfstæðari en áöur" — Var skemmtilegt að vinna með atvinnumönnunum? „Já! — það var ægilega gott. Mórallinn var óskaplega góður og það var mjög gott að vinna með fólkinu, ég hafði aldrei komið nálægt neinu svona áður en það tóku mér allir mjög vel.” *— Þú ert búin að sjá mynd- ina? Hvernig fannst þér þú standa þig? Hún brosir hæversklega. „Ég á bágt með að dæma um það, vilt'ekki spyrja einhverja aðra? En jæja, mér fannst ég dálitið misjöfn. Stundum sæmileg en stundum hefði ég getað gert betur, held ég. Myndin sjálf? Jú, mér fannst hún góö.” —■ Myndirðu vilja taka þátt i svona ævintýri á nýjan leik? „Já, svo sannarlega! Ef mér býðst tækifæri til.” Nei, ég veit ekki hvort ég hef áhuga á að leggja fyrir mig leiklist, ég er ekkert búin að ákveða hvaö ég ætla mér að gera i lifinu. Það er sifellt að breytast.” — Fristundagaman? „Ég hef gaman af iþróttum, ekki keppnisiþróttum heldur leikfimi og svo reyni ég að trimma með reglulegu millibili. Auk þess hef ég gaman af að dansa, læra tungumál og ýmis- legt fleira: ég föndra við alls konar hluti”. — Helduröu aö þessi reynsla, þessi kvikmyndataka, hafi breytt sjálfri þér á einhvern hátt? „Ég veit þaö ekki, að nokkru leyti kannski. Liklega er ég ör- litið sjálfstæðari en ég var áður, ég varð að vera það.” —IJ. ------------------------------I „Utah var indæll staður — þar voru skröltormar og allt tilheyr- andi”. Visismyndir: BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.