Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 20.12.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. desember 1980 r........ „Björn á Leirum? Jú, mér likar vel við karlinn, svona að flestu leyti að minnsta kosti og mér hefur fundist hann skemmtilegur frá þvi ég las Paradisarheimt i fyrsta skipti fyrir mörgum árum”, sagði Þónur B. Sigurðsson, en hann leikur Björn á Leirum i Kvik- myndinni Paradisarheimt, sem sýnd verður i sjónvarpinu um jólin. Er Þórður var spurður um það hvernig hann hefði fengið hlutverk Björns á Leirum, sagði hann: „KÍæddör 26 síiin- um úr brúklnni” - Rætt vlD Þörð B. Sígurðsson, sem lék Björn á Leirum I Paradfsarheimt Skeggjaðir statistar „Þetta var eiginlega allt henni Guðnýju Halldórsdóttur aðkenna. Einn daginn þegar ég kom í vinnuna lágu fyrir skilaboð til min um að hringja i Guðnýju hjá Paradisarheimt. Ég hélt að ef til vill vantaði skeggjaða statista. Ég fékk strax áhuga á þvi að taka þátt i gerð þessarar myndar þótt ekki væri nema til að fá að kynnast fólkinu sem vann við hana. Ég hef til dæmis alla tið haldið mik- ið upp á Laxness en aldrei haft uppburði i' mér til að heilsa upp áhann. Þaðeru vist nógir um aö trufla hann. Það fór sem sé svo, að ég hringdi i Guðnýju, en þá vissi ég ekki að hún er dóttir Halldórs Laxness. Þegar ég hafði kynnt mig sagði Guðný eitthvað á þá leið, að hún hefði veriö svo óhamingjusöm að sjá mig á einhverjum bar og heföi þá Þórður B. Sigurösson: „Viö Björn á Leirum erum báöir hrein- ræktaöir hundar...” Visismynd: BG beinlinis séð Björn á Leirum fyrir sér. „Athugað hvort ég væri læs” Við ákváðum að ég færi til Helga Skúlasonar i ,,prufu”, svona tilaðsjá hvort ég væri læs eða eitthvað þess háttar. Nú svo hitti ég Há'drich og var hann þá að prófa nokkrar stelpur i hlut- verk Steinu. Ég var látinn lesa á móti þeim, og þegar því var lok- ið kvaddi Hádrich mig meö þeim orðum, að ég mætti ekki koma nálægt rakara næstu f jóra mánuðina. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á þvi að ég hafði verið ráðinn og verð ég að segja að mér fannst þetta býsna undarleg ráðning”. — Hefurðu komið nálægt leiklist áður? „Nei, en það munaði einu sinni litlu. Regina föðursystir min bað mig eitt sinn fyrir mörgum árum að taka þátt i einhverri leiksýningu. Það vantaði nefnilega einhvern tröllkarl til að vera nakinn i tunnu. Ég baðst undan þessu. Reyndar datt ég inn i einhverja landkynningarmynd, semitalskasjónvarpiðgerði hér á landi fyrir tuttugu árum. Ég var i hlutverki heimilisföður og sást i eina eða tvær minútur án þess að segja orð. Þar með eru upp talin afrek min i leiklist- inni.” „Klæddur 26 sinnum úr brókinni” — Ertu búinn að fá bakteriuna núna? „Nei, það held ég ekki. Kannski fyrst eftir að upptökun- um lauk i fyrrasumar. Ég var ekki alveg ánægður meö frammistöðu mina og vildi fá annan „sjans” til aðgera betur. Ég fann að ég slipaðist eftir þvi sem á tökurnar leið og frammistaða min held ég skáni eftir þvi sem á myndina liður. Það var til dæmis heldur pinlegt þegar endurtaka þurfti einasenuna 26sinnum! Það var þegar Steina klæðir Björn á Leirum úr brókunum. Ég held lika að Friða Gylfadóttir, sem lék Steinu, hafi verið hálfsmeyk við þetta, þvi hún sá mig hreinlega sem Björn á Leirum. Ég býst við að hún hafi verið búin að lesa bókina til enda. Þegar ég var búinn að klikka svona tuttugu sinnum, stóð ég uppog fór til HSdrichs og spurði hann hvort ég mætti ekki fá smá tima til að slappa af, ég væri hreinlega farinn á taugum. Há’drich klappaði mér bara á öxlina og sagði að þetta væri allt i lagb HSdrich var mjög elskulegur ogþað sem ég geri vel i þessari mynd, er honum að þakka”. „Hreinræktaður hundur” — Hvaö tóku tökurnar langan tima? „Þær tóku rúma tvo mánuði, frá 20. júni til 25 ágúst. Svo héldu kvikmyndatökur áfram i Bandarikjunum”. —■ Þú hefur ekki farið þang- að? „Nei, Björn á Leirum kom aðeins við sögu á Islandi. Mér datt það i hug þegar ég sá sýn- inguna hans Björns Björns- sonar, sem sá um leiktjöldin i myndinni. A sýningunni er meðal annars skilti, þar sem auglýst er eftir hálfislenskum hundi. Ætli megi ekki segja að við Bjöm á Leirum séum þá hreinræktaðir hundar”. — Hvernig finnst þér hafa tekist öl við gerð Paradisar- heimtar? „Mér finnst myndin ákaflega falleg, en ég er náttúrulega hlutdrægur. Handbragð HSdrichs er fágað, og svo er hann með snilling sér við hlið þar sem kvikmyndatökumaður- inn, Frank Banuscher, er”. — Ef einhver kvikmynda- leikstjóri byði þér hlutverk i stórmynd næsta sumar, myndir þú taka boðinu? „Ég efast um að ég gæö það, starfs mins vegna. Það væri þó óneitaniega kitlandi”. Fimmtán sinnum íslandsmeistari á tuttugu og fimm ár- um Þórður B. Sigurðsson er forstjóri Reiknistofu bankanna, en fleiri þekkja hann sjálfsagt sem frjálsiþróttamann. Fimmtán sinnum hefur hann orðið tslandsmeistari i sleggju- kasti, fyrst árið 1950 og siðast árið 1975. „Ég hef ekkert æft sem heitið getur siöan 1960 en samt álpaðist ég i eitt mót i sumar. Það vantaði sleggjukastara i KR árið 1975 og ég féllst á aö slengja sleggjunni eitthvað i bikarkeppninni fyrir þá. Ég tók þvi þátt i tslandsmótinu, og þar sem Erlendur Valdimarsson hætti vio þátttöku i mótinu var ég allt i einu orðinn Islands- meistari eftir 10 ára hlé og siðan valinn i landsliðið”. — ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.