Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. desembcr 1980 VtSIR Bófarnlr leggjast á nálnn á skjálfta- svæðum ftalíu Það virðist ekki eiga af fólkinu á jarðskjálftasvæðum Italiu að ganga, þvi ofan á heimilismissi, ástvinamissi og plágur bætist nú ágangur glæpamanna, sem ekki geta haldið ræningjaklóm sinum frá gróðavonum við endurreisn- arstarf. Sjálfboðaliðar segja, að fulltrú- ar undirheima Napóli, sem kall- aður eru Camorra, hafi haft i hót- unum við þá til þess að fæla hjálp- arsveitir burtu, svo að bófarnir sitji helsteinir að stjórn uppbygg- ingarinnar. fbúar þorpsins Giffone Valle Piana, sem nú er i rúst — en fólkið hefst við i leirugum tjöldum — segja, að flutningavögnum með byggingarefni til þeirra hafi verið stolið af Camorra. Bráðliggur þó fólkinu á þvi að komast undir þak. Frá Napóli berast þær fréttir, að hundruð heimilislausra, sem leitað hafi skjóls i auðum ibúðum borgarinnar, sæti ágangi glæpa- manna, sem heimti af þeim „verndartolla” — 1 Napóli eru sagðir vera um 40.000 manna heimilislaus eftir jarðskjálft- ana, en embættismenn ætla, að i þann hóp hafi einnig svindlað sér ýmsir úr fátækrahverfunum, sem vilja nota tækifærið til þess að Bófar ásælast þær litlu reitur, ^ sem jarðskjálftarnir skildu eftir ™ handa ibúum skjálftasvæðanna. Lampar ítölsku knatlspyrnu- mennlrnlr sýknaðlr 38 menn, allir kunnir úr itölsku knattspyrnunni, voru sýknaðir fyrir rétti i Róm i gærkvöldi af ákærum um að hafa þegið mútur og „selt” leikslok i átta fyrstu og annarrar deildarleikjum i fyrra Einnig voru sýknaðir þrir veð- bankastjórar. Hrifningarópin á sakabekknum og meðal áhorfenda var eins og eftir vel skorað mark i landsleik Italiu, og meðal þeirra, sem ákaf- ast fögnuðu var Paolo Rossi, landsliðsmaðurinn, en hann var einn sakborninga. Aðeins nokkrum stundum fyrr i gær hafði áfrýjunarnefnd italska knattspyrnudambandsins i aga- málum staðfest fyrri refsingar aganefndar með keppnisbanni og fleira. Sömuleiðis hafði verið staðfest, að knattspyrnufélögin Lazio og Milanó skyldu detta nið- ur i 2. deild. Mál þetta vakti almennt hneyksli á Italiu i mars i vor, þeg- ar tveir veðbankastjórar játuðu, að þeir hefðu mútað leikmönnum til þess að tryggja sér ákveðin úr- slit leikja, en stórtapað, þegar mútuþegarnir stóðu ekki við sina samninga. Knattspyrnusambandið brá við . og útdeildi refsingum til handa þeim leikmönnum og starfs- mönnum, sem hlut áttu að máli, en nú hefur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu, að engin lög hafi verið brotin. útför Kosyglns í dag Lik Alexei Kosygin, fyrrum for- sætisráðherra, sem andaðist siðasta fimmtudag, var brennt til ösku i gærkvöldi, en jarðarförin átti að fara fram i morgun. Askja með ösku hins látna verður látin til geymslu i fdnasal aðalstöðva Rauða hersins sem verður siðan opin almenningi tvær stundir i dag. Minningarathöfn skyldi siðan fara fram við Kremlarmúra hjá Rauða torgi. Siðustu daga hefur lik Kosygins staðið uppi á viðhafnarbörum og þúsundir Moskvubúa lagt leið sina framhjá þeim til þess að votta hinum látna virðingu sina. Meðal þeirra, sem framhjá bör- unum gengu i gær, var Leonid Brezhnev, forseti Sovétrikjanna. Ágreiningur um fjárlög Efnahagsbandaiagsins Fjármálaráðherrar EBE- rikjanna slitu maraþonviðræðum sinum i Brussel i gær, og var mönnum orðið heitt i hamsi undir það er lauk. Er nú alls óvist hverja afgreiðslu fjárlög EBE fyrir árið 1981 muni fá. Funduðu þeir sleitulaust i átta stundir i gær, en náðu einungis samkomulagi um það tvennt, að greiða ekki atkvæði um fjárlögin 1981, né heldur um fjárlagavið- bætinn fyrir árið 1980, sem áður voru samþykkt af Evrópuþinginu i siðustu viku. Ef þeir hefðu fellt i atkvæða- greiðslu viðbætinn fyrir 1980, hefði Evrópuþingið samt getað samþykkt það fimmtán dögum siðar, og viðbætirinn þá öðlast gildi. En með þvi að greiða ekki atkvæði, setja ráðherrarnir málið i frysti i bili. 1 Brussel spá menn þvi, að ágreiningurinn út af f járlögunum eigi eftir að snúast yfir i hat- rammar deilur. komast i betri húsakynni. Hundruð manna hafa lagt undir sig um 150 skóla i Napóli til þess að fylgja eftir kröfum um húsnæði, og er nú skólakerfi borg- arinnar svo gott sem lamað, en nemendur verða að lesa heima, eða mæla göturnar. Jólin á þessum slóðum verða daufleg i ár, þvi eins og borgar- stjóri Avellino, Giovanni Pionati, sagði: „Hvernig getum við glaðst þessi jólin, þegar enn er fólk graf- ið undir rústunum?” PH5 Litir: hvítur, rauður, blár, fjólublár Verð kr: 85.300.- nýkr. 853.- ■ i 4/3 PH rauðgulur blár hvítur Liti 395 nýkr Verð kr 39 500 Flowerpot Litir: hvítur, rauður, blár, turkisblár, rauðgulur. Verð: kr. 21.595.- nýkr. 215.95 Svarti Louis Verð kr: 27.825,- nýkr. 278.25 Sioumúla 20 — 105 Reykjavík — sími 91-36677 BEINT í BÍLINN ÆCíT. ^NL ★Franskar kartöflur^ ★Samlokur ★ Langlokur ★ Meinlokur^ ★ Pylsur ★ Hamborgarar ★ Pizzur^ IMOPIÐ ÍS730- Iéé32&30 Shellstöðinni v/Miklubraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.