Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 8
f*í vtsm Þriöjudagur 23. desember 1980 Ritstiörar: ölafur Ragnarsson og Ellert 8. Sdiram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Sndand Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon. Friða Astvaldsdóttir. Gylfi Krisfjánsson, lílugi Jökulsson. Kristln Þor steinsdóftir. Páll AAagnússon, Svelnn Guðjónsson, Sáemundur Guðvinssoa Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundúr O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell .ertsdóttir, Gunriar V. Andrésson, Kristján Arl Einarsson. ÚtlHsteUmun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Drei f inoarstióri: SíaurAur R; PÉturuon. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmiöóóll 7 llnur. Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8, simaröóóll og 82240. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, simi 86411. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuöi innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-, ið. Visirerprentaður i Blaðaprenti hf.,Siðumúla 14. Umbúöirnar og innihaldiö utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvamdastjóri: Oavið Guömundsson. Jólahátíð kristinna manna um alla heimsbyggðina rennur nú brátt upp. Hún mun sem fyrr færa okkur hér á norðurhjara birtu í svartasta skammdeginu, en er innihald hátíðarinnar orðið minna atriði en umbúðirnar? Séra Jakob Jónsson, dr. theol. f jallaði um jólahaldið í viðtali við Helgarblað Vísis um síðustu helgi. Þessi gamalreyndi kennimað- ur sagði við viðmælanda sinn: „ Nú er alItaf verið að bölsótast út í jólagjafir, en líttu á, — hvenær sérðu eins margt fólk á ferli hér í Reykjavík, sem er að leita að ein- hverju til að gleðja aðra með? Allir sýna viðleitni til þess að enginn verði útundan. Það er leit- að að einhverju heppilegu til að auka gleði annarra. Og það er fárast yfir því, að fólki vilji prýða í kring um sig á jólunum, blöðin kalla jólaskraut glingur og hvað ekki? Minning um jólatré, jólaljós, er oft það sem hæst ber í bernskuminning- unni. Og hvers vegna megum við ekki láta það eftir okkur að vera börn, hvers vegna eigum við að þykjast vera þroskaðri en við er- um?" Þetta voru orð séra Jakobs Jónssonar. Þau eiga f ullan rétt á sér, þegar um jólahaldið er rætt. En stóra spurningin er, hvort „Ef það er rétt, að þan- spretturinn fyrir jól sé slíkur, að hann sé þegar farinn að tvístra f jölskyldum, hví erum við þá að halda jól?" spyr Sigurður Hauk- ur. Því miður birtast okkur á öll- um tímum ársins dæmi um það, að kapphlaupið, streitan og álag- ið verði fólki of þungt, menn beinlínis kikni undan því, sem þeir hafa sjálfir á sig lagt. — En þurfa menn ekki næðisstund, þarf fólk ekki svolítið uppihald til þess að geta vegið og metið hvar það er statt og hvert það er að fara? Jóladagarnir eru meðal þeirra daga sem veita fólki tóm til þess að athuga sinn gang, boð- skapur, hugblær og helgi jólanna stuðla að því að f jölskyldur sam- einast og sameiningartáknið er frelsari mannkynsins. Þótt asinn haf i verið mikill síð- ustu vikurnar og margir haf i lagt hart að sér, miðar undirbún- ingurinn að því að njóta þessarar helgustu hátíðar kristinna manna, sem í hönd fer. Annað kvöld eigum við að vera tilbúin að fagna hinu eina sanna jólaljósi kristinna manna: það má ysinn og þysinn ekki slökkva. VISIRÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRAR JÓLAHÁTÍÐAR. Þótt asinn hafi verift mikill slöustu vikurnar fyrir jólin mega menn ekki láta allar um- búöirnar villa sér sýn eöa koma i veg fyrir aö þeir átti sig á innihaldi jólanna. Gusturinn frá undirbúningnum má ekki slökkva hiö sanna jólaljós. of mikið megi ekki af öllu gera. Er ekki hætt við að minningin um jólatré og jólaljós verði heldur óljósari hjá þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi en hjá þeim, sem áttu sín bernskujól í upphafi þessarar aldar. Er ekki hætt við að umbúnaðurinn sé að verða of viðamikill, trúarhátiðin drukkni í öllu jólaflóðinu? Annar klerkur, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, lýsti áhyggjum sínum í þá veru í helgarþönkum í sama tölublaði Vísis og bað menn að grunda með sér, hvort ekki væri tími til að hægja ögn sprettinn. „Ég er ekki lengur viss um, að jól okkar séu á einn eða annan hátt tengd þeim barnalegu hugmyndum er ég átti um þau áður," sagði Sigurður Haukur og gaf þá skýringu á þessari ályktun sinni, að síðustu dægrin hefði hann hitt fjölda fólks, sem hrópaði á hjálp í heimi, sem því fyndist vera að hrynja. Það væri þreytan, sem væri að sliga fólkið. Póstburðargjöld og hangikjötsiæri Geirlaugs Árnasonar Fimmtudaginn 18. des. s.l. birtist i Visi grein eftir Geirlaug Arnason, þar sem hann segir aö póststofan hafi ætlaö aö hafa af sér verðmæti sem næmu i þ.m. góöu hangikjötslæri. Greinar- höfundur lýsir komu sinni á pósthúsið á skáldlegan hátt og segir m.a.: „Ég gekk aö afgreiösluborðinu og rétti stúlkunni eitt kortanna, aö sjálfsögöu með umslagi utan um, og ávarpaði hana með bliö- legum rómi á þessa leiö: ,,Heyrðu væna! Hversu mikiö á ég aö borga undir þetta bréf til Ameriku?” Stúlkan tók bréfiö og setti þaö á vigtina og svaraöi stuttara- lega: ,,Kr. 960.-” ,,Getur þaö veriö?” sagöi ég, lika stuttaralega. ,,Já”, svaraöi stúlkan með rosta, „þetta er tvöfalt bréf”. „Hversu mörg grömm vegur bréfið?” „Nákvæmlega 21 gramm”, svaraöi hún með þjósti. „Má treysta vigtinni, aö hún sé rétt? ” spuröi ég meö örlitlum þjósti. „Allar vigtar póststofanna eru nákvæmlega eins”, varaði stúlkan með rödd, sem ég tel aö mælast myndi 9 stig á Richters- kvaröa. Þegar hér var komið sögu, var heldur farið að siga i mig, og þarf þó töluvert til. Ég sagði viö stúlkuna aö ég ætlaði að fara i annaö pósthús, áður en ég léti féfletta mig, þvi aö mismunur- inn á gjaldi fyrir einfalt og tvö- falt bréf væri hvorki meira né minna en kr. 610.- — eöa á 20 bréf um kr. 12.200.----m.ö.o. gott hangikjötslæri”. Ekki viröist þessi ferö hafa farið á þann hátt sem til var ætl- ast. Hann sem haföi ávarpað stúlkuna hlýlega, en fékk stutt- aralegt svar, sem hann aö sjálf- sögöu endurgalt meö ööru stuttaralegu svari. Siöan svar- aði stúlkan með þjósti, en Guö- laugur lagöi á móti fram spurn- ingu „meö örlitlum þjósti”. Þá skeður það, segir greinarhöf- undur, aö stúlkan hefur upp rödd sina svo um munar, þannig að styrkleikinn mældist 9 stig á Richterskvaröa. — Var nokkur furða, þótt farið væri aö siga i manninn. Ég sé ekki ástæðu til að rekja þennan þráö frekar, hann talar sfnu máli. Það er alltítt, aö sam- skipti manna fari á annan veg en ætlaö er, þrátt fyrir góöan vilja á báða vegu. Ég hefi ekki haft uppi á nein- um hlustanda aö þessu samtali, var þó að jafnaöi margt manna i afgreiöslusal um þessar mund- ir. Vonandi gefur þaö til kynna, að erfiðleikar hafi ekki verið eins miklir og ætla mætti. Ef Geirlaugur hefði i þessu tilfelli haft tal af yfirmanni i póststofunni, til að fá frekari skýringar á málinu heföi hann losnað viö 7 km. ferö upp i Ar- bæjarhverfi, — og þá sennilega einnig losnað viö að skrifa þessa grein i fljótfærni. — Stúlkan, sem hér átti hlut að máli, var aö gera sitt besta og haföi rétt, þótt svona tækist til þeirra i milli. Viö athugun á þyngd korta frá Asgrimssafni, hefur það komiö i ljóSj aö þau eru öll vel yfir þyngdarmörkin, sem greinar- höfundur vitnar til og fylgir hér meö staöfesting á þvi frá Lög- gildingarstofunni. Þetta var öll- um póstafgreiöslumönnum full- kunnugt af reynslu undanfar- inna ára. — Hafi kortin, sem póstlögö voru i pósthúsinu i Arbæjarhverfi neðanmóls Matthías Guðmunds- son, póstmeistari í Reykjavík svarar hér grein Geirlaugs Árnason- ar i Visi á fimmtudaginn var um bréfavigtar póst- þjónustunnar og segir að staðfest hafi verið að listaverkakortin, sem um var rætt séu vel yfir þyngdarmörkum þeim, sem Geirlaugur talaði um, það er yfir 20 grömm. veriö af annarri stærö eða frá öðru þekktu listasafni, en hér um ræðir (en það hefur ekki komið fram) fer málið að verða skiljanlegra. Matthias Guðmundsson. póstmeistari. Staöfesting Löggildingarstofunnar á þyngd listaverkakorta As grlmssafns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.