Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 12
12 Þriðjúdágur' 23. désember ÍÍ80 Þorláksmessa er runnin upp með öllu sínu mikla annríki. En í dag er lika þriðjudagur og um leið komin ein ný áskor- unaruppskrift/ sem að þessu sinni kemur frá Kristjáni Má Sigurjóns- syni verkfræðingi. Granni hans/ klæð- skerinn Sævar Karl Óla- son beitti hann //títu- prjónaaðferðinni" í síð- ustu viku. Þar sem sú að- ferð er jafnhárbeitt og einvigisspjót annarra áskorenda er Kristján Már nú kominn í hóp þriðjudagskokka Vísis. Meira að segja með svuntuna okkar fínu. Spjótadynur áskorunar- þáttarins upphófst í blaðamannastéttinni og þangað beinast spjótin enn á ný. Þorgrimur Gestsson blaðamaður á Helgarpóstinum mætir til leiks síðasta þriðjudag ársins. Við vitum ekki hvort hann er Gaflari sjálfur/hann Þorgrimur/ en allavega býr hann á meðal Gaflara, ekki ætti það að saka, ýmislegt er víst Göflurum til lista lagt hefur maður heyrt. Dettur mér þá i hug að spyrja, hvað hafa Gafl- arar fram yfir Reykvík- inga — jú, betri ná- granna... Austrænn «kp|. flskréttur Matur handa 4-5 manns. Eldunartimi ca. 30 minútur. 150 g hreinsaðar rækjur eða 1 dós (400-500 g) kræklingur 2 paprikur 2 msk smjörlíki 2 tsk karrý 1 tsk paprikuduft 2 hvitlauksrif ldós(ca 400g) niðursoðnir tóm- atar 2 msk chiiisósa, eða örlitið af chilidufti 1/2 tsk salt 1/2-1 dl rjómi Brytja niður paprikurnar. Bræða smjörlikið I potti eða lit- illi grýtu. Setja paprikuna karrý paprikuduftið og pressaðan hvitlaukinn úti og steikja I nokkrar minútur. Bæta þá tómötunum ásamt vökvanum úr dósinni, chilisósunni og salti við. Sjóða i opnum pottinum i ca. 10 minútur. Bæta skelfiskinum þá i og að lokum rjómanum. Réttur- inn er nú tilbúinn eða þegar þetta siðastnefnda er orðið heitt. Fiskibollur, skornar i bita geta komið i stað hluta af skel- fiskinum. Þessi austræni skelfiskréttur er borinn fram með soðnum hrisgrjónum og ristuðu brauði. Eftirréttur: Avaxtasalat. 2 Ferskjur 2 Appelsinur 2 Perur ef til vill 2 kg jarðarber ( ef einhver býr svo vel að eiga fersk jarðarber). Handfylli hakkaðar hnetur 1 1/2 dl rjómi 1 1/2 dl eggjalikjör safi úr 1 sitrónu Athugiðrallt ferskir ávextir. Avextirnir skornir niður i ten- inga og sitrónusafanum hellt yfir. Blanda likjörnum i rjóm- ann og þessu bætt i. Hnetunum dreift yfir. Fyrri rétturinn, austræni skelfiskrétturinn er fenginn frá Sviariki, en þangað kominn sennilega að austan. Kunningi minn i Stokkhólmi benti mér á eina ágæta kokkabók þarlenda, sem reynst hefur mér ágætlega. Seinni rétturinn, ávaxtasalatið, er norskrar ættar. Áskorunin. Hér meö skora ég á herra blaöamann Þorgrim Gestsson á Helgarpóstinum ( hann býr á meðal Gaflara i Firðinum) að spreyta sig á matargerðar- kúnstinni. Hann þekki ég frá okkar sambýlisárum i Osló og veit að hann mun ekki bregðast þeim vonum sem menn binda við slíkan matarþátt sem A- skorunarþáttur Visis hefur reynst vera. Kristján Már Sigurjónsson. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Gamanlaust, Þor- um þig velkominn i hóp- grímur Gestsson,við bjóð- inn. — Þg. Kristján Már Sigurjónsson verkfræðingur mundar sleifina I grýtuna sina. Áskoranir um uppskrililr Flðlskyldan og helmlllft óskar gleðilegra jóla - á Lltlu jólunum I Feiiaskðla Alllr aldursnopar saman örugg merki um að jólin séu að koma eru „Litlu jólin” i barnaskólum landsins. Litlu jólin er orðin gróin siðvenja, sem litið hefur breyst á undan- förnum árum. Litlu jólin voru haldin I Fella- skóla i siðustu viku og virtust allir skemmta sér hið besta, nemendur jafnt sem kennarar. Sú nýbreytni var gerö þar að þessu sinni, að blanda saman öllum bekkjardeildunum og voru þvi saman krakkar á ald- rinum 6-11 ára. Venjan er annars sú að halda Litlu jólin sér fyrir hverja bekkjardeild, en þessi nýbreytni gafst vel og var ágætlega tekið. Skemmtunin hófst á söng, þá fluttu tólf ára gamlir krakkar leikrit af mikilli leikgleði og ánægju. Leikritiö fjallaði að sjálfsögðu um ungan prins, sem hefur villt á sér heimildir, og ástir sem takast með honum og prinsessunni fögru. Allt fer vel að lokum og áhorfendur skemmta sér hiö besta. Að loknu leikritinu fór allur hópurinn inn I leikfimisalinn, en þar hafði veriðkomið fyrir stóru jólatré. Nú var hafinn mikill dans. Allir tóku þátt I honum og skólastjórinn, sem stóö álengd- ar og fylgdist með af velþdknun, fékk ekki að standa kyrr lengi heldur var hann drifinn I dans- inn I kringum jólatréð. Og hann var ekki sá, sem skemmti sér minnst. Blaðamennirnir söknuðu bara eplanna og eplalyktarinnar, sem fylgja minningu litlu jól- anna 1 £ |m |fjmi i la * *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.