Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. desember 1980 vlsm Karfa. Hér sjáum við skemmtilega jólakörfu. í henni gætir margra grasa i eiginlegri merk- ingu. Þarna er meðal annars hvítmosi, lyng, hnetur , möndlur og pastahringir. Þetta skraut er siðan hægt að taka úr körfunni og nota i hvaða skál sem er. Jólatré. Þarna er hver einasti hlutur bundinn með vir utan um stöng. Byrjað efst og farið niður og hlaðið utan um stöngina. Þessar skreytingar eru án grenis, og geymast þær frá ári til árs. r-"j ---1 Husráð t staðinn fyrir að fieygja ölluni jólakortunum þá skulið þið búa til mynda- bækur úr þeim. Limið saman tvö og tvö kort með bakhliðarnar saman. Saumið svo nokkuð löng kappmelluspor á þá hlið sem kjölurinn á að vera. Saumið siðan nokkur svona mynda- blöð saman svo sem 6-8 stykki og þá hafið þið allra fallegustu myndabók sem gerir mikla lukku hjá litlum börnum. Þessar mynda- bækur eru mjög sterkar þar sem erfitt er að rifa blöðin i sundur. Hægt er að prjóna marga gagniega hluti úr garni sem rakið hefur verið upp. Hér kemur gott ráð til að ná burt hrukkum úr uppröktu garni. Takið stærsta álpott sem þið eigið og vindið garnið utan um pottinn. Vindið yfir allan pottinn. Vætið siðan garnið litillega. Setjið siðan vatn i pottinn og látið hann standa á eldavélarplötu við vægan hita góða stund. Hellið siðan vatninu úr pottinum. Hvolfið siðan pottinum og látið hann kólna. Hvolfið siðan pott- inum og látið hann kólna. Garnið er nú orðið alveg slétt og litirnir hafa skirst. Tekið siðan af pottinum og búin til garnhespa. Allir kannast við erfiðleika i sambandi við rennilása,til dæmis i úlpum, kuldaskóm o.fl. Mjög erfitt eða ómögu- legt er til dæmis að skipta um rennilás á skóm i heima- húsum. Reynið að smyrja rennilása, sem eru tregir, með nokkrum dropum af saumavélaroliu. Eftir hátiðar sitjum við uppi með heilmikið af kerta- stubbum sem venjulega er hent. En reynið einhvern tima að setja alia kerta- stubba af sama lit i pott og bræða þá, fjarlægið með gatasleif alla kveikiþræði. Hellið siðan bræddu vaxinu i til dæmis fallega leir eða koparskál eða koparpott eða annað þess háttar. Klippið siðan bómullargarn i hæfi- lega langa kveikiþræði og setjið þá hingað og þangað i vaxið eftir þvi hvað þið viljið hafa mörg ljós. Þegar vaxið er fullstift má klippa kveik- ina hæfilega langa. Þegar kveikt hefur verið á öllum þráðunum þá höfum við allra fallegustu kertaljós. Ef þið verðið fyrir þvi óláni að fá kertavax i finu jóladúk- ana, leggið þá dagblað á kertavaxið. Hitið siðan strokjárn og setjið yfir dag- blaðið smá stund. Kerta- vaxið losnar þá af dúknum og dagblaðið „drekkur” I vaxið i sig. L. ■■ h wm ■■ lPOtð'»'S ,00.000 50.000 20.00° ,0.000 5.000 ,.°00a 500 N^- 900-000 ASO-OOO ,60-000 A 980 -000 12.65.000 368-000 M ^ ttV8l>í'50t"«^enp00 ó&vtv^ ^Vxvet su W *e^ostat ^^Lvorv V*N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.