Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 23.12.1980, Blaðsíða 31
Þriöjudagur 23. desember 1980 ndir og leikhus um jolin vism Kvikmyndin og leikhus um jóiin - Kvíkmyndir og Stjörnubió: Trinity-bræðurnir Bud Spencer og Terence Hill eru enn á ferð i jólamynd Stjörnubiós, „Bragða- refirnir” — „Odds and Evens”. Að þessu sinni er þeim bræðr- um fengið það verkefni að klekkja á harðsviruðum fjárglæframönn- um, sem reka fljótandi spilaviti. Eins og i öðrum myndum meö þeim félögum eru það þung högg sem eru það tungumál sem allir skilja. Fýkur margt spitalavinkið áður en yfir liður og ættu aðdá- endur þeirra Spencers og Hill að ganga ánægðir út úr Stjörnubiói eftir að hafa séð Bragðarefina. —ATA Þeir Trinity-bræður leika enn sem fyrr aðalhlutverkin i jóla- mynd Stjörnubiós. Þimghðgg Tveir af áhöfn Nostromo kanna upptök hljóðmerkjanna á óþekktum hnetti. Þar finna þeir annaðog meira en þeir reiknuðu með. Nýja bió: Visindahrollvekja Jólamyndin I Nýja Biói heitir „Övætturinn” eða „Alien”. Þessi mynd hefur hlotið miklar vin- sældir viða um heim, enda sam- einar hún tvö af helstu áhugamál- um fjölmargra biógesta: geim- ferðaævintýri og ófreskjur. Myndin er þrungin spennu frá upphafi til enda og eru tækni- brellur ýmsar frumlegar og koma á óvart. Þá er óvætturinn sjálfur vel gerður. Sögupersónur eru áhöfnin á geimflutningaskipinu Nostromo, sem er á leið til jarðarinnar eftir langa ferð út i geiminn. Ahöfnin fær fyrirmæli um að kanna merkjasendingu, sem heyrst hefur utan úr geimnum og gæti veriö frá vitsmunaverum. Nostromo heldur þangað og lendir á hnettinum, þaðan sem merkin berast. Áhöfnin finnur þar geimfar, sem hefur brotlent. Við athugun á geimfarinu verður einn áhafnar Nostromo, Kane aö nafni, fyrir árás óþekkts, lítils dýrs. Það er tekið inn i geimflutn- ingaskipið, þrátt fyrir andstöðu sumra skipverja, sem vilja að sóttkviarreglur gildi. Nostromo heldur siðan áfram til jarðar, en brátt kemur i ljós, að óvætturinn, sem réðst á Kane, er innan- borðs. Atökin við þetta dýr, sem brátt stækkar verulega, reynast erfið, auk þess sem ýmislegt óvænt kemur i ljós, þegar á heim- ferðina liður. —ATA Gene Hackman fer á kostum Ihlutverkisinu iRefskák. Borgarhióið: Agætis Drlller Það er enginn annar en harð- jaxlinn Gene Hackman, sem leikur aðalhlutverkið i jólamynd Borgarbiós, „Refskák”. Leikstjóri er Arthur Penn, en hann er meðal annars frægur af mynd sinni „Little Big Man”, sem Dustin Hoffman lék i á sinum tima. Refskák er eins og nafnið bendir til leynilögreglumynd, en heldur harðari en hálfnafna hennar i sjónvarpinu „Blind- skák”. Það er óhætt að mæla með „Refskák” sem ágætis leynilög- reglumynd og þriller. —ATA Lloyd Bridges og Robert Stack I hlutverkum sinum i i lausu lofti. Ekki fer á miili mála að eitthvaö mikiö stendur tii. Háskólahió: Gamansamt nugsiys Alpýðuleíkhúslö: Kðngsdóttirin. sem kunni ekki að tala Alþýöuleikhúsið sýnir Kóngs- dótturina, sem kunni ekki að tala, sunnudaginn 28. des. klukkan 15. Leikurinn segir frá kóngs- dóttur, sem kunni ekki að tala. Kóngurinn, faðir hennar, heitir þeim, sem finnur mál handa dótturinni ,hálft konugsrikið og hönd hennar aö launum. Verkið gengur siðan út á leit tveggja riddara að máii fyrir hana. Leikritið er einkum ætlað yngstu börnunum og er þetta sýning fyrir bæði heyrandi og heyrnarlausa, þvi bæði orö og táknmál er notað i uppfærslunni. Sýningin hefur verið vel sótt og nær alltaf uppselt. Höfundur leik- sins er Christina Anderson, en Þórunn Sigurðardóttir er þýðandi og leikstjóri. Fjórir leikarar koma fram, þær Sólveig Halldórsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnórsdóttir, Helga Thorberg og Anna S. Einarsdóttir. Þá eru og brúður notaðar i sýningunni, sem Guðrún Auðunsdóttir hefur gert, en hún sér einnig um leik- mynd og búninga. —KÞ Gamla bió DREKINN HANS PÉTURS Drekinn hans Péturs heitir myndin sem Gamla bió sýnir yfir hátfðarnar, — og eins og venju- lega er hér um að ræða ævintýra- mynd frá Walt Disney fyrirtæk- inu. Þetta er sambland af teikni- mynd og leikinni mynd og hinn margrómaði Mickey Rooney er i einu af aðalhlutverkunum. Söguþráðurinn er i stuttu máli sá, að Pétur litli strýkur frá fósturforeldrum sinum. Til stroksins notar hann dreka, sem er þeim ágætu kostum búinn, að geta flogið. Eins og vænta má lendir Pétur i fjölmörgum ævin- týrum, sem ættu að vera hin besta skemmtan fyrir börnin. Gamanmyndin „í lausu lofti” eða „Flying high” er jólamynd Háskólabiós i ár. Myndin er ádeiia á Airport-myndirnar svo- köliuöu og stórslysamyndir al- mennt. Likast til hafa tiu Airport myndir verið framleiddar, og i þeim hafa komið fyrir flest hugsanleg og óhugsanleg óhöpp og slys i sambandi við flugvélar. „Flakkarnir” — „The Wanderers”, er jólamyndin i Tónabfói aö þessu sinni. Myndin er eins konar „American Graffiti” með slagsmálasenum og ofbeldisivafi. „Flakkararnir ” fjalla um klikur i stórborg i Bandarikj- unum og baráttuna á milli þeirra. Klikan, sem myndin fjallar um, hefur sérhæft sig i skemmtunum ogléttum stælum. Þeim lendir þó Sprengjur hafa sprungið inni i flugvélunum, flugvélar hafa rek- ist á, flugmennirnir hafa báðir misst meðvitund, júmbóhota hefur farið i „spinn” svo eitthvað sé nefnt. 1 Flying high koma öll þessi óhöpp fyrir i einni mynd — og fleiri til. Umfram allt er gert stólpagrin að öllu saman. saman við „Baldies”, eða skall- ana, ogþað þýðir ekkert minna en slagsmál. Fyrir tilviljun lendir þeim svo saman við enn eina kliku og slikt samanstuð þýöir venjulega ekkert annað en dauða ág limlestingar. Léttur htimor er i myndinni á milli slagsmálaatriðanna, sem verða þó aldrei það ruddaleg að ekki sé hægt að mæla með mynd- inni þess vegna. —ATA -ATA Atriði úr Flökkurunum. Tónabió: Graffiii með ofbeidi ÞióðieiKhðsiö Blindisieikur og Nótt og dagur Þjóðleikhúsið frumsýnir ballettinn Blindisleik á annan i jólum, önnur sýning verksins veröur siðan daginn eftir, laugar- daginn 27. des,. Þá verður Ndtt og dagur sýnt á sunnudag, 28. des. Blindisleikur er nýr islenskur ballett. Tónlistin og sagan eru eftir Jón Ásgeirsson, en Jochen Ulrich, stjórnandi Tansforum- ballettsins i Köin, hefur samið flesta dansana og sett ballettinn á svið. Sveinbjörg Alexanders, sem er aðaldansari áðurnefnds balletthóps, hefur og samið nokkra dansa, aðstoðað við upp- færsluna og dansar einnig aðal- hlutverkið. Þá fara ungverjinn Michael Molnar og þjóðverjinn Conrad Bukes með stór hlutverk, auk félaga islenska dansflokks- sins, nemenda Listdansskóla Þjóöleikhússins og fleiri, en alls taka um 40manns þátt i uppfærsl- unni, fyrir utan um 30 hljóðfæra- leikara úr Sinfóniunni, sem Ragnar Björnsson stjórnar. Blindisleikur er áfangi i sögu Þjöðleikhússins, þvi hér er á ferð- inni fyrsti íslenski heilkvöldsball- ettinn, sem þaö tekur til sýn- ingar. Þó er ef til vill ekki alls kostar rétt að kalla verkið ballett, heldur einfaldlega leik fyrir dansara, þvi margvislegum danssporum og hreyfingum er beitt til þess að segja söguna á sem áhrifamestan hátt. Hugmyndin að verkinu er fengin að láni frá Þjóösögunum um Gilitrutt, nema hvaö hér er hún oröin karlmaöur að nafni Kolur, nokkurs konar djöfull i mannsmynd. Hann freistar konu nokkurrar, Freyju að nafni,konu Búa, og gengur siðan leikurinn meira og minna út á samskipti þeirra þriggja. Sögusviðið er skemmtistaður og tónlistin er allra handa, bit,valsar, foxtrott og svo framvegis. Nótt og dagur Toms Stoppards var frumsýnt ekki alls fyrir löngu. Leikurinn gerist i imynduðu Afriku-riki og fjallar um lif og störf blaðamanna. Leik- stjóri er Gisli Alfreðsson, en með aðalhlutverk fara Arnar Jónsson, Anna Kristin Arngrimsdottir, Gunnar Eyjólfsson, Hákon Waage og Gunnar Rafn Guðmundsson. Allar þessar sýn- ingar Þjóðleikhússins hefjast að venju klukkan 20. —KÞ Atriöi úr Blindisleik, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á annan dag jóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.