Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. desember 1980/ 302 tbl. 70. árg. Enn ðvissa um efnahagsaðgerðir: Verðhækk- anir í des- ember ekki bættar? Visitölugrundvöllurinn veröur meö bráðabirgöalögum settur á 100 frá og með áramótum og veröbætur á laun 1. mars verBa skertar sem nemur verðhækkun- um i' desember. Til þess aö foröa kjaraskeröingu hjá láglaunafólki verða skattar þess lækkaðir. Þetta er meoal þeirra aogeroa sem efnahagsmálanefnd rikis- stjórnarinnar hefur gert tillögur um og nú eru til meöferðar hjá stjdrnarliðum. Standa vonir til þess að hægt verði að ná sam- komulagi um aðgerðir fyrir mið- nætti I kvöld, þannig að stjórninni verkalýðshreyfingin: „Ekkert samráð" „Það sem manni þykir kannski merkilegast er að það skuli á engu stigi þessa máls hafa verið haft samráð við verkalýðshreyf- inguna," sagði Karvel Pálmason, alþingismaður, i morgun. Björn Þórhallsson og Guðjón Jónsson höfðu ekki heyrt um til- lögurnar fyrr en fréttamaöur Vis- is sagði þeim frá þeim. Kristján Thorlacius, formaður BSRB.tókmjögi' sama streng, en itrekaði fordæmingu sinna sam- taka á þvi að kjarasamningar væru skertir með lögum. verði kleift að setja bráðabirgða- lög á morgun. 1 hugmyndum efnahagsmála- nefndarinnar er einnig gert ráð fyrir að gengissig verði stöðvað með tilkomu nýkrónu um ára- mótin. Rikisstjórnin stefnir að þvi aðfiskverðhækki um 15%, en fyr- ir þær greinar sjávanítvegs sem standa höllum fæti, verður hækkuninni mætt með millifærsl- um úr verðjöfnunarsjáði. Þingflokkur og framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins sat á fundi langt fram á nótt og var hart deilt um þessar hugmyndir, ekki sist þær.sem lúta að skerð- ingu verðbóta á laun. Fundurinn visaði málinu til afgreiðslu þing- flokksins, sem mun f jalla um það i dag. Framkvæmdastjórn og þing- flokkur Framsóknarflokksins komu einnig saman til fundar i gærkvöldi. þar sem hugmyndir efnahagsmálanefndarinnar fengu góðar undirtektir. Taka má fram að framsóknarmenn hafa vis- að algerlega á bug hugmyndum um að skerðingarákvæði ólafs- laga verði numin úr gildi og að launaliður bænda, og áfengi og tó- bak verði tekin inn i visitölu- grundvöllinn. Rikisstjórnin kom saman til fundar um efnahagsaðgerðirnar klukkan tiu i morgun og i dag verður reynt til þrautar að ná samkomulagi. — P.M. Forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir „Maður ársins 1980" ásamt ritstjórum Visis.ólafi Ragnarssyni og Ellert B. Schram er þeir færðu henni áritaða bók til staðfestingar á niðurstöðunni I kosningu lesehda Visis. Visismynd: BG LESENDUR VÍSIS KUSU VIGDÍSI MANN ÁRSINS „Þegar þeirri spurningu var beint til min i útvarpsþætti I beinni útsendingu um síðustu áramót, hver væri maður sið- asta árs, mun ég hafa svarað á þá leið, að það værum við öll. Ég er ennþá sama sinnis, og vilji landar minir hafa mig samnefn- ara fyrir slikan mann er mér sómi að þvi og þykir sérstaklega vænt um það". Þannig komst forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir að orði, þegar ritstjórar Visis Ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram tilkynntu henni i gær að lesendur blaðsins hefðu kjörið hana mann ársins 1980, og færðu henni áritaða bók því til stað- festingar. Vigdis Finnbogadóttir er fimmti Islendingurinn, sem les- endur Visis hafa kosið mann ársins, frá þvi að blaðið tók upp þessa nýbreytni, og er fyrsta konan i þeim hópi. Btíkin, sem Vigdis hlaut var „Islenskir sjávarhættir" eftir Luðvik Kristjánsson, sem gefin var út af Menningarsjóði nú fyrir jólin. Hún sagði, að betri bok hefðu Visismenn vartgetaö valið til þess að færa henni vegna mikils áhuga hennar á sjávarútvegi og fiskveiðum, en Vigdis hefur sem kunnugt er sérstaklega kynnt sér fiskveiðar franskra sjómanna hér við land. Lúðvik Kristjánsson höfundur bókarinnar hefði þar að auki skrifað fallegar og betur en nokkur annar um afa hennar, séra Þorvald Jakobsson, prest I Sauðlauksdal og siðar kennara i Flensborg. Visir óskar Vigdisi Finnboga- dóttur til hamingju með sigur- inn og titilinn „Maður ársins 1980". Frá úrslitum lesenda- kjörsins er nánar greint á blað- siðu 8. „Afram - áfram - áfram, var hað eina sem komst að f huga mér - sagði Hreinn Skagfiörð Pálsson. einn premenn- inganna sem komust iíis af úr hrakningunum f Finnastaðadal, f viðtali við Visi Piltarnir þrír sem komust lífs af í hrakningunum í Finnastaðadal í Eyjafirði. Jón Vídalín Ölafsson og Hreinn Skagfjörð Pálsson standa við sjúkrarúm fé- laga sínsÁrmanns Ingólfssonar, en hann átti von með að fá að fara af sjúkrahúsinu fyrir áramót. Hinir látnu félagar þeirra hétu Freysteinn Guðmundsson 16 ára og Þorgeir Rúnar Finnsson 15 ára. Sjá viðtal við þá Hrein og Jón á blaðsíðu 21 í blaðinu í dag. Vísis- mynd: GS/Akureyri Vfsir óskar landsmönnum árs og iriöar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.